Vesturland

Volume

Vesturland - 18.07.1947, Page 1

Vesturland - 18.07.1947, Page 1
( UIM® &jsu® oJesírFWzoufiH 83úGFsarm$»sM?txm XXIV. árgangur. Isafjörður, 18. júlí 1947 26. tölublað. Hafnarbakki. — Ihúðahúsabygging. Framkvæmdum miðar vel áfram. Unnið að smíði vinnupalla og uppfyllingu undir akk- erisvegg í Neðstakaupstað. Lokið við að steypa kjallarann í bæjarbyggingunni í Fjarðarstræti og verið að slá upp mótum að fyrstu hæð byggingarinnar. Hafnarbakkinn í Neðsta- kaupstað. Byrjað var að vinna við hafnarbakkann í Neðstakaup- stað um mánaðarmótin maí og júní í vor. Var byrjað á því að reka niður staura í vinnupalla og gekk sú vinna með afbrigð- lun vel. Er riú unnið við frek- ari smíði vinnupallanna, en það er bseði mikið og erfitt verk og sumt af því ekki fram- kvæmanlegt nema úm stór- straumsfjöru. En jafnframt er svo unnið að uppfyllingu undir fyrirhugaðan akkerisvegg, sem járnþel hafnarbakkans verður fest í. Þegar lokið er vinnu við vinnupalla og akkerisvegg, verður hafist handa um að reka niður járnþilið sjálft. Verður væntanlega hægt að byrja á því verki fyrir haust- ið. Verkstjóri við hafnarfram- kvæmdir þessar er Marzelíus Bernharðsson, skipasmiður, og má það teljast mikið happ fyr- ir bæjarfélagið, að hafa feng- ið svo margreyndan og mikil- hæfan verkmann, til þess að standa fyrir þessum stórfelldu framkvæmdum í hafnarmál- um Isafjarðarkaupstaðar. Munu flestir á einu máli um það, að þar sé réttur maður á réttum stað. Bæj arby ggingarnar. Eins og skýrt hefur verið áð- ur frá hér í blaðinu, var á síð- astliðnu ári grafið fyrir fyrstu íbúðarhúsabyggingunni, sem ákveðið hefur verið að ba>jar- sjóður léti reisa. En auk þess var á s. 1. hausti lokið við að steypa undirstöðu þess. Nokkur dráttur varð á því, að hægt væri að hefjast handa við bygginguna af fullurn krafti strax í vor, þegar veður- far leyfði, vegna þess hvað lengi stóð á lögskipuðu og lof- uðu láni frá rilcissjóði. Og enn hefur þetta lán að vísu ekki fengist, en ríkissjóður hins vegar lagt fram til bráða- byrgða kr. 100 þúsund og lof- Qrð verið veitt fyrir áframhald- andi fj árframlögum, þar til ríkisstj órnin hefur tekið heild- ar lán til þeirra framkvæmda, svo sem lög mæla fyrir. Er nú þegar búið að steypa kjallara hússiris og byrjað að slá upp mótum að fyrstu hæð þess. Mun verða keppt að því, að steypa upp lnisið og úti- byrgja fyrir liaustið, svo að hægt verði að vinna þar af fullum lcrafti innanhúss á komandi vetri. Yfirsmiður við þessa stór- byggingu er Felix Tryggvason, húsasmiðameistari, sem þegar hefur reynst mjög stjórnsam- ur og efnilegur rnaður í sínu fagi, er mikils góðs má af vænta í byggingarmálum bæj- arins í franvtíðinni. I næsta blaði verður sagt frá fleiri framkvæmdum bæjarins, sem unnið er við eða eru í und- irbúningi. * o------- Marshall í París. Á myndinni sést Marshall, núverandi utanríkisráðherra Bandaríkjanna næstyztur til vinstri. Xil hægri liandar honum stendur Eisenhower hershöfðingi, en til vinstri Byrnes fyrrverandi utanríkisráðherra og lengst til hægri Omar Braðley hershöfðingi. Mjmdin er tekin í París 6. október 1944, en þá var Marshall foringi herráðs Bandaríkjanna. Undanfarið hefur staðið yfir ráðstefna 14 Evrópuríkja í París úm hjálpartilboð Marshalls til efnahagslegrar viðreisnar Evrópu. Rússar og fylgilið þeirra i Austur-Evrópu vildu ekki taka þátt í ráðstefnunni. Fulltrúi Islands á ráðstefnunni er Pétur Benediktsson sendi- herra. Stúdentspróf. I vor lauk stúdentsprófi við Menntaskólann á Akureyri Ás- geir Ásgeirsson frá Flateyri. Nafn hans féll niður er sagt var frá stúdentsprófi vestfirð- inga hér í blaðinu fyrir skömmu. Áttræður. Mánudagfnn 14. júlí síðast- liðinn átti Þórarinn Gíslason verkamaður, Aðalstræti 20 hér i bæ áttræðis afmæli. Snorra hátíðin. Á morgun, þ. 19. júli hefjast í Reykholti í Borgarfirði mikil hátíðahöld í tilefni af 700 ára dánarafmæli Snorra Sturlu- sonar, hins ágætasta sagnfræð- ings og rithöfundar, er Island hefir átt. En þann 23. sept. 1941 voru 700 ár liðin frá þvi að Snorri var veginn. Verður al'hjúpað likneski af Snorra og framkvæmir Ól- afur konungsefni Norðmanna þá athöfn. Margt stormenni innlent og erlent verður viðstatt athöfn- ina. 1 tilefni þessa atburðar birtir Vesturland í dag á 2. og 3. si$u grein um Snorra Sturlu- son.- Dr. Sigurður Þórarinsson, jarðfræðingur, kom liingað til bæjarins fyrir nokkru og gerði athuganir í sambandi við Nónhornsvatnsvirkjunina, samkvæmt ósk rafveitustjórn- ar. Mun hann hafa gefið skrif- legt álit sitt í þessum efnum til rafveitustjórnar og lagt fyrir um frekari athuganir í þessu sambandi. Vinna er nú þegar hafin að eilihverju leyti í sambandi við þær athuganir. Verður nánara sagt frá þess- um málum innan skamms hér í blaðinu. Til áskrifenda Vesturlands. Þeir áskrifendur Vestur- lands, sem eklci fá blaðið með skilum, eru vinsamlega beðnir að vitja þess á afgreiðsluna að Uppsölum, þar sem mjög erf- iðlega hefur gengið með að fá börn til þess að bera út blaðið- i sumar.

x

Vesturland

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vesturland
https://timarit.is/publication/633

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.