Vesturland

Ukioqatigiit

Vesturland - 30.11.1946, Qupperneq 2

Vesturland - 30.11.1946, Qupperneq 2
2 VESTURLAND Jón Sigurdsson Þú kaust ekki’ að hætta við hálfunnið starf, þótt horfurnar blöskruðu mörgum. Og þjóðiii fékk hhitinn þinn allan í arf; — þeim afla vér nauðugir förgum —. Já, Island var sannkallað farsældarfrón, er fornréttar krafðist þú, hugprúði Jón. Ef þjóðinni gleymist þin vaskléga vörn, þá verður hér lítið um minni. En Island mun tæplega ala þau börn, sem unna’ ekki starfsemi þinni; því kröftunum sleiztu mót kúgun og neyð, og knálega ruddirðu frelsinu leið. Vér litum nú yfir þitt stjórnmálastarf og stöfum þar: alclrei að víkja, sú gullvæga setning skal ganga i arf, nú getur hún fengið að ríkja. Og minning þin lifi svo lengi, er sól fær lagt nokkurn geisla á íslenzkan liól. Hreiðar E. Geirdal, VESTURLAND Ritstjórar og ábyrgðarmenn: Sigurður Bjarnason frá Vigur Sigurötir Iíalldórsson. Skrifstofa ^Jppsölum Simi 193. Verð árgangsins 10 krönur. Afgreiðsla: Hafnarstræti 14 (Uppsalir) I. desember. Fyrsti desember hefur ver- ið haldinn hátíðlegur á Islandi í rúman aldarfjórðung. Þann dag 1918 gengu sambandslög- in i gildi. Með þeim var Island viðurkennt frjálst og fullvalda ríki, eftir nær 7 alda ófrelsi og kúgun. Island var þó enn í konungssambandi við Dan- mörku og Danir fóru með ut- anríkismál okkar. Nú eru öll völd íslenzkra mála að fullu og öllu komin inn í landið og i hendur ís- lenzkra manna, með yfirtöku utanrikismála, kjöri forseta og stofnun lýðveldis á íslandi 17. júní 1944. Nú fyrir nokkrum dögum tók Island sæti á þingi hinna sameinuðu þjóða með sam- hljóða samþykki allra með- lima bandalagsins. Glæsilegri viðurkenningu á sjálfstæði sínu gat Island ekki fengið. Margra alda draumur ís- lenzku þjóðarinnar hefur nú rætst að fullu. Island er aftur frjálst eftir rúmlega 100 ára markvissa og óslitna baráttu fyrir sjálfstæði landsins. ÖIl þjóðin tók glæsilegan þátt í þessari baráttu undir forustu sinna beztu sona. Menn greindi að vísu stundum á um leiðir að markinu — en aldrei um markmiðið sjálft, sem var: Is- land frjálst og fullvalda. Sumar og vetur, 17. júní og 1. desember, mun þjóðin minn- ast sjálfstæðisbaráttunnar. — Þar mun hún jafnan finna fyr- irmyndir og fordæmi, sem holt er að læra af og hafa til hliðsjónar, ef frelsi og sjálf- stæði landsins er i hættu. -------o------- Framhald af 1. síðu. kleyft stærðarinnar vegna. Enn er ekki búið að teikna húsið, en nefndin hefur sótt um leyfi Félagsmálaráðuneyt- isins til að láta teiknistofu Rík isins gera teikningarnar. Enn hefur þó leyfið ekki fengist; þó verður því ekki trú- að fyrr en í fulla hnefana, að ráðuneytið synji að fullu um þennan sjálfsagða styrk til slíks þrifa fyrirtækis í ahnenn- ings þágu, sem hér á í hlut. Ryggingarnefndin hafði tal- ið æskilegt, að hægt yrði að hyrja á Elliheimilisbygging- unni í vor og ætti það ekki að vera útilokað. Ekkert cr því til fyrirstöðu, að hægt yrði að ljúka við all- an undirbúning á miðjum vetri, og er þá að athuga fjár- hagsmöguleikana. Þegar munu vera til í sjóði á annað hundrað þúsund kr. og er það að mestu framlag bæjarins, en nokkuð af gjöf- um einstaklinga. Gamlabakariið gaf nýlega 5000,00 og Bjarni Einarsson hefur ánafnað stofnuninni um 20 þús. kr. verðmæti, ef hann fengi vist á heimilinu. Er hér um stórhöfðinglegar gjafir að ræða. Auðvitað nær þetta skammt, en líklegt er, að annað eins fengist annarsstaðar frá snemma á næsta ári. Undirtektir sýslnanna hér i kring hafa verið góðar undir þetta mál, og væri eigi ólíldegt, að þær vildu tryggja sér föst herbergi með því að borga ú- kveðið tillag til heimilisins. Ekki er ólíklegt, að almenn- ingur vilji styrkja þetta mál með fégjöfum, þegar séð verð- ur fram á, áð fljótlega verði hægt að hrinda málinu i fram- kvæmd. Þeim peningum væri vel varið, sem færu til styrktar þessu málefni. Það væri tilvalið fyrir þá, sem vildu minnast horfinna ástvina eða skyldmenna, að gefa Elliheimilinu herbergis- virði eða svo, og bæri herberg- ið nafn þess, sem minnast ætti eða þess staðar, sem sá látni hefði verið tengdur við. Þá er ótalið.það síðasta, sém ætti að tryggja fullum fram- gang málsins, en það er, að i hinni nýju tryggingarlöggjöf er gert ráð fyrir, að tryggingar- stofnunin styrki eða kæmi upp ellihcimilum, þar sem það þætti henta, en reglugerð um ])að er enn ekki samin, og því óvíst, hvénær úr framkvæmd- um yrði ef málið væri ekki fyrst undirbúið og styrkt af fremsta megni heima í þeim héruðum, sem brýnasta þörf hefðu fyrir elliheiinili. Góðir Isfirðingar! ihugið, hvað þið getið gert fyrir þetta mál. Byggingarnefnd Elliheimil- isins skipa nú þessir menn: Guðhjörg Bárðardóttir Kristján Tryggvason Jón Jónsson María Jónsdóttir Grímur Kristgeirsson Birgir Finnsson Baldur Johnsen Isafirði, 25. nóv. 1946. Baldur Johnsen. -------o------- Hjónaefni. Njdega hafa opinberað trú- lofun sína hér í bænum fröken Margrét Þórarinsdóttir hár- skeri og Ingolf Ahrahamsen, rafvirkj ameistari í Reykjavík. Fertugur Gunnl. Halldórsson, sýslu- skrifari varð fertugur 28. þ. m. Steinn Olafsson Þingeyri sjötugur. Þann 21. október s. 1. varð Steinn Ólafsson, bakarameist- ari á Þingeyri, sjötugur. Hann er fæddur að Ketilseyri í Dýra- firði 21. okt. 1876. Foreldrar hans voru Ólafur Pétursson, skipstjóri, og kona hans Þór- dís Ólafsdóttir. Steinn Ólafsson nam bakara- iðn hér á Isafirði af dönskum bakara, sem vann hjá Finni Thordarson. Lauk hann prófi í þeirri iðn 20. marz 1895 og hefur þvi stundað bakaraiðn- ina í liðlega hálfa öld. Steinn er heiðursfélagi í Iðnaðarfélagi Isfirðinga. Árið 1908 kvæntist hann Jó- hönnu Guðmundsdóttur, frá Kirkjubóli í Dýrafirði, og hef- ur það kvonfang orðið honum til hinnar mestu gæfu, enda var þar um góðan kvenkost að ræða. Hafa þau hjónin eignast þrjú börn: Gunnhildi, er and- aðist hér á Isafirði 1941, Hösk- uld, hakarameistara á Akur- eyri og Ólaf, garðyrkjumann í Hveragerði. Áður en Steinn giftist átti hann eina dóttir, er Kristín hét, en hún andaðist fyrir tveimur árum í Kaup- mannahöfn. Þá hafa þau hjón- in alið upp eitt stúlkubarn, Guðríði Andrésdóttur. Þau Steinn og Jóhanna hafa búið á Þingeyri frá 1912 og hefur hann allan þann tíma starfrækt hrauðgerðarhú^ þar á staðnum. Hefur heimili þeirra hjóna jafnan verið við- hrugðið fyrir gestrisni og myndarskap. Steinn hefur jafnan reynst drengur góður, stefnufastur og traustur, og hefur því áunnið sér vináttu og trúnaðartraust margra góðra manna. Hann hefur alltaf verið eindreginn fylgismaður. Sj álfstæðisstefn- unnar og unnið henni allt það gagn er hann hefur mátt við koma í frístundum sínum frá öðrum skyldustörfum. Meðal annars hefur hann um mörg ár verið afgreiðslumaður Vest- urlands á Þingeyri og aflað blaðinu þar góðrar útbreiðslu. Starf þetta liefur Steinn unnið án allrar þóknunar og stendur Vesturland því í mikilli þaldc- arskuld við hann. óskar það honum allra heilla á ellidög- unum, þakkar honum vel unn- ið starf á liðnum árum og væntir þess að mega enn um langan tíma njóta aðstoðar hans, Jóhanna kona, Steins varð sextug þann 28. þ. m. -------0....— - Kristján Björnsson, læknir, kom flugleiðis hing- að til bæjarins síðastliðinn miðvikudag. Kristján er, sem kunnugt er, sonur Björns heit- ins Guðmundssonar, kaup- manns hér á Isafirði. Hann er sérfræðingur í háls-, nef- og eyrnas j úkdómum og hefur stundað læknisstörf í Dan- mörku um 30 ára skeið og á- unnið sér þar trausts og virð- ingar sem læknir og maður. Sá, sem tók kvenhjólið ]iann 24. þ. m. við tröppurn- ai’ hjá mér, er góðfúslcga beð- inn að skila þvi aftur eða lög- reglan verður beðin að sækja það. Sveinn Jónsson.

x

Vesturland

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vesturland
https://timarit.is/publication/633

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.