Vesturland - 03.06.1939, Síða 3
VESTURLAND
89
Vegavinnukaupið.
Það er oft vitnað til þess hve
há laun íslenzka rikið greiði
starfsmönnum sínum. Hafa marg-
ir fárast út af þessu og þótt
keyra fram úr hófi. Víst er líka
það, að draumur margra er sá,
að fá stöður hjá rfkisvaldinu.
Þeir, sem vinna út um land að
vegagerðum, hafa þó aðra sögu
af rikisvaldinu að segja. — Þar
borgar ríkið lægsta kaup, sem
þekkist á landinu, I sambærilegri
vinnu.
Vegavinnukaupið var 1934 á-
kveðið 90 aurar á klst. og hefir
haldist óbreytt siðan. Vera má,
að þetta hafi þótt sæmilegt kaup
þá, en ftestir munu sammála um,
að það sé oflftið nú. Bæði hafa
flestar nauðsynjarhækkað á þessu
tfmabili og auk þess hefir kaup-
gjald vlðast hækkað frá þvi sem
það var 1934.
Þeir, sem vinna að vegagerð
hér I nágrenni bæjarins, fá þann-
ig 40 aurum minna fyrir hverja
vinnustund en ísfirzkir verkamenn
sem vinna I bænum. Pinst okkur
það æði mikilt munur á kaupi,
ekki sizt af þvi, að vegavinnan
er oft erfið og vossöm. Ekki sizt
þar sem unnið er fram áfjöllum
eða iangt frá mannabygðum, oft
við lélegan aðbúnað.
Það er auðsætt mál, að verði
kaup hækkað ber fyrst og fremst
að hækka við þá, sem hafa lægst
kaup, t. d. I vegavinnunni. Má
það teljast undravert, að ekkert
skuli á þetta hafa verið minst að
undanförnu, og að ekkert skuli
hafa verið gert til þess að kippa
þessu í lag. Væri ekki úr vegi,
að alþýðusamtökin gengjust fyrir
því, að vegavinnukaupið yrði
hækkað í 1 kr. á klst. Má ganga
út frá þvi, sem nokkurn veginn
visu, að flestir vegavinnumenn
standi á bak við að þetta verði
gert sem fyrst, svo að ekki þurfi
að koma til óeiningar eða árekstra
út af þessu.
Væri mjög æskilegt, að hlut-
aðeigendur segðu álit sitt um
þetta og gengjust fyrir að því
yrði kipt I lag.
Andrés Bjarnason.
Kristín Jónsdóttir,
kona Benedikts R. Steindórs-
sonar skipstjóra hér, andaðist á
Sjúkrahúsinu i gær. Kristin var
atgerfis- og myndar-kona, um
þritugt.
Hjónaefni:
Frk. Elísa Ellasdóttir, frá Nesi
I Grunnavík, og Simon Helga-
son stýrimaður. Frk, Unnur Her-
mannsdóttir, Þúfum Reykjarfjarð-
arhreppi, og Ólafur Ólafsson
starfsmaður á sýsluskrifstofunni.
Frk. Nanna Hermannsdóttir og
Jón Jónsson (frá Hvanná) skrif-
stofumaður.
Sjómannadagurinn
er á morgun, og verður dag-
skrá hans á þessa leið:
Kl. 10,30 árd. Messa ,i kirkjunni.
Sr. Páll Sigurðss. prédikar.
Að lokinni messugerð verð-
ur lagður blómsveigur á
leiði Eiriks Finnbogasonar,
kveðja frá nokkrum félögum
hans og samstarfsmönnum.
Kl. 12,30 e.h. Skemtunin sett af
svölum Alþýðuhússins. —
Ræða G. G. Hagalín
Sjómannakórinn syngur.
Kl. 13,30 e. h. Knattspyrnuleikur
milli sjómanna og Vestra.
Kl. 15,30 e.h. Kappróður milli
skipshafna af stærri bátunum.
Kl. 17,00 e. h. Skemtun i Alþýðu
húsinu. Ræður flytja: Har-
aldur Guðmundsson skipstj.,
Sigurður Pétursson vélstj.
og Eirlkur Einarss. hafns.m.
Sjómannakórinn syngur milli
ræðuhaldanna.
Að loknum ræðuhöldunum
syngur Jón Hjörtur Finn-
björnsson 2 erindi úr há-
tíðaljóðum sjómanna, sem
birt eru hér fremst I blaðinu,
með hinu nýja lagi Emils
Thoroddsens.
Kl. 20,00e.h. Kvikmyndin: Sjó-
maður í landgönguleyfi.
Kl. 22,00 e.h. Dans. Gömlu og
nýju dansarnir.
Allur ágóði dagsins rennur I
sundlaugarsjóð.
Vegagerðir í ísafjarðar-
sýslum í sumar.
í sumar verður aðallega unnið
I ísafjarðarsýslum að framleng-
ingu eldri vega, og mest unnið
á þessum stöðum:
Súgandafjarðarvegi, um 8 þús.
kr., Langadalsvegi, um 4 þús. kr.,
Skálavlkurvegi (frá Bolungavlk
til Skálavlkur) um 5 þús. kr.
Einnig verður talsvert unnið að
vegagerð um Rafnseyrarheiði.
Samfelt bílvegasamband umsuð-
urhluta Vestfjarða mun þó ekki
fást fyr en 1940. Fæðist seint,
en þokast I áttina.
Lýður Jónsson, sem verið hefir
vegaverkstjóri hér vestra undan-
farin ár, er nú verkstjóri við
Suðurlandsbraut (Krýsivlkurveg).
Við störfum hans tekur Hildi-
mundur Björnsson verkstjóri frá
Stykkishólmi. Er hann þegar
byrjaður á viðhaldi þjóðvegarins
I Önundarfirði. Verkstjóri við
sýsluvegina í Norður-ísafjarðar-
sýslu verður Sigurvin Eyjólfsson.
Knattspyrnufélagið Hörður
minntist 20 ára afmælis sfns
með samsæti, er hefst kl. 9 I
kvöld I Alþýðuhúsinu. Formaður
félagsins er Sverrir Guðmunds-
son gjaldkeri.
Útlit bæjarins.
Eg hefi orðið þess sérstaklega
var nú I vor, að forráðamenn
bæjarins og blöðin hafa haft orð
á þvl, að útlit húsanna hvað
málningu og annað snertir sé
orðið afleitt og fari versnandi
með ári hverju, enda sjá allir að
svo er. En eg er ekki viss um,
að bæjarstjórn og aðrir ráða-
menn bæjarins hafi gert sér grein
fyrir því hve mikið mætti laga
til fyrir þann nýja fasteignaskatt,
40—50 þús. kr., sembærinn tek-
ur nú af svonefndum húseigend-
um, sem flestir þyrftu sjálfir að
nota þá peninga til viðhaldshús-
um sínum. Mér hefir einnig dott-
ið I hug, hvort ekki myndi nú
eiga að nota þessa tniklu peninga
til að viðhalda svo eignum bæj-
arins og stofnana hans, að þær
væru til fyrirmyndar utan og inn-
an, en það er þvi miður ekki svo
að sjá. Það stóð nýlega I blað-
inu Skutull, að ísafjörðursé veiði-
stöð. Það er rétt, að hér er út-
gerð mest á Vestfjörðum og að
i flestum húsum hér búa sjómenn
og verkamenn, en eg held að I
engri annari veiðistöð sé tekinn
neinn svipaður verbúðarskattur
sem hér. Og menn hljóta þvi að
spyrja: Til hvers er þessi fast-
eignaskattur notaður? Það veit
eg ekki. En flestir myndu óska,
að skatturinn væri afnuminn, svo
menn gætu aftur farið að halda
við húsum sfnum og girðingum,
eða að skatturinn verði verulega
lækkaður. En ef ekkert fæst í þessa
átt vildi eg biðja háttvirta bæj-
arstjórn að athuga, hvort ekki
væri rétt að nota þennan skatt
alveg sérstaklega til þess að
framkvæma eitthvað af þvf, sem
bænum má verða til gagns og
prýði, svo sem sundlaug, varan-
legar götur o. s. frv.
Annars hefir mitt kjörorð 1 16
ár verið þetta: Málið meira!
Finnbjörn málari.
Ný gjöf í björgunaskútu-
sjóð Vestfjarða.
Ragnar Jóhannsson, skipstjóri
á Huginn I. færði nýlega frú
Láru Eðvarðsd., form. kvenna-
deildar Slysavarnafélagsins hér,
160 króna gjöf frá skipshöfn sinni
I björgunarskútusjóð Vestfjarða.
Stjórn kvennadeildarinnar þakk-
ar hlutaðeigendum kærlega gjöf-
ina og það ræktarþel til björg-
unarskútumálsins, er hún lýsir.
um að leggja skolprör i sumar
og haust, ættu að semja sem
fyrst við Höskuld, þvi þar eru
þau ódýrust og bezt.
Gamanl. Húrra krakki.
Síðasta leiksýning á gaman-
leiknum Húrra krakki hér var á
2. hvítasunnudag. Voru þá tvær
sýningar, báðar vrðhúsfylli; urðu
jafnvel margir frá að hverfa. —
Áhorfendur létu margvíslega hrifn
ingu i ljósi. f lok sfðari sýningar
á 2. hvítasunnudag flutti frú Sig-
riður Jónsdóttir, form. leiknefnd-
ar kvenfél. Brynju, ávarp til hr.
Haraldar Á. Sigurðssonar. Þakk-
aði honum fyrir hönd leikhús-
gesta ógleymanlegar ánægju-
stundir og óskaði honum allra
heilla. Einnig þakkaði Sigrlður
hr. Óskari Borg fyrir ágæta leik-
stjórn og leik, sem og öðrum
leikendum, og færði Haraldi og
Borg fagra blómvendi, sem þakk-
lætisvott Brynju og leikhúsgesta.
Alls var Húrra krakki sýndur
10 sinnum að þessu sinni. 8
sinnum hér og 2var sinnum I
Bolungavfk.
Messulaus Hvítasunna
var að þessu sinni hér á ísa-
firði. Mun það óefað eins dæmi
sfðan kirkja var fyrst reist hér
á Skutilsfjarðareyri, að ekki hafi
verið messað hér á Hvítasunnu-
hátfð, sem frá fyrstu kristni hefir
verið ein af stórhátíðum kirkj-
unnar og jafnframt sérstök sigur-
hátfð vorsins 1 norðlægum lönd-
um. — Mun margur bæjarbúi, er
hugsað hefir til messufjöldans i
vetur, talið að betra væri minna
og jafnara.
Frk. Sigríður Jónsdóttir,
sem 5 undanfarin ár hcfir starf-
að I bókaverzlun Jónasar Tóm-
assonar hér, tók sér far héðan
með Gullfossi 1. þ. m. áleiðis
til Danmerkur, þar sem Sigrlður
tekur þátt I móti og námskeiði
fyrir starfsfólk I bókaverzlunum.
Er námskeið þetta í samstarfi við
danska bóksalafélagið, en nor-
ræna félagið hefir forgöngu þess.
Námskeiðið verður haldið að
Hindsgavl á Fjóni 19.—25. þ. m.
Tollstöð ísafjarðar.
í vörugeymsluhúsum hafnar-
sjóðs við bæjarbryggjuna hefir
verið innréttuð tollstöð, sem ný-
lega er tekin til notkunar.
Vil kaupa
rfmu um slðasta fund Grettis
sterka Ásmundssonar og Ásdfs-
ar á Bjargi, móður hans, orkta
af Oddi Jónssyni. Rfman er
prentuð hér á ísafirði 1886. Viti
einhver kunningja minna um rfmu
þessa, treysti eg þvf að þeir geri
mér viðvart. Eintiig er mér kært
að fá upplýsingar um höfundinn.
Arngr. Fr. Bjarnason.
Prentstofan ísrún.