Vesturland


Vesturland - 11.10.1933, Blaðsíða 1

Vesturland - 11.10.1933, Blaðsíða 1
VESTURLAND X. árgangur. ísafjörður, 11. okt 1933. 27. tölublað. Björgnnarskúta fyrir Vestfirði. Óvíða á landinu mun sjór jafn- mikið stundaður, að tiltölu við fólksfjöida, og hér á Vestfjörðum. Hér benda aðstæður ailar út á djúpin. Náttúruskilyrðin og mögu- leikarnir hniga tii hafsins. Bæði i eiginlegum og óeiginlegum skiin- ingi er hér undanhalt og greitttil sjávar. Qóðar hafntr og gjöful mið laða og seiða dugandi drengi. Framtfð, menning og möguleik- ar Vestfirðinga vaggast á öldum hafsins. En gerum vér oss þetta Ijóst? Er oss það ljóst, að vér eigum alt þetta undir sjómönnum vorum og sjávaratvinnunni? Þannig hljóta -margir að spyrja og eigi að ástæðulausu. Því að hvergi er eins og skyldi buið að öryggi sjómannanna og starfi. — Mikið vantar á, að málum þeim, er varða fiskiveiðar vorar og sjáv- aratvinnu, sé skipað svo, sem vera bæri. Lendingar vantar viða, vit- arnir eru fúir og smáir o. m. fl. mætti nefna. Og eitt vantar og er mesta þörf fyrir hér á Vestfjörðam, þar sem sjór er stundaður jafnmikið og raun ber vitni um, — stundaður yfir örðugustu vetrarmánuðina. Það vantar björgunarskútu fyrir Vestfirði. Bátar eru út í svartnætti skamm- degisins, i byljum og stormum. Bátar farast hér um slóðir svo sorglega margir, eu enginn bátur er til, sem sérstaklega er útbúinn til að aðstoða fiskibáta, sem úti eru í ofviðrinu, fylgja þeim og leita að þeim, ef eigi koma fram. Enginn bátur er til, fær í ekki flestan heldur allan sjó, ef með þárf, til að bjarga nauðstöddum bátum og draga þá í höfn. Drengilega eru sjómenn vanir að bregðast við, þegar stéttar- bræður eru í hættu. Þeir fara úr höfn, frá heimilum sinum, nýkomn- ir sjálfir eftir vos, hættur og þrautir til að leita að vantandi bát. En — sæmir það til lengdar,— að ætlast til slíks af þreyttum og þjökuðum sjómönnum? Ervertað treysta þvi, að bátum, sem fara út í ófær veður til að leita, skili ætíð aftur heilum í höfn? Það eru e. t. v. smærri bátar, er fara í leitina, en sá eða þeir, sem vanta. Og sé þeim siðarnefndu ófært úti, að því er landbúar hyggja, hvað mun þá um hina fyrnefndu, fari þeir út? Það þarf að vera til staðar — þar sem bátar eru að fiski — björgunarskúta, fær i allan sjó, sérstaklega bygð og útbúin til þess að geta öslað og klifið hvaða sjóa sem eru og komist hvert sem vill, í hvaða veðri sem er — hvar sem nauðstaddur bátur kynni að vera. Vestfirðingar! Á það ekki að vera metnaður vor fyrir hönd hinna ágætu sjómanna vorra, að eignast sem fyrst fullkomna björgunar- skútu? Við getum hrundið þessu máli i framkvæmd, ef viljinn er nógur og samtök til staðar, góð og örugg. Skórað er hérmeð á fjórðungs- þing fiskifélagsdeilda Vestfirðinga- fjórðungs, er kemur saman á ísa- firði 28. þ. m„ að taka mál þetta til umræðu og ályktana. Finna þarf heppilegan, traustan grundvöll til að framkvæma málið á. Enn- fremur er skorað á slysavarna- sveitir Vestfjarða, að ræða málið nú í haust og i vetur. Hvernig á að koma máli þessu í höfn? Þessi spurning verður nú að vaka i huga allrá hugsandi manna, sem ant er um velferð sjómannanna og fiskiveiðanna — farsæld og framtíð þessa Iands- fjórðungs. Síðastliðið vor fórlinuveiðarinn „Fjölnir" á Þingeyri skemtiferð, fyrir forgöngu kvenfélagsins „Hug- rún" í Haukadal. Ágóðinn, á 5. hundrað krónur, rann til Slysa- varnafélags íslands. Þökk sé bæði eigendum bátsins og hinu góða télagi kvennanna. En ef nú þessi bátur og aðrir, bæði á Þingeyri og öðrum fjörðum vestfirzkum færu samskonar ferðir^næsta vor, allir til ágóða fyrir björgunarskútu Vestfjarða, þá myndi fljótt mynd- ast gildur sjóður og fjárstofn, er bæði fiskifélags- og slysavarna- deildirnar og fleiri aðilar gætu bætt álitlega við með margvislegri fjár- söfnunarstarfsemi. Nú er verið að safna til björg- unarskútu fyrir Faxaflóa og svæð- ið umhverfis Reykjanes. Önnurer á leiðinni fyrir norðan. Siglfirð- ingar reru 19. maí siðastl. til ágóða fyrir hana og söfnuðust, að mig minnir, yfir 4 þús. kr. Þannig fóru þeir að. Vestfirzkir sjómenn myndu e. t. v. gera hið sama. Vér treystum góðum undirtekt- um í þessu máli og vonum að eigi liði á löngu, þartilþað kemst i framkvæmd. Bf til vill myndu þingmenn Vestfirðingafjórðungs fósir til að bera fram á Alþingi beiðni um fé til byggingar skút- unnar, í viðbót við það, er safn- aðist með frjálsum framlögum. Þingeyri, 3. okt. 1933. Sigurður Gíslason. Dr. Annie Besant, forseti Guðspekifélagsins, andaðist að heimili sinu, AcJyar i lndlandi, 20. f. m. A. Besant var af íiskum ættum, en fædd i Englandi 1847 og því orðin háöldruð. Hán var vafalaust ein af gáfuðustu konum heimsins; hafði ritað fj'ölda bóka og barðist sem hetja fyrir mörgum mannrétlindamálum. Síðustu árin helgaði hún stjórnmálabaráttu Ind- lands mest af kröftum sfnum á- samt guðspekistörfunum. Einnig sýndi A, Besant skátahreyfingunni mikla velvild:

x

Vesturland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturland
https://timarit.is/publication/633

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.