Vesturland

Árgangur

Vesturland - 07.10.1933, Blaðsíða 2

Vesturland - 07.10.1933, Blaðsíða 2
102 Hjartanlegar þakkir til allra, sem heiðruðu útför okk- ar hjartkæra sonar, unnusta og bróðurs, Kristjáns Sigur- geirssonar, sem fórst með e/s „Gunnar“ 27. ág. s. 1. Sérstaklega þökkum við prófasti, söngflokki o. fl. fyrir gjafír þeirra, sem við biðjum góðan guð að launa. Móðir, unnusta og systkini. Bæjarstjórnarfundur var haldinn 4. þ. m. Þar gerðist þetta m. a.: Hæðstakaupstaðarmálið: Leigusamningurinn við Nathan & Olsen um Hæðstakaupstaðar- eignina er útrunninn nú um ára- mót og hafa þeir reynst ófáan- legir til þess, að leigja eignina áfram, þrátt fyrir ýms tilboð bæj- arstjórnar. En óska að fá leigt áfram ibúðarhúsið í Hæðsta fyrir 2000 kr. ársleigu, en bæjarstjórn hækkaði leiguna upp i 2200 kr. og hafa N & O samþykt það boð. Meirihluti bæjarstjórnar flutti þá tillögu, í sambandi við breyting-r una með Hæðsta, að bæjarsjóður taki alla upp- og fram-skipun i sínar hendur frá n. k. áramótum. J. S. Edw. og Tr. Jóakimsson lögðu til að húsin yrðuleigðmeð útboði og að upp- og fram-skipun verði gefin frjáls. Miklar umræður urðu um til- lögur þessar, m. a. i sambandi við hæztaréttardóm þann, sem nýfall- inn er, og getið var hér i blaðinu 4. þ. m- J. S. Edwald bar fram tillögu um að fresta tillögu meirihl., þar til forsendur hæztaréttardómsins væru fuilkunnar. En ekki var við slíkt komandi hjá meirihlutanum og var tiilaga Edw. feld með 6 atkv. gegn 4. Var tillaga meirihl. siðan samþ. með 6 atkv. gegn 2. 2 sátu hjá. Samþykt var, að fiskverkunar- stöðin í Hæðsta með tilheyrandi húsum, að undanskilinni Gömlu- búð og íbúðarhúsi, sé auglýst til Ieigu frá l. jan. n. k. Tilboð séu komin fyrir 18. þ. m. Lagt fram bréf stjórnarráðsins, dags. 24. ág. s. 1., þar sem það krefur inn skemtanaskatt af bæjar- bíóinu frá 23. júní þ. á. og fram- vegis, en fellur frá kröfu sinni um þann skatt, sem áður er áfallinn. Var samþykt nú að greiða skatt- inn, en um þetta hafa áður staðið miklar þrætur. Mun bióinu skyit lögum samkv. að greiða skemt» anaskatt, er það og viðurkent með biéfi stj ráðsins og samþykt bæj- arstjórnar nú. Jóhannesi Sveinssyni veitt veit- ingaleyfi, með þeim skiiyrðum, að heilbrigðisnefnd samþ. húsnæðið. VESTURLAN D Samþ. að setja götuljós á hús Árna Árnasonar við Sundstræti. Samþ. að hækka laun Pálma Kristjánssonar skólavarðar um 25 kr. á mán. til áramóta. Lagðar fram fundarg. skólan. 30. f. m. og 3. þ. m. Samkvæmt skýrslu skólastj. voru 30. f. m. komnar umsóknir frá 35 nemend- um og likur fyrir 2 nem. i viðbót. 3. þ. m. voru mættir nefndarmenn frá mörgum foreldrum hér í bæ tii þess að eiga tal við skólanefnd. Bentu þeir á, að óánægja ríkti um Gagnfræðaskólann og æsktu þess, að skólanefnd og prófdómarar hefðu nánara eftiriit tneð rekstri og kenslu skólans. Skólan. benti á, að sökum slæmr- ar aðsóknar að skólanum, hefði hún átt ýtarlegt samtal við skólasti. á síðasta fundi sínum og hefði skólastjóri ákveðið, að gera ýmsar breytingar á fyrirkomulagi á kenslu við skólann í vetur. Ennfr. hefði skólan. ákveðið, að hafa nánara eftirlit ineð kenslu skólans, á þanp hátt m. a. að fá prófdómara til þess að koma við og við í kenslu- stundir í skólanum, með þvi að hún telur þetta geta dregið úr óá- nægjunni. Enda sé þetta i samræmi við óskir skólastjóra. Skólastj. barnaskólans skýrði frá því, að vigtun og vitaminrann- sóknir verði gerðar á skólabörnum, þegar fyrstu dagana eftir skóla- setningu, til undirbúnings mjólkur- og lýsis-gjöfum á sama hátt og s. 1. < ár, eftir nánari ákvörðun skólan. Eftirskot Skutuls. „SkutulP, sem út kom 30. f. m. er enn að hampa þvi, að ósatt sé, að nokkur verklýðsm. amist við viðleitni bænda til hóflegrar kjöt- verðshækkunar. Má það vel vera satt um verkamenn, enda enginn borið þeim annað. En blaðið er stöðugt að sparka í þessa viðleitni og slær sig með þvi sjálft á munn- inn. Elur blaðið nú á því, að Slát- urfélag Vestfjarða láti vega 1 kind- arkropp í einu, hversu mikið sem keypt sé af sama manni, og ef satt sé, sé hér enn um eitt Hesteyrar og Krossanesmál að ræða. Er óþarfi fyrir Skutul, að kveða fastara orði, §vo allir skiiji hvað niðri fyrir býr. Skutii til upplýsingar, svo hann geti fengið nógu mikið verkefni fyrir þá starfsinenn Samvinnuféi. ísfirðinga, sem að honum vinna, skal frá þvi skýrt, að Sláturfélag- ið iætur vega að eins I kropp i einu og hefir gert það öll þau ár sem það hefir starfað, án þess að Skutuli hafi gert neina athuga- semd. Sömu aðferð nota öll siátur- féiög landsins, sem um það hafa verið spurð, t. d. Kaupfél. Eyfirð- inga, Kaupfélag Húnvetninga á Blönduósi, Sláturfél. Suðurlands o. fi. o. fl. Sama gera eða hafa gert flestir, ef ekki allir kjötkaup- menn i bænum. þ. á. m. Kaupfél. Ísfírðinga, sem „Skutull” hlýtur að kannast vel við, þvi sagt er að hann gangi sifelt með svartan borða, til að minna á viðskifti við Kaupfélagið, siðan það tók upp aðferð þessa. Aimenningi tii skýringar er rétt að geta þess, að sé kjötið fiokkað verður að vega 1 kropp I einu. Hitt er vitanlega sjálfsagt að rétt sé vegið, ,hvoit heldur erkjöteða annað. Bjart og rúmgott verkstæðispláss óskast til leigu. Ritstjóri visar á.

x

Vesturland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturland
https://timarit.is/publication/633

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.