Vesturland

Årgang

Vesturland - 12.10.1931, Side 3

Vesturland - 12.10.1931, Side 3
VESTURLAND 3 Til lesenda„Skálholts“. Bæði sakir fjarvista minna frá íslandi, og til þess að seinka ekki um of útgáfu „Skálholts“ hefi eg ekki átt kost á að lesa sjálfur próf- arkir að hinu nýútkomna 2. bindi. En hér hefir tekist svo illa til, að lesmálið er á ekki fám stöðum ruglað á mjög meinlegan hátt, svo að eg sé mér ekki annað ráð vænna en að snúa mér til blað- anna og biðja þau flytja eftirfar- andi lista yfir þær villur, sem valda misskilningi, er eg get ekki unað ólagfærðum. Má eg eiga vísa þá góðvild íslenskra blaða, að þau taki upp þessar leiðréttingar — og lesenda „Skálholts“, að þeir lagfæri text- ann samkvæmt þeim? Bls. 23. hvað þá í þessu augnabliki — á þessu augnabliki. 24. inspection — inspectione. 26. klukkusveinn - klukkusveinn- inn. 31. Jón Jónsson sendi — sendir. 42. hafa minir elskuðu foreldrar — elsku foreldrar. 57. þessi orð hafa áheyrn — áheyrn biskups. 59. var visvitandi — er visvit- andi. 60. leggja hana undir sinn vilja — beygja hana undir o.s.frv. 61. minni heimskulegu báráttu við holdsins syndugu fýsnir — minni heimulegu baráttu o. s. frv. 62. þótt hún hefði gull og hun- ang í tungu sinni — á tungu sinni. 69. halda áfram að ganga i þess- ari vímu — þessari pínu. 79. Þau eru ung, og hann hefir langan vilja — hún hefir langan vilja. 97. í sinum fínlegu másaugum — pirulegu másaugum. 131. leggur hitastrókur út frá gló- andi ofnhúsinu —leggur hita- strokur o. s. frv. 133. gengur yfir altari — gengur fyrir altari. 134. Guðs verðugur þjónn — Guðs óverðugur þjónn. 165. Hálfri stundu síðar var hringt — er hringt. 199. Eina morgunstund — Ein morgunstund. € 204. von miðjanna — von niðj- anna. 208. unglegur en með fjörutíu og sjö ár að baki — unglegur enn með o. s. frv. 217. blása til þings — láta blása til þings. 232. helzt því sem óbundið er — ófengið er. 312. hverfur fyrir næsta hólbarðið — hæst hólbarðið. S. st. Khöfn, í sept. 1931. Guðmundur Kamban. Tíðin hefir verið mjög stirð undan- farið, svo sjaldan hefir gefið til fiskjar. Afli er mjög tregur hér vestra ennþá. Carl Löve vitavörður á Horni kom hér ný- lega snöggva ferð til bæjarins og átti Vesturland tal við hann. Unir hann hag sínutn hið besta þar nyrðra og hefir víst ekkert í hyggju að skifta um aðsetur þó hann ætti kost á. Sagði Löve að mjög hefði sér brugðið við húsbændaskiftin. En eins og kunnugt er, var hann vél- gæzlumaður við ishús Samvinnu- félagsins hér áður en hann fór sem vitavörður að Horni. Finnur Jónsson framkvæmdastjóri hefði að visu viðurkennt og hrósað sér fyrir starf sitt við vélarnar en í þokkabót rekið sig frá starfinu. Th. Krabbe vitamálastjóri hefði nýskeð komið til sín að Horni til eftirlits og verið hinn ánægðasti með starf sitt sem vitavarðar og þakkað sér fyrir; „en sá var mun- urinn að hann rak tnig ekki fyrir það“ sagði Löve. Annars gat Löve ekki iiógsam- lega lofað allt atlæti það, erhann hefir haft hjá vitamálastjóra, enda munu allir vitaverðir landsins hafa sömu sögu að segja. Kaupdeila á Hvamms- tanga. Þegar þetta er ritað (laugardag- inn 10. okt.) stendur enn yfir kaupdeila sú á Hvamrrstanga er hófst þar fyrir nokkru. Fáment verkamannafélag er á Hvammstanga og er aðdragandi kaupdeilunnar sá að félagið hafði krafist þess að við fram- og upp- skipun yrði greitt um klukkustund 1 kr. í dagvinnu og 1,25 í nætur og helgidagavinnu; ennfremur að dagvinna reiknaðist ekki lengri en 10 klst. og að félagsmenn sætu fyrir öðrum með vinnu. Þegar „Brúarfoss" kom þann 1. þ. m. til Hvammstanga til þess að taka þar kjöt fyrir kaupfélagið, neitaði kaupfélagsstjórinn, Hannes Jónsson alþm., að verða við kaup- kröfu félagsins. Vildi hann greiða 90 aura um klukkustund og hafa“ 12 stunda dagvinnu. Var svo byrjað að skipa vörum út og fékk Hannes nóg af mönnum i vinnu fyrir það kaup er hann bauð. Hamlaði óveður útskipuninni, en að öðru leyti gekk hún greið- lega. Verkamannafélagið á Hvamms- tanga sneri sér nú til „Verkamála- ráðs“ Alþýðusambandsins og leit- aði aðstoðar þess og lagði „Verka- málaráðið“ fyrir verkamannafé- lögin á Siglufirði, Akureyri, Seyð- isfirði og Norðfirði að neita að skipa vörum út í „Brúarfoss“ fyr en samkomulag væri orðið á Hvammstanga, og jafnfrarnt til- kynnti „Verkamálaráðið“ Eim- skipafélaginu þessar ákvarðanir. Er þessi árás á hag Eimskipa- félags íslands hin heimskulegasta þar sem kaupdeilan á Hvamms- tanga var með öllu óviðkomandi Eimskipafélaginu, sem tekur móti vörunum við skipshlið en greiðir aðeins vinnu við þær um borö og hafði Eimskipafélagið þegar sagt afgreiðslumanninum (Hann- esi Jónssyni) að greiða fyrir vinn- una um borð samkvæmt taxta verkamannafélagsins. Samkvæmt símtali við Reykja- vik í dag hefir þetta gerst í kaup- deilunni síðan: Þegar „Súðin“ kom til Hvamms- tanga í fyrradag (fimmtudag) hafði skipið ca. 30 smálestir af vörum þangað og var þegar byrjað á að skipa þeim upp En þegar búið var að flytja f Iand einn bát og verið var að láta vörur I ann- an neituðu skipverjar á „Súðinni“ að láta meiri vörur af hendi. Höfðu þeir þá fengið sfmskeyti frá Sjómannafélagi Reykjavíkur, sem bannaði þeim að afhenda vörurnar úr skipinu. Virtist flestum þetta koma úr hörðustu átt þvi formaður Sjómannafélagsins er Sigurjón Á. Ólafsson, sá hinn sami og er afgreiðslmaður rfkis- skipanna. Eftir þvl sem Hannes Jónsson hefir sagt frá snýst kaupdeilan á Hvammstanga nú um misklíð þá sem orðið hefir út af því að verka- tnannafélagið þar vill ná samn- ingum um að engir fái þar vinnu aðrir en verkafélagsmeðlimirnir og mun hann ekki fús til þeirra samn- inga. Lagt hefir verið verkbann á „Brúarfoss“ á Seyðisfirði og hefir skipið þvl engar vörur getað tekið þar, en á sama tíma er unnið þar fullum fetum við losun og hleðslu „Island“, sem einnig ligg- ar þar. Á Norðfirði varð að flytja vörur þær um borð f „Island“, sem fara áttu með „Brúarfoss“, því þar var sama verkbannið á „Brúarfoss". Eins og áður er sagt, er kaup- deila þessi alls ekki við Eitnskipa- félagið þar sem það fylgir taxta verkatnannafél. að því leyti er þvf við kemur, sem sé með greiðslu fyrir vinnu um borð. Félagið launar afgreiðslutnenn sfna á hverjum stað og er upp- og út- skipun félaginu óviðkomandi. Er ljóst dæmi hér á ísafirði upp á það að skipafélögin hafa engan veg eða vanda af upp- og útskip- un, og úti um land mun vfða haga svo til að vörumóttakendur sæki jafnvel sjálfir og flytji vörur sínar um borð í skipin. Það er því bersýnilegt að hér er á ferðinni enn ein tilraun af mörgum til þess að eyðileggja Eimskipafélagið, enda hafa Bolsar ávalt sýnt félaginu fullan fjand- skap og ekkert tækifæri látið ó- notað til að gera þvf þann óskunda er það hefir mátt. Skrípaleikur Sigurjóns Á. Ól- afssonar, forinanns Sjómannafé- lags Reykjavíkur og afgreiðslu- manns rfkisskipanna, er einn þátt- urinn í þessari kaupdeilu, sem virðist ætla að verða handhægt vopn þeim er koma vilja Eitn- skipafélaginu fyrir kattarnef sern fyrst. Enda er svo að sjá sem maður sá viti nokkurn veginn hvað hann tná sfn mikils gagn- vart ríkisstjórninni. Óttast hann sýnilega ekki íhlutun stjórnarinn- ar eða afskifti hennar af þessu máli Eimskipafélaginu til hags- bóta. Mun það og rétt athugað þvi ekki hefir ríkisstjóinin gert neitt til að miðla málum í kaup- deilunni. Engum hugsandi manni bland- ast hugur um það að Eimskipa- félagið á hér enga sök og að hér hefir verið hafin einhver hin ósvffnasta árás, sem heyrst hefir, á Eimskipafélagið ogtilveru þess, árás sem er vel sæmandi hverj- um föðurlands og drottinssvik- ara. Besta skákin. Áður hefir verið skýrt frá því hér f blaðinu, að dr. Aljechin taldi fyrstu skákina er hann tefldi við Ásmund Ásgeirsson einkenni- legasta og besta þeirra skáka er hann tefldi hér. Þeim lesendum Vesturlands til gamans, er unna skáktafli, birtir blaðið hér skák þessa: Hvitt: Svart: DR. ALJECHIN: ÁSM. ÁSGEIRSS.: 1. e2—e4 e7—e6 2. Rbl—c3 d7—d5 3. d2—d4 Rg8—f6 4. Bcl—g5 Bf8—e7 5. BgöxRfó Be7xBf6 6. Rgl—f3 0—0 7. e4—e5 Bf6—e7 8. h2—h4! Hf8—e8 9. Bfl—d3 c7—c5 10. Bd3 x h7 ! f Kg8 x h7 11. Rf3—g5 f Be7 x Rg5 12. h4 x Bg5 f Kh7—g8 13. Ddl—h5 Kg8—f8 O 1 o o ■^* Kf8—e7 15. g5—g6 a7—a6 16. g6 x f7 He8—f8 17. d4xc5 Rb8—d7 18. Hdl x d5 ! Dd8—a5 19. Dh5—g5 t Ke7 x Í7 20. Hhl—h7 Hf8-g8 21. Hd5—d4 Da5 x c5 22. Hd4 x Rd7 ! ! t Bc 8 xHd7 23. Rc3—e4! ! Dc5—b4 24. Re4—d6 t Kf7—f8 25. Dg5—f61 Gefið. ' Taflið er ekki langt en glæsf lega teflt á báðar hliðar. Frá ísafirdi. „Nova“ kom hingað að sunnan þann 7. þ. m. um kvöidið og fór aftur daginn eftir. Með skipinu kom frá Reykjavik Finnur Jónsson fram- kvæmdastjóri. Fór hann í land á Flateyri og kom hingað land- veg. Héðan tók sér far með skip- inu til Siglufjarðar O. Tynes og til Noregs Sverre Tynes og frú. „Doon“ breskt eftirlitsskip, kom hingað slðastl. fimtudag og lá hér við bæjarbryggjuna þar til það fór aftur I gær. „Fylla“ kom hingað s. 1. laugardag frá Aðalvík með Guðmund Páluiason vitavörð Straumnesvitans, sem hafði fyrir nokkrum dögum dottið á leið frá vitanum og slasast í fæti. Fóturinn er ekki brotinn en læknirinn telur Guðmund geta átt nokkuð lengi i þessu. Var hann lagður hér á sjúkrahúsið.

x

Vesturland

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vesturland
https://timarit.is/publication/633

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.