Vesturland

Árgangur

Vesturland - 26.11.1938, Síða 3

Vesturland - 26.11.1938, Síða 3
VESTURLAND 179 Allir vilja fa gott viðbit og góðar kökur. Þetta er örugt og auðvelt, ef notað er Sóiar- oy stjörnu-smjörliki og stjörnu-jurtaíeiti. ^ÍIIIUiq :|||||IIIIIIHII|llllll|l||lllllllllllllllllllUIII!llllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllli;i!!!»ll!l!l!ilílillllllllllllllllllllll!lllll!lll!llllllllllllllll Rauðhólaskemtunin. Skutlinum síðasta virðist eitt- hvað óglatt út af því, að Sjálf- stæðismenn vildu ekki taka þátt í Rauðhólaskemtun þeirri, sem Helgi Hannesson kennari flutti tillögu um á siðasta bæjarstjórn- arfundi, að fram færi l.des. n.k. Aðrauða fylkinginí bæjarstjórn hafi aldrei ætlast til annars en að skemtun þessi yrði einlit flokks skemtun þeirra eða venjuleg Rauðhólaskemtun er alveg bert af þessu tvennu: 1. Þeir minnast ekki á þessa tillögu við Sjálfstæðismenn, hvorki fyrir fundinn né í byrjun fundar- ins. Ekki hirtu þeir heldur um að setja tillöguna á dagskrá, svo Sjálfstæðismenn gætu fyrirfram tekið afstöðu til hennar, en laum- uðu henni inn utan dagskrár. 2. Hefði rauðu fylkingunni verið alvara með það, að bæjarstjórn gengist fyrir almennri hátið 1. des. næstk. var það sjálisögð kurteisis- skylda, að tala um það við Sjálf- stæðismenn og eðlilegast að tii- lagan væri fiutt af mönnum úr báðum flokkutn. Þar sem bæjar- fógeti sat í bæjarstjórn í forföll- um aðalmanns var sjálfsagt að leita til hans um þetta mál. En kennarann, semflutti tillög- una, skorti þessa sjálfsögðu kurt- eisi og einlægni í málflutningi sinum. Og höfuðið var svo bitið af skömminni með vali meirihl. á nefndarmönnum. En hana skipa Hannibal Valdemarsson, Quðm. Bjarnason og Finnur Jónsson dinglar aftan f kommúnistanum. Eftir því sem fyrir liggur I máii þessu #r því ijóst, að tillagan er borin fram af þeirri hræsni og lævisi, sem einkennir öll störf rauðu fylkingarinnar, og senni- legast í þeim eina tilgangi fram borin, að gera það að árásar- efni á Sjálfstæðismenn, að þeir skuli ekki möglunar- og inótmæla- Iaust þola sérhverja svívirðu af hendi þeirra rauðliða. Hafa Sjálf- stæðismenn gert áður ofmikið af undanlátssemi við þessa óheil- indamenn, sem stundum taia fag- urt, en jafnan hyggja flátl. Verður því ekki trúað fyr en á er þreifað, að nokkur Sjálfstæð- ismaður geri sig beran að þvi, að.sækja eða eiga neinn þátt í fyrirhugaðri Rauðhólaskemmtun 1. des. næstk. Hinu hefir enginn neitt á móti, að rauða fylkingin bæti við einu kjallara-balli og geri sér þá glaðan dag, m. a. getur hún fagnað yfir því, að hafa gert alt sitt til þess að glata sjálfstæði landsins. Til umhugsunar. Mesti og bezti auður sérhvers manns er góð heilsa, og oftast er heilsan aleiga fátæklinganna. Nú er nauðsyn heilsuverndar orðin viðurkend og víðast mikið að henni unnið, enda kosta sjúk- dómar einstaklinga og þjóðfélög stórkostlegar fjárupphæðir, auk þess sem tapast af vinnu og vinnuþreki. Til heilsuvemdar er þetta eink- um nauðsynlegt: 1. Reglusamt líf, 2. hoilur mat- ur, 3. hlýr en léttur klæðnaður, og 4. góð húsakynni. Margir, sem eru heiisugóðir, meta ekki dýrmæti hennar fyr en hún bilar, en þá gengur oft erf- iðlega og ilia að bæta hana aftur. Heilsuvernd er því öilum nauð- synleg. Hér verður nú stuttlega gerð- ur að umtalsefni húsakostur bæj- arbúa. Þótt kjallaraibúðir séu bann- aðar er þó fjöldi slikra ibúða í bænum og margar þeirra mjög lélegar. Allmörg elztu húsin í bænum mega einnig fortakslaust teljast óhæf til íbúðar. Þó tekur út yfir með húsakynni þau, sem bærinn býður þurfamönnum sín- um. Þau eru ósæmileg, einkum I Dægradvöl eða Hlfðarhúsum. Viðhald og hirðing i Vallarborg má heldur ekki við vera. Ef vel væri þyrfti að rifa Dægradvöl, því ástand hennar mun sízt betra en Pólanna í Reykjavik á sinni tið. í bæjarhúsum þessum búa margar barnafjölskyldur, en ill húsakynni eru skaðlegust fyrir heilbrigði barna og unglinga. Engar athuganir hafa farið fram hér I bænum um mismun á heil- brigði þeirra, er búa í góðum eða illum húsakynnum, en kunn- ugir telja að hann liggi í augum uppi. Það er a. m. k. eftirtektar- vert, að heilbrigðisástand ibúa bæjarhúsanna hefir verið mjög bágborið undanfarið, og virðist fara versnandi. Það er því meira en mál til komið, að bætt séu húsakynni bæjarbúa, en sérstakiega ber bæjarsjóði að ganga þar á undan með þvi að bæta húsakynni sin og viðhald og hirðingu þeirra. Sósabroddarnir lofuðu alþýðu nýjum og góðum húsakynnum, er þeir fengu vöidin. Þeir hafa haft mörg árin fyrir sér til þess að byggja „alþýðuhús" og verka- mannabústaði, en þeir fyrirfinn- ast hvergi. Hinsvegar er ísafjörð- ur eini kaupstaðurinn, sem alger- lega hefir svikist um að greiða lögmæit framlag í byggingarsjóð verkamannabústaða, og jafnframt hefir hann boðið þurfamönnum húsnæði, sem tæpast er mönn- um bjóðandi. Sökum rúmleysis biða hug- leiðingar um atvinnuleysi æsku- lýðsins næsta blaðs. Þjóðin, 4. hefti 1. árg. er nýkomið út. Hefst það á snjöllu kvæði eftir Jón Magnússon skáld, er hann nefnir Andvöku. Þá eru stjórn- málaþættir, eftir Gunnar Thor- oddsen lögfr. í þáttum þessum gerir Gunnar glögga grein fyrir viðhorfi íslenzkra stjórnmála og drepur á samvinnu Sjálfstæðis- manna og Framsóknar. Hörður Bjarnason verkfr. skrifar grein er hann nefnir: Horft heim að ís- lenzkum sveitabæ. Ræðir höfund- ur í grein þessari um gildi þjóð- legrar húsagerðar í sveitum. Bendir hann réttilega á, aðtorf- bæirnir hafi verið og séu í fullu samræmi við landslagið og auk þess stórum svipmeiri en hinn nýi sveita-funkis. Grein Harðar fylgja myndir af húsaskipun i Odda á Rangárvöllum um 1810 og á Mælifelli í Skagafirði 1836. Pétur Ólafsson blaðatn. ritar uin Þýzkaland sem stórveldi og Finn- bogi Kjartansson verzlunarm. í Póllandi segir frá landsháttum þar og viðskiftamöguleikum milli íslands og Póllands, en þeir eru margir og miklir. Þá er grein eftir Sigurð Sigurðsson berkla- yfiriæknir um heilsuvernd. Húsið, smásaga eftir franska rithöfund- lnn André Maurois. Fyrir opnum tjöldum: Ríkisstjórnin er ekki lýðræðisstjórn. í smágrein þess- ari eru tekin upp ummæli for- sætisráðherra frá 4. april s. 1., þar sem hann viðurkennir þetta. Þá er frásögn F. G. Tinker: Loft- orusta yfir Teruel. Framhald sögunnar Kvennjósnarinnar; frétt- ir frá Sjálfstæðisfélögunum og bókaþáttur. Útsölumaður Þjóðarinnar hér er Helgi Guðbjartsson kaupm. Aumingja Finnur, er ekki von honum sárni. í siðasta blaði Skutuls kvartar Finnur sárlega yfir þvf, að Lands- bankinn hafi”ekki viljað lána sér eina miljón króna út á togarann Hávarð. Hann hafi að eins fengið fjögur hundruð þúsund króna Ián út á þetta skip. Reyndar gefur hann í skyn, að skipið sé nú ekki mun meira ení!eitt hundrað þúsund króna virði, svo bankinn virðist hafa nokkra afsökun að lána ekki meira en þetta. Finni er nú' samt vorkun, þvi hann hefir ekki|nema sem svarar tuttugu þúsund krónur handa sjálfum sér af þessum fjögur hundruð þúsundum, en ef hann hefði fengið einnar miljón kr. lán þá hefði hann sjálfur fengið fimmtíu þúsund krónur, með|sama hlutfalli á lánsfjárhæð. Það mun- ar um minna en það, að tapa þarna þrjátiu þúsund krónum vegna fhalds Landsbankans. J. Hæztaréttardómur. 14. þ. m. var í Hæztarétti kveðinn upp dómur í málinu: Steinn Leósson gegn Karli Bjarna- syni með þeim úrslitum, að Karl skal greiða Steini Leóssyni kr. 8712.80, með 5% ársvöxtum frá 11. jan. 1937 til greiðsludags og 800 kr. I máiskostnað í héraði og fyrir hæztarétti. Mál þetta er risið út af árekstri er varð hér í bænum 27. júli 1935. Hafði undirréttur tildæmt Steini kr. 5031.00, og”300 kr. í málskostnað. Hæztiréttur mat tjónið af slysi Steins 10.891 kr. og skal Karl Bjarnason greiða 4/b hluta þess, eins og áður er sagt. AUs krafðist Steinn krónur 14591.00 með 5% ársvöxtum frá stefnudegi og málskostnaðar að skaðlausu. Sjálfstæðiskvenfélagið Brynja hélt fund 23. þ. m. Þar flutti frú Guðbjörg Bárðardóttir fróð- legt og skemtilegt erindi, sem kom víða við, m. a. annars skóla- mál bæjarins. Mun erindi þetta birtast opinberlega. Tíðarfar. Stöðug snjókoma hefir verið hér síðan fyrir fyrri helgi. Hefir þegar hlaðið niður miklum snjó. Kaupi kopar. Kr. H. Jónsson.

x

Vesturland

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vesturland
https://timarit.is/publication/633

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.