Vesturland

Árgangur

Vesturland - 13.09.1933, Blaðsíða 2

Vesturland - 13.09.1933, Blaðsíða 2
74 VESTURLAND Vinum og vandamönnum tilkynnist, að jarðarför Siguröar Árnasonar frá Bökkum í Bol- ungavík fer fram frá heimili hins látna laugar- daginn 17. seft. n. k. Börn og tengdabörn. Mikiö úrval af hreinlætiSgSnyrtivörnm nýkomið í ísafold. alt ástand hennar nú undirstrykar þá knýjandi nauðsyn, að hér verði að breyta um búskaparlag og horfið algerlega frá skuldasöfnun. í næstu köflum þessarar greinar verður gerð frekari grein fyrir skuldasöfnun ríkissjóðs og bent á leiðir til að minka útgjöld ríkis- sjóðs. Atkv.gr. um bannlögin mun fara fram 1. vetrardag. Dómsmálaráðaneytið hefir 9. þ. m. sent sýslumönnum og bæjar- fógetum svohljóðandi sfmskeyti um undirbúning atkvæðagreiðsl- unnar um bannlögin: Ráðuneytið felur yfirkjörstjórum við alþingiskosningar sömu störf eftir því sem við á, þegar nú bráð- Iega á að fara fram þjóðaratkvæði um áfengisbannlögin, einsogyfir- kjörstjórnir hafa við alþingiskosn- ingar og þá einnig umsjón með þvl, að atkvæðagreiðsla þessi fari á sama hátt tilhlýðilega fram hjá undirkjörstjórum. Ráðuneytið beið- ist þess, að þér þegar tilkynnið þetta, og sjáið um að undirbúin verði slik atkvæðagreiðsla meðal kjósenda i málefnum sveita- og bæjar-félaga i umdæmi yðar, en atkvæðagreiðslan mun verða látin fara fram fyrsta vetrardag og á sama hátt i Reykjavík eins og ann- arstaðar á landinu. Verða i tækan tima sendir héðan atkvæðaseðlar. Ráðuneytið biður yður, svo fljótt sem frekast er unt, að láta vita með simskeyti tölu þeirra kjósenda i umdæmi yðar sem eru 21 árs gamlir og þar yfir hinn l.vetrar- dag. Augiýsing um atkvæðagreiðsl- una verður send yður. Smokkafli er frekar að glæðast aitur i Djúp- inu og stunda hann allmargir bát- ar úr nágrenninu. Síldveiðarnar eru nú alment að hætta og hafa yfirleitt gengið mjög vel. Þó hefði aflinn orðið miklu meiri, ef veiði- skipin þyrftu ekki þráfaldlega að biða eftir afgreiðslu meðan afla- tíminn er sem mestur. Er það hin mesta nauðsyn, að reistar verði fleiri bræðsluverksmiðjur þegar fyrir næata sumar, því síldveið- arnar eru orðnar mikilvægur þáttur i atvinnuiífi þjóðarinnar, sem hún má ekki án vera. Ef síldveiðarnar minkuðumyndisumaratvinna fjölda fólks hverfa og ekki sjáaniegt að um neina aðra atvinnu væri að ræða handa því fólki. Það er þess vegna nauðsynlegt, að alt sé gert sem hægt er til þess, að þessi atvinnuvegur geti orðið sem stöðugastur. Mun það sannast, er lengra lfður og Íslendingar hafa náð betri tökum á þessari atvinnu- grein, að i sildveiðunum liggur mikil auðsuppspretta. En til þess Kveldúlfstogararnir eru nýskeð hættir síldveiðum og hafa allir aflað mjög vel. Hæztur er Þórólfur með 21700 mál, sem samsvarar 32,550 tn. Mun það mesti sildarafli á eitt skip, sem dæmi eru til hér við land. Litil sild hefir aflast við ísa- fjarðardjúp á þessu sumri og fengu skipin aðalveiði sina á Húnaflóa, en siðast sóttu þau aflann alt austur að Langanesi. að svo geti orðið verulega vantar enn mikið urn meðferð síldarinnar og aukna markaði. Sildarverðið í sumar hefirverið almennast þannig: Bræðsluslld í verksmiðjur 3 kr. málið. Eftir 20. f. m. hækkaði verð á bræðslusíld upp í 4 kr. málið hjá ósamningsbundnum skipum. Fyrir saltsíld hefir verið borgað 4.50—5 kr. fyrir tn. En eftir 20. ágúst hefir það verð farið sihækk- andi og voru á Sigiufirði i byrjun þ. m. borgaðar um 7—8 kr. fyrir tunnuna. En nú mun verðið vera 10—12 kr. fyrir tunnuna. Halda enn nokkur skip áfram veiðum, þrátt fyrir óstöðuga tið og misjafnan afla nú um hrið. , Vestfirzku skipin, sem stundað hafa sildveiðar, hafa öll aflað frem- ur vel. ísfirzku vélbátarnir hafa aflað svo sem hér segir. Aflinn i fyrra er tilfærður aftast í töfiunni: fsfírzkir námsmenn. Þessir ísfirðingarstunda nú nám erlendis: Ármann Halldórsson (Bjarnasonar) heimspekinám við háskólann í Osló, með styrk úr Snorrasjóði; Haukur Hclgason (Ketilssonar) hagfræðinám við há- skólann i Stokkhóimi og Páll Ólafs- son (Pálssonar) stærðfræðinám við háskólann i Kaupmannahöfn. Mál í bræðslu. Tn. í salt. Tunnur alls. í fyrra. Auðbjorn 5088 2247 9879 (9800) Ásbjörn 5433 2430 10580 (14000) Gunnbjörn 7018 2175 12702 (i4600) Isbjörn 6352 2843 10871 (11600) Sæbjörn G150 3143 12370 (9000) Valbjörn 4989 2338 9823 (12000) Vóbjörn 4984 2892 10370 (9300) Poicy 2800 1700 5900 (6500) Svalan 3011 3000 7516 (7500) Harpan 800 3400 4600 (Var ekki hér.) Alis 45625 26168 94610 (94100)

x

Vesturland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturland
https://timarit.is/publication/633

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.