Vesturland


Vesturland - 30.11.1946, Blaðsíða 1

Vesturland - 30.11.1946, Blaðsíða 1
VESTURLAND BLAB VESTFIRZKRA SJALFSTÆÐISMANNA J XXIÍI. árgangur. Isafjörður, 30. nóv. 1946 47. tölublað. Isafjörður þarf aukna raforku. Rafveitustjórn ráðgerir stórtækar fram- kvæmdir í raforkumálum. Bygging hitaaflstöðvar á ísaíirði. Full nýting Nónhornsvatnsvirkjunariimar. Rafveitustjórn telur brýna nauðsyn þess að bæta úr því neyðarástandi sem hér hefir ríkt á undanförnum ár- um í raforkumálum og er ætlun hennar sú að reisa hér hitaaflstöð og er miðað við tvær vélasamstæður 1155 hö. og 550 hö. og hefir rafveitustjóri áætlað að slík stöð muni kosta rúmar 1,3 milljónir króna. Þá er ætlunin að Ijúka framkvæmdum við Nónhornsvatn og er áætlað að það verk muni kosta um 600 þús. krónur. Á fundi rafveitustjórnar 29. j úli s. 1. kom til umræðu raf- orkuþörf Isfirðinga og á hvern hátt mætti tryggja það að hér verði nægilegt r-afmagn allt ár- ið. Var rafveitustj óra falið að semja rökstudda greinargerð um orkuþörf Isfirðinga og benda á leiðir til úrbóta i þess- um efnum. Á þessum sama fundi kom til tals bygging dies- elstöðvar og um það rætt að slík'stöð yrði það stór að hægt væri að selj a Bolvíkingum raf- orku yfir vatnsskortstímann að vetrinum frá henni og hinn tíma árs frá vatnsvirkjunum okkar til þess að hagnýta betur orkuframleiðslu þeirra. Þá var einnig rætt um að kælivatn frá slíkri aflstöð yrði hagnjit til upphitunar. Á þessum sama fundi var samþykkt að hefja samræður við hreppsnefnd Hólshrepps um sameiginlega lausn þessara mála og fór raf- veitustjóri og formaður raf- veitustjórnar skömmu síðar til Bolungarvíkur og höfðu fund með rafveitunefnd Bolungar- víkur um þessi mál. Leist nefndinni mjög vel á sam- vinnu og var ákveðið að láta gera stofn- og reksturskostnað- aráætlun fyrir háspennulínu frá Hnífsdal til Bolungarvík- ur og dieselstöð ásamt innan- bæjarkerfi sem hreppsnefndin gæti byggt ákvörðun á um þátt- töku í fyrirtækinu. Á fundi rafveitustjórnar 21. þ. m. lagði rafveitustj óri fram sína greinargerð og benti á 5 leiðir til úrbóta: 1. Aukin miðlunarvirki í Fossavatni og Nónhornsvatni. 2. Hitaaflstöð. 3. Úrbætur á miðlunarvirkj - um Nónhornsvatns og bygging hitaaflstöðvar á Isafirði. 4. Urbætur á miðlunarvirki Nónhornsvatns — og 5. Virkjun Fossár i Hóls- hreppi. Greinargerð raf veitustj óra er löng og ítarleg og er ekki rúm til að fara mjög ítarlega í hana hér, en ég vil þó skýra það helzta er þar kemur fram, þó sérstaklega þær leiðir er rafveitustjórn valdi að farnar yrðu, en þær eru bygging hita- aflstöðvar á Isafirði og áfram- haldandi framkvæmdir við Nónhornsvatn. Um byggingu hitaaflstöðvar segir að hún gæti starfað sem toppstöð fyrir Fossavatn og Nónhornsvélarn- ar og ásamt því verið varastöð. Slík aflstöð gerði það að hag- nýta mætti miklu betur rennsli Fossavatns og Nónhornsvatns yfir þann tíma, sem ekki þarf að óttast vatnsskort. þótt ekki yrði beitt miðlunarskilyrði. Og það að hitaaflstöð hefir það fram yfir virkjun vatns- falla, sem ekki hafa mikla uppistöðumöguleika að alltaf má auka toppaflið og að engin orka frá slikri stöð fer til spill- is í kyrrstöðu. Stofnkostnaður slíkrar stöðv- ar yrði miklu ódýrari á hvert framleitt hestafl og einnig að hagnýta má kælivatn vélanna til upphitunar. En sá ókostur er að rekstur slikrar stöðvar mun verða mun dýrari held- ur en vatnsvirkj ana vegna orkiigj afans (olíu). Nauðsynlegt er að stærð hitaaflstöðvar s'é miðuð við mest uppsett aíl vatnsvélanna, til þess að hún geti starfað sem yarastöð, ef á þarf að .halda, auk þess sem hún starfaði sem toppstöð. Vélar hitaaflstöðvarinnar þyrftu^ð vera tvær eða jafn- vel þrjár, til þess að geta sem bezt nýtt afl þeirra eftir því hver viðbótarorkan þyrfti að vera. Þessa stöð er sjálfsagt að byggja hér á Isafirði en ekki við rafstöðina í Engidal, því orkuflutningstap yrði þá minna. Olíuforðabúr mætti setja í beint samband við forðabúr olíusalahna. Hús þyrfti að byggja fyrir stöðina hvort eð hún væri hér eða í Engidal og yrðu þær fram- kvæmdir vaf alaust ódýrari hér í bænum. Og loks að nieð því að byggja stöðina hér er hægt að nýta kælivatn vélanna til upphitunar t. d. upphitunar á sundhöll eða skólum. Aftur mun mannahald vera meira ef stöðin er hér, því þá þarf sérstakan vélavörð, en vélaverðirnir i Engidal gætu > annazt vélgæzlu stöðvarinnar, ef hún væri þar, ásamt gæzlu vatnsvélanna. Þegar hafa borist nokkur til- boð i dieselstöð og er eftirfar- andi kostnaðaráætlun gerð í samræmi við eitt af þessum til- boðum. Þessi áætlun er miðuð við tvær vélasamstæður 1155 hest- afla með 800"kw. rafal 6600 volta, og 550 hestafla 380 kw. rafal 6600 volta, ásamt töflu- útbúnaði og öðru tilheyrandi, og það að stöðin sé byggð á Isafirði: Stofnkostnaður: Tvennar vélasamstæður, hreyfill og rafall m. tilh. skv. tilboði___ 530,000,00 Annar rafmagnsútbún- 'aður ásamt krana og varahl. skv. tilboði .. 330,000,00 Flutningsgj. og tollar .. 95,000,00 Vélahús .............. 170,000,00 Undirstöður véla ___ 70,000,00 Uppsetning véla o. fl. .. 77,000,00 ca. 5% ófyrirséð ___ 64,000,00 Samtals kr. 1,136,000,00 Reksturskostnaðiir: Vextir, afborganir, manna- hald, viðhald og stjórn kr. 148,300,00 á ári og auk þess má reikna með að hver framleidd Framhald á 2. síðu. Baldur Johnsen: Verður nýtt elliheimili byggt á næsta ári? Eitt af mestu nauðsynjamál- um þessa bæjar er fullkomið nýtizku Elliheimili. Um það er ekki að efast, að Elliheimilið, sem hér er nú er löngu orðið allt of litið, og að mörgu leyti ófullkomið," þótt það auðvitað forði frá stór- vandræðum. Isfirðingum er fyrir löngu orðið ljóst, að hér er úrbóta þörf, að hér þarf i náinni framtíð að rísa upp dvalar- staður, sem gæti orðið gamla fólkinu ánægjulegt heimili, sem því væri keppikefli að komast á þegar kvöldar að. 1 samræmi við þennan áhuga Isfirðinga fyrir Elliheimili, hefur nokkur undanfarin ár verið starfandi nefnd á vegum Bæjarstjórnarinnar til undir- búnings málinu. Nefnd þessi, „Byggingar- nefnd Elliheimilis á Isafirði", hefir'þegar komið sér saman um fyrirkomulag stofnunar- innar. Ætlast er til að stofnunin taki um 60 vistmenn, þ. e. 3svar sinnum fleiri en nú. og geti þeir valið í milli f jölbýlis- herbergja, tvíbýlisherbergja og einbýlisherbergj a. Tvíbýlisherbergin eru sér- staklega ætluð öldruðum hjón- um. Einnig mun verða um að ræða 2 herbergi til íbúðar fyr- ir hjón. Allur útbúnaður á að vera hinn fullkomnasti. Lestr- arherbergi, setustcfa og borð- salur. Byggingunni hefur verið ætl- aður staður á sjúkrahústúninu ofanverðu, ef það reynist Framhald á 2. síðu.

x

Vesturland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturland
https://timarit.is/publication/633

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.