Vesturland

Árgangur

Vesturland - 28.09.1935, Blaðsíða 2

Vesturland - 28.09.1935, Blaðsíða 2
150 VESTURLAND Malaði fiskurinn. Sagt að ensk flsksölufirmu vilji kaupa uppgötvunina fyrir stórfé. Hér i blaðinu var nýlega sagt frá uppgötvun Norðmanns eins um framleiðslu á fiskimjöli eða fiskidufti, sem uppfyllir kröfur al- mennings um bragð og gæði. Er ekki hægt, að sögn, að finna mun á því og nýjum fiski. í verkalýðsblaðinu norska er samlal við uppgötvarann, fram- kvæmdarstjóra Alfred Hansen i Bergsfirði á Vestur-Finnmörk, og er það hér lauslega þýtt. Tiðindamaður blaðsins hitti Hansen i Tromsö og skýrði hann blaðam. svo frá, að árum saman hafi hann ásamt konu sinni unnið að því, að sundurleysa efni fiskj- arins, svo að hvorki bragð né gæði töpuðu sér. — Og hafið þér náð þvi takmarki ? spyr blaðamaðurinn: — Já, eftir óteljandi tilraunir og margar alveg mishepnaðar, von- brigði og mótbyr á flestum svið- um hepnaðist okkur að ná tak- markinu að mestu þegar árið 1927. Fiskimjölið var þó ekki fyrsta flokks, og við sáum greini- iega, að enn var Jangt að tak- markinu. Fiskiduftið hefir verið reynt á húsmæðraskóla ríkisins í Stabekk; forstöðukonan þar hefir notað það í margvislega fiskrétti og hrósar þvi injög. Efnagreining á fiskiduitinu scm fram hefir fariö, sýnir að það inniheldar 82,6°/0 eggjahvituefni, 4,5% kalciumfosfor, 1,5% feiti og uni 3% vatn. Auk þess er í þvi nokkuð af joði. Er efni fiskidufts- ins í nær því sömu hiutföllum og i nýjum fiski. Það er eftirtektarvert, segir Hansen, að fá má gott fiskiduft úr fiski, sem ekki er nýr. Eg gerði eina tilraun með fisk, sem var 3ja vikna gamall, og fékk ágætis vöru. — Og framtiðarhorfurnar? spyr blaðamaðurinn. — Frá minni hlið er nú alt klappað og klárt, segir Hansen. Fram- leiðslan er tilbúin að sendast á markaði, jafnskjótt og trygt er nægilegt fjármagn. Það verður sent út i vönduðum umbúðum i 200 gr. pökkum, og útsöluverð á hverjum pakka verður 50 aurar. Pakkinn dugar í miðdegisverð fyrir 3 menn. Eitt af stærstu fiskfirmum Eng- lands vill gjarnan kaupa uppgötv- unina, segir Hansen. Ætlar það sér að byggja verksm. í Grimsby og Hull til þess að hagnýta og jafna verðið á fiskbirgðum þeim er þangað berast á botnvörpung- um, og einnig á þennan hátt að vinna nýja markaði fyrir enskan fisk. Vafalaust er það, að reynist uppgötvun þessi, eins og hér er frá sagt, og vonir standa til, mun hún verða mjög þýðingarmikil fyrir allar fiskveiðaþjóðir og þvi fylsta ástæða fyrir íslendinga, að fylgja þessu máli með athygli. Falli þessi framleiðsia i smekk kaupenda, sem Iitil ástæða er til að efast um, ef bragð og gæði eru eins og nýrfiskur; leysirhún mörg þau vandræði og hindranir sem verið hafa á þvf, að ná til fjarlægari markaða. Einnig verður slik framleiðsla efiaust til þess, að meiri fiskneyzla verði alment i heiminum, þvi ólíkt hægara er fyrir húsmæður að hagnýta fiski- duftið í ýmsa rétti matar en fisk- inn, eins og hann er nú tilreiddur. Fisklfrétfir. Síldarsöltun á öllu landinu nam i lok siðustu viku alls 92.122 tn., en var 216.187 tn. á sama tima f fyrra. Sfidveiði til bræðsiu nam á sama tima 597 þúsund hektói., en var 686,626 þús. hektól. á sama tíma I fyrra. Síldarverðið fer enn hækkandi. Er reknetasild seld nú á 54 kr. tn. f. o. b. Fiskaflinn á öllu landinu var i sfðustu vikulok 49,560 smál., en á sama tíma í fýrra 61,120 smál., miðað við fullverkaðan fisk. 3130 smál. af karfa var búið að leggja á land f verksmiðjuna á Sólbakka i Ön- undarfirði 24. þ. m. 5 togarar stunda nú karfaveiðar og hafa aflað ágætlega. 19 togarar tóku þátt i síldveiðum I suniar, og er það meiri þátttaka en nokkru sinni áður. Aflasölur íslenzkra togara hafa verið ágætar í sumar og haust, en eínkutn nú siðustu dag- ana. Hafa fslenzkir togarar til 20. þ. m. farið 35 ferðir til Þýzka- lands og selt fyrir samtals 45.345 rikismörk, en 15 ferðir til Eng- lands og selt fyrir samtals 301.740 sterl.pd. 24. þ. m. seldi Hannes ráðherra 1100 vættir fiskjar i Cuxhaven fyr- ir 37 þúsund rikismörk. Mun það vera einhver hæzta aflasala siðan heimsstyrjöldinni lauk. Garðar seldi sama dag i Altona 1000 vættir fyrir 28.832 ríkismörk. Um ifkt leyti seldu I Englandi; Venus fyrir 2417 sterl.pd.; Kári fyrir 2170 sterl.pd. og Júpiter fyrir 1802 sterl.pd. Haidist þessar góðu afiasölur rétta þær hag togaraútgerðarinnar, og væri það vel farið. SíldveiOin hefir gengið yfirleitt vel i Faxa- flóa þessa viku. Hugarnir hafa aflað ágætlega vel. Á sunnudag- inn fengu þeir: Huginn !. 230 tn.; Huginn II. 70 tn. og III. 250 tn., á miðvikudaginn fenguþeir: Hug- inn I. 108 tn,; Huginn II. í01 tn. og Huginn III. 107 tn. Auk Hug- anna stunda þessir vestfirzkir vél- bátar reknetaveiðar: Freyja frá Sugandafirði, Sæbjörn, Gunnbjörn og Auðbjörn héðan. Vélbáturinn Gunnbjörn fór fyrst á veiðar á miðvikudaginn (25.þ.m.) Þann dag fór og á reknetaveiðar lfnuveiðarinn Fróði frá Þingeyri. Síldarvart _ er hér enn. Hafa nokkrir menn héðan úr bænum lagt sildarnet undir Snæfjallaströnd og fengið nokkurn afla. Smokkveiði. Nokkrir bátar héðan og úr nær- liggjandi veiðistöðvum hafa farið tii smokkveiða undanfarið, en afl- að lftið. Smokkurinn er smár enn þá, Landssamband flskútflytjenda i Noregi hefir nýlega samþykt að vfsa 15 fiskútflytjendum úr Sambandir.u. Norðmenn, er stunduðu síld- veiðar hér við land I sumar, kvaita mjög um slæma veiðí og vonda afkomu. Eftir því sem sjá má af norskum blöðum er ailinn almennast 75—300 tunnur; ein- staka skip hafa þó aflað nokkru betur. Sildveiði í Noregi er þegar byrjuð. Er mikið af sildinni selt ísað til Þýzkalands fyrir hátt verð — og eftirspurn er mikil. Stjórnin í New-Foundlandi hefir bannað útflutning saltfiskj- ar, nema með sérstöku stjórnar- leyfi. Er þessi ráðstöfun gerð vegna ágreinings milli 2ja stærstu fiskútflytjendanna. Stórkostlegir brunar í Ölfusi. Að Vorsabæ í Flóa i Árnes- sýslu brunnu um siðustu helgi um 1800 hestburðir af heyi. Einnig brann mikið af peningshúsutn og 3 kýr fórust i eldinum. Taiið er að kviknað hafi ihey- inu. Á bænum bjuggu öldruð hjón með uppkomnum bðrnum sinum. — Alt var óvátrygt. Bærinn Grænhóll i Öifusi brann. 26 þ. m., en hey og útihús björg- uðust aó mestu. Til þessa hafa mi’klir eldsvoðar í sveitum verið fátiðir, enda má varast þá mikið með gætilegri meðferð um eld alian. Hafnargerðin í Bolungavík. Eins og áður heíir verið skýrt frá i Vesturl. hefir mikið verið unnið i sumar við öldubrjótinn i Bolungavik. Hófst vinna þessi að vísu alt of seint, ekki fyr en júli- mánuði, en þar sem miklu af vinnunni er nú lokið og tið hefir verið hagstæð, verður vonandi sneitt hjá óhöppum af þessum orsökum. Höfuðaðgerðin er sú, að steyptir hafa verið 3 steinsteypukassar 10x5 metrar að stærð og 5 metra háir. Hefir tveimur kössunum ver- ið komið fyrir utan (norðanvert) við steypuskipið, sem framlengdi gamla öldubrjótinn. Brotnaði stein- skipið mikið s. I. vetur, og þurfti þvi bráðra umbóta um aögerðir, því aðallending í Víkinni var ella í voða. Þriðja steinkassanum var komið fyrir framanvert við skipið; var honum sökt 26. þ. m. og er enn eftir að fylla hann að nokkru. Verður siðan steypt yfirlag af skipinu fram á kassann, ogleng- ist öldubrjóturinn um 5 metra við þessa aðgerð. Þá er ætlast til að járnbindingur fyltur grjóti komi utanvert við fremri hiuta öldubrjótsins og járn- þil innanvert við hann. Erling Ellingsen verkfr. hefir haft umsjón þessara framkvæmda Þakkarorð. Hjartanlegar þakkir færum við hjónunum frú Elisabetu Hjalta- dóttur og Einari Guðfinnssyni kaupm. i Bolungavík fyrir þá miklu og margvislegu hjálp og aðstoð, sem þau hafa veitt okkur. Bolungavik, 20. sept. 1935. Hervör Helgadóttir, Helgl Oddsson. fyrir vitamáiastjóra. Einnig hefir starfað við aðgerðir þessar dansk- ur kafari Christensen að nafni. Verkstjórar hafa verið Kristján Ólafsson á Geirastöðum og Steinn Emílsson kennari i Meirihlið. Hefir lengst af verið unnið dag sem nótt og verkið gengið vel aö öllu leyti, það sem af er. Mjög hefir vinna þessi bættum atvinnu almennings í Bolungavik. Er hagur almennings þar furðu- góður. Má það þakka mikið þess- ari vinnubót. Bolvikingar eru kappsfullir til stórræða og dugnaðardrengir. — Óskar Vesturl. að þessi hafnar- gerð megi þeim vel endast og verða að sem beztum notum. Landsbankinn gaf Slysavarnafélagi íslanda 50 þús. kr. og starfsmannafé- lagi bankans 25 þús. kr., til ininningar um afmæli sitt. Bankaráð Landsbankans sam- þykti i tilefni af 50 ára afmæli bankans: 1. að gefa út nýja útgáfu af bók Landsbankans „Iceland**; 2. að gefa Slysavarnafélagi ís- lands fimmtiu þúsund krónur. Skal með gjöf þessari stofna sérstakan sjóð og vöxtum sjóðsins eða hluta af þeim varið til reksturs björg- unarskipa, eftir nánari fyrirmælum i skipulagsskrá sjóðsins, sem sam- þykt sé af stjórn bankans. Sjóð- urinn ávaxtast i Landsbankanum. 3. að stofna sjóð með 25 þús. kr., sem sé eign starfsmanna bankans og undir stjórn starfs- mannafélags, sem viðurkent sé ai stjórn bankans. Tilgangur sjóðsins er að styrkja einilega starfsmenn bankans til aukinnar mentunar i starfsgrein þeirra, eftir nánari fyrirmælum skipulagsskrár. Fjöldi skeyta og heillaóska frá bönkum, stofnunum og einstökum mönnum bárust bankanutn á af- mælisdaginn. Gunnar Klængsson teiknikennari er nýkominn hing- að til bæjarins, eftir nám i teikn- ingu og handavinnu i Gautaborg og Arvika s. 1. vetur. Tekur Gunn- ar nú við kenslustörfum i teikn- ingu og handavinnu við Gagn- fræðaskólann hér. Er Gunnar gamall nemandi skólans og mun kappkosta, að ailir hafi sem bezt not kenslu sinnar. t kenslustofum Gagnfræðaskól- ans má nú sjá m. a. margskonar kensluáhöld sem Gúnnar hefir smiðaö, einkum kenslutæki I eðl- isfræði. Er gert ráð fyrir að nem- endur læri að smlða og gera tilraunir með sem mest af tækjum þessum í sambandi við bóklegu

x

Vesturland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturland
https://timarit.is/publication/633

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.