Vesturland

Árgangur

Vesturland - 11.10.1933, Blaðsíða 2

Vesturland - 11.10.1933, Blaðsíða 2
106 VESTURLAND Fiskiverkunarstððin I HæðstakaupstaS: Fiskþvottahús, þurfiskhús, þurkhús, salthús. Naustið með tilheyrandi skúrum og fiskreitar þeir og fiskreitastæði, sem nú eru, er til leigu frá I. janúar n. k. Leigutilboðum sé skilað mér eigi síðar en 15. þ. m. Bæjarstjórinn á ísafirði, 5. oktober 1933. Ingólfixr Jónsson. Atviunan í bænum. (Framh.) Það er engu öðru likara, en að meirihl. bæjarstjórnar sé oftast sofandi fyrir þvi, sem gæti orðið til hagsbóta fyrir þá verkamenn, sem helzt þurfa atvinnu. Nýlega var frá þvi skýrt i „Vesturl.“, að í samningum væri um stóra upp- fyllingu til olfugeymslu hér í Mjó- sundunum. Framkvæmd þessarar uppfyllingar sýnist mörgum, að sjálfsagt Wefðí verið að bærinn hefði sjálfur haft með höndum, sem atvinnubótavinnu fyrir nauð- liðandi verkamenn. Enda er i engu sýnt, að það hefði orðið óhag- feldara, þar sem leiga hefði þá verið greidd jafnóðum, en leigu- taki sleppur nú við leigu f 15 ár, ef samningar verða eins og ráð er fyrir gert. Annars er svo enn eins og ver- ið hefir hér í bæ, að almenn at- vinna verður engin, nema hún komi frá sjónum. Atvinnulífið er auðvitað tnest bundið við útgerð- ina, voru foringjar jafnaðarmanna hér ærið háværir um, að atvinnu- rekendum væri skylt, að láta út- gerðina ganga, hvort sem hún borgaði sig eða ekki. En þetta boðorð, sem þeir gáfu öðrum, lítur út fyrir að hafa gleymst eða týnst síðan þeir tóku sjálfir völdin. Nú hagar Finnur okkar forstjóri sér sízt betur en þeir sem hann var að ásaka áður með miklum fordæmingarorðum. Hann hagar rekstri Samvinnufél.bátanna eftir því sem honum bezt líkar. Bindur þá, þegar honum þykir ekki borga sig að halda úti. Nú er ekki verið að hugsa um atvinnu fyrir verkamenn. Foringj- arnir eru búnir að hafa þau not af okkur, setn i fyrstu var stofn- að til. Með þá litlu bæjarvinnu sem hér er, sem liklega fer nú bráð- um að hætta, er það mesta nauð- syn að henni verði skift sem jafn- ast niður. Þótt þeir, sem nú stunda þá vinnu, sjálfsagt þurfi hennar með, er ekkert réttlæti I þvf, að nokkrir menn njóti stöðugt fastr- ar bæjarvinnu, en aðrir, oft og tið- um jafn bágstaddir, fái ekki hand- arvik að gera. Til þess að sporna við atvinnu- leysi I bænum er það nauðsyn- legt, að bæjarstjórn hafi ákveðið fyrir hvern vetur einhverja þá framkvæmd, sem þörf er fyrir og trygt sér íé til hennar. Qrjótnám og annað, sem unnið hefir verið að hér, þegar neyðin hefir sorfið fastast að, hefir jafnan gefið tap fyrir bæjarsjóð, þótt gott hafi ver- ið fyrir þiggjendur. Stafar þetta eigi sízt af þvi, að rokið er jafnan til þessarar vinnu undirbúningslit- ið og fyrirhyggjan gleymist fyrir þörfinni. Vel virðist það koma til mála I sambandi við bæjarvinnuna, að þeim sem eiga örðugt með greiðslu útsvara væri gefinn kostur á því, að vinua þau af sér. Nú á bærinn útistandandi tugi þúsunda i út- svörum, sem vaxa ár frá ári, eftir því sem sagt er. Væri ekki betra að geta rninkað þennan haug með þarflegri vinnu, heldur en bæta við hann í botnlausri vitleysu. Aðrir stéttarbræður mínir ættu að láta til sin heyra um atvinnu- málin hérna, þótt slikt kunni að vera illa séð hjá forráðamönnum meirihl. þau hafa gott af opinber- um umræðum. Má og vel vera, að einhverjir komi auga á nýjar leiðir. Verkamaður. Hlutlausa útvarpið. S. 1. mánud. var getið í útvarp- inu um málsúrsHt i hæztarétti i málinu: Ingólfur Jónsson f. h. bæjarstj. ísafjarðar gegn J. S. Edwald. En svo mjög stakk i stúf með birtingu á dómi þessum, við það sem venjulegast hefir ver- ið í útvarpinu, að flestir hlustend- ur hér urðu forviða. Hefir það verið föst venja útvarpsins að geta helztu atriða úr forsendum dóma — jafnvel í einföldustu brennivínsmálum — áður en dóms- niðurstaöan er upplcsin, — eins og sjálfsagt er. Nú var þessi regla alveg brotin og ekkert skýrt frá forsendum. Hver er hin hulda hönd, sem stýrir útvarpinu svo I þágu meiri- hl. bæjarstjórnar ísafjarðar,? Hlustandi. Hvað kendi Hannibal? ■\ ■ Skátahöfðinginn — sem alt af á að segja satt — segir m, a. I grein sinni í „Skutli" 30. f. m.: að sér sé sagt, að Hannibal hafi aðallega kent dönsku I gagnfr.- skólanum s. 1. vetur — og við þessa dönskukensla sina hafi hann átt að koma þeim pólitískum á- hrifum, að saklaus íhaldsbörnin hafi átt á hættu, að lenda i ein- hverjum sálarháska. Að sjálfsögðu má allstaðar koma að pólitík, fyrir kennara sem þann- ig er gerður. En hvað kendi nú Hannibal? Allir nemendur skólans vita — þótt samkennari hans þyk- ist ekki vita það, — að H. V. kendi við Gagnfræðaskólann þessar náms greinar: Mannkynssögu, þjóðhags- fræði og dönsku. Hvar er nú hægt að koma að pólitik ef ekki I mannkynssögu og þjóðhagsfræði? En það er utn að gera hjá Skytl- ingum að nota alt af sama siðinn: Að reyna að blekkja. Yngvi. Aukaþingið. Konungur hefir gefið út aug- lýsingu um að aukaþingið sé kvatt saman 2. nóv. n. k.

x

Vesturland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturland
https://timarit.is/publication/633

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.