Vesturland

Volume

Vesturland - 06.07.1931, Page 3

Vesturland - 06.07.1931, Page 3
VESTURLAND 3 t Frú Jóhanna Petrína Jónsdóttir andaðist að heimili tengdasonar síns, Ólafs kaupin. Kárasonar hér í bænum að morgni hins 3. þ. m. eftir langa vanheilsu. Jóhanna sál. varð yfir 85 ára gömul, fædd 2. febrúar 1846. Síðustu 3 árin hefir hún verið við rúm, og siðasta ár- ið svo að segja alveg rúmföst. Helstu æfiatriði þessarar merku konu verða birt hér í blaðinu síðar. Jóhanna sál. verður að forfalla- lausu jarðsungin þriðjudaginn 14. þ. m. og hefst athöfnin með hús- kveðju á heimili dóttur hennar og tengdasonar Danskur flugmaður, Hojriis að nafni, lagði af stað í Atlantshafs- flug frá Newfoundland kl. 9 á miðvikudag ^24. júní) og var með honum þýskur maður, er heitir Hillig. Ætluðu þeir beint til Kaup- mannahafnar. Komu þeir félagar við land á Spáni, og komu því ekki til Kauptnannahafnar fyr en kl. 2 á föstudag. Var þeim tekið þar með miklum fögnuði. Flug- vél Hojriis heitir Liberty. Bandaríkjamenn ráðgera að leggja löghald á innfluttar vörur frá Rússlandi frá næstu áramótum samkvæmt ákvæðum tolllaga utn vörur, framleiddar með þvingun- arvinnu. Uppkast er samið að stjórnar- lögum spánska lýðveldisins. Skal þing koma saman 3. október ár hvert. Þingnienn alls 240. Þingið sé í ‘2 deilduni, og báðar deildir kjósi ríkisforsetann til 6 ára í senn. Þingroí nær aðeins til rieðri mál- stofu. Ströng ákvæði til trygging- ar einstaklingsrétti. Innlendar. Rvlk */7- „Zeppeliti gi eifi“ kotn hingað kl. hálf sjö í morgun, sveimaði Stúlka óskast í vist til haustsins. A. v. á. Herbergi fyrir einhleypa til leigu nú þegar. A. v. á. nokkra hringi lágt yfir bænutn og varpaði niður pósti í fallhlíf, og tók hér aftur póst. Póstur sá er kom var bréfapóstur að þyngd 25 kg. en pósturinn héðan var 68 kg., alls 11890 bréf og bréf- spjöld. Burðargjald og ábyrgð alls kr. 20330.00, þar af fær „Zeppelin greifi“ kr. 14400.00. Ýmislegt. Síldveiðikjörin. Sagt er að frainkvæmdastjóra Samvinnufélagsins, Finni Jónssyni póstmeistara, hafi faliið mjög fyrir brjóst kröfur Sjóntannafélags ís- firðinga um kjör á síldveiði í sum- ar, setn birtar eru hér annarsstað- ar í blaðinu. Eru sumir hissa á þessu tómlæti hans, þegar um bætt kjör sjómanna er að ræða. En aðrir eru svo skygnir að sjá það, að hér er Finnur einmitt í fullu samræmi við öll afskifti sin af verkfallinu hér í vor, þegar hann með oddi og egg barðist fyrir kauphækkun verkafólksins hér á reitunum, jafnvel þvert um geð þess, vel vitandi það, að það var sama sem að hækka fiskverkun- arkostnaðinn um ca. 4 kr. á hvert skippund og þannig beinlínis tninka kaupgetu fiskkaupenda og um leið atkoinu sjótnanna. Þetta tókst honum þó eftir vonum. Nokkra tilslökun varð hann þó að gera nú við sjómenn út af síldveiðikjörunum og hefir gengiö inn á, það sem hér segir: hásetar fái 32°/0 af brúttó afla skips, skift í 15 staði, ennfretnur frítt fæöi (þó ekki yfir 70 kr. um mánuð), frian matsvein, eldivið og salt í fisk er þeir draga. Á einu geta tnentt verið hissa með réttu og það er á því, að staða Finns Jónssonar sem fram- kvæmdarstjóri fyrir útgerðarfélag, sknli geta samrýmst aðstöðu hans til verkfallsins í vor og allri fram- komu hans þar. Frá ísafipdi. Trúlofun. Ungfrú Guðrún Þorsteinsdóttir og Henry A. Hálfdánsson ioft- skeytamaður. Skipakomur. „Dronning Alexandrine“ kom hingað 24. f. m. á norðurleið. Meðal farþega hingað voru: ung- frúrnar Etnilía, Þóra, Áslaug og Anna Borg leikkona við konung- lega leikhúsið i Kaupm.h., Poul Reumert ieikari, frú Sigríður Fjeld- sted, síra Jón J. Auðuns, ung- frúrnar Soffía Jóhannsdóttir og Ingibjörg Jóhannsdóttir o. fl. 28. f. m. kom skipið hér við aftur á suðurleið. Meðal farþega héðan voru: Óskar Einarssoti hér- aðslæknir á Flateyri. Jónas Tóm- asson söngstjóri, Jón Barðason skipstjóri, frú Sigríður Fjeldsted, systurnar Anna og Áslaug Borg, Poul Reutnert leikari o. fl. „Goðafoss“ kotn að sunnan 27. f. m. og hélt áfram noröur sama dag. AAeðal farþega hingað: Kr. Magnússon listmálari, frú Steinunn Thordarson, ungfrú Soffía Thord- arson, Gunnar Thordarson, frú Þuríður Vigfúsdóttir o. fl. Með skipinu voru Haraldur Björnsson leikstjóri og Friðfinn- ur Guðjónsson og kona hans. Voru þeir á leið til Akureyrar til þess að leika þar í hinu ttýja leik- riti Einars Kvarans, „Hallsteinn og Dóra“. Meö skipinu fóru héð- an til þess að leika í sama leik- riti: ungfrúrnar Sigrún Magttús- dóttir og Emilía og Þóra Borg. Goðafoss kom aftur við hér á suðurleið þ. 1. þ. m. og fór aftur samdægurs. Meðal farþega héöan: Aðalsteinn Pálsson skipstj., Jó- hannes Þóröarson fyrv. póstur, Sigurður Birkis söngvari o. fl. „Brúarfoss“ kotn 'hingað að sunnan þann 27. f. m. Losaði skipiö hér meðal annars 200 tons af kolum til Tógarafélags ísfirð- inga, og sneri hér viö aftur suð- ur þann 29. s. in. Meö skipinu fóru héðan nemendur efsta bekkjar barnaskólans undir leiösögn G. Andrew leikfimiskennara, Berrie stórkaupmaður, Haraldur Sigurðs- son stórkaupmaður, Árni Gisla- son yfirfiskitnatsinaöur, ungírú María Bjarnadóttir sítnamær o.fl. „Selfoss" kom hingað aðfara- nótt þ. 28. f. m. meö olíu til Olíu- verzlunar íslands, hélt áfram til norðurlandsins þann 29. s. m. „Hansa“ frá Bergen, skipstjóri Metterland, kotn 30. f. m. með saltfarm til Jóns konsúls Edwalds. Var þá búið að losa nokkuð af farminutn á Súgandafirði, Hesteyri og Bolungavík. Símfregnir. Útlendar. Rvlk >/7- Norskir veiðitnenn hafa dregið Noregsfána á stöng við Mygge- bugten í Austur-Grænlandi, og í nafni Noregskonungs lagt undir Noreg landsvæðið milli Carlsbers- fjarðar og Bessalfjarðar, og kalla það „Land Eiríks rauða“. Var þetta upphaflega gert án vitundar , stjórnarinnar í Noregi, og hefir hún enn ekki gefið svör um hvort j hún samþykki landnámið, en talið er iíklegt hún samþykki. Bandaríkjamennirnir Post og Gatty lögðu af stað I hnattflug frá New York 23. f. tn. Gerðu þeir ráð fyrir að verða 10 daga j umhverfis jörðina, eiu væntan- « legir til New York í dag, eftir 8 daga. Kjör á síldveiði í sumar. í bréfi til útgerðarmanna hér í bænum dags. 28. f. m. tilkynti kaupgjaldsnefnd Sjótnannafélags ísfirðinga eftirfarandi: Sjómannafélagið samþykkti á fundi sfnum 26. þ. tn. i einu hljóði, að gera þær kröfur til útgerðarmanna, að hlutur á sfld- arvertíð í sumar á skipum 30— 60 smálestir, sem draga báta verði 37l/2°/0 af brúttóveiði skift í 15 staði, að hásetar hafi frítt salt í fisk, og matsvein og eldi- við frian. Jafnframt var sam- þykkt að krefjast þess að hverj- um háseta verði, að minsta kosli útborgaðar brúttó 600 krónur þó hlutur ekki nái þeirri upp- hæð. Alþingi. Konungur hefir kvatt Alþingi saman þann 15. þ. m. 3 rúma árabátur til sölu. Sérstaklega hentugur sem „trillu- bátur“. Báturinn er nýlegur og f ágætu standi. í kaupunum fylgja ca. 45 lóðir með niðristöðum og fleiru. Góðir söluskilmálar. Högni Gunnarsson Bolungavík. Þvottur ocj strauning. María frá Kirkjubæ. Sundstr. 23. „Súlan“ flaug hér við í suðurleið síð- astliðinn fimtudag. Hafði enga síld séð. Engin farþegi var með henni hingað. Jarðarför. Björn Vigfússon frá Súganda- firði, er nýskeð féll út af bæjar- bryggjittini hér, niður í bát er lá við hana, og beiö bana af, var jarðsunginn hér 1. þ. m. Brúðkaupsferð. Eins og áður hefir verið getið um hér í blaðinu voru þau Sig- ríður J. Auðuns og Torfi læknir Bjarnason gefin saman í hjóna- band 26. f. m. Vígsluna fram- kvæmdi sr. Jón Auðuns ftíkirkju- prestur í Hafnarfirði, bróðir brúð- urinnar og fór athöfnin fram á heitnili foreldra þeirra, frú Mar- rétar og Jóns A. Jónssonar al- þingismanns. Siðari hluta dagsins, að aflok- inni veislu, er setin var af svo tnörgutn heitnilisvinum er hús- rútn leyfði, tóku hin nýgiftu ungu hjón sér ferð á hendur, fyrst með vélbát til Arngetðareyrar og dag- inn eftir þaðan á hestum suður yfir Þorskafjarðarheiði að Ásgarði í Dölutn til þess að heimsækja foreldra Torfa. Eru þau hjónin væntanleg heim aftur nú f vikunni. Veðráttan heftr verið mjög stirð undan- farið. Sífelldur norð-austan storm- ur og kuldi. Handfæraskipin hafa þess vegna lítið getað haldið sér á fiski og afli þeirra því mun minni orðinn nú, en i fyrra um þetta leyti. Vegna ótiðarinnar hefir einnig lítið verið um sjóróðra hér við Djúp undantarið og afii lítill þegar gefiö hefir. Reitingsafli er þó í inn-Djúptnu er gefur á sjó. Lík Sumarliða Jónssonar frá Mosdal var flutt á vélbát til Önundarfjarðar og jarðsungið að Kirkjubóli í Valþjófsdal. Síldveiðin. M.k. „Svalan“ frá Bolungavík er farin út á síldveiðar. Þau önn- ur skip héðan, setn stunda síld- veiði í sumar, eru sem óðast að búa sig út og tnunu leggja af stað alveg næstu daga.

x

Vesturland

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vesturland
https://timarit.is/publication/633

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.