Vesturland


Vesturland - 18.11.1933, Blaðsíða 1

Vesturland - 18.11.1933, Blaðsíða 1
VESTURLAND X. árgangur. ísaíjörður, 18. nóv. 1933. 36. tölublað. w Fjárhagsáætlun Isafjarðar 1934. Hækkun útsvara 37 þús. kr. — Óinnheimt af útsv. yflrst. árs. 104 þús. kr. — Skuldir bæjarins hafa aukist stórlega. — Alt á heljarþröm hjá bolsunum. Á bæjarstjórnarfundi í gærkv. var lögð fram fjárhagsáætlun íyrir næsta 4r. Og er hún góður «pegill af fjárstjórn og gjörðum meirihluta bæjarstjórnar. — Þó flýna reikningar bæjarins enn skýr- ar óstjórnlega eyðslu, kæruieysi, samfara lítilsvirðingu á lögum og rótti bæja; búa gagnvart bæjar- stjórn. Er engu líkara en meirihl. bæjarstjórnar sé gersneyddur á- "byrgðartilfinningu um afleiðingar misgjörða sinna. Dugar ekkert í þessu efni að skella skuldinni á •ónýtan bæjarstjóra, eins og oft má heyra i viðtali, því þeir hafa }>að algerlega í sinni hendi, hver bæjarstjórinn er. Þrátt íyrir það, að árlega er skilin eftir óinnheimt stór íúlga útsvara, sem svo síðar er oftast strykuð út, og að á þessu ári hætta ýmsir atvinnurekendur rekstri bér, eem borið hafa há útsvör, t. d. Nathan & Olsen, lætur meirihl. bæjarstjórnar sér sæma að hækka útsvör borgaranna um 37 þús. kr. Og það er svo sem ekki, að þessu eigi að verja til nýrra fram- kvæmda. Sei, soi, nei; allt fer í Bömu botnlausu hítina, sem nefnd- ur er bæjarsjóður ísaíjurðar. Sem dæmi um hvernig þessir herrar fara með fjármuni bæjar- ins má taka Neðstakaupstaðinn, samkvæmt áætíun eru tekjur af honum 24 þús. kr. og sundurlið- ast þær þannig: af íshúsi 12 þiia. kr.; af verkstj.húsi 1200 kr.; af flmiðjunni 600 kr.; af bræðsluhúa- inu 800 kr.; af fiskverkunarstöð- inni 7 þús. kr.; fyrir salt 1 pús. kr. ; leiga af íbúðarhúsi 1200 kr.; af setningatækjum 100 kr. og ýms- ar tekjur 200 kr. — Viðhald sömu eignar og kostnaður er áætl. 20 þús. og 800 kr., sem sundurliðast þannig: á salthúsi 8 þús. kr., á bryggju 1 þús. kr., vátrygging og skattar 3 þús. kr,; vextir 1800kr.; ýms gjöld 2 þús kr.; til grjótvarn- argarðs 5 þús kr. Til samanburðar má geta þess, að viðhald á Hæzta- kaupstaðareignunum er áætlað 1200 kr., og allt þetta viðhald á Neðsta er sett á áætlun, þrátt fyrir allar aðgerðir og endurbætur, sem gerðar eru þar í ár og kosta stórfé. Þó mun sízt af þessu veita, þegar tekið er tillit til þcss, sem Neðsti hefir sopið undanfarin ár og sjálf- sagt verður áætluð leiga ekki goldin fremur venju. Ekki lætur mcirihl. sér mikið segjast við uppkveðna hæztarétt- ardóma. Er likast því sem hann telji sig fyrir ofan lög og rétt. Hefir hann samþykkt, að bærinn einoki alla upp- og útskipun vara við bæjarbryggjuna og áætlar af því 6 þús kr. tekjur. Nú eru vöru- gjöld til hafnarsjóðs af að- og út- fluttum vörum áætluð 17 þús. kr. Ætlast pá meirihl. til, að bæjar- búar greiði til bæjarins í í auka- hagnað af vörum 23 þús. kr. Væri ekki n»r, að pesfli vitfirring tæki einhvern enda og láta aígreiðsl- urnar taka upp- og útskipun gegn lægra gjaldi en nú er tekið. Fátækraframfæri bæjarbúa varð samkv. reikn. 1931 57 þús. kr., en var síðastl. ár kr. 82.461,61; fátækraframfæii þurfam. annara sveitarfél. var 1931 kr. 9.974,01, en 1932 kr. 29.319,84. Bæjarstjórn- armeirihlutinn hérna hefir því leik- ið það, að nærri tvöfalda fátækra- framfærið síðastl. ár. Nú átti að áætla 80 þús. kr. í fátækrafram- færi bæjarmanna, en fátækranefnd fékkst þó inn á, að fasta framfærið er áætlað 60 þús. kr., en 20 þús. kr. sem atvinnubótavinna, enda er margt verkfærra manna á fá- tækraframfæri hjá bænum. Ein- kennandi er að svo virðist, að fátækraframfærið hækki undir þau árin, sem kosningar fara fram. (Vegna þess að. blaðið var nærri fullsett verður frekari frásögn að biða næsta blaðs). Ríkisstjórnin hefir beðist lausnar, en konungur falið henni að gegna stðrfum þangað til til ný stjórn verði mynd- uð, eins og venjulegt er. Er almælt í Reykjavík, samkv. símfréttum þaðan, að ráðuneytið muni sitja óbreytt fram yfir næstu kosningar og bandamennirnir muni nú vonlausir i öllu stjórnarbröltinu. Vélbáturinn Andvari, sem vantað hafði frá því að- f aranótt fimmtudagsins.kom hingað heilu og höldnu seint i dag. Hafði hrakist frá landi vegna vélbilunar. En hitti enskantogara djúpt úti af Kögri og tók hann vel við skipverjum. Mörg skip leituðu Andvara i gær og i dag, og kom vélb. Ásbjörn með hann hingað. Vestanstórviðri geysaði hér i gær, en ekki hefir frézt um neina verulega skaða.

x

Vesturland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturland
https://timarit.is/publication/633

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.