Vesturland - 03.10.1931, Síða 1
VESTURLAN
VIII. árgangur.
ísafjörður, 3. okt. 1931.
38. tölublað.
Gengisfall.
Hrapar íslenska krónan?
Til sölu.
Húsið ur. 6 í Silfurgötu er til sölu nú þegar. Húsið er sér-
staklega hentugt til verslunar, og sem matsölu- og gistihús.
Söluskilmálar mjög aðgengilegir.
Semja ber við mig undirritaðan, eða konu mína í fjarveru
minni.
ísafirði 26. sept. 1931.
Jóh. Þorsteinsson.
Þegar þetta er skrifað, hefir
steriingspundið fallið um 20%
(eftir New York skráningu) og
Englandsbanki hefir með lögum
(bráðabirgðalögum) verið leystur
frá gullinnlausnarskyldu seðla.
Of langt og flókið mál eru or-
sakir þessara atburða, til þess að
þær verði raktar hér allar. En
höfuðástæðurnar, og þær, sem
mestu hafa valdið, eru þrjár: í
fyrsta lagi stórkostlegur tekjuhalli
hjá ríkinu og óhagstæður versl-
unarjöfnuður, í öðru lagi að Eng-
lendingar áttu feiknafé útistand-
andi einmitt hjá þeim þjóðum, er
komust í greiðsluþrot (Þýskalandi
og Brasilíu), í þriðja lagi verkfall
á enska flotanum.
Óttinn við fjárhag Englendinga
hófst vegna hinnar lélegu fjár-
stjórnar sósíalistastjórnarinnar í
Englandi og ráðleysis í atvinnu-
tnálunum, en varð að fullkomn-
utn fjárflótta, er verkfallið hófst á
flotanum og hin harðsnúna mót-
staða verkamannaflokksins gegn
þvi að jafna halla fjárlaganna,
varð kunn. En mótstöðukraftur
Englands varð tilfinnanlega veikl-
aður, er skuldunautar þeirra reynd-
ust ófærir til að standa í skilum.
Því var strax spáð, að erfitt
mundi verða fyrir Norðurlanda-
þjóðirnar að halda stöðugu gengi
krónunnar, hverja hjá sér, er
pundið tæki að falla. Sviar og
Norðmenn urðu og brátt að lækka
nokkuð gengi síns gjaldeyris.
Danir hafa enn haldið sinni kiónu
i sama gengi, og er það álit
margra Dana að það megi tak-
ast.
Ekki er þó svo sem atvinnu-
vegir Dana standi vel að vigi,
þvi landbúnaðarafurðir þeirra eru
i mjög lágu verði nú, og hefir
þeim gengið mjög erfiðlega bú-
skapurinn. En tekjuafgangur hefir
orðið mikill hjá ríkinu, og þar í
liggur mótstöðuafl þeirra.
Hér hjá okkur er allt I hinni
mestu óvissu. Qengi erlendrar
myntar er alls ekki skráð, og
raunar eru öll viðskifti íslands
við önnur lönd stöðvuð, þvi eng-
inn veit hver gjaldmáttur hinnar
islensku krónu er i raun og veru.
Það er svo, að menn þora ekki
að selja þær útlendu vörur, sem
þegar eru innfluttar, þvi þær eru
sumar ógreiddar erlendis, og eig-
endur vita ekkert um verð þeirra
nema í erlendum gjaldeyri. En
flestir búast við hinu versta með
islensku krónuna.
Þvi verður ekki neitað, að ali-
ar líkur hafa bent til þess að is-
lenska krónan mundi falla, þó
ekkert óvenjulegt eða nýtt kæmi
fyrir. Stjórnarflokkarnir, Afturhald-
ið og sósíalistar hafa raunar verið
að undirbúa fall hennar nú sið-
ustu árin, og þó einkum tvö þau
siðustu.
Skuldasöfnun íslands eriendis,
með afskaplegum vaxtakjörum er
eitt sporið. Eyðsla þessa lánsfjár
og allra tekna ríkissjóðs svo að
segja eingöngu í óarðbærar fram-
kvæmdir er annað skrefið. Hinn
stórkostlegi tekjuhalli s. I. árs,
sem nú er fullvíst að verið hefir
um 7 miljónir króna, er þó stærsta
skrefið á þessari glötunarbraut.
Samhliða þessu er stjórn fjár-
mála ríkisins nú komin að mestu
leyti í hendur óvita, því farið hef-
ir verið í þeim efnum eingöngu
eftir flokkstryggð í pólitlk. Bank-
arnir ráða nú alveg skráningu
gjaldeyris, og þó eiginlega Lands-
bankinn einri. Undanfarin ár hafa
allir bankarnir fengið ný banka-
ráð, og hafa formenn þeirra verið
skipaðir af starfsmönnum Sam-
bands íslenskra samvinnufélaga.
En með þetta stærsta verslunar-
fyrirtæki landsins er svo illa statt,
að þar er víst enginn maður yfir
meðallag að hæfileikum, og flestir
undir þvf. Formaður bankaráðs
þjóðbanka íslands veit hvorki
upp né niður i fjármálum, skortir
sem sé bæði þekkingu og vits-
muni, mun almennt talinn hálf-
gert flón, og I þessa stöðu kom-
inn eingöngu vegna þess að hann
er einn af aðalmönnum Sambands-
ins.
Á herðum svona manna hvílir
nú sá mikli vandi að sjá fjárinál-
um íslands borgið á þessum hættu-
legu tímuin. Má varla segja að
munur sé á gerandi, hvernig
mennirnir eru valdir og hvernig
þeim er I hendur búið. Er því
varla von að almenningur vænti
góðs af.
Flestar aðrar þjóðir en íslend-
ingar hafa séð ástæðu til að gera
sérstakar ráðstafanir, kalla til ráða-
gerða og starfa sína bestu krafta.
íslensk stjórnarvöld og peninga-
stofnanir gera ekkert, og er lík-
legast að það stafi af því, að þeir
menn, sem ábyrgðina bera hér,
séu að minsta kosti í nokkrum
vafa um það, hvar vér erum stadd-
ir, og enn ófróðari um það, hvað
ráðlegast muni að gera.
Aðal fundur
Prestafél. Vestfjarða.
Ár 1931, miðvikudaginn 2. sept.
kom Prestafélag Vestfjarða satnan
á Stað í Steingrímsfirði, til að
halda aðalfund félagsins, sem er
4. fundur þess. Fundurinn hófst
með guðsþjónustu í kirkjunni kl.
12,30. Sr. Helgi Konráðsson pré-
dikaði og lagði út af Qal. 4, 4.—
7., en sr. Sigurgeir Sigurðsson
þjónaði fyrir altari. Allir prestarn-
ir, sem voru mættir, gengu til alt-
aris, en þeir voru þessir:
Stjórn félagsins: Form. sr. Sig-
urgeir Sigurðsson prófastur ísaf.,
sr. Böðvar Bjarnason, Rafnseyri
og sr. Halldór Kolbeins, Stað í
Súgandafirði.
Og auk þeirra: Sr. Sigtr. Quð-
laugsson Núpi, prófastur, sr. Jón
Brandsson Kollafjarðarnesi, pró-
fastur, sr. Sveinn Quðmundsson
Árnesi, sr. Jón N. Jóhannessen
pastor loci, sr. Þorsteinn Jóhann-
esson Vatnsfirði og sr. Helgi
Konráðsson Bildudal.
Að lokinni guðsþjónustu flutti
formaður erindi I kirkjunni, þer
sem hann beindi þeirri ósk til
viðstadds safnaðar og um leið til
safnaða yfirleitt að starfa betur
en hingað til með prestum sinum
að kirkju- og kristindóinsmálum.
Þörfin væri sennilega meiri nú en
nokkru sinni fyr, þar sem erfið
leikar í kirkjumálutn fara vaxandi
og andúð gegn kristindómi eykst.
Mundi vafalaust mega bæta úr
þessu með meira samstarfi presta
og safnaða, fegurri kirkjuhúsum
o. fl.
Qunnlaugur Magnússon sókn-
arnefndarformaður ávarpaði fund-
armenn nokkrurn orðum á eftir
og þakkaði þeim fyrir komuna.
Fundur félagsins hófst síðan I
kirkjunni kl. 5 e. m. Setti formað-
ur fundinn og stýrði honum. Var
þá gengið til dagskrár:
1. Formaður las upp endur-
skoðaðan reikning Lindarinnar og
skýrði frá hag ritsins.
2. Prestaskifti. Svohljóðandi til-
laga var samþykkt í einu hljóði:
Fundurinn telur æskilegt að prest-
ar messi hver hjá öðrurn og felur
próföstunum að beita sér fyrir
framkvæmdum þess ineðal prest-
anna.
Undirritaður getur tekið nokk'
ur smábörn til kennslu.
Friðrik Jónasson, kennari
Pólgötu 5.
3. Svohljóðandi simskeyti barst
á fundinn:
Formaður Prestafélags Vest-
fjarða Stað í Steingrímsfirði.
Stjórn Prestafélags íslands send-
ir fundinum kveðju og biður Guð
að blessa gróanda og samhug í
kirkjulífi Vestjarða.
Sigurður Sívertsen.
Eftir að formaður hafði lesið
upp þetta simskeyti, fór hann
nokkrum orðum um, hve mikils-
virði okkur væri samhugur og
skilningur formanns Prestafélags
íslands, próiessors Sigurðar Sív-
ertsen, og bað fundarmenn að
standa upp I virðingarskyni viö
hann, sem var og gert.
4. Kristindómsfræðsla. Málshefj-
andi sr. Halldór Kolbeins. Taldi
hann æskilegt að prestar hefðu á
hendi kristindóinsfræðslu í skólum
þó að til þess þyrfti að fjölga
prestum, sein óhjákvæmilegt yrði
a. m. k. í stærri kaupstöðunum.
Kristindómsfræðsla væri ekki full-
nægjandi sem sögulegt nám að-
eins, heldur einnig trúfræðilegt
og siðfræðilegt. Um kennsluaðferð
var hann mótfallinn þululærdómi,
en héit fram inikilvægi endurtekn-
ingar þess sem fegurst er og best.
Sr. Sigurgeir Sigurðsscn tók I
sama strenginn og fruinmælandi
og gat þess ennfremur hve æski-
legt það væri að sameiriað væri
i framtíðinni prestssetursbygging-
ar og heimavistarskólar fyrir börn
í sveituin landsins, svo að prest-
ar gætu haft fræðsluatörf á hendi.
Fleiri tóku til máls og snerust
umræðurnarum þessarþrjárspurn-
ingar frummælanda: Hver á að
kenna? Hvað á að kenna? Og
hvernig á að kenna? Sr. Sigtrygg-
ur Guðlaugssou bætti við þessari
spurningu: Hvenær á að byrja
að kenna barninu kristinfræði?
Taldi hann að það yrði aldrei of
snemma byrjað, en þó væri nám-
ið þýðingarmest, er barnið væri
komið um og yfir fermingaraldur,
þar af leiðandi væri aldrei rétt
að sækja um fermingarleyfi fyrir
ófuilaldra börn. Sr. Halldór Kol-
beins kom fram með svohijóðandi
tillögu er samþykkt var í einu
hljóði: