Vesturland

Árgangur

Vesturland - 23.11.1940, Blaðsíða 3

Vesturland - 23.11.1940, Blaðsíða 3
VESTURLAND 179 Ný bók, Aö utan og sunnan, eftir professor Guðbrand Jónsson, er komin í bókaverzianir. Bók þessi hefir þá tvo kosti góðra bóka, að vera bæði fróðleg og skemtileg. Vestfjarða-annáll. Undir þessari fyrirsögn verða framvegis flutt hér í blaðinu fréttayfirlit eða fréttabréf úr kaup- túnum og sveitum hér vestra. Verða fréttirnar úr nágrenni ísa- fjarðar samfeldari með þessu móti og greiðari aðgöngu fyrir þá sem vilja kynnast þeim, bæði nú og síðar. Fer oftsvo, aðþað sem fram hjá okkur fer eftirtekt- arlítið þykir mikils virði er fram liða stundir, einkum alt er sneitir menningarlif, atvinnuhætti og efnahag fólks. Hefst þá annáll þessi á frétta- bréfi Frá Álftflrðingum. H. f. Andvari í Súðavík hefir nýlega keypt vélbátinn Draupnir frá Siglufirði. Kaupverð bátsins er 32 þúsund krónur, ásamt tals- verðri útgerð. Skipstjóri á bátn- um er Þorleifur Finnbogason. Kom hann með bátinn hingað að norðan 18. þ. m., og byrjar bráðlega fiskiveiðar. Eins og áður er getið keypti h. f. Andvari í fyrra vélbátinn Erling, skipstjóri Jakob Elíasson, hefir hann aflað ágætlega og vel- gengni hans ýtt á aukningu á skipastóli félagsins. Með tilliti til útgerðaraukning- ar hefir h. f. Andvara aukið nú hlutafé sitt um 20 þúsund krón- ur og gekk það mjög greiðlega. Er hlutaféð nú alls 50 þús. kr. Stjórn h. f. Andvari skipa þeir: Grímur Jónsson kaupmaður hér, Jakob Eliasson skipstjóriog Frið- riksson kaupfélagsstjóri. Okkur Álftfirðingum þýkir miklu skifta, að Andvara farnist sem bezt, því miklar vonir eru við hann tengdar, og það eru ekki litlar atvinnubætur fyrir okkur Álftfirðinga, þegar góðir bátar bætast i heimaflotann. Um afkomu almennings hér i bygðarlaginu má segja í einu orði, að hún sé ágæt. Meiri vei- sæld til sjávarins höfum við ekki lifað. Flestar fjölskyldur hér í Súðavik eru líka sjálfbjarga um ræktun matjurta, og sumar held- ur betur. Flestir þorpsbúar eiga líka fleiri og færri skepnur, og hafa af því góðan stuðning. — Hefir túnrækt og garðrækt auk- ist hér mikið undanfarin ár, og á þann hátt hafa margir notað landlegukaflana og aðrar tóm- stundir, sem oft fóru áður fyrir litið. Má óhætt segja, að þessi vinna hafi gefið bæði beint og óbeint drjúgar tekjur, þótt dag- launin væru lág, en mest legg eg þó upp úr þeim manndómi og hollustu, er slíkar framkvæmd- ir skapa. Það ter þarfur skóli, sem kennir mönnum [að trúa á sjálfa sig og landið sitt. Nú fer að fækka gömlu minj- unum á Langeyri. íbúðarhúsiQ gamia var rifið i sumar og selt héraðsskólanum i Reykjanesi. Var það flutt þangað og sett upp nokkuð breytt, og verður bráð- iega vigt sem framtíðarinnar mentahöll. Svona breytist alt f henni veröld. Hús þetta var reist af Thorvald Amlie, er fyrstur setti hvalveiðistöð á Langeyri, og var það fyrsta hvalveiðistöð Norð- manna hér á landi. Hvalagengdin var þá svo mikil hér við land, að hvalveiðibátar hans ísafold, Fjallkonan og Jarlinn fengu oft marga hvali hér inni i Djúpi, alt inn að Borgarey. Fékk Olsen, skipstjóri og hvalaskytta á ísa- fold, 12 hvali hér i Djúpinu einn veturinn frá byrjun marzmánaðar til sumarmála. Þetta var nú útúr dúr, sem lesandinn vonandi fyr- irgefur. — Húsið á Langeyri var fiutt tilhöggið frá Noregi, bjálka- bygl °g múrað i binding. Mun það hafa verið tim 70 áira, er það var rifið, og hafði furðan- lega lítið látið ásjá eftir misjafna meðferð. Svona endist það, sem vel er gert i upphafi. Mest af þess- um langa tíma, s. 1. 70 ár, hefir Langeyri verið mikil útgerðar- stöð, en umfangsmesturog mynd- arlegastur var reksturinn í hönd- um þeirra feðga Sigurðar Þor- varðssonar í Hnífsdal og Þor- varðar sonar hans. Mátti margur Álftfirðingur sakna vinar í stað, er þeir hættu. Nú er útgerðin öli og atvinnu- rekstur í sambandi við hana hér i Súðavik, og mun verða það langan tfma. Er nú vaknaður áhugi fyrir því að bæta aðstöð- una með góðri bryggjugerð. Er það nauðsynjamál, sem fagna ætti almennu fylgi héraðsbúa, þvi Súðavik^ hefir góðj skilyrði sem^framtiðarþorp, ekki sizt nú þegar vorhugurinn er vakinn. Söngur frú Jóhönnu Jóhannsdóttur ogsr. Marinó Kristinssonar. Frú Jóhanna og sr. Marinó hafa ákveðið að skemta bæjar- búum rneð söng næstk. mánu- dagskvöld kl. 9, í Alþýðuhúsinu. Undirleik annast hr. O. Naabye. Frú Jóhanna syngur einsöng: Aria úr „Sköpuninni" eftir Haydn, Wohin (isl. texti) eftir Schubert, Aría úr óperunni „Carmen", eftir Bizet, og söng Sóiveigar, eftir Qrieg. Sr. Marinó syngur þessi lög: Ave Maria, eftir Schubert, í rökk- urró hún sefur, eftir Björgvin Guðmundsson, Lindin, eftir Ey- þór Stefánsson, og Aría úr óper- unni Afríkustúlkan, eftir Meyer- beer. Tvísöngur (frú Jóh. og sr. Marinó) 2 ariur úr óperunni „Rigoletto”, eftir Verdi, Haustljóð, eftir Mend- eisohn, Vöggulag, eftir Brahms, Barcarole vals, eftir Offenbach, og Sólsetursljóð, eftir sr. Bjarna Þorsteinsson. Má sjá af þessari söngskrá, að lögin eru valin við hvers manns hæfi. Er því sjálfsagt af bæjar- búum að sækja vel þessa ágætu söngskemtun. Niðursuðuverksmiðjan h. f. hér í bænum. sem tók við Rækjuverksmiðjunni, lét I sumar reisa rúml. 600 rúmm. viðbótar- bygg*ngu með 5 steinsteyptum reykklefum Hafði komið óvænt uppstytta í rækjusöluna, og því nauðsyniegt að breyta til með reksturinn. Var tilætiun félagsins að reykja fisk, einkum síld, i all- stórum stil, en úr því hefir lftið orðið enn þá. Nú ætlar félagið strax og hráefni fæst, að hefja flökun og niðursuðu á fiski, einkum keilu. Dvaldi Þorvaldur Guðmundsson niðursuðum., for- stjóri niðursuðuverksm. S. í. F., hér um siðustu helgi til leiðbein- ingar um hina nýju framieiðslu. Gert er ráð fyrir, að verksmiðj- an geti flakað og soðið niður alt að 10 smálestum á dag, svo starfrækslan getur orðið stórfeld á islenzka visu, ef alt gengur samkvæmt áætlun. Væri þess sannarlega óskandi, að fram- kvæmdir þessar tækjust sem bezt. Skapa þær að sjálfsögðu mikla atvinnu, ef vel tekst. Leiðrétting. Út af smágrein í 44. bl. VI. um minningarathöfn skipshafn- arinnar á botnvörpungnum Braga 8. þ. m., hefir blaðinu borist bréf frá Iir. Eyþór Hallssyni, skipstj. á vélsk. Richard. Kveður hann ummæli VI. um að fiskflutninga- skipin, er hér lágu umræddan dag, hafi ekki sýnt samúðarvott með sorgarfánum, alveg ástæðu- laus. Sjálfur hafi hann flaggað upp úr hádegi, og aðrir skip- stjórar hafi einnig látið flagga. Endar bréf skipstjórans á þessa leið: „Allir hinir föllnu sjómenn voru samverkamenn og vinir okkar, og ummæli yðar þvi sár fyrir okkur og aðstandendur okkar, sem geymum minningu hinna föllnu meðbræðra i friði og fullvissu þess, að sá guð, sem öllu ræður, græði sár okkar og annist þeirra líf, þótt okkur séu þeir ósýniiegir“. Mörgum hefir farið eins og ritstjóra VI., að verða þess ekki var að skipin flögguðu, og höfðu þá strax orð á því. En skipstjór- inn má bezt um þetta vita, og þvi sjálfsagt að leiðrétta frásögn- ina. Hjúskapur: Frk. Þórunn Björnsdóttir og sr. Marinó Kristinsson sóknarprestur hér giftu sig 16. þ. m. — S. d, giftu sig frk. Hulda Sigurbalda- dóttir og Bóas Guðmundsson. Trúlofanir eru nú óvenju örar hér i bæ, og líklegast hvar sem farið er hér á landi. Finst unga fólkinu framtíðarhimininn bjartari nú en áður. Voru 6 trúlofanir hér i bæn- um um siðustu helgi, að þvi er Vesturl. hefir frétt. Mun það eins dæmi, að svo mikinn ástahval- reka hafi borið að iandi á einum og sama degi. Ekki er blaðinu kunnugt um nöfn alis þessa unga fólks, en óskar að hinar björtu framtíðar- vonir uppfyllist alveg bókstaflega bæði í bráð og lengd. Raforka til hitunar hækkaði um síðustu helgi upp í 15 au. kwst. Var þáþegartek- ið að lækka í Fossavatni, enda hefir raforkunotkun i haust verið stórum meiri en áður, eða um 40% meiri en á samatíma i fyrra. Kvenfélagið Hlíf heldur barnadansleik kl. 5 á morgun, að Uppsöium. Viðskiftaskráin. Steindórsprent h. f. I Reykjavík hefir undanfarin ár gefið út ís- ienzka viðskiftaskrá, sem náð hefir almennri hylli, utanlands og innan, enda er viðskiftaskráin stórvirki á íslenzkan mælikvarða. Framsýnn atvinnurekandi aug- lýsir í Viðskiftaskránni, þvi það gefur öruggan gróða. Vestfirzkt fyrirtæki og stofn- anir, sem vilja auglýsa I Við- skiftaskránni eða láta þar getið iðnar eða atvinnurekstrar, geta snúið sér til ritstjóra þessa blaðs, sem gefur allar nánari upplýs- ingar. Munið að borga blaðið. Gjalddaginn er löngu liðinn.

x

Vesturland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturland
https://timarit.is/publication/633

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.