Vesturland

Ukioqatigiit

Vesturland - 21.10.1938, Qupperneq 3

Vesturland - 21.10.1938, Qupperneq 3
VESTURLAND 159 Verzlun G. B. Guðmundssonar selur margskonar vefnaðarvörur: t. d. fataefni, kvennærfatnað, sokka o. fl. o. fl. Einnig fjölbreyttar* smávörur: svo sem tvinna, stoppgarn o. fl. Matvörur allskonar. Páll Jónsson. Stefna Skiðafélags ísafjarðar. Svar til Sverris Guðmundssonar. í 32. tbl. Skutuls ritar Sverrir Guðmundsson grein,^ er hann nefnir: „Hver er stefna Skiðafé- lags tsafjarðar um byggingu skíðaskála?" Hinn öri vöxtur í iðkun skíða- íþróttarinnar hér á ísafirði á ár- unum 1930—34 varð til þess að Skíðafélag ísafjarðar var stofnað í apríl 1934. Upphafsmönnum þess fanst sem nauðsyn bæri til. að ,hér væri jil félag, ^erihelgaði krafta sína eingöngu eflingu þessarar göfugu íþróttar. Þeir sáu að verkefni voru næg og aðkallandi fyrir slíkan félagsskap. Einhver mesti þröskuldur á vegi íþróttalífs íslenzku bæjanna hefir fram að þessu verið sá, að for- göngumenn'íþróttanna og ráða- menn bæjanna höfðu ekki verið nógu framsýnirtil þess að tryggja bæjarbúum hentug íþróttasvæði. Það var því eitt af fyrstu verkum hins nýstofnaða félags að gera samning við bæjarstjórn ísafjarð- ar, þar sem félaginu er um 25 ára skeið trygð réttindi yfir Selja- landsdal, gegn því, að félagið bygði akfæran veg upp á dalinn. Á þessu hagsmunasvæði félags- ins má hvorki setja byggingar né girðingar án samþykkis þess. Félagið hefir og einkarétt á hvers- konar sölu á greiða og gistingu, og fjársöfnnn í sambandi við mót og þ. u. 1. En bæjarbúar hafa eftir sem áður afnot mótekju, heyöflunar og berjatöku ájand- inu. Vegurinn er líka öllum frjáls til afnota. Félagið vildi gera myndarleg- an veg upp á dalinn og lét það því vera sitt fyrsta verk, að tryggja sér aðstoð vegamála- stjóra í því augnamiði. Lét hann verkstjóra sinn, Lýð Jónsson, mæla fyrir veginum og hafa um- sjón með byggingu hans. Hann útvegaði svo félaginu einn af sínum reyndu verkstjórum, Hall- grím Guðmundsson frá Grafar- gili í Önundarfirði, ersíðanhefir stjórnað vinnu og unnið að veg- arlagningunni undanfarin fjögur sumur. Er nú lokið að kalla að Ieggja veg upp að Seljalandslæk og brú yfir lækinn. Hefir þessi vegkafli, sem er tæpl. 1 kílóm., kostað um 9 þús. krónur, þar af hefir félagið lagt fram í pening- um um 5 þús. kr. og í sjálfboða- vinnu félagsmanna og annara um 4 þús. kr. Má þetta teljast þrekvirki af svo ungu og fámennu félagi, enda hafa sumir félags- menn Iagt af mörkum mikinn skerf, bæði í vinnu og pening- um. Eftir er svo að leggja kafl- ann frá Seljalandslæk upp á dal- inn, og er gert ráð fyrir að það kosti um 7 þúsund krónur. Veturinn 1936 fékk félagið hingað kennara frá Svíþjóð, Georg Tufvesson, fyrir milligöngu sænska skíðafélagsins í Stokk- hólmi. En hann kendi í fyrsta sinni á íslandi hina nýju .Arlberg- Teknik', sem nú ér að verða önd- vegis tækni í skíðaíþróttinni um allan heim. Veturnall937 og ’38 var svo Tryggvi Þorsteinsson kennari á námsskeiðum félagsins, en hann hafði verið nemandi hjá Tufvesson og fullnumað sig í Stokkhólmi fyrri hluta vetrar 1938. Námskeið félagsins hafa verið mjög vel sótt og gert ómetan- legt gagn. Skiðafélagið varð fyrst til þess hér á landi, að láta keppa í 18 km. skíðagöngu, en sú vegalengd tíðkast mjög á alþjóðamótum. Þessa"kepni£hefir félagið^árlega. Þá varð'-það fyrst ] hérlendisjpii að taka upp árlega *skíðaviku“ uni páskaleytið, sem mjög hefir verið rómuð og sótt víða að. Vitanlega hefir félagið frá upp- hafi ætlað sér að byggja skíða- skála á Seljalandsdal. En]j það hefir litið svo á, að fyrst bæri að brúa torfærur á leiðinni, ljúka að mestu við að leggja veg upp á dalinn, því vegurinn gerir skála- bygginguna og aba aðdrætti ódýrari og hefir reynst ágæt skíðabraut á heimleiðinni að vetri til, svo langtsem hann nær. Enda eru réttindin yfir landinu bundin við vegarlagninguna. Er henni nú það langt komið og hagur félagsins ekki verri en svo, að gera má sér vonir um að jþað geti bráðlega hafist handa um byggingu myndarlegs skála. — Væntir félagið sér góðs stuðn- ings bæjarbúa til verksins og vill um leið nota tækifærið til að þakka bæjarstjórn ísafjarðar og þeim mörgu bæjarbúum, sem til þessa hafa veitt því dýrmætan stuðning í starfi þess til eflingar hinni hollu og fögru íþrótt. Skíðafélagið getur ekki felt sig við að deila réttindum sínum við önnur félög, nema þau a. m. k. greiði fyrst sinn hluta af því, sem það hefir lagt fram í pen- ingum og vinnu til að afla rétt- indanna. Félagið er öllum opið, sem gerast vilja félagsmenn og greiða lögtnælt árgjald til þess. Álítur félagið þann veg heppi- legastan til að vinna skíðaíþrótt- inni gagn, að að eins eitt félag hafi forgöngu I þeim málum eins og til háttar í ekki stærra bæjar- félagi en okkar. Þeir, sem hafa til þess manndóm og vilja, og svo traust félagsmanna, munu þá á hverjum tíma hafa forgöngu innan félagsins. Til þess eru allir félagsmenn kjörgengir. Hér er því ekki um neina útilokun að ræða. Hinsvegar virðist meiri hætta á togstreitu og misklíð, ef mörg félög eiga að hafa þessi mál með höndum, jafnvel þó um það sé gerður samningur. Þó að skíðafólk dvelji mest á Seljalandsdal, þá er skiðalandið í nágrenni bæjarins svo stórt, að fullkomin þörf er á skálum víðar. Er t. d. tilvalinn staður fyrir skála ofarlega á.Breiðadalsheiði, nærri veginurn. Væri gaman að geta gengið á milli skálanna á sunnu- dögum og eiga von á vinsam- legum móttökum og góðri hress- ingu á báðum stöðum. Skáli á Breiðadalsheiði myndi og hafa góð skilyrði til að taka við sum- argestum. Og ekki þarf að kosta til vegarlagningar. — Þetta ætti Hörður, eða aðrir sem áhuga hafa fyrir þessum málum, að at- huga. Bygging skála á ' Breiða- dalsheiði er áreiðanlega bezta framtlðarlausn þessa máls, og er þess að vænta, að ]ekki skorti vlðsýni til þess að horfið verði að því'ráði. Ólafur Guðmundsson. Hlín, ársrit sambands norðlenzkra kvenna. Þetta er 21. árg. Hlinar, sem nú er á ferðinni og eins og venju- lega kennir þar margra og góðra grasa. Árg. er tileinkaður íslend- ingum vestanhafs með virðingu og þakklæti frá ritstj. og að tals- verðu leyti er hann þeim helg- aður, bæði með ferðasögu ritstj. og frásögnum um menningu og háttu landa vorra í Vesturheimi. Auk þess flytur ritið eins og áður fundarg. sambands norðlenzkra kvenna, greinar og myndir af þremur merkiskonum: Guðlaugu Vigfúsdóttir frá Stafafelli, Herdísi Jónsdóttur Bray og Sigurfljóð Einarsdóttur Ijósmóður frá Grund í Höfðahverfi; uppeldismál, ræða flutt við skólaslit húsmæðraskól- ans á Hallormsstað af Sigrúnu P. Blöndal; heimilisiðnaður, fram- kvæmdir og framtíðarhorfur eftir ritstj.; útvarpserindi um heimilis- iðnað íslendinga i Vesturheimi, eftir sama, ásamtsmærri greinum um heimilisiðnað eftir ritstj. o. fl. Þá eru greinar um heilbrigðis- mál, fræðslumál, fréttir frá lands- þingi kvenna og Jjöldi smærra greina. Það er mikið og gott starf sem frk. HalldóraBjarnadóttir vinnur, bæði með ritstjórn Hlínar, og leiðbeiningum um heimilisiðnað. Vakningu henhar má óefað að miklu leyti þakka hve mikið hefir áunnist með eflingu heimilisiðn- arins. Nú skilur þjóðin að safn- ast þegar saman kemur og að þar er ekki um smáræði að ræða. En£enn er langt frá þvl, að við fullnægjum þörf og eftirspurn. Er tilvalið að efla heimaiðnað- inn í kaupstöðum og þorpum, þar er jafnan|fleira og'^færra af iðjuiausu fólki og kaupendur oft- ast nærtækir. Eflaust getur heim- ilisiðnaður víða fylt upp I skörð þau er atvinnuleysið heggur í meið verkamanna og sjómanna. Nýjar vðrur með hverju skipi. Sveinbjörn Kristjánsson. Nýr grammofónn, „His Masters Voice", með mörgum ágætum plötum, til sölu strax. Gott verð. Ritstjóri vísar á. 2 herbergi til leigu í Túngötu 17. Ragnar Bárðarson. Hver sem vill eignast góða íbúð til kaups eða leigu komi og semji við Gísla Gíslason Héðinshöfða, ísaf. Nýkomin fafa- og frakka-efni, innlend og útlend. Munið hraðsaumastofu vora Einar & Kristján klæðskerar.

x

Vesturland

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vesturland
https://timarit.is/publication/633

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.