Vesturland


Vesturland - 19.10.1927, Blaðsíða 1

Vesturland - 19.10.1927, Blaðsíða 1
VESTURLAND Ritstjóri: Sigurður Kristjánsson. IV. árgangur. ísafjörður, 19. október 1927. 37. tölublað. Hnífsdalsmálið. Lesendum Vesturlands er nokk- uö kunnugt um gang þessa máls, þvi blaðið hefir bæði flutt rikj- andi skoðanir manna hér um upp- tök þess og tilgang, og siðan frásagnir frá aðgerðum þéss op- inbera i málinu og það markverð- asta, sem við þær rannsóknir kom í ljós. Bæjaríógetinn á ísafirðí haíði málið fyrst til meðferðar, en eftir nokkurn tíma bað hann stjórnina að skipa i það sérstakan rann- sóknardómara, þar hann vegna annara embættisanna ekki gæti haldið rannsóknum áfram á þann hátt sem þurfa virtist. Skipaði stjórnarráðið þá Steindór Qunn- laugsson fulltrúa i dómsmálaráðu- neytinu, til þess að rannsaka mál- ið. Kom fulltrúinn hingað 15. júlí og dvaldi hér í 8 daga. Hafði hann réttarhöld daglega og yfir- hcíyrði auk hreppstjórans alla þá menn, sem eitthvað voru beinlínis við málið riðnir og til náðist, bæði hér á staðnum og út um héraðið. Var það allmargt manna. bað merkilegasta sem í ljós kom við þessa rannsókn, var það, að öll heimagreidd atkvæði i Eyr- arhreppi, hvaðan sem voru úr sýslunni, reyndust með fullri vissu aö vera ófölsuð, að undanskildum þessum fjórum atkvæðum, sem opnuð höfðu verið af pólitískum móthérjum hreppstjórans og ekki sannaðist gegnum hverjar og hve margar hendur höfðu gengið, áð- ur þau komust ásamt kæru i hend- ur dómaranum. Stjórnarráðið fékk í hendur all- an árangur rannsóknanna, bæði hins reglulega dómara hér og hins setta rannsóknardómara. Var svo ekki frekar að gert, fyr en hin nýja stjórn kom til valda. Bn nú hefir þriðji rannsóknardómarinn verið skipaður í þetta mál. Er það sýslu- maður þeirra Strandamanna, Hall- dór Júlíusson. Dótnsmálaráðherrann nýi hefir í sinni stuttu stjórnartfð þreifað uppi talsvert af nýjum kröftum, en ekki hefir oss ísfirðingum gefist kostur á að kynnast starfsháttum þessara útvöldu krafta, fyr en þessi nýja stjarna birtist hér á réttarfars- himninum. Þetta Hnifsdalsmál er, eins og allir vita, pólitískt. Kærendurnir og nokkrir samverkamenn þeirra hér héldu þvi fram, að hreppstjórinn i Eyrarhreppi, hefði falsað atkvæðin <og reyndu að ná kosningasigri hér i sýslu með þvi að gera þetta að árásarefni á Íhaldsflokkinn. Þar á mótí er það skoðun flestra hér «>g vist fjölda tnanna út um land, að pólitískir mótstöðumenn hrepp* stjórans séu valdir að fölsuninni, og bafi ætlað hneykslinu að gefa sér kosningasigur. Fjöldi manna er við þetta mál riðinn beinlinis, og höfðu margir verið yfirheyrðir af tveim fyrstu rannsóknardómur- unum. Var það nú ætlun flestra, er þriðji dómarinn var sendur, að þessum vendi mundi ætlað að sópa best og nákvæmlegast út í hvern krók og kima, mundi nýi dómsmálaráðherrann varla hafa farið í viðarmó norður á Strandir af handahófi. — Ekki verður því neitað, að vér leikmenn höfum gert oss aiveg rangar hugmyndir um það, hvernig ýtarlegri rannsóknir skuli fram fara frá sjónarmiði nýju dóms- málastjórnarinnar, ef miða skal við starfsháttu þessa 3. rannsókn- ara á Hnífsdalsmálinu. Telur Vest- urland sér skylt, þar það hefir áður skýrt frá upptökum og gangi þessa máls, að skýra enn frá því, hvernig þessi nýja stjarna lætur Ijós sitt skina. Það er skjótast frá að segja, að rannsóknin hefir snúist algerlega og eingöngu gegn tveim mönnum, hreppstjóranum i Eyrarhreppi og tengdasyni hans Eggert Halldórs- syni, mönnunum sem ákærur og árásir þeirra rauðskinna höfðu snú- ist gegn. Enginn þeirra mörgu og grunsamlegu manna, sem við málið eru riðnir í liði þeirra rauðu, hefir verið yfirheyrður, nema ef vera skyldi á „privat" fundum dómarans með foringjunum, sem ýmsum sýnast ekki vonum færri. 13. þ. m. lagði rannsóknardónt arinn leið sína til Hnífsdals. Setti hann rétt á heimili Hálfdánar Hálfdánssonar, en það er einnig heimili Eggerts Halldórssonai. Heimilisástæður þar eru þær, að Eggert liggur í brjóstberklum, n'im- fastur með hitasótt. Hefir hann aldrei náð sér eftir varðhaldsvist- ina f sumar. Kona hans er óheil, og kona Hálfdáns oftast rúmföst nú. í þessu húsi hélt hinn 3. rann- sóknardómari 7 stunda réttarhald, 4 stundir yfir hinum sjúka með hávaða miklum og handaslætti, f ormælingum og hótunum um fang- elsi og helvlti. Utan réttar er þessi 3. rann- sóknardómari ekki til líta orðfár eða yfirlætislaus. Til dæmis er hér útdráttur úr skýrslu um ferð hans og athafnir í Hnífsdal. 15. þ. m. gefin af sjónar- og heyrnarvottum. Þykir Vesturlandi ástæða til að skýra nokkuð nákvæmlega frá þessu, af því „rannsókn" þessi mun nokkuð einstæð í réttarfars- sögu sfðari ára: í dag (15. október) kl. 2 e. h. kom setudómarinn Halldór sýslu- maður Júlíusson hingað til Hnífs- dals. Með honum voru lögreglu- þjónninn á ísafirði, hreppstjórinn f Eyrarhreppi og Jón Grimsson ritari dómarans. Þegar til Hnífsdals kom, sendi Hérmeð tilkynnist vinum og vandamönnum að konan mín Jóna Tómasdóttir frá Tröð í Álftafirði andaðist hér á sjúkra- húsinu 14. þ. m. Jarðarförin fer fram frá ísafjarðarkirkju föstudaginn þann 21. þ. m. klukkan 11 f. h. Sveinn Jensson og börn. dómarinn hreppstjóra og lögreglu- þjón út í Búð til Hálfdánar og lét segja honum að koma strax, þvf hann yrði settur í gæsluvarðhald, en ef hann óskaði að fá frest, yrði hann að tala við dómarann sjálfan. Jafnframt lét dómarinn til- kynna, að hann hefði úrskurðað, að Eggert Halldórsson skyldi flutt- ur til ísafjarðar og einangraður á sjúkrahúsi. Hálfdán fór þegar á fund dóm- arans og fór þess á leit, að fá frest frá gæsluvarðhaldinu til næsta mánudags (17. þ. m.) vegna þess að hann þyrfti alveg nauðsynlega að skipa út um 600 skippundum af fiski, sem skip væri þegar korn- ið til að sækja. Heyrðist Hálfdáni að dómarinn ætla að verða við þeirri ósk. Sagðist hann vel skilja. að Hálfdán þyrfti að bjarga at- vinnu sinni. En áður en hann þó hafði veitt þennan umbeðna frest, komu hreppstjóri og lögregluþjónn attur frá Búð, og sögðust ekki taka Eggert Halldórsson með valdi þvi þeir legðu ekki hendur á mann, sem lægi sjúkur og rúmfastur. Hefði og sjúklingurinn læknisvott- orð um það, að hann mætti ekki verða fyrir neinni andlegri eða likamlegri áreynslu. Þegar dómarinn heyrði þetta, fór hann þegar á fund Eggerts og leyfði að Hálfdán kæmi með, til þess að skifta um föt, en neit- aði riú alveg að veita hinn um- talaða frest. Á leiðinni út í Búð sagði dóm- arinn meðal annara óviðurkvæmi- legra orða, að Hálfdán skyldi verða í fangelsinu (gæsluvarðhaldinu) í fleiri ár, og sagðist hafa sannanir fyrir sekt hans.- Þegar dómarinn kom á fund Eggerts krafðist hann að sjá lækn- isvottorðið. Og eftir að hafa lesið það, stakk hann því Þvasa sinn og gekk út. Að tæpum hálftima liðnum kom hann aftur og skipaði Eggert að klæðast og koma út i bifreið. Eggert svaraði því, að dómar- inn gæti tekið sig, þar sem hann væri, en kvaðst ekki klæða sig. En húsmóðirin sagðist banna að sjúklingurinn væri tekinn af heim- ili sinu, þar húslæknir þeirra teldi það hættulegt fyrir hann. Auk dómarans og áðurnefndra fylgdarmanna hans, voru þarna viðstaddir: Ágúst Jóhannesson, Skeggi og Eggert Samiielssynir, Björgvin Bjarnason og Jón Hall- dórsson. Sneri dómarinn sér nú til þessara manna, og spurði hvort þeir vildu taka Eggert og klæða hann; þeir kváðu nei við þvi. Spurði hann þá, hvort þeir mundu varna því, að Eggert yrði tekinn, og kvað Ágúst Jóhannesson að ekki mundi koma til þess. Ekki kvað dómarinn þá þurfa að óttast kostnaðinn, því hann ætlaði sjálfur að borga sjúkrahús- vistina. En sagðist vilja hafa sjúk- linginn hjá sér, þvi hann ætlaði að einangra hann og pína til sagna. Sagði hann að Eggert væri sannur að sök, en væri bú- ijin að ljúga þrjá dómara fulla og sig líka. ítrekaði nii dómarinn enn, sérstaklega við Eggert Sam- úelsson, að þeir skyldu taka nafna hans, en hinn kvaðst ekki þora það gegn ráði læknisins. Tók þá dómarinn að berja sig utan með meira móti og sagði: „Hvað á eg þá að gera? Á eg að sækja Þór, Óðinn eða herskip?" Bætti við þetta nokkrum orðum um hernað eða stríð. Siðan sneri dómarinn sér að hreppstjóra og lögregluþjóni og spurði þá, hvort þeir vildu ekki taka Eggert Halldórsson, en beið þó ekki svars, og bað hreppstjóra að safna 20, 30, 40 körlum. Sömu liðsöfnunarbeiðni sneri hann til lögregluþjónsins; en hvorugur þessara manna vildi gcfa mönnum fyrirskipanir um þetta og viku öllu iil lögreglustjórans á fsafirði. Fór þá dómarinn sjálfur af stað í lið- söfnunina og gleymdist Hálfdán nii alveg. Þessi skýrsla nær ekki lengra, en Iiðssöfnunin gekk ekki að ósk- um, og var hiin þó hafin með talsverðu yfirlæti í orðum og at- burðum: Eg er lögreglustjóri, ekki bara liérna í Hnífsdal, sagði dómarinn, heldur yfir ölluíslandil Bara öllu íslandi. Skiljið þið það? Það er ekki annað. Bara yfir öllu íslandi. Þegar inn í þorpið kom, varð liópur manna fyrir dómaranum. Staðnæmdist hann frammi fyrir þeim með rniklum likamstilburðum mælandi á þessa leið: Haldið þið að þið getið ekki safnað saman svo sem 40, 50, 60 mönnum til að taka þá Hálfdán og Eggert fyrir mig í kongsins og laganna nafni? Eg þarf að fangelsa þá í kongsins og laganna

x

Vesturland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturland
https://timarit.is/publication/633

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.