Vesturland

Árgangur

Vesturland - 12.08.1939, Blaðsíða 4

Vesturland - 12.08.1939, Blaðsíða 4
130 VESTURLAND Berklavarnarstöð TILKYNNING. fyrir ísafjarðarkaupstað og sýslur er tekin til starfa. Tekur við sjúklingum á sjúkrahúsinu eftir tiivísun læknis þriðjudaga og föstudaga kl. 5l/a til 6V2 e. h. Þá skulu og öll börn bæjarins á aldrinum eins til sjö ára mæta til berklaprófs í barnaskólanum þriðjudaginn 15. ágúst klukkan 3 e. h. Það tilkynnist hér með, að 21. f. m. gengu í gildi nýjar reglur um flutning á milli sjukrasamlaga innan alþýðutrygginganna. ÞEIR, SEM FLYTJA BÚFERLUM á annað sam- lagssvæði, skulu hafa með sér flutningsvottorð frá sjúkra- samlagi sinu. Þeir samlagsmenn, sem DVELJA UM STUNDAR- SAKIR á samlagssvæði annars sjúkrasamlags og veikj- ast skyndilega eða verða fyrir slysi, geta snúið sér til sjúkrasamlagsins á staðnum og fengið hjá því nauð- synlega læknishjálp, enda sýni meðlimsskírteini þeirra, að þeir séu í fullum réttindum hjá samlagi sínu. Reykjavik, 2. ágúst 1939. Tryggingarstofnun ríkisins. Smásöluverö r f* ci L ct l 111 uunsper um, algengustu 0 1 gerSmu. Perustærð: Verð pr. stykki: Osram perur: ítalskar perur: 25 Dekalumen eða minni Kr. 1.10 25 watt eða minni — 1.10 Kr. 0,95 40 Dlm. — 1.40 40 watt — 1.40 — 1.25 60 watt — 175 — 1.55 65 Dlm. — 1.75 75 watt - 2.20 — 1.95 100 Dlm. ' — 2 20 100 watt — 3.00 — 2.35 125 Dlm. — 3.00 150 Dlm. — 3.30 150 watt — 4.40 — 3.40 200 watt — 6.00 — 4.50 300 watt — 8 00 — 6.20 Raftækjaeinkasala ríkisins. Berklavarnarstöðin. Eins og auglýst hefír verið er berklavarnarstöð tekin til starfa hér í bænum. Hlutverk hennar er að fylgjast með Hðan og ástæðum þeirra er verið hafa berklaveikir, svo og aðstandendum þeirra. Auk þess, sem stöðin rann- sakar sjúklinga eftir tilvfsun lækna, þá mun stöðin annast nú á næstunni berklaprófun allra barna á aldrinum 1—7 ára, og er það upphaf að víðtækri berkla- skoðun á bæjarbúum. Hjúkrunarkona stöðvarinnar, ungfrú Helga Thordarsen, mun fara um bæinn og tilkynna mönn- um hvenær þeir eigi að mæta til ransóknar, og er mjög árfð- andi að þeir bregðist fljótt og vel við kvaðningum hennar, svo að skoðunin gangi sem greið- legast og stöðin nái þannig sem fyrst tilgangi sinum. Þá er þess og fastlega vænst, að bæjarbúar iáti böm sin mæta tii berklaprófs, þegar stöðin ósk- ar, og nú f fyrsta sinn n.k. þriðju- dag, þar eð þessi prófun er sá grundvöllur, sem stöðin aðallega byggir starf sitt á. Stöðin getur því aðeins vænst þess, að ná þvi takmarki sínu, að vinna bug á berklaveikinni, að allir aðilar sýni starfsemi hennar fullan skilning og velvilja. Treystir hún þvi að svo verði. Pétur Magnússon. Kjartan J. Jóhannsson. Minkaræktin útbreiðist. Talsvert lítur út fyrir að minka- - rækt útbreiðist hér vestra á þessu ári. Koma upp ný minkabú á Hanhóli í Bolungavík hjá Hirti Sturlaugssyni bónda; i Hnifsdal hjá Þórði Sigurðssyni og hér í bænum bjá Qrimi Kristgeirssyni rakara. Einnig kemur nýtt minka- bú á Biidudal. Minkabú á Flateyri, er þeir Ólafur Sigurðsson hreppstjóri og Ragnar Jakobsson kaupm. eiga í félagi, fékk í vor 49 hvolpa undan 7 læðum. Hafa þeir selt yrðlinga til Bolungavíkur og Bíldudals. Meiri aðgæziuþörf. 25. f. varð Jón Jónsson verkamaður Þvergötu 3 hér í bænum fyrir árekstri af bíl, þar sem hann var við vinnu sina.' Fékk Jón höfuðhögg mikið og var strax fluttur á Sjúkrahúsið, þar sem hann hefir dvalið til 10. þ. m. Telja læknar að flisast hafi úr hægra kinnbeini Jóns. Mun hann því geta átt talsverb lengi i meiðsli sínu. 9. þ. m. lá við slysi við Hafn- arstræti 12. hér í bænum. Voru menn að moka möl á bil bak við húsið, en bilstjórinn hafði brugð- ið sér frá á meðan. Þegar menn- irnir voru langt komnir að moka á bilinn rann hann niður f mal- argryfjuna. Komst einn verka- maðurinn, Jóhann Sigurgeirsson, nauðulega undan bilnum. Innflutningur erlendra vara á 7 fyrstu mánuðum þessa árs hefir samkvæmt bráðabirgð- arskýrslum numið 37 milj. og 374 þús. kr. og úlflutningur fs- lenzkra vara 25 milj. og 774 þús. kr. Var þvi verzlunarjöfn- uðurinn 1. þ. m. óhagstæður um 11,6 milj. króna. Á sama tima i fyrra nam inn- fiutningur 30 inilj. og 913 þús. kr. en útflutningur 22 milj. og 720 þús. kr. Var verzlunarjöfn- uðurinn 1. ágúst í fyrra óhag- stæður um 8,2 milj. kr. Viggó Nathanaelsson, sem undanfarin ár hefir verið iþrótta- og handavinnukennari við héraðsskóiann að Núpi i Dýra- firði, hefir sagt lausri stöðu sinni. Hefir Viggó getið sér ágætis orð sem kennari. Hann tekur nú við íþróttakenslu við Verzlunarskólann f Reykjavik. Togarinn Skutull er nú aflahæzta sfldveiðiskipið. Hafði hann 10. þ. m. 7900 mál á landi og 360 tunnur i salt. Dragnótaveiðin hefir frá byrjun þ. m. glæðst aftur, en fáir bátar stunda hana. 7. þ. m. lagði vélb. Qylfi (form. Hjörtur Quðmundsson) á land 90 körfur af stórum kola eftir 4 daga útivist. Nam verðmæti aflans um tvö þúsund og sex hundruð krónur. Vélbáturinn Dan (formaður Sigurður Sigurðsson) lagði 10. þ. m. upp 72 körfur af kola eftir 4 daga útivist. Verðmæti aflans nam um 2000 krónum. Búpeningseign Siglflrðinga. Til samanburðar við ísafjörð skal getið tölu búpenings á Siglu- firðí í fard. 1937, en ísafjörður og Siglufjörður voru þá álika fjölinennir. Á Siglufirði var bú- peningseignin þessi: nautgripir 211, hross 57, sauðfé 1860, geitur 18 og alifuglar 1573. Framteljend- ur 136. Okkurísfirðinga vantar þvf mik- ið til þess að jafnast við Sigl- firðinga með búpeningseign. Prentstoían ísrún.

x

Vesturland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturland
https://timarit.is/publication/633

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.