Vesturland

Árgangur

Vesturland - 29.08.1947, Síða 2

Vesturland - 29.08.1947, Síða 2
2 ( VESTURLAND 1 Ritstjórar og ábyrgðarmenn: SigurHur Rjarnason frá Vigur SigurHur Halldórsson. Skrifstofa Uppsölum Sími 193. Verð árgangsins 10 krónur. Afgreiðsla: Hafnarstræti 14 (Uppsalir) Höfðingleg gjöf. Á laugardaginn barst Björg- unarskútusjóði Vestfjarða kr. 1000,00 gjöf frá Eliasi J. Árnasyni Bolungarvík til minningar um konu hans, Rósu Halldórsdóttur. Karladeildin þakkar hina höfðinglegu gjöf og hinn góða. skilning á þessu nauðsynja- máli. Isafirði, 26. júlí 1947. F. h. Karladeildar lsafjarðar Kristjún Kristjánsson. Nýr bæjarverkstjóri ráðinn frá 1. okt. n.k. Á bæjarstjórnarfundi s. 1. miðvikudag var samþykkt að ráða Kjartan Halldórsson frá Bæjum sem verkstjóra bæjar- ins frá 1. okt n. k. að telja. En Kjartan hefur þegar fengið orð á sér sem harðduglegur maður og verkhygginn, meðal annars fyrir þau störf, sem hann hef- ur tekið að sér fyrir vegagerð rikisins, við bryggjugerðir o. fl. Var samþykkt a.ð ráða hann hingað til eins árs til að byrja með. Jafnframt var svo samþykkt að Kristján Halldórsson, sem vexáð hefur verkstjóri bæjár- ins að undanföi-nu, vei-ði á- fram fastur starfsmaður hjá bænunx, sem aðstoðarmaður bæjarverkfi-æðings frá 1. nóv. n. k. að telja. Aðgerðir í sambandi við vatnsveitu bæjarins. Nýlega er fyrsta pípusend- ingin í höfuðleiðsluna frá Urð- arþró niður í Neðstakaupstað komin hingað til bæjarins. Eru það 10” pípur, samtals um 400 m. á lengd.'Er þegar byrj- að á að grafa fyrir þessum pípum og miðar því verki sæmilega áleiðis. Von er á öllu efninu í þessa leiðslu fyrir næstu áramót. En ekki nægir þessi aðgerð ein til þess að bæta úr þeirri tilfinnanlegu eklu, sem verið hefur á neyzlu- vatni hér í bænum s. 1. vetur og í sumar. Bæjarverkfræðingur hefur nú gefið þær upplýsingar, að aðalleiðslan frá Buná læki orð- ið það mikið, að viðgei'ð á henni mundi ekki lengur korna að neinu gagni, eða að minnsta kosti ekki svo að dygði til þess að sjá öllum bæjarbúum fyrir nægilegu neyzluvatni. Telur hann því ekki annað fyrir hendi, en að leggja nýja vatns- leiðslu frá Buná að vatns- geyminum í Stórurð, sem er c. 2,7 km. að lengd. Jafn- framt taldi verkfræðingurinn að heppilegast væri að gera i*áð fyrir asbestsementrörum eða steypujárnsrörum í þessa leiðslu. Fól bæjarráð á fundi sínum 25. þ. m. verkfræðingnum að gera áætlun um nýja vatns- leiðslu frá Buná, en að þeirri áætlun lokinni verða að sjálf- sögðu gerðar ráðstafanir um útvegun á efni í leiðsluna. Á þessurn sama fundi ræddi bæjarráð urn möguleika á því, á hvern hátt væri hægt að auka vatnið í bænum með bráða- bii’gðai'áðstöfunum á meðan þetta ástand ríkti í vatnsveitu- málunum. Var horfið að þvi að láta gi’afa upp þær tréleiðslur í innanbæj arkei-finu, í Hlíðar- vegi og fi’á Edinborgarhúsun- um niður í Neðstakaupstað, og ný leiðsla látin í þeirra stað. Tx-éleiðslan í Hlíðarvegi mun vex-a um 150 m. á lengd og eru pípur til í þá leiðslu hér á staðnum, svo að því verki ætti auðveldlega að vera hægt að ljúka innan skamms tíma. Efni í Neðstakaupstaðar- leiðsluna hefur þegar verið pantað, eins og frá hefur verið sagt, og er heldur ekki útilok- að að hægt verði að fá það rnjög fljótlega fi’á Reykjavík, þó ekki sé rétt að gera sér of bjartar vonir í því sambandi. Þá lagði bæjarráð ennfrenx- ur til að* vatnssöfnunarskm’ð- irnir i Stórurðinni yrðu grafn- ir upp, svo a.ð hægt yrði að safna því yfirborðsvatni, sem þar er fyrir hendi. Er þegar byrjað á þeirn framkvæmdum. Að öðru leyti mun verða reynt að bæta úr vatnseklunni eftir því sem frekast er unnt, þó að varanleg lausn fáist ekki fyrr en ný leiðsla hefur verið lögð innan frá Biiná í vatns- geymirinn í Stórurð og innan- bæjai’kerfið verið endurbætt að miklu eða öllu leyti. Verður markvíst að stefna að því að svo geti orðið á næsta sumri. Til sölu: Tilboð óskast í eftirtaldar húseignir: Pólgötu 2 og Hafnarstræti 16 sameiginlega, Túngötu 7 og 2/3 hluta Aðalstræti 37 (Hæstakaupstaðarbúð). Tilboðum sé skilað fyrir 10. september n. k. Áskilinn er réttur til að taka hvaða tilboði sem er eða hafna öllum. Allar nánari upplýsingar hjá undirrituðum. Björgvin Bjarnason. Jörð til sölu. Jörðin Hraundalur í Nauteyrárhreppi í Norður-lsafjarðar- sjTslu, 12 hndr. að fornu nxati, með öllu tilheyralxdi, fæst ,til kaups og ábúðar nú þegar, fyrir sérstaldega lágt verð og nxeð vægum gre iðsluskilmálum. A jörðinni er ibúðarhús, skepnuhús og hlaða, og er járn á flestum húsanna. Ennfremur hagagirðing. — Þá fylgir og með í kaupunum heyfcngur, taða og úthey, frá i surnar. 1 kýr, 3 hi’oss og 100 ær geta fylgt nxeð jörðinni ef um senxst, en jörðin ber eins og er: 4 kýr, 400 fjár og nokkur lxross. Jörðin hefir mikil framtíðarskilyi’ði til reksturs kúabús með nýtízku tækjum. Laxveiðimöguleikar í landi jai’ðarinnar (í Selá) eru undir at- hugun. Allar frekari upplýsingar gefur Jóh. J. Eyfirðingur, kaupm. á Isafirði og undirritaður eigandi jarðarinnar. Hraundal, 25. ágúst 1947. Guðmundur Á. Eyjólfsson. Tilkynning Hér með er skorað á alla þá, er telja til skulda í dánarbúi Helga Sigurgeii’ssonar gullsmiðs, er andaðist 23. nxaí s. 1., að lýsa kröfum sínum fyrir undirrituðum. Ennfremur er þess óskað, að þeir, sexn liafa átl geymda nxuni hjá honunx, vitji þeirra sem fyrst. Isafii’ði, 20. ágúst 1947. Stefán Bjarnason. TILKYNNING. Höfum nokkrar rafmagnseldavélar til sölu. Pantanir sendist okkur fyrir 31. þ. m. ísafirði, 27. ágúst 1947. Rafveita Isafjarðar AUGLYSING um bann við útflutningi erlendra vara í gjafabögglum. Frá og með deginum í dag og fyrst um sinn verða ekki veitt lcyfi til útflutnings á erlendum vörum í gjafabögglum. Þau útflutningsleyfi, senx þegar hafa verið veitt og verða ekki notuð fyrir 1. september næstkomandi, falla úr gildi frá og nxeð þeim degi. 18. ágúst 1947. V iðskiptam álar áðuney tið.

x

Vesturland

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vesturland
https://timarit.is/publication/633

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.