Vesturland

Árgangur

Vesturland - 31.07.1943, Blaðsíða 2

Vesturland - 31.07.1943, Blaðsíða 2
90 VESTURLAND Óskar Jóhannesson, hreppstjóri. Minningarorð. VESTURLAND Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Siguröur Bjarnason, frá Vigur Silfurgata 6. Sími 5. Skrifstofa Uppsölum, sími 19 3. Verð árgangsins 10 krónur. Afgreiðslumaður: Jón Hjörtur Finnbjarnarson. Skipagata 7. talskra fascista. Stofnaði hann blaðið með aðstoð fransks anð- magns. Stefna Mussolinis sigr- aði og Italía fór í striðið með Frökkum og Bretum. 23. marz 1919 stofnaði Mussolini fyrstu fascistasveitir sinar. Hann taldi sig þá enn vera socialista i skoðunum. Flokkur hans efldist liröðum skrefum og árið 1922 i október streymdu fascistasveitirnar til Rómar og brautin var rudd fyrir valdatöku Mussolinis. Stórveldisdraumur. Megintakmark hans virðist liafa verið það, að skapa ltalíu stórveldisaðstöðu. Þessvegna hóf hann Abyssiniu-styrjöldina og þessvegna rcðst hann i það ævintýri, sem nú hefur orðið honum að falli, þátttakan í styrjöldinni með Hitler og naz- istum hans. Mussolini reiknaði dæmi sitt skakkt. Hann hélt að styrjöldin væri á enda í júni 1940, þegar að Þjóðverjar höfðu vaðið yí'ir Frakkland, og Bretland stóð eitt uppi, lamað eftir hrakfarirnar i Flandern. Hann rak rýtinginn í bak Frakklands, sem var i sárum. Þar með þóttist hann trvggja sér áhi'ifarétt við friðarsamn- inga þá, er hann liélt að fram- undan væru, er Þjóðverjar hefðu knúð fram uppgjöf Breta. En Fortuna Belli (striðs- gæfan) reyndist honum fall- fallvölt. Svo fallvölt sem raun er á orðin, að ítalska þjóðin liefur nú glatað öllum nýlend- um sínum, hörmungar ófriðar- ins hafa sótt hana heim í henn- ar eigið land og sjálfur ógæfu- smiðurinn, Mussolini, hefur orðið að hröklast frá völdum. Hvar er Mussolini? Getum er að þvi leitt, livar Mussolini muni nú dvelja. Er talið að liann hafi þegar flutt út á sveitasetur sitt, sem er í nágrenni Rómaborgar. Ekki er talið líklegt að hann hyggi á landvist utan Italíu enda í fá horn að leita fyrir hann. I Þýzkalandi er látið í veðri vaka að Mussolini hafi látið af völdum sökum heilsubrests. Talið er þó, að fall lians muni draga nokkuð úr barátlu- kjarki þýzku þjóðarinnar, enda þótt Þjóðverjum hafi lít- ill styrkur verið að liði hans, og raunar trafali. Hinn 22. þessa mánaðar var'’ til grafar borinn frá Þingeyr- ar-kirkj u Óskar lireppst j óri Jóhannesson. Hann er fæddur á Þingeyri 26. febrúar 1897, og er því að- eins hálffimmtugur, er hann andaðist. Foreldrar hans voru Jó- liannes fyrrverandi hrepp- stjóri og alþingismaður Ólafs- son og kona hans, Ilelga Sam- sonardóttir. Standa að Óskari góðar ætt- ir. Móðurætt hans er úr Norð- urlandi, Húnaþingi, cn föður- ættin héðan úr hreppi, hin svo- nefnda Haukadalsætt, er lið fram af lið hafa átt þar óðal og aðsetur. Föðurfaðir óskars, Ólafur Jónsson, bóndi i Haukadal, var mjög gáfaður og fjölhæfur maður. Talaði meðal annars lranska tungu svo,- að til var tekið. Snarmenni hið mesta, þjóðhaga smiður á járn og tré, einkum rennismíði, hvala- skutlari og selaskytta. Ingibjörg, kona ólals Jóns- sonar, var Jónsdóttir, bónda. í Stapadal, Bjarnasonar á Dynj- anda, Pálssonar. llún var fróð- leikskona hin mesta á öll þj óð- leg fræði. Gætir þessara eigin- leika víða hjá niðjum þeirra, sem nú eru orðnir fjölmargir. Alnafni Ólafs, sira Ólafur Jónsson, sáhnaskáld og prestur á Söndum um 1600, deyr þar 1627, er forfaðir þessara Ilauk- dæla. Óskar er 10. maður frá honum i heinan karllegg. Og liin mörgu Ólafa-nöfn, er gætir svö mjög í ættinni, eru frá honum runnin. Svo stiklað sé á stóru, eru til heimildir fyrir því, að síra Ólafur var aftur 10. maður frá Markúsi Gíslasyni i Bæ á Rauðasandi; hann deyr 1196. En þaðan skortir einn lið á Fyrir skömmu birtust hér kaflar úr bréfi frá „Strák í vegavinnu“. Var hann óánægður með 8 stunda vinnudaginn og óskaði þess að mega vinna í 10 klst. á dag með dagvinnukaupi. Ekki eru nú allir á þessari skoðun. Nú fyrir skömmu harst mér svoliljóðandi orðsending frá vegavinnumönnum í Langadals- veginum, þ. e. veginum, sem liggur upp á Þorskafjarðarheiði: „Að gefnu tilefni lýsum við þvi yfir, að við höfum verið, og erum, ánægðir með 8 stunda vinnudag og höfum aldrei óskað breytinga“. Þetta er nú þeirra skoðun. Ég sagði hér um daginn að ég hefði heyrt óánægjuraddir hjá verkamönnum yfir.hinum stutla vinnutíma og þarafleiðandi lægri daglaunum í vegavinnunni. Nú hefi ég sannfrétt, að t. d. í fullan tug til Skútaðar- Skeggja, „ágætismanns" í Nor- egi. Hann var faðir Skinna- Bjarnar landnámsmanns, föð- ur Miðfjarðar-Skeggja. Óskár heitinn var llestum þeim hugstæður, er náin kynni höfðu af honum. Fornmenn mundu hala kveðið svo að orði, að hann væri fríður sýnum og vel að manni gerr. En auk þess var hann vinsæll og hversdagslega orðvar skapdeildarmaður. Iiið síðartalda aflaði honum virð- ingar. Yrði hánn fyrir aðkasti brynjaði hann sig með þybhni oð fáskiptni. En engan vissi ég fjarri því en hann að bera eit- ur i eggjar eða vega á bak mönnum. Greindi hann vel og með smekkvisi á milli þess vel- sæmis, er óábyrgur einstakl- ingur getur leyft sér, og hins, er ekki var embættismannin- um samboðið. Varð þetta einn- ig svo i reyndinni, að hann var eftirlátssamari við sjálfan sig cn skyldustörfin. Hann var skapfeslumaður í opinberum störfum, vék ekki frá því, er hann hafði tekið á- kvörðun um og hann taldi rétt vera, hver sem í lilut átti. Áfrýjaði þar fjemur til sam- vizku sinnar og dómgreindar en þess, hvað kæmi sér bezt. Gekk þá jafnan sínar eigin götur og hirti þá lítt um íhlut- un annara né andúð. Sltytt kalla menn stærilæti. En það er það stærilæti, sem ætti að vera jafn eftirsótt, sem, eins og það er fágætt. Væri lians hins vegar vitjað af smælingja, fullum þegn- skap, háttvisi eða velvilja, fannst „hjarta með, sem undir slær“. Fjölhæfni var honunl í hlóð borin. I engan skóla hafði hann gengið eða fengið fræðslu önundarfjai'ðai’veginum, sem unn- ið liel'ur verið að undanfarið, hefur verið unnið 10 tíina á dag með dagvinnúkaupi. Og að því er mér hefur verið sagt, var það í sam- ræmi við óskir vegavinnumann- anna sjálfra. En sleppum í bili deilunni um 8 stunda vinnudaginn í vegavinn- unni. Mín skoðun er sú, að liann sé yitleysa, sem að minnsta kosti skapraun sé að, ekki sízt fyrir vegavinnuverkamenn. Verkamenn greinir á um nauðsyn hans. Látum svo vera. En vegurinn yfir Þorskafjarðar- lieiði þarf að koma sem fyrst. Það eru allir sammála um. Og Vestfirð- ingar mega líka vera sammála um það, að þeir hafa fengið dugandi mann, þar sem Lýður Jónsson er, lil þess að standa fyrir verkstjórn við þcssa vegagerð. hjá neirium, fram yfir það, sem barnaskólar geta veitt. Samt var hann með sjálfs- menntun búinn að vinna sig upp í það, að rita móðurmál sitt ln-eint og lýtalaust. Tala og lesa enska tungu sér að fullu gagni, svo og Norðurlandamál- in. Fylgjast svo með skatta- málum og sveitarstj órnarlög- gjöf síðari • ára, sem hann þurfti á að halda, að ekki har út af. Og síðast en ekki .sízt, vann hann nálega helming æfi sinnar störf sin einhendur. Af slysi, skotsári, missti hann handlegg hægri handar og varð eftir það að gera allt með vinstri hundar vinnu. Ilann var húsamálari, þótt ekki hefði hann iðnbréf. Mál- aði talsvert eftir að hann var orðinn einhendur. Um tíma hafði hann ofan af fyrir sér með flutningum innan fjarðar. Stýrði þá báti, vél og ferju með vinstri hendi. Hann hafði þjálfað sig svo á vinstrihand- arskrift, að hann hafði náð sömu tækni og skriftarhraða og meðan hinnar hægri naut við. öll bréf hans og skýrslur, sem hann ekki vélritaði, eftir að liann varð hreppstjóri, svo og bókfærsla, eru allt vinstri- handar verk. Má þar segja, að verkið lofi meistarann. Ókvæntur var hann alla æfi, en einn son lætur hann eftir sig, uppkominn. Þingeyringar og sveitungar hans sakna ]æss, að sjá honum aldrei bregða fyrir hér oftar. Þeir sakna hins þögula og prúða manns, sem engan bað vægðar, en var þó öllum góð- ur. Barðist við örlög sín einn og leiddi sjálfur sjálfan sig. Þeir minnast og þakka sam- vízkusemi, vinsemd og sam- fylgdar allrar. Hann bugaðist ekki en brasl — „í bylnum stóra síðast“. Ólafur Ólafsson. Sjötug: Frú Helga Tómasdóttir Þann 17. þ. m. varð sjötug frú Helga Tómasdóttir, kona Magnúsar Ólafssonar prent- smiðjustj óra. Frú Ilelga er hin mætasta kona og hefur unnið mikið lífsstarf. Hafa þau lijón átt 9 börn og alið þau upp. Það er mál allra þeirra, er kynnzt liafa frú Ilelgu, að hún sé prýðilega gefin kona. Sem húsmóðir hefur hún reynst af- burða þrekkona. Meðal sam- borgara sinna nýtur hún vin- sælda og trausts. Vesturland vill með þessum fáu línum óska henni alls farnaðar í framtíðinni. LEIÐ RÉTTIN G . 1 síðasta blaði var misprentað föðurnafn Dagbjartar Majassonar lireppstjóra í Grunnavikurhreppi. - Á FÖRNUNI VEGI - tír vegavinnunni. — Yfirlýsing úr Langadal.

x

Vesturland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturland
https://timarit.is/publication/633

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.