Vesturland - 28.09.1935, Blaðsíða 1
VESTURLAND
XII. árgangur.
Isafjörður, 28. september 1935.
38. tölublað.
Aukiö verklegt nám.
Undirbuningur er hafinn í þá átt að Gagn-
fræðaskölinn starfræki í vetur, sérstaka kenslu-
deild fyrir verklegt nám. Er gert ráð fyrir að
alt að 25 piltar geti notið þar kenslu um ýms
hagnýt störf.
Mikil þörf er á því, að stúlkur, einkum á
aldrinum 14—17 ára, gætu átt kost tilsagnar í
öilu, er snertir þeirra verkahring'.
Gæti ekki Húsmæðraskólinn bætt úr því
fyrir stúlkurnar?
Ásgeir Sigurðsso
aðalpffiðismaður Hreta á Islandi
Atvinnuleysið og íylgjur þess
eru hinar skaðvœnlegustu fyrir
unga fðlkið. Vinnuleysið rænir
það starfsþrá og starfsgleði og
verður oft til að leiða það út f
soll og svall nautna og lifsfýsna.
Engum et því frekara áríðandi
en æskunni, að hata alt af starf
fyrir höndum, er leiði hana nær
þeim markmiöum, að verða nýtir
og duglegir þjóðfélagsborgarar,
er henni vex þroski og festa.
Meðan ekki er sjáanlegt að
rætist úr atvinnuleysinu er tilvalið
fyrir æskuna, að læra sem mest
af þeim hlutum, sem að gagni
koma í lífsbaráttunni fyrir lifinu.
En svo er um marga, að þótt
löngun sé til að læra, skortir að-
stæður til þess að fullnægja löng-
uninni, þvf skólanám er dýrt hér
f landi.
Skólastjóri gagnfræðaskólans
hér, hr. Ludvig Guðmundsson,
hefir haft forgöngu að þvf, að f
vetur verði tekin upp við skólann
aukin verkleg kensla, f sérstakri
deild. Vegna hins þrönga og ófull-
nægjandi húsakosts, sem skólinn
á við að búa, verður að takmarka
nemendafjölda. En gert er ráð
fyrir að um 25 piltar geti notið
kenslu. Sfðar verður skýrt nánar
frá námsgreinum og væntanlegri
tilhögun námsins.
Telur skólastjóri sjálfsagt að
kenslan sé ókeypis, og geti náð
til allra sem vilja verja vinnu-
leysisstundum stundum sínum til
þess að fá hagnýta træðslu.
Ætti þessi kensla, þótt litil sé,
að geta orðið mörgum efnismann-
inum styrkur til meiri frama.
En þörfin er jöfn fyrir stúlkur
sem pilta, en því miður hefir
gagnfræðaskólinn ekki aðstöðu til
að leysa vandræði þeirra, segir
skólastjóri. En eg vil þóláta þess
getið, að handavinnukennari gagn-
fræðaskólans f vetur verður frk.
Sigurllna Sigurjónsdóttir, sem kent
hefir við Húsmæðraskólann s. 1.
vetur við góöan orðstýr. Er það
von min, að hún beini kenslu
sinni sem mest i hagnýta átt.
Áreiðanlega er þarna mikilsvert
spot stigið af hendi skólans f rétta
og heillavænlega stefnu fyrir bæj-
arfélagið — og á skólastjóri þakkir
skildar framtakssemi sina.
Er von um nokkurt framlag úr
rikissjóði til verklegu kenslunnar,
svo hún ætti að geta farið fram
með litlum kostnaði fyrir bæjat-
félagið.
Þess er að vænta, að bæjarbú-
ar og einkum æskufólkið rétti
þessari viðieitni framrétta hönd
með þvf að sækja kensluna og
stunda nántið tneð alúð og kost-
gæfni.
Hér f bæ væri hin mesta nauð-
syn á þvf, að ungar stúlkur eink-
um á aldrinum 14—17ára, fengju
rækilega tilsögn f venjulegustu
verkum, sem hverri stúlku er nauð-
syn að kunna. Er slfkt ekki sfður
nauðsynlegt en útsaumar og hann-
yrðir, og veitir stúlkunum betri
aðstöðu, hvort sem þær vinna f
vistum hjá öðrum eða á eigin
heimilum.
Þrátt fyrir það, að stúlkur hafa
nú jafnan aðgang að flestum störf-
um og karlmenn, má ekki gleyma
þvf nauðsynlegasta, að stúlkurnar
verði færar um. að vera góðar
húsmæður, sem skapi ánægjuleg
heimili.
En við slfku má ekki búast af
þeim stúlkum sem aldrei hafa kynst
þeim kröfum og þörfum, sem það
mikilvæga starf heimtar.
Gæti ekki Húsmæðraskólínn
hérna gert sitt til þess að auka
mentun ungu stúlknanna í þessu
efni, með þvl að koma upp ódýr-
um námsskeiðum eða ókeypis til-
sögn, þar sem stúlkunum væru
rækilega kend öll dagleg störf
heimilanna.
Og vér trúum ekki öðru, en að
ungu stúlkurnar myndu notfæra
sér kensluna væri hún i boði. Það
væri áreiðanlega lærdómur, sem
myndi borga sig fyrir þær.
í sambandi við þetta málefni
vill VesturLand minnast á nauðsyn
þess, að hér 1 bæ starfaði vinnu-
stofa, sem framleiddi úr íslcnzku
efni mest af þeím ullar- og prjón-
fatnaði sem hér er notaður. Mætti
andaðist f Reykjavik 26. þ. m.
Var banameinið hjartabiluu.
Ásgeir var fæddur hér á fsa-
firði 28. sept. I864, sonur hjón-
anna: Hildar Jónsdóttur (Bene-
diktssonar prests á Rafnseyri) og
Sigurðar Andréssonar (Hjaltasonar
prests á Stað i Súg.f.) En amma
Ásgeirs var Margrét Ásgeirsdóttir,
systir Ásgeirs skipherra, er siðar
stofnsetti hina alþektu Ásgeirs-
verzlun hér. — 10 ára gamall fór
Ásgeir tit Jóns Hjaltalfns (föður-
bróður síns, er sfðar varð skóla-
stjóri á Möðruvöllum). Naul Ás-
geir mentunar og þroska f Skot-
landi hjá frænda sfnum, er þá
gegndi bókavarðarstörfum i Edin-
borg. Um tvítugt réðist Ásgeir til
verzlunarstarfa við Gránufélagið
á Akureyri fyrir forgöngu Tryggva
Gunnarssonar sfðar bankastjóra,
er þá var tramkv.stjóri Gránufé-
lagsins.
Auk verzlunarstarfanna beitti
Ásgeir sér þá mjög fyrir bindind-
ismálum og varð aðalstofnandi
Good-Templarreglunnar hér á
landi með stofnun stúkunnar ísa-
fold-Fjallkonan, sem enn starfar
með áhuga.
Alt frá unga aldri helgaði Ás-
geir verzlunarmálunum mest af
starfskröftum sfnum.
Hafa þeir þrir nafnar og frænd-
ur i röð (Ásgeir eldri, Ásgeir
yngri og Ásgeir Sigurðsson) helg-
að sig verzlunarrekstri og hver
um sig rekið á sfnum tfma hinar
umfangsmestu verzlanir landsins.
1895 stofnsetti Ásgeir f félagi
við firmað Norman Berrie & Georg
Copland f Edinborg verzlunina
Edinborg f Reykjavfk. Auk venju-
legs verzlunarreksturs hafði verzl-
un þessi mikil fiskkaup viðsvegar
um land og hafði útbú hér á
Isafirði, Hafnarfirði og Vestmann-
eyjum. Sfðar varð Ásgeir einn
eigandi verzlunarinnar og er hún
nú og hefir verið uni mörg ár
ein stærsta og fjölbreyttasta verzl-
un í Reykjavlk. Er verzlunin nú
40 ára gömul, er Ásgeir fellur
frá. Fyrir nokkrum árum varð
Sigurður B. Sigurðsson konsúll
meðeigandi verzlunarinnar.
í heimsstyrjöldlnnl 1914—1918
var Ásgeir trúnaðarmaður banda-
mannaþjóðanna um vörukaup hér
á landi, og leysti þau vandasömu
störf af hendi, eins og önnur, með
mestu prýði.
1907 varð Ás3eir ræðísmaður
Breta hér á landi, en aðalræðis-
með þvl útvega aukaatvinnu all-
mörgu kvenfólki, og auk þess
skapaði það heilbrigða kepni um
það, að vera sér sjálfum nógur
að sem flestu leyti. Ætti bæjar-
maður 1928 og síðan. Mun Ásgeir
hafa verið eini útlendingurinn sem
gegndi aðalræðismannsstörfum
fyrir brezka heimsveldið. Hlaut
Ásgeir m. a. þessar brezku nafn-
bætur O. B. E. (Order of British
Empire) og C. B. E. (Commander
of British Empire).
Ásgeir lét sig ekki miklu skifta
dægurþrasið um stjórnmálin, en
hafði jafnan ákveðnar skoðanir
um stjórnhætti og sjálfstæðismál
þjóðarinnar. — Hinsvegar lét
Ásgeir mörg framkvæmdamál til
sin taka, meðan hann var i fullu
fjöri og jafnan sinti hann mörg-
um mannúðarmálum. Nú sfðast
reið það baggamuninn um að
iæragerð yrði innlend iðja hér á
landi, að Ásgeir veitti því starfi
það liðsinni sem dugði.
Ásgeir var kvæntur skoskrikonu,
Milly, er andaðist fyrir nokkrum
árum. Eignuðust þau 2 syni: Ás-
geir, er andaðist um 15 ára aldur
og Walter konsúl, er andaðist fyrir
tveimur árum af skotslysi; hinn
efnilegasti maður. Var Walterað-
almaður í framkvæmdum Fiski-
mjöl h/f hér og í Reykjavlk.
Þá ólu þau hjón upp 1 barn,
er bar natn konu hans. Mun hún
hafa verið kjördóttir þeirra hjóna.
Auk þess eignaðist Asgeir 1
son, Harald Ásgeir, sem nú er
breskur vararæðismaður og með-
eigandi f firmanu Edinborg.
Ásgeir var maður frændrækinn
og vinfastur, og nutu þess margir
frændur hans. Hann var yfirlætis-
laus i framkomu hvar sem hann
hittist, en hin prúðmannlega fram-
koma hlaut að vekja virðingu og
traust hvers manns, enda naut
Ásgeir þess jafnan f rfkum mæli.
Ásgeir var fríður maður og
karlmannlegur.svo sem þeir frænd-
ur flestir.
Eftir slika menn sem Ásgeir er
mannskaði mikill. Hin mikla reynsla
hans og glöggskygni kom svo
mörgum að haldi og markaði vfða
spor, að skarð hans er vandfylt.
Má segja að hann hafi mestan
hluta sfns langa starfstíma borið
höfuð og herðar yfir þorra fs-
lenzkia kaupsýslumanna, og er-
lendis munu fáir eða engir fslenzkir
kaupsýslumenn hafa notið jafn-
mikile trausts eða haft jafn viðtæk
sambönd og hann.
Hér f bænum var fráfalls Ás-
geirs minst í gær með fánum hjá
flestum verzlunum bæjarins.
stjórn að styðja stofnun og rekst-
ur slikrar vinnustofu, t. d. með
þvf að beina til hennar viðskift-
um á þeim vörutegundutn, er hún
framleiddi.