Vesturland

Árgangur

Vesturland - 17.09.1927, Blaðsíða 3

Vesturland - 17.09.1927, Blaðsíða 3
VESTURLAND. Oi koma að forfallalausu til okk- I— ar þann 20. til 25. þ. m. Frá þeim 20. þ. m. verður kaup verkafólks aðeins borgað, nema sérstök atvik hamli, t. d. skipakomur, á miðvikudögum, frá ki. 4 til 7 e. h. Kensla. Undirritaður tekur börn í stöfun á komandi vetri (frá 1. október) og veitir tilsögn í öllum náms- greinum barnaskólans. Einnig kenni eg dönsku og e. t. v. ensku þeim, er þess óska. Hannibal Valdiniarsson (Pósthúsinu, uppi.) land rúml. 200 marsvín. Fær hreppurinn helming veiðarinnar en þátttakendur helminginn. Manntal. í árslok 1926 var mannfjöldi alls á íslandi 101 764. Skipbrot. Togarimi Austri er rekinii á land og sagður mikið brotinn. ríkissjóð í ágústmánuði, áður en grös fölna. bað er einmanalegt að standa aleinn á stalli í almenningshest- húsi. Þetta veit ríkisstjórnin. Þess vegna leiddi hún þrjá gæðinga á stall í öndverðum september. Þessa nefndi hún sparnaðarnefnd og lét til valda: þingmann vorn Harald Quðmundsson, Hannes Jónsson dýralækni í Stykkishólmi og Rjörn nokkurn, kendan við Qröf, nú í Grafarholti. Virðist svo, að öll skepnuhirð- ing ætli að lenda á dómsmálaráð- herranum og fari svo, sem Iíkur benda til, að allur Framsóknar- flokkurinn og hálfbræðurnir komi á gjöf fyrir veturnætur, mun það flestra mál, að hann hafi meira en nóg á sinni könnu að höfða- tölu. En skyldi fóður hjarðarinnar ekki verða full dýrt til þess, að hún megi öll nefnast „sparnaðar- nefnd“? Símfréttir. Innlendar. Slysfarir. í síðustu ferð Suðurlandspósts varð stórslys, er pósturinn var að fara ytirBreiðamerkurjökul. Sprakk jökullinn snögglega og hvarf nið- ur í hann einn maður og sjö hestar. Þrír hestarnir náðust, en maður, er Jón hét Pálsson frá Svínafelli í Öræfum, fórst og fjórir hestanna, þar á meðal sá, sem pósturinn var á. Ekki getur um hve tnargir menn voru þarna satn- an, en allir voru þeir mjög hætt komnir. Mannslát. Jón S. Bergmann skáld er lát- inn. Utflutningur. 1 ágúst voru flutttar út afurðir fyrir kr. 8612690. Alls er út flutt á árinu fyrir kr. 24598210. Marsvínaveiði. Hellissandsbúar ráku nýlega á Nýr ráðunautur. Sagt er að Páll Zophoníasson skólastjóri á Hólum sé ráðinn ráðunautur hjá Búnaðarfélagi ís- lands. Ritstjórn. Stjórn Tíinaflokksins kvað nú hafa áttað sig á því, að nteira sé vert um litarhátt hins innra manns en yfirborðsins. Hafa því samn- ingar tekist við Jónas Þorbergs- son ritstjóra Dags og tekur hann við ritstjórn Tfmans, en Hallgrím- ur sest hjá. Þórólfur úr Baldursheirni cr Vesturlandi sagt að taka tnuni við ritstjórn Dags. Frá ísafii?di. Hjónaband. Kristján Tryggvasou klæðskeri og Margrét Finnbjarnardóttir voru gefiu sarnan af sóknarprestinum á laugardaginn var. „Island“ kom að norðan á þriðjudags- nóttina. Héðan fór til Rvíkur all- margt farþega, þar á meðal: Frú Sigríður Kjerulí og dóttir, Frk. Anna og Þórhildur Thorsteinsson. Frú Unnur Skúladóttir, Guðm. Einarsson verkstjóri í Rvík og kona hans. Ungfrúrnar Auður Auðuns, Elísabet Jónasdóttir og María Helgadóttir. Frú Andrea Filippusdóttir. Eggert Lárusson, Quðmundur Ástráðsson, Kristján Jónsson og Aðalsteinn Jónsson. Þorsteinn Guðmundsson klæðskeri hefir keypt hús Magn- úsar Magnússonar kaupmanns nr. 2 við Templaragötu og flytur hingað til ísafjarðar aftur. Þórhallur Sæmundsson lögfræðingur liefir keypt fast- eignir dánarbús Quðrnundar sál. Sveinssouar i Hnifsdal og flutti þangað búferlum frá Vestmanna- eyjum um síðustu mánaðamót. 3 k kKöiníi! í NSfEESLUN: Rúmteppi, livit og mislit frá 4.50, Kvensvuntur, mislitar frá 3.00, Kvensokkar, svartir og mislitir á 0.75, 1.00 og 1.50, Drengjapeysur frá 2.00, Bómullarteppi á 2.00, 3.00, 3.50, 4.00 Og 4.50. Silki- og ullat'trefíar í miklu úrvali. ^I|ll||||l!i!il,il!lllllllll!lllilllll!l!il!lill!ll!llll!l!llllll!llliililillilll!!lllil!lilll!i!lllllilllll!illíil!i!llll!ilili!!l!lii!!!llllllli!llli!llll!!l>illilllllliilllll!lll>lll> | Verslun Karls ðlgeirssonar ® hefir fengið mikið úrval af nýjum ® vörum, hvergi ódýrari né betri. # T. d.: Áteiknað i miklu úrvali, Prjónsilki, margir litir, Karlmannafatnaður og yfirfrakkar nýjasta a gerð og ótal margt fleira. • •••••••••••••••••••••••• Kiudagarmr kaupir Leó. Kauptíð er nú byrjuð fyrir alvöru. Kj-öt er selt á 1.20 kg., slátur 2.25 úr lömbum, 4—6 kr. úr fullorðnum. Fé er talið að vera gott til frálags, svo sem vera hlýtur eftir jafn hagstætt sumar. Slys. Mann tók út af m.k. „Eggert Ólafsson". Hánn hét Jóh Jólianu- esáon úr Hnífsdal. Skipið var á „iensi" út aí Kögr- inu er það fékk áfall mikið. Var Jón heitinn að gæta til lands og hélt sér í stýrishúsið annari hönd en julluna hinni. Auk hans voru upp í stýrishúsi skipstjóri og stýri- maður. Ólagið -braut julluna og stýrishúsið og borðstokkiun aft- an til, hrutu þessir þrír menn allir út, en skipstjóri og stýrimaður náðu handfestu svo þeir losnuðu aldrei- við skipið. Skipið lá alllengi á hliöinni áður það rétti við. Það er talsvert mikið brotið. Heyskap er nú lokið hér um slóðir (nema á „búi voru“), heyfengur er orð- inn inikill (nema á „búi voru“), töður grænar í heystæðum og hlöðum (nema á „búi voru“). Myrkrið á kryggjunni. Það hefir komið fyrir oftar en einti sinni, að slys hafa orðið hérna við bryggjurnar, en iangt- um oftar hefir samt legið við slys- um, þótt bctur hafi endað en á horfðist. Mest hætta stafar af myrkrinu á kvöldin, þvi auk þess sem þá er hættast við að menn gangi út af bryggjunutn, eru litl- ar líkur til aö þeim verði bjargað þótt menn væru viðstaddir, er enginn getur séð, hvar þeirra skal leita. Þegar „Gullfoss“ fór héðan síð- ast, var kominn nótt. Mannstraum- ur var allmikill út á skipið, en að vanda var ljóslaust á bryggjunni. Allir slömpuðust þó slysalaust upp á skipið, en þá var enginn á bryggjunni staddur til að leysa landfestar. Hafnarstjórinn eða bryggjuvörðurinn sást hvergi,enda var myrkt, eins og fyr segir. Bar þá tvo menu að úr landi og sáu þeir eða heyrðu að skipið var á einkennilegan hátt nauðlega statt. Leystu þeir fangann og sáu hann hverfa út i mirkrið úr bæjarmenn- ingunni á ísafirði. Mikill fjöldi báta og skipa ligg- iir hér við bæjarbryggjuna frá því snemina á haustin og frarn eftir vetri. Um bryggjuna á leið mikill mannfjöldi og börn eru þar tíðir gestir á öllum tímurn dags, skip og bátar koma og fara líka á öllum timum dags, en þar er dimt eins og i dauðra rnanna gröf. Þetta er ekki einasta bæjarsköinm, heldur er það til mikilla óþæginda íyrir alla, sem nota þurfa bryggj- una. En það er auk þess banatil- ræði við óákveðinn fjölda manna. I.jóslaus bryggja á þessum tima árs má ekki sjást hér lengur, ef nokkur umferð er um hana, og það er altaf um bæjarbryggjuna. Fyrst Vesturland fór að minn- ast á þetta bryggjuhnevksli, þá er best að bæta því við, að daglega hanga börn á ýmsum aldri hér á uppfyllingunum, í framjaðri þeirra. Það kemur oft fyrir og er í raun og veru sjálfsagt, að eitthvað af þessum börnum hrapar fram af bólvirkjunum. Sé sjór fallinti að, er urukknun vís, nema menn komi lil hjálpar, og hefir hvort tveggja átt sér stað, en þó það siðara oftar sem betur fer. En alveg er andvaraleysi fólks dæmalaust og engu líkt nema skepnum. Daglega er fjöldi barna þarna í sýnilegum lifsháska, sörnu börnin oft dag eftir dag á sömu stöðum, en bæði aðstandendur og vegfarendur, sem þctta kunna að sjá, láta sig þetta engu skifta. Uppfyllingarnar verður að girða sjávarmegin svo örugglega að börn konúst ekki yfir, annars mun slysunum fjölga jafn ört og upp- fyllingunum.

x

Vesturland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturland
https://timarit.is/publication/633

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.