Vesturland - 03.03.1934, Blaðsíða 3
VESTURLAND
43
Verzlanii* fa
bökunardropa og hárvötn þau setn
við framleiðum hjá útibúi okkar á ísafirði með sama
heildsöluverði og við seljum þessar vörur í Reykjavík.
Spara því umbúðir og allan flutningskostnað við
að kaupa á staðnum.
Áfengisverzlun ríkisins.
Nykomið:
Þvotta
margar fegundir og stærðir.
Verzlun Björns Guðmundss.
pottar
b a I a r
um markaði, telur fundurinn
því íslenzkum framleiðendum
nauðsynlegt að rikið taki upp
einkasölu á kartöflum og noti
heildsöiuágóðann til að hækka
verð á innlendum kartöflum. Samþ.
með 13 samhlj. atkv.
3. Fundurinn telur nauðsyniegt
að nýmjólkursala sé skipulögð í
héruðum, sem iiggja að sama
markaði i þeim tilgangi að draga
úr sölu ogflutningskostnaði.Samþ.
i einu hljóði.
4. Á meðan núverandi örðug-
leikar rikja um verð og markað
fyrir framleiðsluvörur bænda, telur
fundurinn nauðsynlegt að inn-
flutningurjþeirra iandbúnaðarvara,
sem framleiddar eru í landinu,
svo sem: mjólkurafurða, eggja og
kjötmetis sé ekki leyfður. Samþ.
með 14 samhlj. atkv. Framh.
Búnaðarfélag Ögurhrepps
héit aðalfund sinn 2J. f. m.
Alls voru unnin 1704 jarðabóta-
dagsverk á s. 1. ári, sem heyra
undir II. kafla jarðræktariaganna
og auk þess 237 dagsverk í vega
og húsabótum. Hæztir jarðabóta-
menn eru: Magnús Guðmundsson
Kleifum með 259 dagsverk, Helgi
Einarsson Skarði með 182 dagsv.,
Guðmundur Magnússon Borg með
148 dagsv., Valdemar Sigvalda-
son Blámýrum með 212 dagsv.,
Vernh. Einarsson Hvitanesi með
152 dagsv. Það er einkennandi, að
jarðræktarframkvæmdir eru á öll-
um býlum hreppsins og sýnir það
almennari áhuga, en vera mun
annarstaðar.
Kartöflu- og rófnauppskera í
hreppum jókst s.l. ár um 116 tn.
og varð alls nú 317 tn. Kartöflur
160 tn.; rófur 157 tn.
Stjórn búnaðarfélagsins skipa:
Bjarni Sigurðsson Vigur, Gísli
Sæmundsson Ögri og Helgi Ein-
arsson Skarði. Félagið á inni í
verkfærakaupasjóði 882,60 og í
félagssjóði 192 kr. Samþ. að veria
150 kr. úr fél.sjóði til styrktar á-
burðarkaupum félaga. Verkfæri og
ýms áhöld á félagið fyrir um
1000 kr.
Býli í hreppnum eru alls 19.
Búfjáreign: 92 kýr, 96 hross og
um 3600 sauðfjár. Alifuglarækt er
nokkur og 3 refabú: Vigur, Litla-
bæ og Ögurnesi.
U. M. F. Vorblóm
á Ingjaldssandi í Önundariirði
mintist 21. f. m. 25 ára afmælis
síns. Félagið er stofnað 22. marz
1908 og er elzta starfandi U. M.
F. hér á Vestfjörðum. Fagnað
þennan sóttu um 40 manns. Þar
voru fluttir 2 fyrirlestrar, ræður,
söngur o. fl. Starfssaga félagsins
var rakin af Helga Guðmundss.
Jóh. Davíðsson færði fél. frumorkt
afmæliskvæði, sem sungið var.
Einnig var leikinn smáleikur út
af sögu E. H. Kvarans: Vistaskifti.
Landsfundur bænda
hefst í Reykjavík 10. þ. m. 3
fulltrúar sækja fundinn úr Naut-
eyrarhreppi: Halldór Jónsson
Arngerðareyri, Jón H. Fjalldal
Melgraseyri og Sigurður Pálsson
Nauteyri.
Ný Sjálfstæðisfélög.
Ný stofnuð eru Sjálfstæðisfélög
í Ögurhreppi og í Súðavíkurhr.
Eru samtök um það í fiestum
hreppum N.-ísafjarðarsýslu, að
efla og festa samstarf Sjálfstæðis-
manna í sýsiunni.
„Hávarður ísfirðingur"
er nú að búa sig til fiskíveiða.
f Guðmundur Sigurðsson
ullarmaísmaður andaðist hér í
Sjúkrahúsinu 1. þ. m. Guðm. var
fæddur 5. júní 1873 á Dönustöð-
um i Dalasýslu og fluttist hingað
um síðastl. aldamót og hefir dvalið
hér síðan. Guðm. var trúr og
vandaður maður og eindreginn
Sjálfstæðismaður í skoðunum.
Guðm. hafði verið ullarmats-
maður mörg ár hér í bænum.
Hann var ókvæntur og barnlaus.
Sjálfstæðisfélag ísfirðinga
heldur skemtisamkomu í G. T.-
húsinu hér næstk. mánudag (5.
marz) kl. 8V2 síðd. Til skemtunar
verður: Ræða (Gunnar Thorodd-
sen), Einsöngur (Jón Hjörtur),
Upplestur (Óskar Borg), Sjónleik-
ur (Dalbæjarprestssetrið) og siðan
verður dans.
Félagsmenn vitji aðgöngumiða
til féhirðis félagsins: frú Sigþrúð-
ar Pálsdóttur.
Kaupgjaldsmál.
Verklýðsfélagið Baldur hér f
bænum hefir samþykt að segja
upp kaupgjaldssamningum þeinj
sem nú eru í gildi.
Slysavarnarsveit kvenna
var stofnuð hér f bænum 25. f.
m. Áður voru skráðir 169 kven-