Vesturland

Volume

Vesturland - 15.07.1933, Page 1

Vesturland - 15.07.1933, Page 1
VESTURLAND X. árgangur. ísafjörður, 15. júlí 1933. 8. tölublað. Kosningin á morgun „Vesturland" hefir til þessa litið tekið til utnræðu kosninguna hér I bænum. Hafa sumir notað þetta til ófræg- ingar um frambjóðanda Sjálfstæð- isflokksins, Jóh. Þorsteinsson. En „Vl.“ veit, að Jóhann er svo gamall og góðkunnur isfirzkum borgurum, að óþarft er að skrifa um hann sérstakt blaðalof, likt og hinn frambjóðandinn, Finnur Jóns- son, lætur blað sitt flytja um sjálf- an sig. Að gefnu tilefni þykir þó rétt að fara nokkrum orðum um þessa tvo frambjóðendur, þvi niilli þeirra stendur aðalslagurinn. Öllum, sem þekkja Jóh. Þor- steinsson, er það kunnugt, að hann er mjög sanngjarn og samvizku- samur maður, sem leggur gott til allra mála. Reynir að skilja and- stæðinga sína jafnt og meðhalds- menn og reiðubúinn að fylgja góðu máli, hver sem flytur það. Framkoma Jóhanns í opinberum málum hefir og verið svo drengi- leg, að eg held að hann eigi eng- an persónulegan óvin og er slíkt fágætt á þessum tímum. Jóhann hefir gengt hér margvls- legum störfum og hefir þvi reynslu og náinn kunnugleik á högum og þörfum þessa kjördæmis og lands- ins f heild sinni. Hinir sömu kostir og einkent hafa Jóh. Þorsteinsson i opinberri framkomu hér, eru einmitt nauð- synlegir hverjum þingmanni: sann- girni, samvizkusemi og drenglyndi. Enda er traustið á Jóhatini svo alment hér f bænum, að fylstu vonir eru um að hann náikosningu. Á þingmálafundum þeim, setn hér hafa verið haldnir, hafa yfir- burðir Jóhanns greinilega komið i ljós. Hann hefir talað um mál- efnin vel og skörulega, en forðast allan persónulegan fjandskap og stéttaæsingar. Jóhanrt kom hingað til Isafjarðar á unga aldri og hefir dvalið hér jafnan siðan; er alinn upp við kjör alþýðu og gerþekkir hag hennar. Hann myndi þvf á þingi verða góður liðsmaður allra um- bóta á högum alþýðu, engu síður en þeir sem hærra gala. Finnur Jónsson, frambjóðandi Alþýðuflokksins, hefir dvalið hér í bænum um 14 ára skeið ogverið umfangsmikill í bæjarmálum. Strax eftir komu sina byrjaði hann ásamt samherja sinum, Vilm. Jónssyni, að lofa alþýðu gulli og grænum skógum, ef hún fylgdi þeirra for- sjá. Fór svo að alþýða fékk þeim völdin og dýrkaði sem gullkálfa, en verulegar umbætur eru enn ófengnar og þykist alþýða mjög hafa getið i knefa tii iauna sinna. Virðist og svo sem hnefi þeirra Finns og Vilmundar sé albúinn í höfuð þeirra, sem ekki vilja hlýða. En þeir félagar hafa hlotið gnótt fjár og mannvirðingar á kostnað alþýðu. Er alþýðu vorkunarlaust, að sjá út um jafn götótta ábreiðu og þeir félagar hafa notað. Finnur heldur mjög á lofti stofn- un Samvinnufél. og var helzt að heyra á honum í gærkv. að hann byði sig fram þess vegna og sama hafði F. J. sagt á flokksfundi nýl. En það er stórháskalegt og óvið- eigandi að forstjóri Samvinnufél. skuli draga atvinnustarfsemi þess inn í harðvítugar pólitískar deilur sem geta orðið félaginu tii falls. Það mun þykja ókurteisi að minnast ekki á frambjóðanda kommúnista. Er hann ríkur af lof- orðum til alþýöu eins og Finnur áður, eu hjá báðuin mun jafn langt til efndanna. Sálarástandið. Á þingmálafundinum 1 gærkveldi þegar Finnur var að halda sví- virðingarræðuna -um Jóh. Þor- steinsson sagði einn áheyrenda: „Það er eg vissumað Vilmundur skammast sín fyrir Finn!“ Annar nærstaddur áheyrandi svaraði: „Nei, Vilmundur er kominn í það sálarástand, að hann er breykinn af Finni!“ — Til þess að fá skorið úr þvi, hvor hefði á réttara að standa, náðu þeir tali af Vilmundi og spurðu hann að hvort hann væri ánægður með Finn: „Eg er hæstánægður með hann“, svaraði Vilmundur. Eg sagði lika að sálar- ástandi yðar væri svo varið, að svo hlyti að vera, sagði áheyrandi. Fór Vilmundur undirleitur af þeim fundi. Vísvitandi ósannindi hljóta það að hafa verið hjá Finni Jónssyni I gærkveldi, er hann var að bera Jóh. Þorsteinssyni á brýn samstarf um hlutabréfakaup í Raf- lýsingafélagi ísafjarðar. Jóhann kom ekkert nærri þeim kaupum og var ekki .heima í bænum þeg- ar stjórnarfundur fél. var um þau halditin. Aftur rennur lýgi, er sönnu mætir, Finnur Jónsson. Hluthafi í Rafl.f. ísafj. Fósturbarnið. Eitt af hinum pólitísku kven- fósturbörnum Finns kom fram á þingmálafundinum í gærkveldi og og lýsli glögglega og skýrt frá- falli Finns sem alþýðuforingja: „Eg er fósturbarn Finns i pólitik', sagði konan; „og þegar hann var að kenna okkur áður sagði hann, að við verkamenn og verkakonur þyrffum ekkert að hugsa um hvort atvinnufyrirtækin bæru sig eða ekki; bara að heimta hærta kaup“. Þetta mun vera rétt lýsing á Finni fóstra. i

x

Vesturland

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vesturland
https://timarit.is/publication/633

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.