Vesturland - 22.11.1929, Síða 1
Ritstjóri: Sigurður Kristjánsson.
VI. árgangur.
ísafjörður, 22. nóvember 1929.
44. tölublað.
Herraföt og frakkar,
~~ ' m j o g vandað.
ö Athugið verð og gæðiT |Qj
VEHSLUNIN „DAGSBRU N“. gg
Œgammmmmj
Utvarpsráöið.
Samkvæmt lögum frá Alþingi
1928, er nú samið um byggingu
útvarpsstöðvar í Reykjavik fyrir
íandið. Hefir landssímastjóri kom-
ið stórmáli þessu í framkvæmd,
að því er sagt er, á mjög hag-
feldan hátt. En stórfé kostar þetta,
8em sé sex til sjö hundruð þús-
und krónur.
betta er mikið fé, en ekki þótti
í það horfandi, er um svo mikið
menningarmál er að ræða.
Að stjórna slíkri stofnun er
geysilegt vandaverk. Sá maður,
sem til þess ræðst, þarf að vera
hámentaður hæfileikamaður, haf-
inn yfir hlutdrægni og dægur-
þras.
Þetta virðist þinginu hafa verið
Ijóst. Og hitt hefir það séð jafn
glögt, sem ekki er þakkar vert,
að stjórnin mundi gera stöðuna
að bitlingi, og þá að likindum
skipa í hana einhvern af hinurn
mentunarlausa # ófyrirleitna klafa-
fénaði flokks sins. Þess vegna
trúði þingið ekki stjórninni fyrir
þvi að velja mann í þessa stöðu,
heldur mælir svo fyrir í útvarps-
lögunum, að skipa skuli þriggja
manna útvarpsráð, sem meðal
annars ræður því, hver verður
útvarpsstjóri.
Um skipun útvarpsráðsins er
mælt svo fyrir í lögunum, að
Háskóli íslands skuli tilnefna einn
manninn, „Félag útvarpsnotenda"
annan, og stjórnin þann þriðja.
Þá þrjá menn, sem þannig eru
til nefndir, skal stjórnin síðan
skipa, en þeir ráða liver verður
útvarpsstjóri.
Um þetta fjalla 4. og 5. grein
laganna, er svo hljóða:
4. gr.
„Atvinnumálaráðherra skipar
þriggja manna útvarpsráð til 1
árs i senn. Ræður stjórnin forseta
þess, en einn skal tilnefndur af
Háskóla íslands og hinn þriðji
skal valinn meðal þriggja manna,
er ,Félag útvarpsnotenda" til-
nefnir, enda sé þá fjórðungur út-
varpsnotenda á landinu félagar í
félagi þessu. Ef það skilyrði er
eigi fyrir hendi, velur stjórnin
einnig þriðja manninn i útvarps-
ráðið. Ákveður atvinnumáiaráð-
herra þóknun þessara manna.
5- gr.
Utvarpsráðið skal hafa yfirum-
sjón með starfsemi útvarpsstöðv-
arinnar að öllu því, er ekki heyrir
undir landsímann samkvæmt 2.
gr. Semur atvinnumálaráðuneytið
erindisbréf handa útvarpsráðinu,
eða ákveður störf þess í reglugerð,
er það gefur út um starfrækslu út-
varpsins.
Utvarpsráðinu til aðstoðar skal
ráðinn útvarpsstjóri (með full-
um árslaunum), er hafi á hendi
daglega framkvæmd útvarpsins
og stjórni sendingum, samkvæmt
fyrirmælum útvarpsráðs og land-
sfmastjóra. Útvarpsstjóri skal skip-
aður af atvinnuinálaráðherra sam-
kvæmt tiliögum útvarpsráðs og
landsimastjóra".
í þessu ákvæði laganna felst
mjög ákveöinn og þutigur dóm-
ur um stjórnina. Þó er það á dag-,
inu komið, að sá dómur er ekki
nógu þungur. Þingið hefir sem
sé ekki athugað það, sem þvf þó
mátti vera vorkunarlaust, að rfk-
isstjórnin er svo langt fyrir neðan
allar siðferðishellur, að hún brýtur
hver þau lög, sem hún álítur sig
hafa persónulega hagsmuni af að
brjóta.
Stjórnin hefir nú skipað út-
varpsráð, en ekki samkvæmt lög-
unum. Sneri hún sér fyrst til Há-
skólans um tilnefningu eins manns
og kaus Háskólinn af sinni hálfu
dr. Alexander Jóhannesson. Hina
tvo mennina skipaði stjórnin sfð-
an, án þess að leita til „Félags
útvarpsnotenda" um val eins
mannsins. Skal það tekið hér fram,
til þess að koma í veg fyrir allan
misskilning, að rannsókn hefir
farið fram á því, hvort „Félag
útvarpsnotenda" fullnægði þvf
skilyrði, sem sett er í lögunum
um meðlimafjölda, og kom f ljós
að félagið hefir meðlimafjölda
stórum meiri en tilskilinn er. En
þetta kynti stjórnin sér ekki einu
sinni.
Þótt hér væri ekki um að ræða
annað afbrot en það að brjóta
skýiaus lagafyririnæli, væri það
slíkt afbrot, að endast ætti hverri
stjórn til bana. Þvl vart mun hitt-
Einar Benediktsson.
31. f. m. var skáldkonungur ís-
lands, Einar Benediktsson, 65 ára.
Á afmælisdegi hans ættu fánar
að blakta við hæstu húna um allt
ísland, eins og á konunglegu af-
mæli, því hann er á sínu sviði
æðsti aðalsmaður íslands.
Hér er ekkert rúm til að dæma
með rökum og vitnaleiðslum um
afrek Einars Benediktssonar í
ljóðagerð. Ef út í það væri farið,
lægi fyrir efni í mikla bók. En
vissulega er þó nokkur þörf á að
skrifa um skáldskap hans, því
um hann heyrast oft fáránlegir
dómar. T. d. að hann sé ekki
skáld þjóðarinnar, heldur fárra
manna. Ljóð hans séu svo tor-
rpelt, að þau fari fyrir ofan garð
og neðan hjá flesturn. En skamt
myndi til andlegs horfellis á ís-
landí, ef ekkert skálda þess réði
yfir öðru en pelablöndu reifabarns.
Þeir, sem fella ranga dóma um
skáldskap Einars Benediktssonar
hafa fæstir lesið eina Ijóðlínu eftir
hann, þeir dæma því ekki af eigin
raun, heldur tyggja upp orð
heimskra manna.
' En án þess að menn viti sjálfir,
eru þeir sífelt að ausa af hinum
djúpa brunni skáldlegrar speki og
snildar, sem hinn mikli Mímir
ræður yfir. Jafnvel þeir, sem ald-
rei hafa lesið neitt eftir E. B.,
bera þar sinn skerf frá borði, því
flest eða öll yngri skáld íslands
eru vitandi eða óvitandi nemend-
ur hans. Þeir sem halda að E.
B. sé ekki skáld allrar þjóðarinnar,
vita ekki að hann er það volduga
skáldhjarta, sem veitt hefir hreinu
og göfugu blóði í það slagæða-
kerfi, sem skáld fslands eru þjóð-
inni og aukið og fegrað straum-
inn í hverri æð. —
Það var tillaga vitiborins manns,
að íslenska rfkið launaði Einar
Benediktsson eins og prófessora
Háskólans.
Þótt Einar sé vissulega verð-
ugur hærri launa, var þó þetta
vel til fundið, þvi hann hefir f
sannleika uin alllangt árabil verið
æðsti kennari þess háskóla, sem
þjóðiti sækir til sína æðstu ment-
un. —
ast alvariegra afbrot en það, er
ríksstjórnin sjálf fótum treður þau
lög, sem löggjafarþing þjóðarinn-
ar hefir sett í hennar stjórnartíð
og hennar skylda er að gæta
og framkvæma, og refsa öörum
fyrir, ef ekki hlýða.
En afbrot þetta er þó ennþá
verra eðlis, þvi tilgangurinn vita
menn að er sá, að gera Jónas
Tímaritstjóra að útvarpsstjóra.
Jónasi þarf ekki að lýsa. Hann
hefir lýst sér sjáiiur, og sannað
BÍÓ
Ekki ráðalaus,
gamanleikur í 7 þáttum, m'eð
REGINALD DENNY
í aðal hlutverkinu, aðeins:
laugardag kl. 9 og
sunnudag kl. 5.
„Cat and Canary“„
Mjög skemtilegur og spenn-
andi sjónleikur í 8 þáttum.
Síðasta sinn sunnudag kl. 9.
Bönnuð börnum.
V0RUHÚS ÍSAFJARfíAR
Matrosaföt
í öllum stærðum seld með miklum
afslœtti.
Vöruhúsið.
gliillllllllllllllllllllllllllllllillllllllllllllllllllHlllllllllllllllllllllillUIIHUHi1^
| Dollar. |
Húsmæður, hafið hug- |
| fast: I
| að Dollar er langbesta J
þvottaefnið, og jafn- J
framt það ódýrasta í J
1 notkun. I
| að Dollar er algjörlega I
óskaðlegt (samkvæmt 1
áður auglýstu vottorði i
i frá Efnarannsóknarstofu 1
g rikisins.
Heildsölubirgðir hjá
| Halldóri Eiríkssyni |
s Hafnarstræti 22. Simi 175. I§
ÍllllllllllllllllllllillllllllllillllllllllllllllllllllllllllllHlllllllllllllllllliilllllllll
V0RUHÚS ÍSAFJARÐAR
Karlmannaföt
klæðskerasaumuð. — Stórt úrval.
Verð frá 39.00.
Vöruhúsið.
alt of vel, að hann fullnægir ekki
i einu einasta atriði þeim kröfum,
sem gera verður til útvarpsstjóra.
Hinsvegar er hann mjög vel til
þess fallinn að varpa út lýgi úr
Tímanum, þó hann þyki of þunn-
ur til að frutnsemja hana.