Vesturland

Árgangur

Vesturland - 04.11.1939, Síða 2

Vesturland - 04.11.1939, Síða 2
172 VESTURLAND Rússar hafa í hót- unum við Finna. Sendimenn finsku rikisstjórn- arinnar eru nú staddir í Moskva með úrslitasvar finsku stjórnar- innar við kröfum rússnesku ríkis- stjórnarinnar. Fram að þessu hafa margir vonað, að samkomulag næðist milli Finna og Rússa. Nú lítur út fyrir, að slikt verði tálvon. Hafa rússnesk blöð í gær í hót- unum við Finna, ef þeir ekki gangi að kröfum Rússa. En kröfur Rússa eru: Að fá til eignar tvær eyjar við strendur Finnlands i Eystrasalti; að landamærin að norðan- verðu, milli Finnlands og Rúss- lands, verði færð nokkuð til. Eiga Finnar að njóta jafnaðar- skifta um þetta atriði; að Finnar leigi Rússum lands- svæði og leyfi þeim að setja þar upp flotastöð og gefi þeim frjálsar hendur um hernaðar- framkvæmdir á hinu leigða lands- svæði. Ef Finnar samþykkja þessar kröfur bjóða Rússar samþykki sitt til þess, að Álandseyjar verði viggirtar, og að gera við þá ekki árásarsamning eins og hin Eystra- saltsríkúa. Sú krafa Rússa, sem Finnum er mesti þyrnir í augum, er eðli- lega sú, að Rússar fái hersöð í landi þeirra. Með því er frelsið farið, en til þess að endurheimta frelsi Finnlands háöu þeir blóð- uga borgarastyrjöld í fok heims- styrjaldarinnar 1914—1918. Þar sem Rússar vilja þvinga fram sfnum kröfum óbreyttum má búast við, að til styrjaldar milli Finna og Rússa kunni að koma á hverri stundu. En styrjöld milli Finna og Rússa myndi snerta beint og óbeint öll Norðurlönd, og einnig færa okkur íslendinga ískyggi- lega nær styrjaldarvoðanum. Þar sem afstaða Finnlands er nú alment umræðuefni þykir rétt að láta hér fylgja nokkrar upp- lýsingar um núverandi forseta Finnlands og helztu samstarfs- manna hans. Forseti Finnlands, Kyösti Kallio, er 65 ára gamall. Kallio er sjálfur bóndi og af bænda- ættum frá Kirjálalandi (Karelen) og er gæddur í rikum mæli beztu eiginleikum finska bóndans, dugnaði og þrautseigju. Sem stjórnmálamaður hefir Kallio fengið mikla reynslu, þar sem hann hefir tekið meiri og minni þátt í stjórnmálum þjóðar sinnar frá 1905 og gengt marg- vfslegum trúnaðarstörfum, en vegur hans varð mestur eftir finsku borgarastyrjöldina. Barð- ist Kallio þar hetjulega með hin- um hvltu herdeildum undir for- ustu Mannerheims hershöfðingja. Varð Kallio forsætisráðherra 1923 og bannaði þá kommúnistaflokk- inn, en varð að láta af völdum 1930, þar sem hann stóð á móti kröfu Kosola-Lappanna, sem þá voru öflugur flokkur, um að kommúnismanum yrði algerlega útrýmt f Finnlandi. 1936 varð Kallio forsætisráð- herra í fjórða sinn og bauð sig þá fram sem forseta á móti Svinhufvud fyrverandi forseta, sem f Finnlandi hafði fengið auknefnið „faðir föðurlandsins." Var það baráttan milli finskunn- ar og sænskunnar í Finnlandi, sem bar Kallio upp i forseta- stólinn. Fékk hann fá atkvæði I fyrstu lotu, en fulltrúar verka- manna og bænda sameinuðust þá um Kallio gegn Svinhufvud, svo Kallio náði kosningu. Kona Kallio, Kaisa, sézt sjald- an I höfuðborginni Helsingfors. Hún hefir alla stjórn á tveimur búgörðum þeirra hjóna f Nevela- héraði, þar sem rekinn er stór- búskapur á finska vísu. Forsætisráðherra Finnlands er nú Aimo Kaarlo Cajander. Hann er nú liðlega sextugur maður, en lftið þektur utan Finnlands. Cajander er einn af kunnustu skógræktarmönnunum f Finnlandi og gegnir störfum skógræktarstjóra. Cajander hefir verið samverkamaður Kallio í stjórnmálabaráttunni, og þegar Kallio var kosinn forseti fól hann Cajander að mynda stjórn. Voru þeir reyndir að vináttu og líkir í skoðunum. Báðir hafa þeir stutt norræna samvinnu, en eru þó merkisberar þeirrar stefnu að finsk tunga og þjóðerni verði öllu ráðandi I Finnlandi. Cajanderer varfærinn og hæg- fara framfaramaður. Hefir hann i störfum sínum lagt áherzlu á, að efla trú þjóðarinnar á land sitt. Hefir þessi boðskapur Cajander fallið ágætlega inn í stöðu hans sem skógræktarstjóra, þvi timbur og trjáviðarvörur eru stærstu útflutningsvörur Finna. Utanríkisráðherra Finnlands, Eljas Erkko er 44 ára gamall. Erkko er stjórnmála- og blaða- maður. Hlaut hann mentun sfna að miklu leyti í New York, þar sem faðir hans var ritstjóri I Bandarikjunum utn skeið. 1917, þegar frelsisstríð Finna byrjaði, sneri Erkko heim til ætt- jarðarinnar eins og íjöldi annara samlanda hans. Varð hann brátt liðsforingi og barðist hraustlega. Særðist hann eitt sinn hættulega og fékk þá stöðu I herforingja- ráðinu, er honum batnaði. Síðan varð Erkko sendisveitarfulltrúi í Parfs, Tallin og London. 1927 komst Erkko í ritstjórn stærsta blaðsins á Finnlandi, „Helsingin Sanomal" og varð árið eftir aðalritstjóri þess. Hefir Erkko fylgt framfarafiokknum að málum f stjórnmálum. Var hann brátt kosinn á þing og lét þar mikið til sfn taka. Við utanrfkis- málaráðherraembættinutókErkko f sfðastl. desembermánuði af Holsti, sem var einn af nánum samverkamönnum Kallio. Af finsku ráðherrunum er Erkko mestur heimsborgari. Hann er mikill málamaður og gáfaður, en berst mikið á. Er talið að hann nái ekki síður tökum á andstæðingum sinum heima fyrir með íburðarmiklum veizlum en fortölum. Fyrsta vandamálið, sem Erkko varð að glfma við sem utanrlk- ismálaráðherra, voru viggirðing- ar Álandseyja. Síðan leið á yfir- standandi ár hefir verið stöðugur aðdragandi þeirra atburða sem nú standa fyrir dyrum. íslandsdeild heimsýningarinnar í New-York var lokað 31. f. m. Alls hefir sýningarkostnaður íslands numið urn 450 þús. fsl. krónur eða nær hálfri miljón króna. Er það miklu meira en áætlað var I upphafi, en ekki utn annað að gera úr þvf ísland var þátttakandi en að gera sýningu þess svo mynd- arlega sem hægt er. Og það hefir tekist prýðilega, að dómi sýningargesta. í framkvæmdanefnd sýningar- innar voru þeir: Thor Thors al- þingismaður, tfaraldur Árnason kaupm. og Ragnar sál. Kvaran landkynnir, en Vilhjálmur Þór bankastjóri var umboðsmaður og fulltrúi framkvæmdanefndar I New-York. Tveir. ísfirðingar, sem nú eru búsettir í New-York. störfuðu við íslandsdeild heimssýningarinnar. Voru það þau: Frk. Ágústa Jóhannsdóttir (Þorsteinssonar kaupm.) og Quðm. Ebenezer Ól- afsson (frá Bolungavfk.) island var þriðja rfkið af öll- um þátttakendum heimssýning- arinnar, til þess að opna sýn- ingardeild sfna, og hefir hún alment hlotið ágæta dóma, og talin næst bezta sýningardeildin á allri heimssýningunni. í sambandi við sýningu þessa hefir það komið upp, eins og oft áður, að Norðmenn vilja eigna sér þá íslendinga, sem unnið hafa til lofs og frægðar, og telja þá Norðmenn. Var það lengi vel svo og eimir enn eftir, að Norðmenn töldu Snorra Sturluson norðmann og norskt skáld og sagnaritara. Nú á heims- sýningunni stóð bardaginn um Leif hepna Eirlksson, er fyrstur hvitra manna fann Amerlku. Er Leifur með vissu fæddur hér á landi og alinn hér upp. Þykir líklegt að Leifur hafi fæðst að Dröngnum í Árneshreppi, meðan Eirikur faðir hans bjó þar. Ásókn Norðmanna f þvf að eigna sér Leif hepna gerði þá hlægilega í augum kunnugra. T. d. reistu þeir styttu af Ólafi Tryggvasyni fyrir framan sýning- arskála sinn og ietruðu á fótstall hennar, að Leifur hefði að boði Ólafs Tryggvasonar fundið Ame- ríku. Fer því fjarri að að sögu- leg rök bendi neitt f þá átt, að Ólafur Tryggvason hafi átt þátt f Vinlandsför Leifs eða hún verið farin af hans hvötum. Þegar krónprinzhjónin norsku heimsóttu heimssýninguna f sum- ar litu þau i svip á íslandsdeild- ina og létu taka mynd af sér framan við Leifsstyttuna, sem prýddi innganginn að íslands- deildinni. Er þessi myndataka eflaust gerð með það fyrir aug- um, að villa um heimildir fyrir ókunnuga. Munu þeir sem mynd- ina sjá, margir Ifta svo á, að myndin sé tekin við norsku sýn- ingardeildina. Norðmenn í Bandaríkjunum efndu til mikils mannfagnaðar og var þar afhjúpuð stytta af norð- manninum Leifi Eirikssyni af norska krónprinzinum. Þessi ásókn Norðmanna og norsku ríkisstjórnarinnar í þvf að draga Leif hepna f sinn dilk ber vott um lítinn góðvilja í garð íslendinga. Hlutleysislögin. Breytingar á hlutleysislögum Bandaríkjanna hafa nú verið af- greiddar af báðum deildum con- gressins, fulltíúadeildinni og öld- ungadeildinni. Er vopnasölu- bannið upphafið með breyting- unum og leyfilegt að selja ófrið- arþjóðum vopn og hergögn, ef þær taka við þeim f amerfskri höfn og annast sjálfar flutning- inn. Undirritaði Roosewelt fórseti nýju lögin strax í dag. Mesta þóf hefir verið um þess- ar breytingar á hlutleysislögun- um. Lagði Roosewelt forseti og ráðherrar hans kapp á það, að breytingar þessar næðu fram að ganga, en um stund leit svo út að meirihluti öldungadeildarinnar yrði mótfallinn breytingunum. Talið er að breytingar þessar muni slyrkja hernaðaraðstöðu Breta og Frakka, sem nú geti fengið vopn og önnur hergögn eftir vild frá Bandaríkjunum. Staka. Hagur þegna þykir bágur, þrautpíndir við óstjórn glíma eðlisverri en allar plágur Egiftalands fyrri tfma.

x

Vesturland

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vesturland
https://timarit.is/publication/633

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.