Vesturland

Árgangur

Vesturland - 23.07.1938, Blaðsíða 1

Vesturland - 23.07.1938, Blaðsíða 1
VESTURLAND BLAÐ VESTFIRZKRA SJÁLFSTÆÐISMANNA RITSTJÓRI: ARNGR. F R. BJARNASON XV. árgangur. ísafjörður, 23. júlí 1938. 29. tölublað. Heimsókn Friðriks ríkiserfingja og Ingiríðar krónprinzessu, Friðrik krónprinz og Ingiríður krónprinzessa heimsækja ísland nú með Dr. Alexandrine, og verða þau gestir ríkisstjórnarinn- ar meðan þau dvelja hér á landi, sem ráðgert er að verði alls 9 dagar. Til Reykjavíkur koma þau á morgun og verða þá í boði for- sætisráðherra, en viðdvöl skips- ins verður notuð til þess að fara til Gullfoss og Sogsfossa. Krónprinz og krónprinzessa halda áfram með skipinu til Ak- ureyrar. Koma þau hingað til ísafjarðar á þriðjudaginn um miðjan dag, og halda héðan um kvöldið áleiðis til Siglufjarðar. Móttökuna hér annast bæjarfó- geti fyrir hönd ríkisstjórnarinnar. Frá Akureyri ferðast þau krón- prinz og krónprinzessa með bíl- um um sveitir Norðurlands, fyrst austur til Mývatns. Á leiðinni til Reykjavíkur verður komið við á Blönduósi. Heimsókn þeirra Friðriks krón- prinz og Ingiríðar krónprinzessu er vottur áhuga um að kynnast þjóð vorri og ræktarþels i henn- ar garð. Er þvl sjálfsagt að fagna hinum tignu gestum sem bezt, og óska þess að för þeirra verði til ánægju og gagns. í fylgd með krónprinzhjónun- um eru Komtesse Rewentlow og Adjutant, Orlogskapt. Weilbach. Jarðarför Jóhönnu Helgu Kristjánsdótt- ur, er druknaði I Reykjavikur- höfn 15. þ. m., fór hérfram í dag. Jóhanna var dóttir hjónanna Katrínar Magnúsdóttur og Krist- jáns Einarssonar hér i bæ, efnis- stúlka um tvitugt. Var hún starfs- stúlka hjá Hvitabandinu í Reykja- vik. Símablaðið, 3. og 4. bl. 23. árg. er nýkom- ið út. 3. tbl. flytur margar grein- ar um málefni simamanna, en 4. fbi. flytur eingöngu skýrslu frá landsfundi simamanna, er haldinn var í Reykjavik 16.—18. júni siðastl. Sakamálshöfðunin á lyfsalana, leikfang rikisstjórnarinnar. Hæztiréttur ómerkir alla meðferð málsins. Dómur er nýfallinn I hæzta- rétti í sakamálum þeim er rikis- stjórnin lét höfða gegn nær öll- um lyfsölum og lyfsalasveinum á landinu, með þeim úrslitum að hæziiréttur ómerkti alla meðferð málsins og dæmdi rikissjóð til að greiða kostnað þann er leitt hefir af málinu. Er niðurstaða dómsins m. a. reist á þeim rök- um, að dómarinn hafi tekið sér dómsvald yfir 6 mönnum, er ver- ið hafi utan þess valdsviðs, er umboðsskrá hans heimilaði, og að ööru leyti hafi meðferð máls- ins verið stórlega áfátt. Ingólfur Jónsson cand. jur. (bróðir Finns) og fyrv. bæjar- stjóri hér var skipaður ransókn- ardómari í málum þessum með konunglegri umboðsskrá. Dæmdi hann lyfsalana og lyfsalasvein- ana til mikilla fjársekta og refs- ingar, og hefir þess dóms verið áður getið. Ekki er fullkunnugt hvað mál þetta hefir kostað rikissjóð, en talið er að það nemi um 20 þús. kr. Má varla til minna ætlast af ríkisstjórninni en að hún tryggi að undirbúningur jafn stórfeldra mála sé þannig, að hann verði hvorki ómerktur eða ónýttur af æðra dómi. Sakamálshöfðanir eiga hvorki að vera leikfang fyrir rikisstjórn- ina né atvinnubótavinna fyrir einhverja stjórnargæðinga eða framdráttarmenn stuðningsmanna hennar. Dómsniðurstaðan er slik háð- ung fyrir réttarfarið hér á landi, að ríkisstjórn, sem bæri ábyrgð á sliku hneyksli, yrði annarstað- ar tafarlaust að biðjast lausnar. Almenningsálit annarstaðar þolir ekki að refsivendi laganna sé beitt sem leikfangi valdhafanna og alm. látinn borga brúsann. En meðferð máisins er svo sem í fullu samræmi við önnur vinnu- brögð rauðliða hér á landi. Dóm- ur hæztaréttar er að eins ný stað- festing á ástandinu. Bmdmdismaimamót. Að tilhlutun Umdæmisst. nr. 6 verður haldið bindindismanna- mót að Núpi í Dýrafirði laugard. 30. og sunnud. 31. þ. m. Mótið hefst kl. 4 á laugard. Á mótinu verða flutt erindi um bindindismál, siðan skiftast á söngur, ræður og ýms skemti- atriði. Á sunnudaginn verður úti- guðsþjónusta, ef veður leyfir, sr. Eiríkur J. Eiríksson prédikar. Gisting og veitingar verða seldar ihéraðsskólanum að Núpi. Vist má telja að mannfjöldi verði svo mikill, að ekki verði hægt að láta gistingu i té fyrir aila sökum takmarkaðs húsrúms. Er því hentugt fyrir aðkomufólk að taka með sér tjöld, ef unt er, og einnig nesti eftir því sem ástæð- ur leyfa. Templarar, ungmennafélagar og aðrir bindindismenn eru vel- komnir á mótið. Síldveiðarnar. Góð reknetaveiði hér í gær. Lítil síldveiði norðanlands. Lítil sildveiði enn þessa viku fyrir Norðurlandi. Þó hefir orðið sildarvart miklu víðar en áður. Aðalveiðisvæðið þessa viku hefir verið á Skagafirði. Hafa nokkur skip fengið þar sæmilega veiði þétt við land, en mörg skipin hafa litla eða enga veiði yfir vikuna. Sildarsöltun hófst strax eftir miðnætti 20. þ. m. Var búið að salta í Siglufirði i gærkveldi alls um 2500 tn. Hafði mest af þvi verið grófsaltað. Fitumagn Skagafjarðarsíldar hefir reynst rúmlega 16°/0- Tveir af Kveldúlfstogurunum fengu síld undirGrænuhlið i gær. Fékk annar togarinn að sögn rúml. 400 mál í einu kasti, en hinn liðl. 50 mál. Vélbátarnir Venus og Gylfi fóru héðan til reknetaveiða í fyrrinótt. Fékk Gylfi um 130 tn. og Venus 57 tn. Um 100 tn. af veiðinni keypti íshúsfélag ísfirð- inga sem beitusild; hitt fór í bræðslu á Hesteyri. Prófun á fitumagni sildarinn- ar hefir leitt i Ijós að hún hafi um 15°/o meðalfitu. Hús til sölu eða leigu. Hefi til leigu ibúðarhús i Ögri. Húsið er mjög hentugt sem sumarbústaður, og stendur i fall- egu umhverfi. Vatnsleiðsla er i húsinu. Einnig gæti komið til mála sala á húsinu. Lysthafendnr snúi sér til mfn eða Jóns Auðuns. Ragnhildur Jakobsdóttir, Ögri. Ræktun þýzku sveitanna. Þýzka stjórnin hefir hafist handa um ráðstafanir til þess að auka ræktun sveitanna. Hafa verið gefin út lög um sölu og skiftingu jarðeigna, sem áður voru bundn- ar þeim lagaákvæðum, að eigi mátti láta þær ganga úr ættum. Ná lög þessi til landeigna 910 helztu aðalsætta landsins, og er flatarmál þeirra samtals 3.750.000 ekrur. Hermann Göhring hefir beitt sér fyrir þessum ráðstöfunum og farast honum svo orð: „Það er Þýzkalandi lífsskilyrði að fólkið sé kyrt I sveitunum og framleiði matvæli handa allri þjóðinni." Til þess að örfa fólk í borgun- um til að flytja i sveitirnar er nýhyggl’endum veitt nokkurt lán eða styrkur, ef þau búa 5 ár samfleytt í sveit eða lengur. Kólera í Kína. Ofan á stríðshörmungarnar í Kína hefir breiðst þar út kólera. Hefir kínverska stjórnin sent hjálparbeiðni um 6 milj, skamta til bólusetningar gegn kóleru. Hafa mörg ríki brugðist fljótt og vel við þessari beiðni, og kóleruskamtarnir þegar sendir áleiðis til Kína. í flugvél yfir Atlantshaf á 21 klst. 18. þ. m. flaug írsk-amerískur maður Douglas Corrigan frá New-York til Dublin á írlandi á 21 klst. áfangalaust. Er þetta frækilegasta flugafrekið enn sem komið er. Var flugvélin sjálf gömul, og útbúnaður svo léleg- ur að yfirvöldin neituðu Corrig- an um leyfi til flugsins.

x

Vesturland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturland
https://timarit.is/publication/633

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.