Vesturland

Volume

Vesturland - 01.07.1933, Page 3

Vesturland - 01.07.1933, Page 3
VESTURLAND 11 Maísmjölið komið aftur, fæst á 19 krónur pokinn, 100 kg. Verzlunin Björninn, Úl. Kárason. Fréttir. | Vesturland. I §| Útgef.: Sjálfstœðisfél. Vesturlands. § jg Ritstjóri: Arngr. Fr. Bjarnason. g j§ Útkoinud.: miðvikud. og Iaugard. |j tí Verð til áramóta 4 kr. i| jg Gjaldd. 15. sept. í lausas. 15 aura. jg r Augl.verð 1.50 cm. eind. g j Stærri augl. eftir samkoinulagi. j§ ^Ílllllllllllllllllllllll!l!!l!llll!lllllllll!lllllllllllll!ll||||l!lllll!llllllllllllllll# Gamansamir náungar. Skutulskálfur á miðv.d. segir að sér sé skrifað úr Djúpinu, að bréf- ritarinn hafi hitt konur tvær, sem hafisagt: „Viimundur skal á þing“ og hafi þar hugur fylgt máli. t>að skal ósagt látið, hvort ummæli kvennanna hafi fallið svo, sem hermt er, en bréfritarinn er víst enginn annar en Guðm. Hagalín rithöfundur, setn kvað hafa verið í kosningaleiðangri um Djúpið fyr- ir Vilmund. Má vel vera að skáld- ið hafi veitt þessar tvær kvensálir handa Vilmundi, þvi engum er alls varnað. Sögurnar sem jafnaðarmenn breiða út um kjörfylgi Vilmundar eru eingöngu búnartil I því augna- miði, að véiða atkvæði auðtrúrra sálna. Er það sama bragðið og Finnur hefir áður notað í kosn- ingunum. Hefir þá.alt af kveðið við hjá Skutli og atkvæðastnöiun- um: Finnur viss, Finnur viss! En hver hefir svo reyndin orðið? Og hún mun enn verða hin satna hjá Vilmundi, þrátt fyrir bægslagang- inn. Þ. „Skutull" skelkaður. Skutull síöasti er sýnilega skelk- aður út af framboði Jóh. Þor- steinssonar. Skín það greinilega út úr blaðinu, að það telur kosn- ingu Jóhanns vísa. Fer þaðogað vonum, að Finnur sé hræddur, því sjómenn og verkafólk er fyrir löngu orðið langeygt eftir bless- uninni, sem Finnúr og forkólfar jafnaðarmanna hafa lofað. Er síð- ur en svo, að á henni bóli nokkuð enn, þótt jafnaðartnenn Jiafi haft öll völd og ráð liérí sinni liendi. Það sem unnist hefir eru eingötigu há laun og góðar stöður fyrjr Finn og liina útvöldu gæðinga. Þ. Silfurbrúðkaup. Solveig Kristjánsdóttir og Sig. Eggerz sýslum. lialda silfurbrúð- kaup í Reykjavik á morgun. „VI.“ óskar silfurbrúðhjónunum til ham- ingju. Iðnþing íslands hefst í dag í Reykjavík. Fyrir þinginu liggja mörg merk mál, er taka til allra landsmanna, því þró- un og vöxtur íslenzks iðnaðar er eitt af aðalframtíðarmálum íslenzku þjóðarinnar. Má og óhætt treysta því, að iðnþingið geri sitt til að greiða fyrir íslenzkum iðnrekstri og festa með því fjármagni og vinnu í landinu. Kaupstefna Noregs verður að þessu sinni haldin í Stavanger 16.—23. þ. in. Er þetta 9. kaupstefnan sem Norðmenn halda og verður mjög til hennar vandað. Stjórn kaupstefnunnar hefir óskað eftir því, að sem flestir íslendingar sæki kaupstefnuna og veitist þeim er þangað fara héðan 25% afsláttur á fargjöldum með skipum- Bergenska féfagsins. Er þarna að ræða um skemti- legt og ódýrt ferðalag og margt að sjá og Iæra, því Norð- mcnn auka nú iðnað sinn í flest- um greinum. Vegamál Vestfjarða. Eins og kunnugt. er var vegur- inn frá Hnífsdal að Gemlufalli tek- inn í þjóðvega eða ríkisvega tölu á Alþingi fyrir 2 árum. Hefir þess Ijtt. orðið vart til þessa, að þarpa sé um ríkisveg að ræða, því vegurinn rná á löng- um köílum heita ófær að nútima- hætti. En þrátt fyrir greiða sjóleið er það aðkallandi nauðsynjamál, að fá bílvegasamband milli hinna sundurskornu fjarða og eftir sveit- unum. Nýlega hefir nokkur hreyf- ing komist á mál þetta, cinkum í Önundarfirði, fyrir frumkvæði Óskars Einarssonar læknis. Er talað um, að Önfirðingar og Dýr- firðingar fari að dæmi Rangvell- inga og safni fé innan héraðs er rikinu verði lánað til þess að vegurinn yrði fullgerður og end- urbættur á næstu tveimur árum. Væri óskandi að áhugi Vestfirð- inga um mál þetta yrði svo mikill, að hann færði þeim þessa þörfu samgöngubót sem fljótast í sigur- laun. Sambandsþingi Ungmennafélaga íslands er nýlok- ið. Guðm. frá Mosdal var kosinn heiðursfélagi U. M. F. í. á þinginu. með 12 hestafla Heinvél. Bátur og vél í ágætu standi. Stærð 6 ton. Selst með veiðarfærum og öllum útbúnaði, ef óskað er. Hagfeld kjör. Semja má um kaup við ritstjóra blaðsins. ■ Kursfagerðin m = Reykjavík, m g framleiðir flestar tegundir jjj iíj af burstum og kústum. j§! == Heildsölubirgðir fyrir- jjj § Iiggiandi hjá undirrituðum J§§ m Guðm. Pétursson. g „Unga ísland" er bezta barnablaðið, fæst hjá Theodor Ólafssyni, Sundstræti 29.

x

Vesturland

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vesturland
https://timarit.is/publication/633

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.