Vesturland - 23.11.1940, Blaðsíða 1
VESTURLAND
BLAÐ VESTFIRZKRA SJÁLFSTÆÐISMANNA
RITSTJÓRI: ARNGR. F R. BJARNASON
XVII. árgangur.
ísafjörður, 23. nóvember 1940.
46. tölublað.
Vill halda völdunum Grikkir vinna stórsigra í Al-
fram i andlátið. baniu og taka mikið herfang.
Það er nokkurn veginn aug-
ljóst mál, að hinn áður ört vax-
andi Alþýðuflokkur hefir verið á
híiiðri niðurgöngu síðustu árin.
-Sjálfsagt hefir engum verið
þetta ljósara en foringjunum
sjálfum. Þeir eru kunnugastirog
hafa allstaðar eða vfðast hvar
fundið nágustinn anda á móti
sér. Þess vegna hafa foringjarnir
viljað sýna myndugleik sinn með
þvf, að láta „fólkið finna fyrir
valdinu". Það átti að kenna því
að hlýða foringjunum með stríðu
úr þvf það ekki tókst með bliðu.
Þetta tókst þó ekki heldur.
Fólkið fjarlægðist foringjana
meira og meira, hló stundum að
öllum ærslaganginum og umsig-
slættinum. Það sá foringjana,
sem sögðust „gera alt fyrir al-
þýðuna", sem nýríka burgeisa,
feitt embætti í dag, annað á
morgun og þriðja hinn daginn,
Ieika smákonga við alþýðuna,
þegar þeir þóttust nógu fastir f
sessi. Þá var nú ekki talað um
lýðræði og frelsi, heldur var ein-
ræðið efst á baugi, og vægðar-
laus útskúfun beið þeirra, sem
ekki vildu beygja sig og kyssa
á fót kúgarans.
íslenzk alþýða lét ekki kúgast.
Hún vill frelsi og lýðræði, en
fordæmir einræði og kúgun. —
Fleiri og fleiri sneru baki við
foringjunum. Sumir gengu beint
til andstöðu við þessa nýju ein-
ræðispostula, en allur fjöldinn lét
sér nægja afskiftaleysið af öllu
þessu brambolti foringjanna, sem
þeir fyrirfitu í hjarta sfnu.
Svo langt var komið að sópa
burt allri gyllingunni, að stærstu
verkalýðsfélögin sögðu skilið
við Alþýðusambandið vegna
óþolandi einræðis, og fleiri og
fleiri félög fetuðu I þeirra spor.
Einræði Alþýðusambandsins varð
ekki varið lengur, að því var
sótt úr öllum áttum. Foringjamir
neyddust til þess að breyta til,
og afneita einræðinu, en Adam
þeirra alþýðuforingjanna var ekki
lengi í þeirri Paradís.
Þetia kom greinilega fram á
nýafstöðnu þingi Alþýðusam-
bandsins. Svo að segja allir full-
trúar þingsins afneituðu hinu
gamla einræði, og vildu sverja
sig sem lengst frá þvl. Nú var
ráðin ný skipan, þar sem lýð-
ræðið á að ráða, og pólitlskir
fjötrar að vera fordæmdir. En
þegar ráða á framkvæmdarstjórn
er alt komið I gamla horfið aftur
hjá fulltrúunum á Alþýðusam-
bandsþingu. Ekki má slaka á
einni einustu fjöturskrúfu ein-
ræðisins. Völdunum Viljum við
halda alveg fram í andlátið, segja
foringjarnir. í framkvæmdastjórn-
inní verða eingöngu að sitja
okkur pólitísku þægu lömb eða
harðsvfraður bitlingalýður.
Hvað varðar um lýðræði?
Hvað varðar um samstarf og
samheldni?
Jú, það er .alveg rétt, að dýr-
tfðin hefir bitnað þyngst og al-
varlegast á verkalýðnum, og að
einingar og samheldni er full
þörf í kaupgjaldsbaráttu þeirri,
sem fyrir dyrum stendur.
Þetta er ekki númer eitt hjá
alþýðuforingjunum heldur hitt,
að halda völdunum eins lengi og
mögulegt er, helzt alveg fram í
andlátið.
Eru völdin svona sæt, eða er
einræðið svo fast þeim í blóðið
borið, að þeir hafa ekkert lært af
reynslu Alþýðuflokksins undan-
farin ár. Mætti þó hverjum vera
augljóst, að honum hefir orðið
einræðið að falli.
Og meðan Alþýðuflokkurinn
afneitar ekki einræði og ofbeldi
í orði og verki heldur hann
vissulega áfram að visna og
deyja. Fylkingin kringum for-
ingjana smáþynnist. Alþýðan sér
að hún hefir fengið steina fyrir
brauð og kúgun fyrir frelsi.
Valdhafarnir treysta á lifvörð
sinn. Hann á að halda allri óá-
nægju niðri með harðri hendi, ef
á þarf að halda. Bitlingaliðið er
lifvörður Alþýðuflokksins. Það
á að halda niðri óánægju ai-
þýðunnar, ýmist með harðri hendi
eða fagurgaia og blekkingum.
Þetta er samhent og samvalin
sveit, sem viða hefir beitt hnú-
um og hnefum undanfarið, en
þetta málalið mun iíka verða
ótrygt þegar opinn pólitiskur
dauði blasir við, og alþýðan ritar
„mene tekel“ yfir „foringjunum*
sem hanga við völd í skjóli ein-
ræðisins.
Harðir bardagar hafa staðið
yfir undanfarið á vigstöðvunum
í Qrikklandi. Hefir Qrikkjum
veitt hvarvetna betur og i fyrra
dag náðu þeir borginni Koritza
úr höndum ítala, og tóku þar
mikið herfang. Hefir lengi verið
barist um Koritza, oglögðu ítalir
mikið kapp á að halda borginni,
enda er hún hernaðarlega mikii-
væg. Hafa ítölsku hersveitirnar
nú tekið sér varnarstöðu vestan
við borgina, og vænta þangað
hjálparliðs.
ítaiir hafa lfka orðið að láta
undan síga á öðrum vigstöðv-
um i Grikklandi. Segjast Grikkir
nú hafa hrakið ítali algerlega úr
landi sfnu, og einnig hafa náð
suðausturhorni Albaniu á sitt
vald.
Mið-Evrópuráðstefna.
Um miðja vikuna stóð yfir
mikil ráðstefna ráðandi stjórn-
málamanna á meginlandiEvrópu.
Var ráðstefnan í Vinarborg, og
fór Hitler rikisleiðtogi Þýzkalands
þangað, og margt stórmenni
annað. Ráðstefnan hefir verið
nefndMið Evrópuráðstefnan. Að
ráðstefnu þessari gerðist Ung-
verjaland aðili að þriveldasátt-
málanum svonefnda, og i gær
gerðist Rúnenía einnig aðili að
sama sáttmála, og búist er við
að Jugoslavía fylgi í sömu slóð-
ina. Talið er að öxulveldin hafi
unnið mikla stjórnmálasigra með
þessari ráðstefnu.
Mikil vináttumál hafa lika farið
milli Þjóðverja og Rússa. Var
Molotov, utanrikismálaráðherra
Rússa, tekið með kostum og
kynjum, þegar hann kom f heim-
sókn til Berlínar fyrir skemstu.
Lofthernaðurinn
er i sama algleymirtgi og áð-
ur, og færist þó heldur í aukana.
Hafa brezkar flugsveitir gert
magnaðar árásir á margar borgir
og herstöðvar f ítalfu, og segj-
ast hafa valdið miklu tjóni.
Þýzkar flugsveitir gera nú
stöðugar árásir á Bretland.
Segjast Þjóðverjar hafa valdið
stórkostlegri eyðileggingu í mik-
ilvægustu iðnaðarborgum Bret-
lands.
Þessir sigurvinningar hafa að
vonum vakið mikinn fögnuð í
Grikklandi fyrst og fremst, en
einnig í Bretlandi, Hafa Bretar
stutt Grikki með ráðum og dáð
f bardögunum við ítali, og eiga
Bretar eflaust mikinn þátt í sigr-
um Grikkja.
Stjórnmálamönnum þykir enn
vant að sjá, hvernig málum
skipast á Balkanskaga. Vilja
Tyrkir sjáanlega vera viðbúnir
óvæntri árás. Samþykti tyrk-
neska stjórnin á fundi sinum í
nótt er leið, að herlög skuii
gilda i héruðunum umhverfis
Bospörus og Dardanellasund. Er
ákveðið að herlög þessi gildi
fyrst um sinn í mánuð.
Búlgarar hafa hinsvegar engar
slíkar ráðstafanir gert.
Svona til einskonar tilbreyt-
ingar skiftast svo Bretar og
Þjóðverjar á skotum yfir Dower-
sund með hinum langdrægu
fallbyssum.
16. þing
Alþýðusambands íslands
lauk nú í vikunni. Samþykt
var með yfirgnæfandi meiri-
hluta að aðskilja Alþýðusam-
bandið og Alþýðuflokkinn. Bar
Magnús H. Jónsson, formaður
H. í. P., fram rökstudda dag-
skrá um að visa lagabreytingun-
um frá, en hún fékk aðeins 7
atkvæði, er til kom.
Forseti hins nýja Sambands
var kosinn Sigurjón Á. Ólafsson,
formaður Sjómannafélags Reykja-
vikur, og með honum i stjórn-
ina einlit hjörð. Verður sam-
starfið hér á landi sifeit minna
en áður var, í stað þess að I
Noregi og Danmörku, þar sem
líkt stendur á og hér, er sam-
starfið alt af að aukast, og hin
gamla flokkabarátta má heita
horfin.
Bera þeir þunga ábyrgð, sem
með einræði sínu koma i veg
fyrir eðlilega samvinnu. Hér á
landi er not fyrir alla krafta, og
nóg eru nauðsynjamálin til þess
að reyna kraftana á.