Vesturland - 28.09.1935, Blaðsíða 3
VÉSTtíftLAND
15!
Jarðir til ábúðar.
Jarðirnar Eyri, 26 hndr. að fornu mati, og 11
hundruð í Folafæti, eru lausar til ábúðar í
næstu fardögum. Báðar jarðirnar eru við Seyð-
isfjörð innan Súðavíkurhrepps. Fylgja báðum
jörðunum stór og góð tún.
Jón Guðmundsson,
Eyrardal.
smjörlíki er Ijiilfengasta
i 3 b
8 u Vitamfn! Vitamín! » p tws4«
i alla fæöu hrópa nútímavisindln. Os
m í samræmi við það er nú bæði H
ÖJ Sólar smj örlíki N, 9f
Q °g
1 fe Stj Örnnsm j öriíki Qi
& blandað vitamíni eftir nýjustu og i
m fullkomnustu aðferðum. H.f. Smjörlfkisgerð ísafjarðar. *
kensluna. Ná smlðisgripirnir, sem
eru alls um 70, yfir allar greinar
eðlisfræðarinnar, en flestír eru 1
sambandi við rafmagnsfræði. Grip-
írnir eru allir mjög vel gerðir,
enda hafa kennarar sænsku skól-
anna lálið svo um mælt, að
Gunnar hafi skarað fram úr við
nám sitt.
Gagnfræðaskólanum bætast því
ágætir kenslukraftar með Gunn-
ari, og má vænta hins bezta af
starfi hans.
Nýr uppdráttur af ísaflrði.
Enn hafa snillingshendur Jóns
Hróbjartssonar kennara unnið
mikið verk og þarft með þvf að
gera stóran og nákvæman upp-
drált af öllum húsum og lóðum
i bænum, eins og það er nú.
Mælikvarði uppdráttarins er
1:100 og er niarkað greinilega á
uppdráttinn, hvert einasta hús,
stór og smá, sem nú er f bænum.
Einnig sýnir uppdrátturinn úr
hverju efni húsin eru bygð (stein-
hús eða timburhús, eða steyptir
gaflar o. s. frv.)
Jón hefir undanfarið unnið að
þessum uppdrætti, og unnist það
verk furðu fljótt.
Uppdrátturinn er ágætur til
kensiu um útlit og umhverfi bæj-
arins og hefir afarmikið sögulegt
gildi fyrir bæinn. Ætti bærinn að
kaupa uppdráttinn af Jóni og eiga
í saini sínu.
Misbeiting veitingavaldsins.
Það kemur ekki á óvart nú
orðið, að rlkisstjórnin „sorteri"
úr sína pólitisku dilka, þegar um
stöður og embætti er að ræða.
En margir héldu, að hún myndí
bera gæfu og blygðunartilfinn-
ingu til þess að veita dómara-
stöður þær i Hæstarétti, er losn-
uðu við brottför þeirra Eggerts
Briems og Páls Einarssonar,
samkv. lögum um aidurshámark
embættismanna, eftir hæfileikum
en ekki eftir pólitískri fylgispekt.
Þetta hefir þó orðið alt á eina
bók lært hjá þessari ríkisstjórn,
eins og vænta mátti.
Hún gekk fram hjá Magnúsi
Guðmundssyni fyrv. ráðherra og
hæstaréttarmálafl.m., en veittiem-
bættin Þórði Eyjólfssyni prófessor
og Gizuri Bergsteinssyni skrif-
stofustj.
Þeir, sem ekki eru alveg blind-
aðir af flokksofstæki, töldu sjálf-
sagt, að Magnús hlyti dómara-
embættið fyrir jafn óreyndum
manni og Gizur er f þeim störfum.
Sýnir þessi embættisveiting
áþreifanlega, hve stjórnin traðkar
sanngirni og réttlæti til þess að
koma að sínum fylgifiskum.
Hæstiréttur þjóðarinnar verður
jafnan að vera búinn því öryggi,
að þar sitji reyndir og gætnir
dómendur.
Viðskiftahjartveiki.
Undarleg hjartveiki hefir gripið
bolsana i Reykjavik og þá einn-
ig dilka þeirra hér út af því, að
Sjálfstæðismenn óska, að við-
skitti * fari sem mest fratn milli
samherja. Er þetta af þvf sprott-
ið, að sósar og Frantsókn hafa
löngu tekið upp þessa viðskifta-
háttu og hafið herferð á allan
atvinnurekstur Sjálfstæðismanna.
Alkunnugt er, að hér i bæ hefir
ein verzlun haft standandi aug-
lýsingu i blaði Skytlinga: „Al-
þýðufólk verzlið við Kaupfélagið“,
og að engin fyrirtæki þeirra hér
auglýsa i öðru en einlitum flokks-
blöðum.
Vcsturland hefir ekkert fjarg-
viðrast út af þessu, en telur
eðlilegt að Sjálfstæðismenn svari
slikum herferðum á sama háttog
etli viðskifti sfn innbyrðis eins og
ástæður leyta.
Til fyrírmyndar.
Sigtryggur Guðmundsson vél-
smiður hér hefir fengið blett fyrir
sumarbústað á kvlabólinu í Tungu.
Er það stórgrýtisholt, en hlé fyrir
norðri. Hefir Sigtryggur varið
tómstundum slnum til þess að
taka þar upp grjót og umgirða
blettinn, og hefir unnið alt þetta
verk einn.
Margir sumarbústaðaeigendur i
Dagverðardal hafa lagt mikla
vinnu og verk í að laga umhverfis
bústaði sina. En fáir eða engir
hafa unnið þetta alt sjálfir.
Landþrengslin umhverfis jsa-
fjörð eru ákaflega mikil, en rækt-
unaráhugi almennings mun engu
minni en annarstaðar.
F Frk. Elísabet Sigurðard., I
(systir sr. Sigurg. Sigurðssonar
próf. hér) druknaði i Ljósafossi
f Soginu I þ. m., og fanst lík
hennar i fyrradag. Elisabet var
mörgum að góðu kunn hér
vestra frá námskeiðum i mat-
reiðslu, er hún kendi við um
nokkurt skeið. Síðustu árin rak
hún matstofuna Heitt og kalt i
Reykjavik, og ávann sér allra
hylli, er þar komu. Elfsabet.var
virt og vinsæl af öilum kunnug-
um.
Atvinnuleysisskráning
æskufólks i Reykjavik er ný-
lokið; hófst 14. þ. m. Alls voru
skráðir 130—140 atvinnulausir,
þar af 30—40 stúlkur. Er það
vonum minna I svo miklu fjöl-
menni; líklega yrði hlutfallstalan
hér hærri.
Nýtt danskt^
hafransóknarskip.
Hið góðkunna hafransóknar-
skip „Dana“, sem verið hefir við
ransóknir hér við land um mörg
ár, sökk 22. júnf sl. sökum ásigl-
ingar þýzka botnv. „Pickhuben"
frá Cuxhaven. Var tap „Dana“
mjög tilfinnanlegt, því með henni
töpuðust 15 ára skýrslur og dag-
bækur um rannsóknarstarfið og
margskonar visindaleg áhöld. Var
skipið með áhöldum metið 750
þús. kr. og var óvátrygt, eins og
önnur skip danska ríkisins.
Nú hafa Danir hafist handa
utn byggingu á nýju skipi í stað
„Darta". Verður það 45 metrar
á lengd, 8Va á breidd og 4Va
'm. á dýpt. í skipinu verður 500
hestatla Ðieselvél.
Raffræðideild
Verður sett á stotn við Vélstj.-
skólann nú f haust. Fer kenslan
fram 1 2 deildum. Kennari verð-
ur Jakob Gislason, raffræðingur.
Stofnun þessarar kenslu er mesta
þarfaverk, sem of iengi hefir
dregist að hrinda i framkvæmd.
Fjölgað í
atvinnubótavinnunni.
Atvinnubótanefnd hefir nú fjölg-
að nokkuð f atvinnubótavinnu
bæjaríns. Verður það aðalverk-
efnið fyrst um sinn að vinna að
framræzlu á landsvæði þvi, er
lýst var i siðasta tbl. Vesturlands
og samþ. hefir verið að taka til
notkunar. Er gert ráð fyrir, að
um 20 manns (máske fleiri) vinni
þarna, meðan tlð leyfir.
Jafn alment og atvinnuleysið er
hér, varð ekki hjá þvf komist að
auka atvinnubótavinnuna einmitt
nú, og vantar mikið til, að þessi
aukning sé jafn mikil og þörf er
fyrir.
Messað
verður hér I kirkjunni kl. 2 e.h.
á morgun. Sira Halldór Kolbeinz
prédikar.
Krónu-útgáfan,
heitir ný útgáfa sem flytur sjálf-
stæðar smásögur eftir fræga höf-
unda, einnig stærri sögur með
framhaldi, eftir þvf sem heftin
koma út. — Krónuútgáian kemur
út einu sinni í mánuði. >— Krónu-
útgáfan fæst hjá Helga Guðbjarts-
syni, ísafirði.
Leyfar sitfustu
heimsstyrjaldar.
9 miljónir munaðarleysingja; 10
miljónir heimilislausra; lOmiljónir
fallinna; 19 miljónir særðra; 7
miljónir fanga; 4062 bæir og
borgir eyðilagðar; 5 milj. ekkna.
10 miljónir manna örkumla. —
Verksmiðjur og ibúðarhús voru
eyðilögð fyrír 50 miljarða króna;
3250 skipum sökt, að verðmæti
18 miljarðar krónur. 9 þús. flug-
vélar skotnar niður.
Menningarlegu verðmætin sem
töpuðust ná engar tölur eða mál
yfir.
Styrjöldin stóð 4 ár 3 mátiuði
og 10 daga. Alls voru kvaddir til
vopna 66 miljónir manna; 42
miljónir af bandamönnum og 24
miijónir af miðveldununi.
Frá þessari ægilegu styrjöld eru
enn ekki liðin nema rúm 16 ár,
og þó er ems og „lexian“ sé
gleymd hjá forráðamönnum þjóð-
anna — og þeir steypa sér og
þjóðum sinum i nýja styrjöld,
sem eflaust verður miklu ægilegri.
Til sölu
með tækiíærisverði:
2 rumstæði, 4 plyds°
stólar, 1 plyds-sófi, 1
mahogni-borð o. fl.
Aígreiðslan vísar á.
Nýleg skekta
með seglum og árum til sölu.
Katarlnus Jónsson, Arnardal.
Ágœtt útvappstœki
með leiðslum og batteríum til
sölu með tækifærisverði. R. v. á.