Vesturland

Årgang

Vesturland - 13.06.1946, Side 2

Vesturland - 13.06.1946, Side 2
2 VESTURLAND Virðuleg útföi* fólksins, sem fórst í eldsvoðanum hér á Isafirði þann 3. júní. I gær voru til moldar borin hér á Isafirði jarðneskar leifar þess fólks, sem brann inni á Felli í hinu ægilega eldhafi þann 3. þessa mánaðar. Útförin fór mjög virðulega fram. Fánar blöktu í hálfa stöng um allan bæinn og á skipum þeim, er á höfninni lágu. Veður var stillt og glampandi sólskin. VESTURLAND Ritstjórar og ábyrgðarmenn: Sigurður Bjarnason frá Vigur Siguröur Halldórsson. Skrifstofa Uppsölum Sími 193. Verð árgangsins 10 krónur. Afgreiðsla: Hafnarstræti 14 (Uppsalir) Furðuleg ráðstöfun. Esja tekin í milli' landaferðir. Skipaútgerð ríkisins hefir nú ákveðið að taka Esju í milli- landaferðir verulegan liluta sumarsins. Var þessi ákvörðun tekin í samráði við Samgöngu- málaráðherra, kratann Emil Jónsson, Hjá því verður ekki komist að víta þessa ráðstöfun. Esja er nú eina skipið, sem sinnt getur farþegaflutningum við strendur landsins. I þeim málum hefur rikt hið megn- asta vandrœðaástand í vetur og vor, ekki sízt hér vestra. En nú er þetta skip tekið í Dan- merkurflakk. Þetta er hrein ó- svífni, sem ekki má láta ómót- mælt. -------0---- ■ Krötunum mokað út, Skutull segir að Sigurður Bjarnason hafi sagst vera bú- inn að moka flórinn í Norður- Isafjarðarsýslu og nú ætli að gera hreint í baðstofunni á Isafirði. Þarna skjöplast blað- inu illa. Sigurður Bjarnason sagði, að Norður-Isfirðingar hefðu gert hreint á hlaðinu hjá sér í kosn- ingunum 1942, er þeir felldu kratana frá þingmennsku þar. Nú væri röðin komin að krata- flórnum á Isafirði. En það yrði líka að taka til í baðstofu krat- anna. Þetta gerði fólkið á Isa- firði í bæjarstjórnarkosning- unum i vetur. Krötunum var mokað út, þeir misstu meiri- hluta í bænum. Hannibal missti völdin. Og nú fellur Finnur líka. Kjartan læknir fellir hann. Fólkið er ákveðið í að halda hreingerningunni á- fram. Húskveðjur voru fluttar á þremur stöðum í bænum. Hús- kveðjur á tveimur stöðum flutti sóknarpresturinn, séra Sigurður Kristj ánsson, en á einum staðnum flutti hús- kveðjuna séra Óli Ketilsson i Hvítanesi. Isafj arðarki rkj a var fagur- lega skreytt blómum, svo og kistur hinna framliðnu og margir blómsveigar höfðu bor- ist viðsvegar að. Á undan kist- unum gengu í kirkju biskup- inn yfir Islandi hr. Sigurgeir Sigurðsson, þingmaður kjör- dæmisins, Finnur Jónsson, dómsmálaráðherra, 1 >æj arf ó- geti, Jóhann Gunnar Ólafsson, bæjarstjóri, Ásberg Sigurðs- son, forseti bæ j arst j órnar, Sigurður Bjarnason, aljjingis- maður og því næst aðrir full- trúar bæj arstj órnarinnar. En næst á eftir kistunum gengu nánustu skyldmenni hinna framliðnu. Ræður i kirkjunni fluttu þeir biskupinn yfir Islandi, hr. Sigurgeir Sigurðsson, er jafn- framt flutti samúðarkveðju ríkisstjórnarinnar, og sóknar- presturinn séra Sigurður Krist- jánsson. Ingvar Jónasson lék á fiðlu við orgelundirleik föð- ur síns Jónasar Tómassonar, tónskálds. Sunnukórinn ann- aðist sálmasönginn í kirkjunni og Jón Hjörtur Finnbjarnar- son söng einsöng. Guðmundur E. Geirdal skáld las upp frum- ort kvæði í kirkjunni, er hann hafði ort í tilefni hins sorglega atburðar þann 3. júní. Allir bæjarbúar, sem gátu því við komið, voru við jarð- arförinu. Var kirkjan þéttskip- uð fólki og auk þess var mik- ill mannfjöldi í kirkj ugarðin- um fyrir utan kirkjuna, en há- talara hafði verið komið fyrir í kirkjunni, svo að þeir gætu einnig heyrt, sem úti fyrir stóðu. Sóknarpresturinn, séra Sig- urður Kristjánsson, jarðsöng hina látnu. Þau hjónin Guðrún Árna- dóttir og Sigurvin Veturliða- son höfðu verið lögð í eina kistu, þá voru þau fóstursyst- kinin Hermann Bjarnason og Sigríður Bjarnadóttir lögð í sörnu kistu, í þriðju kistunni hvíldu j arðneskar leyf ar Bjarneyjar litlu Sveinsdóttur. Bæ j arst j órn Isaf j arðar sá um útförina. Mikil alvara og sár sqjinuð- ur hvíldi yfir Isafirði á þessari sorgarstund. Friður sé með hinum látnu. -------O------- Dannebrogsmaðurinn klórar yfir svikin. Hannibal Valdimarssoii er orðinn hræddur við svik sín í Sjálfstæðismálinu. I síðasta Skutli reynir liann að klóra yf- ir þau með því að vitna til þess að fleiri liafi haft sömu af- stöðu og hann. Svo er nú það. Hvað sýndi þjóðaratkvæða- greiðslan á lýðveldissumrinu? 98% þjóðarinnar samþykkti skilnaðinn við Dani og 97% lýðveldisstj órnarskrána. Svo gj örsamlega voru Hanni- balarnir fylgislausir með þjóð- inni. Annars er það mála sann- ast að flestir þeirra manna, sem höfðu viljað slá skilnaði og lýðveldisstofnun á frest, breyttu afstöðu sinni, er Al- þingi hafði tekið ákvörðun sína vorið 1944. Þeir greiddu atkvæði bæði með skilnaði og lýðveldisstofnun, nær allir, nema Hannibal, sem göslaði á- fram í fljótfærni sinni og skiln- ingsleysi. Fyrir þau svik sín mun hann nú gjalda hjá kjósendum i Norður-Isaf j arðarsýslu. Norður-Isfirðingar kæra sig ekki um „einn danskan ridd- ara“ frá lýðveldissumrinu á Alþingi Islendinga. -------0------- Bræðslusíldarverðið 31 kr. málið. Það er nú ákveðið að bræðslusíldarverðið verði 31 kr. málið. Er það lang hæsta verð, sem nokkru sinni hefir verið. Elías J. Pálsson, kaupmaðnr, sextugur. Þann 11. þrm. varð Elías J. Pálsson kaupmaður hér á Isa- firði sextugur. Elías er einn af kunnustu og bezt látnu borgurum þessa bæjar, enda prúðmenni hið mesta og traustur að sama skapi. Hann er fæddur á Melgras- eyri i N.-Isafjarðarsýslu 11. júní 1886. Elías nam húsgagnasmiði og tók sveinspróf í þeirri iðn árið 1908, en hefir lítið sem ekkert fengist við þá iðn síðan. — Skömmu síðar fór hann á verzlunarskóla og lauk hann prófi frá Verzlunarskóla Is- lands 1911. Elías J. Pálsson hefir um áratugi átt heima hér á Isa- firði, og fengist hér við hin margvíslegustu störf. Sýslu- skrifari var hann hér á árun- um 1913—1916. Stofnaði verzl- un hér á Isafirði 1916 og hefir rekið hana síðan. Hann var einn af stofnendum h:f. Smjör- líkisgerð Isafjarðar árið 1925 og hefir verið framkvæmdar- stjóri hennar allt frá byrjun. Auk þessa hefir Elías starf- að talsvert að opinberum mál- um hér á Isafirði. Var í nokk- ur ár fátækrafulltrúi hér í bænum, framkvæmdarstjóri Bæj arverzlunar Isafjarðar, er hún hófst, formaður sóknar- nefndar í 14 ár o. fl. Þá hefir hann og mikið komið við félagsmál hér í bæn- um. Er hann meðal annars for- maður Sunnukórsins, hefir verið áhugamaður í Trjárækt- arfélagi Isfirðinga og áhrifa- maður í félagssköpum innan Sjálfstæðisflokksins. — Hann hefir og tekið virkan þátt í störfum Góðtemplarareglunn- ar hér á Isafirði. Elías er kvæntur Láru Eð- varðsdóttur kaupmanns á Isa- firði Asmundssonar. Elías J. Pálsson hefir jafnan notið almenns trausts hér í bænum og hefir það sæti jafn- an þótt vel setið, er hann hef- ir skipað. Á síðastliðnum vetri var hann kosinn formaður undirbúningsnefndar að stofn- un togarafélags hér í bænum, og hefir hann þar, sem annars- staðar, unnið ötult og gott starf, enda jafnan haft góðan skilning á framfaramálum bæj arins. Vesturland óskar þessum mæta og góða borgara innilega til hamingju með þennan merkisdag í lífi hans. Herbirgðaskemma í góðu standi, stærð 27X11 m., er til sölu fyrir sanngjarnt verð. Isver h. f., Súgandafirði. fá atkvæði til þess, að Sj álfstæðisflokkurinn ynni þá sýsluna. Hefur fylgi núverandi þingmanns farið ört þverrandi á und- anförnum árum og mun þó erfitt að verjast þeirri hugsun að vegur hans og áhrif bæði á Alþingi og í héraði hafi gengið stórum meir til þurðar en kjöi'fylgi hans í sýslunni hefur hing- að til sýnt, enda mega Sjálfstæðismenn í Vestur-Isafjarðarsýslu gleggst vita hvernig kjörfylgi hans hefur að undanförnu verið fengið. Um leið og ég þakka þeim, sem studdu mig við síðustu kosn- ingar af heilum hug, skora ég á þá að herða nú baráttuna til fulls sigurs. Torf i Hjartarson.

x

Vesturland

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vesturland
https://timarit.is/publication/633

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.