Vesturland

Årgang

Vesturland - 03.06.1939, Side 2

Vesturland - 03.06.1939, Side 2
88 VESTURLAND breytnina. Einkum óttuðust menn, að erfitt yrði að lenda vélbát í Bolungavik, jafn stórgrýtt og oft var í lendingunni, en að eiga þar bát á floti var þá ekki um að ræða, jafnvel ekki að vorlagi. Varð að setja bátana eftir hvern röður og löngum síðar, þar til öldubrjóturinn gaf svo mikið h!é, að óhætt var að leggja bátum að vor- og sumar lagi. Á 3. dag Páska var ágætis sjóveður og reru þá allir Bol- víkingar. Var það fyrsta sjóferð Árna þar á nýja bátnum. Lán- aðist hún svo vel, að hann gat vegna vélaflsins verið það fljót- ari en hinir, að fara tvisvar yfir daginn og fékk hlaðafla í bæði skiftin. Þetta varð sigurdagur þeirrar nýbreytni, að vélaaflið kom i stað mannsorkunnar. Van- trúin fauk út í veður og vind, og menn skildu brátt, að þarna var bæði um aukið hagræði og mikla framtíðarmöguleika að ræ Q g Árni átti „Stanley" í 3 ár, eftir að vél var sett í hann, og hélt honum jafnan út til fiskjar, hér frá ísafirði og Bolungavík. Eina vélarbilunin hjá Árna allan þenn- an tima, var það óhapp, að ytra byrði sivalningsins (cylinders) sprakk sökum þess að kælivatn fraus f vatnsrörinu. Gerði Albert sál. Jónsson járnsmiður hér við þessa bilun, og dugði sú aðgerð meðan Árni átti bátinn. Næsta mótorvélin í fiskibát kom einnig hingað til ísafjarðar, til Sigfúsar H. Bjarnasonar cons- uls. Kom hún hingað I tnarz- mánuði 1903, en mun upphaflega hafa verið pöntuð um líkt leyti og vél þeirra Árna og Nielsens. Lenti í þjarki við verkstæðið út af vélaverðinu og dróst því af- greiðsla hennar. Þetta var 4 hestafla Danvél og var sett í tiý- smiðaðan bát, er þeir Jóh. S. Þorkelsson skipasmiður hér og Jón Gunnlaugsson smiðuðu. Þriöja mótorvélin, sem hingað kom, var 3ja hestafla Möllerups- vél, er sett var í nýjan bát, er þeir feðgar, Guðm. Guðmunds- son bátasmiður og Ágúst smíð- uðu, en Ágúst var formaður bátsins. Fyrsta íslenzka vélbátinn með þilfari lét Ingólfur Jónsson skip- stjóri hér smíða 1903. Varhann smfðaður af Ásmundi Ásmunds- syni skipasmið í Hnifsdal. Bát- urinn hét Ingólfur og var með 10 hestafla Möllerupsvél. Stærð um_ 8 smál. Átti Ingólfur bátinn og var formaður hans til 1911, og var bæði heppinn og aflasæll Eftir þetta fyrsta skrið mótor- véla í fiskibáta útbreiddust þær mjög ört, bæði hér um Vestfirði og annarstaðar. 1906 voru allir sexæringar i Bolungavik komnir með mótorvélar. Likt var f Hnffs- dal og Súgandafirði. 1907 er Friðrik konungur VIII. kom hingað til ísafjarðar, var það eitt til háiíðafagnaðar, að mikið af fiskiflotanum, stærri og smærri skip, fóru á rnóts við konungsskipið hér út í fjörðinn. Þótti konungi mikilsvert um þenn- an fagnaðarvott og hafði orð á því, að hann hefði ekki búist við að sjá jafn mörg vélknúin fiskiskip í smábæ á íslandi. 1906 og næstu ár á eftir varð einskonar mótorbátakapphiaup víðsvegar um land. Fóru menn þá að fá sér báta, er sérstaklega voru srniðaðir fyrir vélar, stæfri og betur útbúna. Voru þeir flestir keyptir frá útlöndum. Árni varð aftur sá fyrsti til þess að fá nýjan bát. Seldi hann gamia „Stanley" 1906, mági sinum Bjarna Sigurðssyni á Borg í Skötufirði og fékk sér sama ár nýjan vélbát, smíðaðan í Fiið- rikshöfn, með 4 hestafla Alpha- vél. 1909 fékk Árni þriðja vél- bátinn með þilfari, einnig með 4 hesta Alphavél. Sá bátur fórst i fiskiróðri héðan 23. des. 1910 með vaskleikamanninum Hrólfi Jakobssyni sem formanni, og einvala skiphhöfn. Fjórða vél- bátinn, Geysi, með 6 hestafla Alphamótor, keypti Árni 1911 og var formaður á honum til 1912, að hann var skipaður yfirfiskimatsmaður hér á Vest- fjörðum. Endalok „Stanleys" fyrsta vél- knúna bátsins, urðu þau, að hann rak á land i Borgarbót í Skötufirði 1908. Líkindi eru til að vélin úr honum hafi náðst, því í leitirnar hefir komið I Bol- ungavlk 2ja hestafla Möllerups- mótor, smíðaður 1902, sem síð- ar hefir verið breytt í landmótor, af Th. Thomsen vélsmið, er fyrstur hafði vélaverkstæði f Bolungavík.en siðar I Vestmanna- eyjum. Hefir Friðrik Teitsson vélsmiður í Bolungavík lánað vél þessa til sýningar. Verður hún sýnd í Reykjavík nú á Sjó- mannadaginn. Bendir ýmislegt til, að þarna sé einmitt fyrsta íslenzka fiskibátavélin, þótt ekki liggi fyrir um það óyggjandi vissa. Er sjálfsagt að grafast þar betur fyrir, og setja véiina á fiskveiðasafn, ef satt reynist, en geyma þana í þjóðmenjasafn- inu þar til fiskveiðasafnið kemst á- fót. w í fljótu bragði er vart hægt að gera sér fulla grein fyrir þeim breytingum er orðið hafa við það, að vélaaflið var tekið í þjónustu fiskveiðanna hér við land. En það er vist, að einmitt þetta hefir oiðið grundvöllur aukinnar útgerðar: stækkun og fjölgun fiskiskipanna, betri að- búnaðar fyrir sjómennina og meiri útbúnaðar til öryggis, En alt þelta hefir gert það fært og tiltölulega örugt, að fylgja fiskigöngunum umhverfis landið, og langt út á haf. Vélaorkan hefir á þessu sviði gert okkur íslendinga á tiltölulega stuttum tima, að öndvegisfiskveiðaþjóð. Vonandi höldum við þeim sessi, því lengi mun svo reynast, að hafið umhverfis landið verður ekki eingöngu matarbúr þjóðar- innar, heldur einnig sú gullkista, sem hún eys úr til annara þarfa. w í yfirlitsgrein Árna, sem áður er umgetið, segir m. a.: „Það er oft erfiðleikum bundið að vera brautryðjandi að nýjum fyrirtækjum, þar sem gamlar venjur og áhugaleysi erjafnrót- gróið og þá var hjá okkur ís- lendingum. Nú er þetta breytt til batnaðar. Menn biða nú ekki eftir öðrum að gera tilraunir, heldur hefjast handa og trúa á mátt sinn og megin eins og eg gerði fyrir 37 árum, þegar eg réðist I að setja mótorvél i sex- æringinn minn; eigandi á hæltu að illa færi um afkomu mína, ef fyrirtækið lánaðist illa. En það lánaðist, og það vel. Fer oftast svo, að bjartsýnin sigrar, ef fram- kvæmdin er vel grundvölluð". Vélaorkan i þjónustu fiskiveið- anna sparar ekki einungis manns- orkuna, heldur hefir reynst töfra- lykill að nýjum nægtabúrum I ríki Ægis konungs, í þau 37 ár sem hún hefir þjónað okkur ís- Iendingum. Notkun vélaorkunnar í þessu skyni hefir stöðugt auk- ist og fullkomnast á undanförn- um árum. Og véltæknin mun enn fara vaxandi og meðhennarað- stoð munu hinir hraustu og hug- djörfu fslenzku sægarpar smiða nýja töfralykla að nægtabúrum Ránar. Atvinnuleysi æskumanna. Lúðvig Guðmundsson fyrv. skólastj. hér hefir gefið út fjölrit- uð þau 4 útvarpserindi, er hann flutti síðastl. vetur um atvinnu- leysi æskumanna og ráðstafanir gegn þvi og afleiðingum þess. í hverju einstöku erindi er rakinn sérstakur þáttur þessa viðfeðma máls. í 1. erindinu er gerð grein fyrir atvinnuleysi æskumanna alment. í öðru erindinu er geíið um þær tillögur er fram hafa komið til úrbóta, og einnig þær sem reyndar hafa verið í framkvæmd hér og annarstaðar. í 3. erindinu er getið þeirra lagaákvæða og tilrauna, sem gerðar hafa verið erlendis með æskulýðsvinnu. í fjórða erindinu er svo gerð grein fyrir þeim breytingum, sem Síldin komin. Vélskipið Dagný frá Siglufirði fékk í fyrrakvöld 450 mál við Svinalækjartanga (rétt vestan við Langanes) Huginn II. fór á sildveiðar héðan i nótt, en Huginn I. og III. fara likl. i dag. Samvinnufélags- bátarnir munu fara á sildveiðar næstu daga, svo og vélskipið Vestri, sem fer á sunnudags- kvöld. Ætlunin var að Hugarnir biðu Sjómannadagsins og færu ekki út fyr en á sunnudagskvöld eða eftir helgi, ef engin slld hefði veiðst áður. Þátttaka I sildveiðunum verð- ur I sumar meiri en nokkru sinni fyr- höfundur telur ráðlegastar og koma megi að mestum notum. Kemur hann þar vfða við. Telur m. a. nauðsynlegar miklar breyt- ingar á skólakerfinu. Og leggur mest upp úr vinnudeildum og vinnuskólum. Telur hann ekki efamál, að þeir munu reynast þjóð vorri mesti giftugjafi, og að þeir muni, betur en nokkuð annað, kenna þjóðinni að vinna, temja henni stundvísi, ástundun, hirðusemi og aga, og kenna henni að bera virðingu fyrir vinnunni. Hætt er við að þessi trú höf- undar á vinnuskólana reynist oftrú. Og að reynslan af þeim, þegar fram í sækir, verði svipuð og af héraðsskólunum, sem fyrst og fremst áttu að halda æsku- lýðnum f sveitunum. Atvinnuleysið verður ekki lækn- að með skólum. Og virðing fyrir vinnunni — hvað þá heldur vinnu- ást — verður naumast lærð i skólum. Atvinnuleysisplágan á rót sina að rekja til stjórnar- stefnu undanfarinna ára, sem heíir m. a. skapað þá úáran, sem sem Konungsskuggsjá réttilega telur þyngsta og hættulegasta, að úáran hefir komið i sjálft mannfólkið. Vel má ganga inn á, að um þetta sé ekki einstökum flokki eða flokkum algerlega að kenna, heldur eigi allir þar meiri eða minni deildan verð. En hverjum sem kenna má er það vist, að þá fyrst þegar breytt verður um stjórnarstefnu verður atvinnuleysisdraugurinn kveðinn niður til fulls, Þá vex öryggi og þróttur þjóðarinnar, svo að hún brýtur sér vegi um alt torleiði tii meiri átaka, nýrra framkvæmda, sem stöðugt halda áfram f skjóli þess að framkvæmdahugurinn sé skilinn og virtur af valdhöf- unum. En þegar skattkúgun og óhófseyðsla haldast f hendur (Framhald á 4. siðu.)

x

Vesturland

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vesturland
https://timarit.is/publication/633

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.