Vesturland

Árgangur

Vesturland - 12.06.1928, Blaðsíða 2

Vesturland - 12.06.1928, Blaðsíða 2
2 VESTURLAND w Iðnaðarmannafélag Isafjarðar. 40 ára afmæli. í byrjun þessa mánaöar (júní 1928) voru liðin 40 ár sínan Iðn- aðarmannafélag ísafjarðar var stofnað. Á þessum afmælisdegi, sem haldinn var 2. þ. m. höfðu félagsmenn veglegt samsæti i húsi Goodtemplara hér á ísafirði. Voru í samsæti þessu utn 60 manns, flest félagsmenn og konur þeirra, en auk þess voru þar nokkrir boðsgestir, þar á meðal bæjar- fógetinn á ísafirði og frú hans, og sá er þetta skrifar. Veisla var hin besta í matföng- um, en mungát var ekki frain bor- ið og létu menn það ekki fyrir gleði standa. Form. félagsins Bárður G. Tóm- asson skipaverkfræðingur bauð fé- lagsmenn og gesti velkomna. Bað menn njóta sem best þess er fram væri reitt af félagsins hálfu og hvern auka veisluteiti eftir föng- um. Var því svarað af öllifm með því að syngja: „Hvað er svo glatt . . .“ Síðan var sest undir borö. Sýndu jafnt gestir sem fé- lagsmenn, að þeir voru hinir mestu iðnaðarmenn í þessari greín, og voru skutilmeyjar róðar og and- skammar áður máltíð lauk. Formaður félagsins flutti ræðtt yfir borðutn og rakti þar meðal annars t skýrum dráttum sögu þess og starfsemi. Bæjarfógeti Oddur Gíslasott þakkaði fyrir bæj- arins hönd starfsemi félagsins og flutti því árnaðaróskir. Var að ræðu hans lokiiini hrópað ferfalt ltúrra fyrir félaginu. Guðmundur E. Geirdal hafði ort minningarljóð til félagsins og voru þau sungin af flokki inn- fæddra (þ. e. félagsmanna sjálfra) undir stjórn Jónasar Tóntassonar bóksala. Fegar borð voru ofan tekin, var mönnum borið kaffi, en tneðan á því stóð, hélt Björn H. Jónsson kennari ræðu um iðnað. Að því loknu hófst skemtun við söng og dans, og stóð hún langt fram á nótt. Afmælisfagrtaður þessi fór hið besta fram, svo sem sjá má af því, sem hér er sagt. Var það helst til ama, að rnarga gamla og ágæta félagsmenn vantaði I ltópinn. Eru sumir fallnir frá, en aðrir voru fjarstaddir af öðrum ástæðum. Að- eins einn af stofnendum félagsins var viðstaddur. Var það Helgi Sigurgeirsson gullsmiöur, sem nú er heiðursfélagi. Annar stofnandi félágsins er enn á lífi búsettur hér á ísafirði. Fað er Jóakim Jóakimsson forgöngu- ittaður að félagsstofnuninni og fyrsti formaður þess. Hann er nú heiðursfélagi, en gat ekki fekið þáít í þessari afmælisgleði, því hann er f íerðalagi erleudis. þriðja heiðursfélagann hefir fé- lagið kosið. Það er Árni Sveins- son kaupntaður I Reykjavík, sem Ííka er einn stofnendanna. Var nú skarð fyrir skyldi, er hann vant- aði í hópinn. Starfsferill Iðnaðarmannatéíags ísafjarðar er svo merkilegur, að á slíkum tímamótum þykir Vestur- landi hlýða að rekja í stuttum dráttum sögu þess, ekki síður fyr- ir ísfirðingum en öðrum, því menn eru oft ótrúlega ófróöir um það sem fram fer fyrir auguni þeirra, jafn vel það, setn þó er eftirtekt- arvert. En I því, setn hér verður sagt, verður aðaílega stuðst við það, sem núverandi formaður fé- lagsins hefir ritaö um það i Tíma- rit lönaðarmanna, því ritstjóri Vesturlands haföi fyrst náin kynni af félaginu fyrir 16 árutn. Eins og áöur er sagt,. var Iðn- aðarmannafélag ísfirðinga stofnað í byrjun júnímánaðar árið 1888. Stofnendur voru 11 og eru 5 þeirra enn á lífi. Þrir þessara fé- lagsstofnenda eru nú heiðursfé- lagar, sem áður getur, en hinir tveir eru löngu fluttir frá ísafirði, Kristján Kristjánsson skipasmiður nú búsettur á Bíldudal, og Jóhann Elíasson járnsmiður, nú búsettur í Hnífsdal. Dánir eru : Jón Kærne- sted, Jón Magnússon snikkari, Þorlákur Magnúss. snikkari, Guð- mundur Guðrnundsson skipasmið- ur, Ólafur Halldórsson snikkari og Jóhann Árnason skósmiður. Nú á 40 ára afmæli sínu hefir Iðnaðarmannafél. haft nákvænt- lega jafn marga formann, eins og stofnendur þess voru, eða 11 alls. Hér eru nöfn þeirra í réttri röð: Jóakini Jóakimssort snikkari, Eyj- ólfur Bjarnason bókbindari, Árni Sveinsson snikkari, SteinþórMagn- ússon snikkari, Jón Páll Gunnars- son húsasmiður, Jón B. Eyjólfs- son gullsmiður, Arngrímur Fr. Bjarnason prentari, Kristján H. Jónss. prentari, Stefán Hermanns- son úrsmiður, Einar O. Kristjáns- son gullsmiður og Bárður G. Tómasson skipaverkfræðingur. Upphaflega var það höfuðtil- gangur félagsins, að efla mentun sjálfra félagsmeðlimanna, en brátt varð sá verkahringur félaginu of þröngur. Á málfundum félagsins og I skrifuðu blaði, er það hélt út innan félags, hófust brátt um- ræður um ýnts almann fratnfara- tnál og varð það til þess, að fé- lagiö beitti sér fyrir ýmsum um- bótuni, er; ekki snerta iðnaðar- niannastéttina sérstaklega. Þannig er það stofnandi bókasafns ísa- fjarðar, og hefir látið málefni bæj- arins mikið til sýn taka, svo sem skipulag (götuskipun) skóiamál o. fi. Hefir félagið stundum haft sér- stakan mann í kjöri við bæjar- stjórnarkosningar, og þannig átt fnlltrúa I bæjarstjórninni. í fljótu bragði virðist svo, sem félagið hafi hugsað fuit eins mikið um almenn mál, eins og málefni stéitarinnar og félagsíns sjálís, er og oft erfitt að draga línur þar I rnilli, var það og mjög eðlilegt, meðan félag þetta var eina félag bæjarins er hafði reglulega mál- fundi,' að hjá því ættu upptök mörg framíaramál bæjarins sérstakleg'a. En allmikið hefir þó félagið httgs- að um hag stéttar sinnar og félaga. Árið 1890 stofnaði félagið styrkt- arsjóð fyrir ísfirksa iðnaðarmenn. Er sjóður sá geymdur í söfnunar- sjóði og má aldrei skerðast, en.;,/4 hlutum vaxtanna má verja til styrk- veitinga til bágstaddra iðnaðar- manna á ísafirði eða barna þeirra að þeim látnutn. 1913 var aftur stofnað Sjúkrasamlag iðnaðar- manna, sem nú er talsvert öflugt orðið. Sjóður þess er nú orðinn um 8000 kr. Þessar tvær sjóðstofnanir eru hvor annari óháðar að öðru en því, að fé það, er samkvæmt skipulagsskrá styrktarsjóðsins má verja til styrkveitinga, gengur til sjúkrasamlagsins. Það tnálið, sent lðnaöartnaivia- félagið hefir þó lagt mesta orku í, er skólatnálið, Félagið sá brátt, aö til þess að meðlimir þess gætu orðið félaginu og stétt sinni til uppbyggingar, þurftu þeir að öðlast nokkra bók- lega mentun. Fyrsti visir til þessa var teikniskóli, sem Ragúel Bjarna- son var fenginn til að veita for- stöðu. Hann byrjaði haustið 1905. En skóli þessi óx brátt, og árið 1907 hafði hann fengið fast skipu- lag undir stjórn Árna Sveinsson- ar, og voru þar þá þegar kendar flestar söntu námsgreinar og nú tíðkast I unglingaskólum. Aðgang höfðu allir að skólanum, hvort sein þeir voru iðnnemar eða ekki, og aldurstakmark ekki sett að of- an. Skóli þessi var altaf sérlega vinsæll, en höfuðörðugleiki hans hefir verið húsnæðisleysi, og vegna þess örðugleika hefir hann ekki starfað síðustu árin. Eg, sent þetta skrifa, hefi liaft nokkrti meiri kynni af Iðnaðar- mannafélaginu, en þeir tnenn yfir- leitt, er utan við það standa, því eg veitti skóla félagsins forstöðu í þrjú ár. Hafði eg að sönnu langmest saman við tvo félagsmenn að sælda, þá Árna Sveinsson, er þá var formaður skólanefndarinnar, og Skúla Einarsson, er veitti skól- anum húsnæði. Eru þessir menn mér jafnan síðan minnisstæðir, sem einhverjir vitibornustu og drenglyndustu samverkamenn, og hafa þeir eflaust kastað birtu á félagið frá mlnum augum- séð. En bæði þá og síðar hefir mér verið það Ijóst, að Iðnaðarmannafélag ísafjarðar ltefir átt sinn þátt í því að byggja ísafjörð upp, og þá menningu, sem þar er orðin. Iðnaðarntannafélagið er elsta fé- lag á ísafirði annað en Sjúkra- samlag verslunarmanna. S. K. Formannasjóðurinn, Fyrir röskum tveim árum siðan skrifaði eg greinarkorn með sömu yfirskrift og að ofan, sem birtist í 15. tbl. „Vesturlands" árið 1926. Tilgangur þessarar greinar átti að vera sá að vekja athygli útvegs- og sjótnanna á því, hve „Styrktar- sjóður handa götnlum formönnum við Djúp“ væri lítill og seinvaxta. Benti eg á leiðir til þess að auka sjóð þennan að mun á stuttum tíma, án þess þó að sjómennirnir þyrftu hart á sig að leggja Itvað fjárframlög til sjóðsins snerti. Enginn hefir enn orðið til þess að víkja eyri til styrktar sjóði þess- um síðan ltann Var stofnaður, en margir af formönnum hér við Djúp- ið hafa orðið til þess að sækja unt styrk úr honum og fengið hann. Það sýnist svo, að sjómanna- stétt þessa héraðs ætti að vera það metnaðar og kappsmál að styrkja sjóð þennan svo, að styrk- ur sá, er samkvæmt skipulagsskrá sjóðsins árlega ntá úthlutast til gamalla íormanna hér við Djúp, gæti orðið verulegri og náð frek- ar tilgangi sjóðsins, en verið hefir undanfarið. Með tilliti til óvenjulega mikils afla i öllutn veiðistöðum hér við Djúpið á yfirstandandi vorvertíð, vil eg enn á ný minna sjómenn- ina á, að nú muni gerlegt getunn- ar vegna, að láta af hendi rakna nokkrar krónur af hlutarupphæð háseta, formanna og gjarnan ann- ara útvegsmanna til styrktar nefnd- um sjóði, sem ekki er enn stærri en kr. 16 hundruð enda þótt 27 ára gamall sé. Formannasjóðurinn er undirum- sjón sýslunefndar Norður-ísafjarð- arsýslu og væri því vel við eig- andi að sýslunefndarmennirnir hver I sínum hreppi gerðu sitt til að hvetja sjómennína til þess að styrkja þennan sjóð þeirra einmitt nú þeg- ar vel gengur. Útgerðarmenn og sjómenn! Sýn- ið I verkirui að þér hafið vilja á því að styrkja yðar eigin málefni og gleyrnið ekki Fortnannasjóðn- um, sem enn er ekki nema vísir til þess að geta styrkt gamla og lúna starfsbræður yðar svo betur utn muni, en verið hefir. Vigur, 2. júní 1928. Bjarni Sigurðsson. Rausnarleg gjðf. Hinn 19. maí s. 1. var Hóls- kirkju í Bolungavík send rausn- arleg gjöf frá versl. Bræðraborg á ísafirði. Eru það tveir stórir sjö-álma altarisstjakar úr kopar, mjög vandaðir, gerðir fyrir raf- inagn, ásamt perum og öðru til- heyrandi. Gjöf þessi koni sér vel. Síðan Hólssöfnuður fékk fjárforráð kirkju sinnar, og sóknin var gerð að sérstöku prestakalli, hefir söfnuð- urinn gert sér mikið far um að endurbæta og prýða þetta guðs- Itús. Er hún nú upphituð og raf- lýst, og áhugi vaknaður að end- urnýja ýmsa muni hennar. En af því af vaneínum er gert, og söfn- uðurinn viljað umflýja skuldir til þessara þarfa, hefir aðeitts verið mögulegt að bæta úr eftir hend- inni. Það sem að tilfinnanlegast vantaði einmitt nú, voru altaris- stjakar. Þá var kirkjunni, svo ó- vænt, send þessi prýðilega gjöf, sem að kom sér svo vel. Æ sér gjöf til gjalda. Þó er und- antekning frá þeirri reglu, setn öðrum. Og hér er ein. Gefendurn- ir ætlast ekki til tteinna gjaldau

x

Vesturland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturland
https://timarit.is/publication/633

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.