Vesturland

Árgangur

Vesturland - 13.06.1946, Blaðsíða 1

Vesturland - 13.06.1946, Blaðsíða 1
VESTURLAND BLAÐ VESTFII?ZKRA SJÁLFSTÆÐISMANNA XXIII. árgangur. Isafjörður, 13. júní 1946 26. tölublað. Reynslan af bæjarrekstri kratanna Sporin hræða. Isfirzku kratarnir reyna nú að spilla fyrir stofnun togarafélagsins hér á Isafirði með sífelldu rausi í Skutli um bæjarútgerð. Vesturland telur ekki skynsamlegt að hafnar séu blaðadeilur um þetta glæsilega framfaramál Isfirðinga meðan verið er að hrinda því í framkvæmd, en mun síðar ræða ýtarlega þátt kratanna í því máli. En hjá því verður ekki komizt að benda lauslega á hvernig kratarnir hafa á valdatíma sínum á Isafirði í 24 ar rekið bæjarfyrirtæki. Þeir létu bæinn byrja bíó- rekstur, sem talin hefir verið eitt gróðavænlegasta fyrirtæki hérlendis í öllum bæjum. En hvernig fór bíórekstur Isafjarðarbæjar? — Stendur hann ekki með blóma nú, liefur bærinn ekki grætt á honum? Elcki aldeilis, kratarn- ir gáfust sjálfir upp við gróða- vænlegasta rekstur, sem þekk- ist í landinu. Þeir létu bæinn hætta þessum rekstri og síðan hefir Isafjarðarbær nær engar tekj ur af kvikmyndahúsinu hér, miklu minni en aðrir bæir liafa þar sem einstaklingar relca kvikmyndahús. — Svo fór um sjóferð þá. Kratarnir létu bæinn leggja allmikið fé í niðursuðuverk- smiðju. Hvernig fór urn þann bæjarrekstur? Hefur bæjar- sjóður grætt á honum? Nei, kratarnir vildu þegar til kom ekki eiga í þessu fyrirtæki. Þeir seldu það hygnum fjár- málamanni í Reykjavík, sem síðan hefur aukið fyrirtækið og hætt þannig að það veitir nú mikla atvinnu í bæinn. Að lokum þriðja dæmið. Kratarnir seldu togarann Skut- ul, sem bærinn var stærsti eig- andinn að, á hápunkti stríðs- gróðatímabilsins fyrir spott- verð. Hverjum seldu þeir? Hygnum f jármálamanni í Reykjavík. Hvað sanna þessi dæmi? Iíratarnir vilja ekki bæjar- útgerð, þegar þeir eru sjálfir í stjórn. Þegar fólkið hefur sparkað þeim frá völdum, vilja þeir flækja bæinn í áhættu- rekstri. Kratarnir ísfirzku ættu að skammast sín og minnast ekki á bæjarútgerð. Sjálfstæðismenn og sam- starfsmenn þeirra í hæjar- stjórn hafa tekið raunhæfa af- stöðu til togaramálsins og fisk- iðjuversins. Kratarnir hafa komið fram eins og glópar eins og þeirra var von og vísa. Þess vegna sitja þeir nú í skammakróknum. Kjartan J. Jóhannsson: Hvar og hvernig er heppi- legast að byggja? Allir eru sammála um, að nauðsynlegt er að byggja all- margar íbúðir hér í bænum á næstunni. Þetta er ekki einkamál þeirra, sem vantar íbúðir, heldur varðar það bæjarfélagið og alla bæjarbúa, að eins góðar, ódýrar og heppilegar íbúðir séu byggðar og kostur er. Nú, þegar búast má við að meiri skriður komi í húsbygg- ingar hér, með þeim lánum, sem eiga að fást til þeirra, samkvæmt lögum um opinbera aðstoð við hyggingu íbúðar- húsa í kaupstöðum, er aðkall- andi að gera sér þessi mál ljós. Þetta hefir ekki verið athugað Framliald á 3. siðu. Ávarp til Vestur-ísfirðinga. frá Torfa Hj artarsyni. Það hefur verið ákveðið af trúnaðarmönnum Sjálfstæðis- flokksins í Vestur-Isafjarðarsýslu og miðstjórn flokksins, að Axel Tulinius lögreglustj óri i Bolungarvík verði i kjöri fyrir flokkinn í sýslunni við alþingiskosningar þær, scm nú fara í hönd. Axel Tulinius er fæddur í Reykjavík 4. apríl 1918 og standa að honum öllu megin hinar beztu ættir. Eru foreldfar hans Hallgrímur Tulinius stórkaup- maður í Reykjavík og fvrri kona lians Hrpfna Lárusdóttir Lúðvígssonar kaupmanns í Reykjavík. Móðir Hallgríms Tuliniuá er Guðrún dóttir Ilall- gríms biskups, Sveinssonar, en faðir hans var Axel V. Tulini- us fyrrum sýslumaður og al- þingismaður í Suður-Múla- sýslu, hinn glæsilegi iþrótta- frömuður og æskulýðsleiðtogi. Axel Tulinius hinn yngri laulc stúdentsprófi frá Menntaskól- anum í Reykjavík 1936 með I. einkunn og pról'i i lögum við Háskóla Islands 1941 einnig með I. einkunn. Stundaði hann síðan um hríð verzlunarstörf með föður sínum en var 13. marz 1945 skipaður lögreglustjóri í Bolungarvik. Hefvir hann á þeim stutta tíma, sem liann hefur gengt þessu starfi getið sér hið hezta orð sem ötull og víðsýnn embættismaður og djarfhuga framfaramaður. Á skólaárum sínum tók Axel mikinn og góð- an þátt í starfsemi ungra sj álfstæðismanna. Eiga Vestur-Isfirð- ingar kost á glæsilegum þingfulltrúa þar sem hann er, og er þess að vænta, að þeir noti nú tækifærið til áð skipta um þing- mann, svo hrýn þörf sem héraðinu er á þvi orðin. Þvi ber að fagna, að til framboðs fyrir Sjálfstæðisflokkinn íVestur-Isafjarðarsýslu er nú fenginn ungur og efnilegur á- hugamaður, scm vegna búsetu sinnar vestra og þekkingar á þörfum héraðsins, hefur góða aðstöðu til að veita málefnum flokksins og héraðsins forustu. Er þess og að vænta að flokks- stjórnin í Reykjavík veiti þessum l'rambjóðanda sínum öruggt brautargengi, vel minnug þess hve illa hefur gefist að hafa þau ein afskipti af kosningum i sýslunni, að hlynna að framhjóð- anda annara flokka, í óþökk Sjálfstæðismanna í sýslunni, eins og við hefur horið að undanförnu. Eru og ekki nú fyrir hendi neinar þær ástæður, er reynt hefur verið að færa þessu til rétt- lætingar. Vona ég að Sjálfstæðismenn og konur í Vestur-Isa- fj arðarsýslu megi nú ganga vígreif og óhept til kosninga undir forustu síns unga frambjóðanda, og mun þá vel fara. Er þess og að minnast að þrátt fyrir undangengin mistök og lítinn undirbúning undir síðustu kosningar, vantaði þó aðeins VESTUR-ÍSFIRÐINGARI KJÓSIÐ AXEL V. TULINIUS.

x

Vesturland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturland
https://timarit.is/publication/633

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.