Vesturland

Árgangur

Vesturland - 12.06.1928, Blaðsíða 1

Vesturland - 12.06.1928, Blaðsíða 1
VESTURLAND Ritstjóri: Sigurður Kristjánsson. V. árgangur. ísafjörður, 12. júní 1928. 19. tölublað. „Spánarlegátinn“. Quousque tandem, Catilina, abutere patientia nostra. Cicero. bá, er minnugir eru, rámar í það, að fyrir nokkrum missiruni síðan flutti Timinn í blaði eftir blað gr'einar um Geo Copland fiskkaupmann. Voru honum þar tileinkuð flest þau lýti, sem mann mega skemma. Starfsemi hans og starfshættir var talið að komið hefði fiskverslun landsmanna i öngþveiti, og væru á vegi að leggja sjávarútveginn í rústir, og þannig að grafa grunn og stoðir undan efnalegu sjálfstæði þeirra, sem áttu lifsuppeldi sitt í sjávar- útvegi. Peningastofnanir landsins, einkum íslandsbanka, átti hann að hafa gint eins og þursa svo, að þeim riðaði við falli, en afleiðing þess aftur sú, að bændur og búa- líð mættu gjalda afhroð í okur- vöxtum og álögum, er færu tiii smyrsla á fjárhagskaunin, er Cop- land setti, að allsherjargjaldþrot vofði yfir landbúnaðinum af völd- um þessa. Að frádregnurn venjulegum öfg- um Tímarithöfunda, má svo langt fallast á ummæli téðra greina, að starfsemi Geo Coplands hér á landi muni eigi hafa verið til frama né farsældar landsmönnum, en um það skal ekki ræða hér. í þann tíð, er þetta gerðist, var íhaldsstjórn í landi hér, og Geo Copland talinn íhaldsmaður. Þegar gengið var til alþingis- kosnirfga sumarið 1927, voru les- endum Tímans í fersku minni speg- ilmyndir hans af þeim gróðri, sem hann sagði að vxi og dafnaði i skjóli íhaldsins, þar á meðal inynd- in af Geo Copland. Þeim, sem hafa Tímann að Biblíu, þótti eigi fýsilegt að halda uppi þeim skjól- garði, sem hlúði þess kyns gróðri á þjóðlífsakrinum. Og eins fór þeim, sem vita það, að eigi rýkur úr rekabút, nema eldur sé í hon- um, en voru svo sjóndaprir, að þeim sýndust moldrokur Timans vera viðarreykur. Kosningar fóru sem kunnugt er svo, að íhalds- frambjóðendur voru víða feldir frá kosningu, og Tímastjórn síðan sett á laggirnar. Þeir voru margir loforðavíxlarn- ir, sem leiðtogar bændanna höfðu gefið út í tið íhaldsstjórnarinnar, og samþykt til innlausnar jafn- skjótt og þeir yrðu settir til valda. Margir þeirra hafa verið nefndir, bæði á þingi og utan þings, og stjórninni bent á, að eindagi væri yfir til innlausnar þeim. En eng- inn stóru víxlanna hefir verið inn- leystur enn, en meðal þeirra er „legátafarganið". Það er kunnugt, að eigi löngu eftir að Tímastjórnin tók völd, lést maður sá, sem verið hafði sendimaður íslands á Spáni. Sam- kvæmt tnargendurteknum ummæl- um tveggja Tímaráðherranna í ræðu og riti, mátti, eða réttara: átti að ganga að því vísu, að „legáti “ sá væri þar með að fullu og öllu úr sögunni. En þó var það hugboð fiestra allra, að „leg- átavíxlinum" yrði kastað óinn- leystum í ruslaskrínu Tímaklíkunn- ar, og hörmuöu það fáir, því að allir, sem útn það mál hugsa með skynsemi, vita vel, að slíkur sendi- tnaður, ef vel er valinn, getur unnið landi og lýð ómetanlegt gagn. Það kom þvi fáum á óvart, er það vitnaðist, að ríkisstjórnin hefði skipað íslandi fulltrúa á Spáni. En hitt þótti furðu gegna, að hún skyldi nota einnig þetta tækifæri til þess að fremja eitt þeirra höfuðhneyksla, sem hún nú er orðin landræmd tyrir. Einn af útbússtjórum Lands- bankans, sagði lausu starfi sinu árið 1925. Mun honum hafa þótt starfshringur sinn þröngur og e. t. v. ófrjáls, er hann var efnaður maður. Gerðist hann félagi Geo Copland þess, er að framan get- ur, og hefir hann síðan rekið með honum fiskverslun við Spán. Þennan mann hefir ríkisstjórn- in skipað fulltrúa íslands á Spáni! Um þennan mann er ekki vitað, að hann hafi neitt það til brunns að bera, er geri hann öðrum hæf- ari tii þessa starfa, en á hinn bóginn telja kunnugir að hann skorti fjölmargt það, er aðrir, sem fúsir voru til að takast starfann á hendur, hafa til að bera, svo sem tungumálakunnáttu, vöruþekkingu o. fl. En að því sleptu er sá agnúi við manninn, að hann er harð- snúnasti keppinautur einmitt þeirra manna, sem ætlað er að sækja til hatis upplýsingar og leiðbeiningar í starfsgreiu sinni. Þessi agnúi einn nægir til þess, að ætla má, að enginn annar núlifandi manna en Jónas frá Hriflu, og þeir, sem dáleiddir eru af honum, sé gædd- ur þvi blygðunarleysi, að fram- kvæma slíka opinbera ráðstöfun, og það ofan á alt, sem hann hefir sagt um Geo Copland og alt sem hans er, í dálkum Tím- ans. Það er óráðin gáta, hvort ráð- herrarnir, sem á sínum tíma rit- uðu í Tímann þætti úr starfssögu Geo Coplands, hafa verið búnir að gleyma sögunni, þegar þeir skipuðu lærisvein hans og félaga fulltrúa íslands á Spáni, eða þeir hafa litið sér um öxl, og fundið vænlegasta til þjóðþrifa starfs- háttu þá, sem þeir þá lýstu. En t Frú Hólmfríður Þorsteinsdóttir Fædd I. nóvembar 1853. Dáin 2. júní 1928. Þú stilta, þú prúða, þú trygglynda sál, sem talaðir ætið svo hreinskilið mál, vér söknum nú samfunda þinna Betur þær allar, sem byggja vort land, bæði við meyjar og húsfreyju stand Þína fyrirmynd nái að finna. En gott er að vita að þú göfuga fiú, sem geymdir svo bjarta og stöðuga trú, nú verðlaun færð verkanna þinna. Vér þökkum þér allir sem þektum þig mest, fyrir þeim var alt lifið þitt fagurt og best. — Farvel til friðarheimkynna! Stefán Daníelsson. hvoru sem til er að dreifa, er greind ráðstöfun jafn áþreifanleg- ur vottur siðleysis i opinberu lífi, og viðbjóðslegt tákn þeirrar fyrir- litningar, sem þeir hafa á þeim mönnum, er þeir telja trú um, að þeir séu sjálfkjörnir fyrirliðar fyrir. Þrái sauðkindarinnar og trygð hundsins er að orðskviði haft. Má sem^dæmi nefna þau alkunnu atvik, að erfitt er að verja kinda- hópnum vökina, sem forustusauð- urinn er dottinn ofan i, og að hundurinn skríður á maganum að fótum herra síns, þegar hann hef- ir verið lúbarinn. Þær eru orðnar margar vakirnar á stjórnmálaísn- um, sem Tímaráðherrarnir hafa dottið ofan í, og búsmalinn þeirra, framsóknarbændurnir, hefir þyrpst ofan í vökina til þeirra. Enginn máttur skynsemi né raka hefir megnað að verja þeim vökina, þó lýst hafi verið yfír hana með logaljósi raunveruleikans. Saga síðasta þings sýnir ljós- lega, að framsóknarbændurnir draga dám af fleirum húsdýrum sínum en sauðkindunum. Hunds- eðlið kom þar áþreifanlega í ljós. Aldrei hefir hutidur verið lúbarð- ari en Hriflu-Jónas barði þing- bændur sína með „rauða sam- bandinu“, og þó skriða þeir að fótum hans og lepja hverja þá ó- hæfu, sem hann lætur bera fyrir þá. Það er mælt, að framsóknar- bændum sé bannað að lesa önn- ur blöð og tímarit en Tímann og Samvinnuna, og að þeir hlýði því eins og rakkinn, sem sagt er að leggjast á mottuna. Er það til of mikils mælst, að biðja þá að fletta upp í svo sem tveimur, þremur síðustu árgöngum þessara tveggja rita, og bera saman þáverandi ummæli leiðtoga sinna, Tímaráð- herranna, við athafnir og athafna- leysi þeirra nú? Að likindum er það ofætlun! Það er svo hætt við að það kunni að hafa sömu verk- Giftingarhringir (með skrautletri) frá 30—60 kr. parið í Smiðjugötu 12. Þór. A. Þorsteinsson. Fafaefnip — góö og falleg, — nýkomin. Þorsteinn Guðmundsson klæðskeri. Appelsínur, Epli, Laukur, nýkomið. Olafur Pálsson. auir, og þeir sjálfir segja að lest- ur annara blaða hafi á þá, að það rugli þá. En livað er þá orðið um bænda- menninguna marglofuðu? Hve lengi ætla framsóknarbænd- ur að horfa orða- og aðgerða- lausir á, að stjórn, sem með fölsk- um og nú margbrotnum loforð- um, hefir gint þá til stuðnings við sig, leggi öli störf sin og krafta f það, að framkvæma fyrirskipanir harðvítugustu andstæðinga bænda- sléttarinnar, jafnaðarmanna og. kommunista. Páll Jónsson.

x

Vesturland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturland
https://timarit.is/publication/633

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.