Vesturland

Árgangur

Vesturland - 06.08.1927, Blaðsíða 3

Vesturland - 06.08.1927, Blaðsíða 3
VESTURLANL) Helgi Sigurgeirssen gullsmiður, ísafirði smíðar og grefur enn. nýjum kenntirum, en þetta væri bein afleiöing þess, að engin kenslubók væri lögboðin (autori- seret). Af þessu leiddi aftur það, að kenslubókahöfundar væru þess algerlega óvissir, hve mikla notk- un bók þeirra kynni að fá og yrðn fyrir þá sök að hafa vaðið fyrir neðan sig og selja bækurnar mun dýrari en nauðsyn bæri til, ef þær ættu vissan markað í öllurn íslenskum skólum. Vitanlegt er það að bækurnar gætu orðið nokkru ódýrari ef lögboðnar væru, og jafnframt þvi myndu bókaskifti e. t. v. ekki verða eins tíð. Breyting þessi myndi því að öllum likind- um gera aðstandendum barna auð- veldara að standast kostnað af bókakaupum. Hræddur er eg þó um, að á- stæður þcssar fyrir lögboði kensfu- bóka sýnist veigameiri, en þær eru i raun og veru. Lít eg svo á í fyrsta lagi vegna þess, að ekki sé svo mikið við þær unnið, sem fljótt álitiö virðist, og svo fylgi líka þeir annmarkar lögboðinu, er e. t. v. gætu vegið upp ábatann og þó kannske meira en það. Fyrst er þess að gæta, að ísl. bókamarkaður er svo lítill, að all- ar ísl. bækur hljóta aö verða mjög svo dýrar, miðað við bökaverð stærri »ríkja. Ennfremur er athug- andi, að markaður kenslubókanna er mun minni en markaður skemti- bóka, og. lilytu þær því, þó lög- boðnar væru, að verða þeim dýr- ari. — Eru kenslubækur nú dýr- ari en sem þessum eðlilega verð- muni svarar? — Eg lield að svo sé ekki. Lögboð kenslubóka myndi því vart vafda verðfalli þeirra svo nokkru næmi. Á hinn bóginn er mér ekki kunnugt um, að úr svo mörgum kenslubókum, er sam- bærilegar séu, geti verið að velja í námsgrein hverri, að það geti minkað sölumöguleika hinna bestu þeirra á nokkurn liátt. Aftur á móti eru ýmsir tilfinn- anlegir annmarkar á lögboði kenslubóka. Kennarar eru sviftir rétti til að -vclja þá kenslub'ók, sem aö þeirra áliti er best, en geta orðið neyddir til að nota bók, sem þeir síst mundu af frjáls- um vilja kjósa. Er slíkt engan veginn gott, því að það leggur hömlur á kennarann og þá kenslu- aðferð, sem lionurn er eðlilegust. í öðrulagi er það bitur reynsla í öðrum löndum, að lögboð k.enslu- bóka veldur skaðlegu afturhaldi og hindrar það, að bækur fylgji kröfum tímans: Menn þora síður að semja nýja bók, meðan öimur hefir einkarétt, og þannig tryggir þessi ráðstöfun það best, sem síst skyldi, nfl. úreltar kenslubæk- ur. Nógu afturhaldssamir muriu kennarar vera að jaínaði, þó ekki sé þeim smeygt í fangaskyrtu afturhalds í uppeldismálutn. Af þessum ástæðuin tel ee lögboð kenslubóka mjög svo viðsjárvert og til meiri skaða en bóta, en hér geta aðrir um dænit, hvað rétt muni vera. Hérmeð er þó ekki loku fyrir það skotið, að hægt sé að gera eitthvað til verðlækkunar kenslu- bóka. í fyrsta lagi ætti útgáfa þeirra efiki að vera tekjugrein einstakra inanna, heldur skyldu þær vera gefnar út af ríkinu. Bæri fræðslúmálastjóra að mæla tneð þeirri bók i hverri grein, er að hans dómi er best; en alls ekki mætti hann lengra ganga. Væri þetta nægilegt til þess,' að bókin yrði nálega eins mikið not- uð, sem lögboðin væri, enda væri hún þeim mun ódýrari, sem prí- vat útgefandi ætti að hafa fyrir snúð sinn. l>á er enn annað: íslenskur skólatími er styttri en í nokkru öðru menningarlandi Evrópu, (sem eg tel einn höfúðkost íslensks skólaskipulags,) en jafnframt því eru ísl. kenslubækur lengri en í flestum öðrum löndum, er eg þekki til. Veldur það nokkru, að fæstir skólar hér á landi eru birgir af skýrimyndum (Anskuelsesbilleder) og því síður skuggamyndum við kensluna. Bækurnar vcrða því að hafa mergð mynda til skýringar efninu og gerir það þær auðvitað rándýrar um leið. En þeir, sem aðeins krefjast langra kenslubóka, sleppa heldur ekki hjá dýrleika þeirra Nú er spurningin: Rýrir það gildi kenslubókanna til inuna að þær væru styttri gerðar? — Eg held það fráleitt. — Á kennara- þinginu var að vísu almenn á- nægja með langar kenslubækur; þær léttu svo mörgum áhyggjum af kennaranum og gætu líka bæít lélega kennara talsvert upp!! Þetta voru meðmælin, sem fram voru færð ineð löngum og þá jafnframt með dýrum kenslubók- um; því það tvent er óaðskiljan- legt sem ljós og skuggi. Og þó voru menn að arnast við dýrleika þeirra. Framh. Hannibai Valdimarsson. Sundþraut. Erlingur Pálsson sundgarpur í Reykjavlk fór í lok síðasta mán- aðar norður í Skagafjörð og lagð- ist úr Drangey til lands. Tók hann latid eftir 4 stundir og 25 minút- ur, og hafði þá synt fulla viku sjávar, eða nál. 7500 metra; en skernsta leið milli lands og eyjar er 6650 metrar talin. Ekki getur um, hvernig veðri var háttað, en sjávarhiti var +11° C. Fyrir tæpum 900 vetrum lagð- ist Grettir Ásmundarson úr Drang- ey til Reykjaness. Hafði hann þá þrjá vetur liins fimta tugar og hafði verið 18 vetur i útlegð. Sagan segir svo, að eldur slokn- aði fyrir þeirn Illuga bræðrum en þeir höfðu ekki skip hjá sér. Viidi Illugi biða þess að skip kæmu þar, en Gretti þótti þess lítil von að það yrði svo skjótl og kvaðst „GrREr'-hreifillinn fullnægir öllum kröfum, sem gerð- ar verða til fyrsta flokks nýtísku mótors, fyrir þilskip og báta. Verðið sanngjarnt. Fáið verð- lista og leitið tilboðs hjá um- boðsmönnum. P. A. Ólafsson Reykjavík. Kaffibætirinn „S Ó L E Yu. Efnarannsókn hefir sannað, að hann stendur í engu að baki þeim kaffibæti, sem bestur hefir þótt á landi hér. Atvik hafa sýnt, að vandlátustu kaffineytendur þekkja ekki tegundirnar í sundur á öðru en umbúðunuin. - Muníð aö nota brent og mal- að Jkalfí frá K afíi tirenslu Reykjavíliur. Ferðir utn ísafjarðardjúp og víðar, tekur að sér Óli Pétursson Sundslræti 31. Tvð sólrík herbergi Jskéfatnaðurinn* verslun M. Magnússonar^ ísafirði, ^er traustur fallegur og ódýr.^ ^ Ávalt miklu úr að velja. ^ og eldliús fyrir 40 kr. á mánuði til leigu iiú"þegar fyrir fámenna fjölskyldu. Upplýsingar á afgr. Vesturlaiids. heldur mundu hætta til, livort hann kæmist til lands. illuga þótti, sem var, ferð þessi gerð rneð all- miklum háska, en Grettir sagði, að hann ntundi ekki ásundidrukna. Er það bert að hann liefir vitað, hvað hann átti undir sér um sund- ið, en þótt óvættlegar horfa með landtökuna, er hann var vopnlaus en óvinir fyrir í hverju húsi. Nú tnun öllum sýnast, sem er, sund þetta hin mesta þrekraun, en þó gefst, sem betur fer, eng- um nú kostur á að hætta svo miklu tii, sem Grettir gerði, og mun lians frægð æ mesf verða. Gamlir ísfirðingar Biðjið Afengisverslun ríkisins fgrst og fremst um sherry, portvín og madeira frá KJÆR & SOMMERFELDT, kgl. hirðsala, Kaupmannahöfn. Þvottur »8 strauning. María frá Kirkjubæ Sundstr. 23. Flutning á fóiki og vörum, um ísafjarðar- djúp og víðar tek eg að mér, á v.b. „Elí“. Björn Björnsson. j Síldveiðin. Allar Iíkur eru til að þeíta sum- ar verði mesta síidveiöasumar sem komið liefir nú um langt skeið. Sumir togararnir eru búnir að fá nál 5000 mál nú 5. ágúst, og er þá sildveiðatíminn eftir venjunni vart hálfiiaður. Svo mikil síld hefir borist aö bræðslustöövunum á Norðurlandi, að þær liafa varla við, og þeirn, sem ekki liafa sam- ið um sölu bræðslusíldar fyrirfram, gengur nú mjög erfiðlega að los- ast við aflann. Menn eru orðnir mjög uggandi um verð á saltaðri síld, síðan iandburður fór að verða af henni, og eru því margir hikandi við að salta; síidin elcki heldur enn i besta lagi lil söltunar. Héðan stunda nær eingöngu reknetabátar síldveiðar og itafa þeir fengið svo mikinn afla síð- ustu daga, að stimir þeirra liafa ekki getað innbyrðt allan aflann. Síld er gengin inn í firði og hefir fiskast talsvert í landlása. Athugið þetta: Þegar tnenn kaupa málningar- vörur, ættu þeir að athuga, að það besta er billegast. Hefi nú flestar tegundir af farva og lökkutn til húsa og skipa, einnig veggfóður og pappa á loft og veggi, sern eiga að málast, ínaskínupappír, pensla, brons o. fl. Vinn alt fljótt og vel. Finnbjörn máfari. ísfirsku bátarnir, sem stunda veiðar við Norðurland, eru búnir að fá ágætan aíla sumir um og yfir 5000 tunnur. Stöðin á Hesteyri hefír nú tek- iö á móti 40 þúsund málum og stöðin. á Sólbakka ca. 20 þúsund málum. Tíð er hagstæð til lands og sjávar. Töður eru liirtar viðast hvar með góðri verkun. Lýtur út fyrir ágætt heyskaparár hér á vesturkjálka landsins.

x

Vesturland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturland
https://timarit.is/publication/633

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.