Vesturland - 04.11.1939, Síða 1
VESTURLAND
BLAÐ VESTFIRZKRA SJÁLFSTÆÐISMANNA
RITSTJÓRI: ARNGR. F R. BJARNASON
XVI. árgangur.
ísafjörður, 4. nðvember 1939.
44. tölublað.
Þpíp kostir.
Alþingi er komið. saman.
Fyrir hendi eru nú þrír kostir
hjá fulltrúum þjóðarinnar:
1. Að spara útgjöld rikissjóðs;
2. Að sökkva dýpra í skulda-
fenið með .nýjum eyðslu-
lánum;
3. Að hækka skattana.
Fyrir Alþingi eru engar fleiri
bakdyr í fjárhagsmálum þjóðar-
innar. Einhvern af þessum þrem-
ur kostum verður að velja.
Og valið sýnist vandalítið.
Nauðugir, viljugir verðum við
að spara útgjöld ríkissjóðs.
Og satt að segja ættu allir að
vera viljugir til sparnaðar á rík-
isfé. Sparnaðarstefna Alþingis
visar veginn. Hún kennir öðrum,
félögum og einstaklingum, að
spara lika.
Réttur sparnaður ber ávexti
fyrir alla og einkum fyrir eftir-
komendurna. Með honum er
þeim skilað betri þegnum og
betra landi.
Sjálfstæðisflokkurinn stendur
að þvl óskiftur, að vilja spara
útgjöld ríkissjóðs og fá alla til
þess að viðhafa nauðsynlegan
sparnað.
Framsókn lætur sér hægt og
er óákveðin umsparnaðinn. Þegar
þess er gætt, að Framsóknar-
flokkurinn á mest sitt fylgi I
sveitunum, og að þrátt fyrir
eyðslufaraldrið eru bændur enn
alment sparsöm stétt, sem veit
að hún á alt sitt undir varfærni
og sparnaði, er þessi afstaða
Framsóknarflokksins óskiljanleg.
Það er eins og blóðböndin við
sósialistana sé sterkari en bænda-
ástin.
Sósíalistar neita öllum sparn-
aði. Segja að hann geti ekki
komið lil greina. Það sé ekkert
hægt að spara.
Þetta evangelíum hafði Finnur
forstjórí boðað í nafni Alþýðu-
flokksins á nýafstöðnum fundum
sinum.
Fáist ekki umþokað til tneiii
sparnaðar á útgjöldum ríkissjóðs
en verið hefir undanfarin ár eru
þeir tveir kostir fyrir höndum:
að sökkva dýpra í skuldafenið
með nýjum eyðslulánum eða
hækka skattana.
Báðir eru þessir kostir illir og
liggja til dauða og ósjálfstæðis
fyrir þjóðina.
Fyrst er nú það, að ný eyðslu-
lán fyrir islenzka ríkið tnunu
nú vandfengin. En fáist þau
•eggia þau enn nýjar skattbyrðir
á þjóðina til vaxta og afborg-
unar. Meðan verið er að eyða
þeim verða þau svikagylling á
ástandið. Það er lifað I andvara-
leysi, eytt og prjálað í óhófi,
eins og ekkert sé að, þótt rlkis-
gjaldþrot eða einskonar skulda-
fangelsi blði á hverri stundu við
útgöngudyrnar.
En hækkun skattanna. Ein-
hver telur það máske færa leið,
að bæta enn nokkrum skattpinkl-
um á framleiðsluna, annaðhvort
með nýjum skattstofnum eða
með því að hækka þá gömlu.
Slikt væri þó höfuðóráð. Sér-
staklega meðan svo stendur sem
nú, að stríðsástandið getur breytt
góðum horfum í bölvun og kvöl
á örstuttri stund. En um skatt-
pininguna á eðlilegum timum
má vitna í ummæli Eysteins
Jónssonar núv. viðskiftamálaráð-
herra, er hann Iagði fram núver.
fjárlagafrumvarp fyrir árið 1940,
að skattþunginn væri nú þegar
orðinn svo mikill hér á landi, að
ekki yrði lengra haldið á þeirri
leiö.
Ný skattahækkun myndi bæði
auka enn dýrtlð i landinu og
draga stórum fé frá allri fram-
leiðslu, en fénu komið fyrir á
þann hátt, að ekki náist af því
neinir skattar. Hefir þegar kveðið
allmikið að þessu undanfarin ár.
Aðaleinkenni stjórnarforust-
unnar undanfarin ár eru þau:
Að láta alt reka á reiðanum.
Hún hefir ekki ráðið við þau
verkefni, sem aðkallandi voru og
mest þörf var á að leysa. í stað
baráttu og sigurs hefir svo verið
sifelt undanhald og ósigrar.
Atvinnuieysið var látið magn-
ast með ári hverju og slegið um
sig þegar talað var við kjósendur
með því, að ríkið legði fram
stórfé til atvinnubóta eða bjarg-
ráðavinnu. Þetta framlag var svo
lika haft að yfirvarpi til hækk-
unar á sköttum, sem enn meira
þrengdu að framleiðslunni. At-
vinnuleysið vex, dýrtiðin vex.
Útgjöld til hins opinbera stór-
aukast, en tekjur flestra fara
siminkandi.
Striðsrótið fer viða um sinum
höndurn og málar enn vaxandi
dýrtiðarástand á hvers manns
dyr. Við margt af því er ekki
hægt að ráða, hverjir setn með
völdin fara, en af mörgu stríðs-
rótinu er hægt að deyfa sárasta
broddinn með viturlegum ráð-
stöfunum. Og sjálfsagðasti hlut-
urinn, einmitt vegna styrjaldar-
ástandsins, er að stjórnarforustan
sýni nægilega varfærni og sparn-
að.
Nú þegar styrjöldin virðist
rétt í byrjun verður hver og einn
að horfast í augu við það, að
atvinna hans breytist og minki
að mörgu leyti. Máske nær þetta
sízt til bændanna; þó getur
striðsrótið hæglega náð til þeirra
lika. Flestar aðrar stéttir eiu
þegar orðnar óþægiíega fyrir
barðinu á styrjaldarástandinu, t.
d. hinn margvfslegi innlendi iðn-
aður, sem veitir talsverðum hluta
þjóðarinnar fasta og örugga
vinnu. Nú verður hann allur að
draga stórlega saman seglin og
útlit fyrir að sumar iðngreinar,
allfjölmennar, stöðvist bráðlega
með öllu.
Og útgerðin, sem verið hefir
aðallífæð þjóðarinnar'.undanfarin
ár, er nokkur vissa eða trygging
tyrir því, að h'ún geti starfað
óhindruð? Nei, því miður.
Ekki getur þessi framleiðsla
eða þeir sem við hana starfa
bætt á sig nýjum sköttum eða
skuldaböggum. Þeir^eiga í vök
að verjast eins og er og nóg
með þá skatta og skuldabagga
sem fyrir eru, þótt nýir bæti; t
ekki við.
Eins og verið hefir geldur
þjóðin beint til ríkissjóðs 15
milj kr. árlega. Sé litið til þjóð-
arauðsins og annara óumflýjan-
legra útgjalda en til rikisþarfa,
vekur það stórfurðu að þjóð, sem
telur aðeins 120 þúsund tnanns,
skuli árum saman hafa getað
staðið undir sllkri skattplningu.
Þau ummæii Eysteins Jóns-
sonar, að skattarnir séu nú þegar
orðnir svo háir hér á landi, að
ekki verði lengra haldið á þeirri
braut, eru sannmæli. Skattahækk-
un er þvi höfuðóráð og sama
rnáli gegnir um ný eyðslulán.
í raun og veru á þjóðin i fjár-
hagsefnum enga þrjá kosti fyrir
hendi, heldur aðeins einn: Að
spara. Þar dugar ekki lengur að
segja eins og sósialistar: Það
er ekkert að spara. Nauðugir,
viljugir verðum við að spara, og
það er margt setn spara má
bæði i rekstri ríkisins, félaga og
einstaklinga. Fyrst verður að
spara hið ónauðsynlega og siðan
einnig hið nauðsynlega með því
ákveðna takmarki, að þjóðin
komist út úr styrjaldarrótinu og
hverju því sem mæta'_kann,'sem
sterkari og þolnari þjóð. Þjóð,
sem hefir lært, að með sam-
heldni og sjálfsafneitun má sigra
alla erfiðleika.
Að þessu sinni skal hér ekk-
ert rifjað upp hverjum kenna má
hvernig í pottinn er nú búið
hjá þjóðinni. Það hefir verið
gert áður hér í blaðinu. Við
verðum að horfast í augu við
ástandið eins og það er, og
þær ráðstafanir sem gerðar
verða, að miðast við það. Það
er tilgangslaust að lifa og láta
eins og þjóðin væri rik, þótt
við máske gætum verið það.
Hitt verður að játa, að atvinnu-
vegirnir eru í samdrætti og stór-
feldum beyglum, þótt mest beri
á þessu við sjávarsiðuna, enda
hefir staðið þangað «óslitinn
straumur úr sveitunum undan-
farin ár.
Við erum fátæk sliguð og
þrautpínd þjóð, vegna hafta og
óstjórnar. Þjóð, sökkvandi stöð-
ugt dýpra og dýpra í skulda-
áþján erlends auðvalds. Þjóð,
sem er á stöðugum flótta frá
þeim verkefnum, sem þurfti að
Ieysa. Þjóð, sem verður að
eignast sigur með sókn. Þeirri
sókn er ekki beinist gegn öðrum
heldur sjálfum oss. Hver þegn
verður að rækja sem bezt skyld-
ur sínar við land og þjóð með
starfi og dáð. Hjálpa sér sjálfur
með guðshjálp til fjárhagslegs
sjálfstæðis. Án þess verður ekki
hægt að byggja upp, það sem
niður hefir verið rifið. Án fjár-
hagslegs sjálfstæðis deyr menn-
ingarlegt sjálfstæði og með þvi
lifæðar þjóðerniskendar,
Fyrsta boðorðið, eina boð-
orðið eins og nú stendur er að
bæta fjárhagsgrundvöll ríkisins.
Það boðorð verður aðeins
uppfylt með: Meiri varfærni,
meiri sparnaði.
Ef ekki á að láta reka á reið-
anum i andvaraleyri óvitans,
eins og verið hefir undanfarin
ár, og þjóðin vill sigrast á þeim
erfiðleikum, sem yfir standa,
verður hún að spara. Hér í
misbrestasömu landi, verður
jafnan að búa varfærin og spar-
söm þjóð, sem lifir eftir þeirri
reglu að taka heldur sitt hjá sér,
en fá það að láni hjá nágrann-
anum. Með þeirri reglu eflir
þjóðin manndóm sinn og sjálf-
stæði.