Vesturland

Árgangur

Vesturland - 13.06.1946, Síða 3

Vesturland - 13.06.1946, Síða 3
VESTURLAND 3 Hvar og hvernig er heppi- legast að byggja Framhald af 3. síðu. enn hér á landi svo ég viti til. En í Svíþjóð hefir farið fram margháttuð athugun á þessu máli. Merlcust athugun, sem hefir farið fram á þessu síðan 1939 er talin sú, sefn fram- kvæmd hefir verið af Félagi sænskra húsameistara og Handíðafélaginu sænska. Takmark þessarar rann- sóknar var að komast að raun um hvaða stærðir og gerðir i- búða væru hentugar. Þeir, sem framleiða skófatnað eða tilbú- in föt hafa fyrir löngu upp- götvað að nauðsynlegt er að athuga og mæla allmargt fólk til þess að finna meðaltals- málin og algengustu hreyting- ar frá þeim. 1 byggingum hefir hins vegar verið farið þannig að, að byggt hefir verið meira og minna af handahófi. Hefir þvi bygg- ingarefni og vinnuafl það, sem til bygginganna liefir farið notast mun ver en skyldi. Auk þess hafa margar ihúðirnar orðið óhentugar, vinnufrekar og erfiðar. Ef byggðar verða 100 íbúðir og hver kostar að meðaltali 60 þús. kr. þá sparast 600 þús. krónur, þótt ekki væri hægt að hagnýta húsnæðið nema 10% betur en með þeim hætti, sem verið hefir á íbúðarbyggingum til þessa. 1 verksmiðjum hefir hins- vegar oft tekizt að fá allt upp í 15—20% betri hagnýtingu, er húsameistarar og verkfræðing- ar hafa verið kvaddir til. — Til þess að byggingarkostnaður geti lækkað verulega er talið að ákveða þurfi gerð einstakra hluta íbúðar svo hægt sé að - koma við ódýrri fjöldafram- leiðslu. Þetta þarf ekki að verða til þess að íbúðirnar verði hver annarri líkari en verið hefir. Þvert á móti gæti það, vegna þess hvað húsin yrðu ódýrari með þessum hætti, orðið til þess að fá meiri tilbreytingu i stærð íbúða og gerð. Heimilin eru sá vettvangur, þar sem fleiri vinna heldur en við nokkra aðra starfsgrein. — Það skiptir þvi mjög miklu máli að heimilunum sé eins haganlega fyrirkomið og auð- ið er. Auk áðurtaldra félaga hefir samband húsmæðrafélaga og fleiri félög aðstoðað við þessar rannsóknir. Niðurstaða þessarra rann- sókna varð sú að í Svíþjóð þurfi meðalfjölskylda íbúð, sem sé 57 fermetrar að flatar- máli, sem skiptist í eftirtalin herbergi: Eldhús, dagstofa, svefnherbergi og „betrilí stofa. Jafn nauðsynlegt og það er, að finna hver gerð íbúða er heppilegust, er það, aðvita hver gerð húsa er henlugust. Þar m eru þrjú atriði sem skipta miklu máli: 1. Hvernig hús mönnum eru geðfelldust. ■ 2. Skipulag og fjöldi þeiri*a ibúða, sem byggja þarf. 3. Byggingarkostnaður. Venjulega ræður þó bygg- ingakostnaðurinn mestu um gerð þeirra húsa, sem valin er. Til þess að fá úr því skorið báru Sviarnir saman: 1. einstök einnar hæðar hús. 2. sambyggð hús, 1 hæð. 3. Sambyggð hús 2—3 hæðir. 4. 2—3 hæða hús, á hverri hæð margar íbúðir. Þá kom i ljós að ef verð í- búðar í 2—3 hæðar liúsi sam- byggð eða margar á hæð (3— 4) er talin 100, og húsaleigan í sama húsi er talin 100, þá er byggingarkostnaður íbúðar i einstöku einnar hæðar húsi 145 og húsaleigan 150. En bygging- arkostnaður íbúðar í sam- byggðu 1 hæðar húsi eða ein- stæðu 2ja liæða húsi 114 og húsaleigan 127. Enginn vafi er á að þessu er líkt háttað hér. Sumir hafa á móti slikum húsum af því að þeir þurfi að sínum hluta að annast eftirlit og þrif á stórum stigum og göngum, en erlendis er venja að húsvörður annist þrif og eftirlit sameiginlegra stiga og ganga, og yfirumsjón þvotta- hússins o. s. frv. og er þá sú mótbára úr sögunni. Þá þykir öðrum erfitt að ganga stiga upp á aðra eða þriðju hæð. Á móti þvi gæti það vegið ef hægt' væri að finna slíku húsi stað þar sem það væri v(ri sett í bænum. Styttist leiðin í verzlanir o. s. frv. þá sem því næmi, er stig- arnir væru erfiðari á efri hæð- um húsanna. Þá er einnig nauðsynlegt að skipuleggja skynsamlega byggðina, svo útgjöld til vega, skolps, vatns, rafmagns, raf«- veitu o. s. frv. verði ekki ó- þarflega mikil vegna handa- hófs, sem engum er til gagns. Kjartan J. Jóhannsson. -------O------- Öruggt fylgi Sjálfstæðis- manna í Norðursýslunni. Framboðsfundir í Norður- Isafjarðarsýslu hófust þann 2. júní. Allir hafa fundirnir ver- ið vel sóttir nema Arngerðar- eyrarfundurinn. Fundirnir hafa yfirleitt farið vel fram. Hafa Norður-lsfirðingar al- mennt hlegið að mannalátum Hannibals, sem hefur haldið því fram, að hann yrði kosinn. Hvarvetna í sýslunni telja menn kosningu Sigurðar frá Vigur örugga, enda hefur hann fengið hinar ágætustu móttök- ur á öllum fundunum. Sérstaka óbeit hafa bændur á skjalli Hannibals, sem þekkt- ur er að fjáridskap við bænda- stéttina. Hjónin, sem fórnst í eldinum, þegar Fell brann. Guðrún Árnadóttir Sigurvin Veturliðason Myndir frá stórbrunanum á tsafirði| 3. júni síðastliðinn. Þessi mynd sýnir þegar húsin beggja megin við götuna eru orðin al- elda. Til liægri á myndinni er húsið Fell. Ilúsin liinum megin við göt- una sjást ekki fyrir reykjarmekki. (Ljósmynd: M. Simson) Hér sjást sambyggingarnar, sem eldurinn harst í um kl. 6. Myndin er tekin að húsabaki, og sézt að farið er að loga upp um þakgluggana. (Ljósmynd: M. Simson) LEIÐRÉTTING. Eftirfaraiidi villur slæddust inn í greinina um húsbrunann í síð- asta blaði: 1. 1 fyrirsögn greinarinnar stóð húsbrun í stað húsbruni. 2. Elísabet, móðir Kristjáns Kristjánssonar var sögð Kristjáns- dóttir í stað Hermannsdóttir. 3. Nöfnin á dætrum þeirra Ein- ars Guðmundssohar og Kristjáns Tryggvasonar klæðskerameistara liöfðu ruglast. Viðkomendur eru heðnir velvirð- ingar á þessum mistökum, sem leiðréttast hér með. Ritstj. \

x

Vesturland

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vesturland
https://timarit.is/publication/633

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.