Vesturland

Árgangur

Vesturland - 20.01.1949, Blaðsíða 3

Vesturland - 20.01.1949, Blaðsíða 3
VESTURLAND 3 Af þessu yfirliti sést, að hlutdeild fiskafurða i verðm. útflutningsins hefur farið sí- vaxandi, og „praktiskt“ talað er nú komið svo, að útfluttar vörur eru nær eingöngu fisk- afurðir. Árið 1932 nam t.d. hlutdeild fiskafurðanna í út- flutningnum 92%, 1937 var hún nokkru minni eða 81%, og var 1940 95,7%. Eins og ég gat um áðan, fer ég ekki frekar inn á hér að ræða um útflutninginn, þó að það hins vegar hefði verið mjög æskilegt að gera nánari grein fyrir útflutnings magni hinna einstöku fiskiafurða og verðmæti þeirra, og eins fyrir markaðslöndunum, markaðs- leit og mörgu fleiru, en það verður að biða að sinni. Einn veigamesti hluti rit- smíðar sem þessarar, ætti að sjálfsögðu að fjalla um hag út- gerðarinnar og þær stefnur og sj ónarmið, sem ríkjandi hafa verið og eru nú i útgerðarmál- um landsmanna. En hér verður ekki farið inn á það svið, nema lítillega. Ég vil aðeins með ör- fáum orðum drepa á nokkur þau atriði í þessu sambandi, en alls elcki rekja þá sögu nánar. Eins og kunnugt er, og ég hefi áður minnst á, þá hafa og eru fiskveiðarnar aðalútflutn- ingsatvinnuvegur landsmanna, og hefur hagur. landsins út á við þvi mjög verið háður af- komu þeirra. Vegna þess að mestur hluti sj ávarafurðanna hefur jafnan vei’ið seldur á er- lendum markaði, hefur af- koma útgerðarinnar ávallt ver- ið mjög háð hagsveiflum á heimsmarkaðinum en hann, heimsmarkaðurinn, er einmitt það vald eða sá aðili sem við ráðum lítið yfir og verðum að sniða okkar stakk eftir, þetta er atriði, sem menn virðast stundum ekki gera sér nægi- lega vel grein fyrir. Þegar svo við hagsveiflur heimsmarkaðsins bætist, að aflabrögð eru mjög mismun- andi frá ári til árs, verður út- gerðin mjög áhættusamur at- vinnuvegur. Ymsar tillögur hafa komið fram um það, hvernig draga megi úr áhættu þessari, sem er samfara útgerð- inni. Eins og allir vita, þá eru því takmörk sett hvað mögulegt er að gera í þessu efni, þar sem ytri ástæður valda mestu um Ein helzta leiðin, sem bent hefur verið á, í þessu augna- miði, er að auka fjölbreytni í framleiðslu sjávarafurða, það gæti dregið úr áhættunni, þar sem verðlag sumra sjávaraf- urða er stöðugra á heimsmark- aðinum en annara, auk þess sem verðbreytingar einstakra sjávarafurða ganga ekki ávallt í sömu átt. Fiskiiðnaður sá, er risið hef- ur upp hér á siðustu árum er viðleitni i þessa átt, og má að miklu leyti þakka það þeirri breytingu, sem orðið hefur á framleiðsluháttum útvegsins, að þessu leyti, að afstýrt varð fj árhagshruni innan þessa at- vinnuvegar þegar saltfisk- markaðurinn i Suður-Evrópu spilltist eftir 1930. Það hefur einnig verið mikið rætt, hvemig koma megi í veg fyrir það, að hagsmunaágrein- ingur milli fjármagns þess og vinnu, er að útgerðinni starfar, valdi stöðvun hennar þegar illa árar. Á sliku er mikil hætta, eins og nú háttar um skipu- lagningu vinnumarkaðarins, þar sem tekjur útgerðarinnar sveiflast mikið frá ári til árs en kaupgjald er hins vegar mjög ósveigj anlegt. Helzta leiðin til úrláusnar, sem hent hefur verið á í þessu sambandi, er sú, að ráðningar- kjör á fiskiflotanum væru sem mest i formi hlutaskipta. Ekki er vafi á því, að eftir því sem ráðningarkj örin eru meira i þvi formi, að kaupgjald miðist við aflamagn og verð, er minni hætta á því að versnandi af- koma útvegsins leiði til stöðv- ana. Svipuð hugsun og sú, er liggur að baki hlutaskipta fyr- irkomulaginu, liggur til grund- vallar tilllögum um það, að út- gerðin skuli rekin með sam- vinnusniði, og með hluttöku allra þeirra, er að útgerðinni vinna. Árangur slikrar sam- vinnuútgerðar er þó vitanlega í hverju einstölcu tilfelli kom- inn úndir því, hversu hæfir menn velj ast til að stj órna fyr- irtækjum þessum. Einnig hafa komið fram ýms ar tillögur um skattaívilnanir til lianda útgerðinni og hafa sumar þeirra komið til fram- kvæmda. Vandamál útvegsins. Nú mun ég ekki að þessu sinni fjölyrða meir um þessi mál, en vil aðeins að lokum minna menn á nokkur atriði, sem eru vandamál, er nú blasa við íslenzkri útgerð. Það er óhætt að segja, að vart hafi áður verið jafn slæm- ar horfur fyrir útgerð lands- manna, að minnsta kosti hvað viðvikur vélbátaflotapum, jafn vel einnig togaraflotanum. Það vantar bókstaflega viðunandi slarfsgrundvöll fyrir vélbáta- litveginn. 1 þessu sambandi hafa komið fram nokkrar til- lögur til úrbóta, einkum frá út- vegsmönnum sjálfum. Ég mun ekki ræða hér þessar tillögur eða annað i þessu sambandi, en geta aðeins um aflatrygg- ingasj óðinn. Hugmyndin um þennan sjóð er fyrir nokkru komin fram og hefur hún mik- ið verið rædd meðal útvegs- manna og annara, er hafa með þessi mál að gera, og nú hafa heyrst raddir um, að lög um sjóðinn séu væntanleg innan skamms, en þó vil ég ekkert fullyrða um að svo sé. Hug- myndin er, að þessi sjóður styrki eða hjálpi útvegsmönn- um til að greiða tryggingar sjó- manna þegar aflabrestur verð- ur, og sj óðnum á að afla tekna með hluta af hinum svonefndu eigna-aukaskatti. Enn er eitt vandamál, sem benda má á, en það er leit að nýjum fiskimiðum. Á ég þar við að fiskveiðar okkar séu ekki nægilega fjölbreyttar, þ.e. a.s. við byggjum of mikið ein- göngu á þorskinum og síld- inni. í þessu tilliti vil ég einnig minna á Grænland og fiskveiði réttindi okkur til handa við Grænland, og ennfremur vernd un fiskimiða okkar (friðun Faxaflóa), stækkun landhelg- innar og öflugri gæzlu hennar. Það verður vart of sagt, að fyrir dyrum sé að leysa mörg erfið vandamál útvegsins, og þar með þjóðarbúsins í heild í náinni framtið. Því miður virð- ist svo sém þörfin fyrir að leysa þessi vandamál útvegs- ins hafi, að minstakosti hingað- til, fundið litinn hljómgrunn hjá ráðandi mönnum þjóðar- innar. Það er ekki nóg að byggja upp og endurnýja fisk- veiðiflotann, heldur verður einnig að vera mögulegt að reka þessa glæsilegu nýsköpun, hún verður að hafa starfs- grundvöll annars er þjóðar- hagnum i heild stefnt i vísan voða. Að lokum vil ég geta helztu heimilda minna, en þær eru: Hagskýrslur íslands, Islenzk Haglýsing, eftir prófessor ólaf Björnsson, og einnig nokkrar aðrar. Rvík, í des. 1948. Richard Björgvinsson. Tilkynning til ísfirðinga. Samkvæmt ákvörðun héraðslæknis verður samkomu- bann það, sem undanfarið hefur verið á Xsafirði og í Eyrarhreppi, framlengt um óákveðinn tíma. Auglýst verður þegar því verður af létt. Skrifstofu Xsaf jarðar 18. jan. 1949. , Jóh. Gunnar Ölafsson. TILKYNNING um söluskatt. Hér með er athygli allra atvinnurekenda og þeirra sem stunda sjálfstæða atvinnu vakin á fyrirmælum varðandi söluskatt í 21.—28. gr. laga nr. 100, 29. des. 1948 uin dýrtíðarráðstafanir vegna atvinnuveganna. Er sérstaklega vakin eftirtekt á þeirri breytingu að frá 1. jan. 1949 er söluskatturinn 2% af smásölu 3% af annari sölu, á vöru, vinnu eða þjónustu. Ennfremur skal á það bent samkvæmt B-lið 23. gr. laganna, að enda þótt menn séu ekki bókhaldsskyldir, er þeim skylt að greiða söluskatt ef söluskattskyld ársvelta þeirra nemur yfir 30 þúsund krónum. Nú leikur vafi á því, hvort einhver njóti undanþágu sam- kvæmt þessum lið, vegna þess að fyrirfram verður eklci vitað, hvort söluskyld velta muni nema ofangreindu lágmarki og skal aðili leita úrskurðar skattstofunar um, hvort söluskatti skuli bætt við verð vörunnar. Hafi söluskatti verið sleppt með leyfi skattstofunar, fellur leyfið jafnskjótt niður, ef í ljós kemur, að veltan muni ná skattskyldu lágmarki. Vanræki einhver að leggja söluskatt á vöru án leyfis skatt- stofunnar, verður veltan eigi síður öll skattskyld, ef hún fer yfir skattskylt lágmark, nema sérstakar málsbætur sé. Skattstjórinn á Isafirði.

x

Vesturland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturland
https://timarit.is/publication/633

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.