Vesturland

Árgangur

Vesturland - 29.07.1949, Blaðsíða 2

Vesturland - 29.07.1949, Blaðsíða 2
2 VESTURLAND PMM \ J acrta sfcscmxxxji ssncFxauusjoooa Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Sigurður Bjarnason frá Vigur Afgreiðsla og auglýsingar Ilafnarstræti 12 (Uppsalir) Verð árgangsins krónur 20,00 Skrifstofa Uppsölum, sími 193 Er nokkuð hinu megin? Bjóðin er óánægð með það stjórnarfar, sem nú ríkir i landinu. Um það getur engum blandast hugur. I öllum flokkum verður vart mikillar gagnrýni á hinum löngu, athafnalausu og stefnu- litlu ])ingum síðustu ára. En frumprsök stefnuleysisins hefur verið sú sta<)reynd, að ])rír andstæðir flokkar hafa farið með stjóm landsins. Þessir flokkar haf-a ekki getað komið sér saman um fast mótaða stefnu í jmsum mestu vandamálum þjóðarinn- ar eins og t. d. dýrtíðarmálunum og afgreiðslu fjárlaga. 1 utanríkismálum hefur hinsvegar orðið svo að segja algert samkomulag milli hinna þriggja lýðræðisflokka. Er það mikið gleðiefni að allir þjóðhollir menn skuli hafa getað sameinast um stefnuna út á við. Aðeins kommúnistar hafa verið þar þversum. En að sjálfsögðu furðar engan á þeirri afstöðu þeirra, Þcirra hlutverk er það eitt að lilýða í einu og öllu fyrirskipunum er- lendrar kúgunarstjórnar. 1 þessu sambandi tekur því varla að minnast á að nokkur póli- tísk viðrini, eins og uppbótarþingmaður kratanna hér á Vest- fjörðum, hafa hlaupið yfir á snæri kommúnista í ýmsum hinna þýðingarmestu utanríkismála okkar. Á því furðar að sjálfsögðu pngan. Það. pr mjög vel samhoðið þeim mönnum, sem hörðust með oddi og egg gegn lýðyeldisstofnun Islendinga sumarið 1944, að sverjast nú í fóstbræðralag með landráðaklíku kommúnista í máli eins og Atlantshafssáttmálanum, sem hinar vestrænu lýð- ræðisþjóðir hafa gert með sér. En þeir eru sannarlega ekki öfundsverðir af því hlutskipti. En orsök hins lélega. stjórnarfars okkar Islendinga nú er ekki aðeins sú, að þrír flokkar ei’u saman í stjórn. önnur aðalorsök þess er að stjórnarforystan í þeiiri stjórn er veik, hikandi og fálmkennd. Stjórnarforysta Stefáns Jóhanns hefur vcrið og er mjög léleg. Þó er Stefáni Jóhann ekki einum um hina lélegu for- ystu að kenna. Bak við hann er enginn flokkur, ekkert fólk, sem hvetur hann til haráttu fyrir einarðri stjórnarstefnu. Að þessu Ieyti er aðstöðumunur þeirra Tage Erlanders, forsætisráðherra S.yía, Hedtofts, forsætisi’áðherx-a Dana og Stefáns Jóhanns geysi- ipikill. Erlandöf- og Hedtoft hafa bak við sig lifandi flokka, sem hafa mörgum þróttmiklum mönnum á að skipa. Á bak við Stefán stendur lítið annað en nokkrir bitlingagráðugir broddar, sem bíða þess eins að nýjar stöður séu búnar til fyrir þá. Þess- vegna verður barátta hans hugsjónalaust hjakk. I henni votlar hvergi fyrir áræði eða sjálfstæði. Þessu getur íslenzki Alþýðu- flokkurinn ekki hreytt, þó hann fái jafn ágæta menn eins og Halvard Lange, utanríkisráðherra Norðmanna og Tage Erlander, til þess að tala yfir 250 manns á Amarhólstúni. Það er í senn ógæfa hans og skapadómur. En er nokkuð hinu megin ? Á íslenzka þjóðin þá enga möguleika til þess að skapa sér heilbrigt stjórnarfar fyrst samsteypustjórn Stefáns Jóhanns virðist vera að sálga í senn þingræðinu og trú þjóðarinnar á það? Jú, við Islendingar getum skapað okkur betra og heilbrigðara stjórnarfar. Og við eigum að gera það. Við eigum að fá einum flokki stjórn landsins og gefa honum tækifæri til þess að fram- kvæma stefnu sína og bera einn ábyrgð á henni. Islendingar eiga. að gefa Sjálfstæðisflokknum, scm farið hefur með hreinan meirihluta í bæjarstjórn höfuðborgarinnar um langt órabil með glæsilegum árangri, hreinan meirihluta á Alþingi. Undir stjórn Sjálfstæðisflokksins stendur fjárhagur Reykjavikur nú með blóma. Höfuðborgn lánar jafnvel rikissjóði stórfé, til þess að ljúka verklegum framkvæmdum. Þó hefur verið haldið þar Ólafiur Ólafsson í Skálavík 70 ára. Þar sem ekki geta allir kunn- ingjar Ólafs í Skálavík tekið í liönd hans er hann nú fyllir 70. árið og óskað honum til hamingju með þær endurminn ingar sem hann nú á fyrir at- hafnasamt starf, margþætt og mismunandi eins og gengur, en alltaf tilkomumeira eftir ]iví sem reynslan jókst, og gildi þess fyrir ókomna tímann til blessunar þeim er ávöxt þess og landið erfa, og í Skálavík tala verkin — þó mennirnir þegi. Á undan Olafi var í Skálavík dugmikill og góður bóndi Gunnar Halldórsson, alþingis- maður, sem byggt hafði þar myndarlegt timburhús að þeirrar tíðar hætti og sléttað mikið í þýfðu og stórgrýttu túni með gamaldags verlcfær- um. Á yngri árum unnu þar afburðamennirnir Ilalldór á Rauðamýri og Þorgeir Þor- geirsson síðar bóndi á HöIIu- stöðum í Reykhólasveit, einn af dugnaðarforkunum frá Ólafs- dalsskóla. En Ólafur lét, eftir að hann tók við, ekki staðar numið, heldur hélt áfram umbóta- starfinu í kyrþey; liúsin risu upp eftir ])ví sem þau gömlu gengu úr sér, bæði peningshús- in ásamt hlöðu er voru úr torfi og grjóti, og síðar íbúðarhúsið, og upp komu prýðileg hús úr steinsteypu, vönduð að öllum frágangi og raflýst með raf- magni frá vatnsvirkjun sem var erfitt að framkvæma, einn- ig var vatnsleiðsla, en elja Ól- afs var mikil, en aldrei lét hann mikið yfir sér. Nú stendur Skálavík jafn- framarlega — ef ekki framar — í nútímastíl, eins og hún var með helztu býlum í gamlastíl. Bóndinn hefir fylgst með tím- anum. Þar að auki hefir hann gegnt ýmsum störfum á öðru sviði í hreppsmálum, póst- og símamálum o.s.frv. Þessi 70 ára maður í dag, er frá afdal, Lágadal hér upp í fjöllum og nú í eyði, eins og flciri dalabyggðir. Sumir af- daladrengirnir voru góð efni í ötula dugnaðarbændur, sem hafa komist fram úr sporum feðra sinna þótt duglegir væru. Við þyrftum að eiga marga líka Ólafs, ekki einungis í dugnaði heldur líka í dagprýði allri, og ég veit að hin mörgu ungmenni er alist hafa upp á heimilinu í Skálavík í lengri eða skemmri tíma hafa fengið þar veganesti, sem þau njóta allt lífið og minnast með þakk- læti í dag til hins aldraða vin- ar. — Kona Ólafs í Skálavík, Guðbjörg Friðriksdóttir, einnig frá Lágadal, inndælis og gæða- kona glæsileg, elskuð og virt af öllum fyrir mannkosti og dugnað og elskulegur æfifélagi lians, en dó fyrir aldur fram skyndilega; en einnig við þann missir var Ólafur hinn sterki maður að því er út sneri að samf erðamönnunum. Ég óska þér til hamingju að kanna með okkur hinum, hvernig áttundi tugur ára breytir okkur í starfi og hugs- un, vertu velkominn á það svið! — Endurminningarnar getur þú átt góðar frá starfs- árum og þær eru mikilsvirði, og þó líkamskraftarnir minnki, erum við alltaf — ef við erum heilbrigðir — lífið út að vaxa að manngildi og þekkingu á lífinu. Ég þakka þér fyrir viðkynn- inguna, þar sem spor okkar hafa legið saman gamli starfs- bróðir. Ég gisti hjá þér fyrst fyrir 40 árum er ég kom liér í héraðið fyrst. Það er oft gaman að rifja upp sum æfintýrin úr lífssögunni — það er gaman gamalla, þetta, er ég hefi sagt er brot úr einu þein'a í fám orðum —. Vorkvöldin með skýjaborg- irnar eru fögur, en haustkvöld- in óviðjafnanleg eftir vel not- aðann starfsdag, sem hefir heppnast. Gunnar St. Gunnarsson. uppi stórfeldum framkvæmdum. Stefna SjáIfstæðisfIoklcsins í stjórn höfuðborgarinnar hefur miðast við það tvennt, að tryggja fjárhagslegt öryggi, en halda samt uppi miklum framkvæmdum og umbótum. Sjálfstæðisflokkurinn hefur haft fjármálaráðherra í nokkur undanfarin ár. En þeir hafa ekki verið einráðir. Þeir hafa ekki haft hreinan meirihluta á bak við sig. Framsókn og kratar, jafn- vel kommúnistar hafa haft hönd í bagga með fjármálastjórn- inni. Afleiðingarnar eru öllum kunnar, fj ármálaþröng ríkis- sjóðs og margskonar vandkvæði. Islendingar vilja betra stjómarfar. Þessvegna eiga þeir að gefa. stærsta og víðsýnasta stjórnmálaflokki sínum hreinan meirihluta á Alþingi. Þá loks verður endi bundinn á samstjórn- arsamábyrgðarsukkið.

x

Vesturland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturland
https://timarit.is/publication/633

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.