Vesturland

Årgang

Vesturland - 05.08.1949, Side 2

Vesturland - 05.08.1949, Side 2
2 VESTURLAND Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Sigurður Bjarnason frá Vigur Afgreiðsla og auglýsingar Hafnarstræti 12 (Uppsalir) Verð árgangsins krónur 20,00 Skrifstofa Uppsölum, sími 193 Ólíkir mennn — Stefán Jóhann og Chiefley. Stefán Jóhann, forsætisráðherra Islands, og Chiefley, forsætis- ráðherra Ástralíu, eru ólíkir menn. Sætir það út af fyrir sig ekki miklum tiðindum. Til marks um hina ólíku afstöðu þessara manna til vandamála þjóða þeirra er m. a. þetta: Þegar togai'averkfallið stóð sem hæst á Islandi á s. 1. vetri og öll íslenzka þjóðin horfði vonsvikin og uggandi á hin fögru skip sín við landfestar, tókst Stefán Jóhann á loft og flaug á fund dúsbræðra sinna í Danmörku. Hann vai-ðaði ekkert um það, hvort togaradeilan leystist. En íslenzku þjóðina varðaði um það. Hver dagur togaraverkfallsins kostaði hana stórfé í dýrmætum erlendum gjaldeyri. Hvað um það, forsætisráðherrann flaug. Enn liðu tímar og njrtt verkfall hófst.Verkfall Dagsbrúnar í Reykjavík á s.l. vori. Aftur var velferð og hagsmunum þjóðar- innar óguað. Áxáðandi var að þessi vinnudeila leystist sem fyrst. En sagan endurtók sig. Forsætisráðhei’ran kæi’ði sig ekki fremur um að stuðla að lausn Dagsbrúnardeilunnar en togaraverkfalls- ins. Nú flaug hann við 6. mann suður í hið heilnæma fjallaloft Svisslands, til þess að sitja þar ráðstefnu, sem fáir vissu um, en kostaði íslenzku þjóðina ærið fé. Var pýramídaspámaðurinn, Jónas Guðmundsson, sem sendi ríkissjóðs ávísunina frægu til formanns Alþýðuflokksins á Isafii’ði og tafði þar með Fjarðar- trætisbyggingarnar hér i 2 mánuði, í’áðgjafi ráðherrans á reisu þessari. Nú víkur sögunni að Chiefley, foi’sætisráðherra Ástralíu. Hann var í sufnar boðaður til London, ásarnt forsætisráðherrum allra samveldislanda Breta, á fund, er fjalla skyldi um mál brezka heimsveldisins. — En Chiefley hafði ekki tíma til að fara þessa ferð. — Heima fyrir steðjuðu örðugleikar að þjóð haixs. Kola- námumenn í Ástralíu stóðu í harðvítugu verkfalli, sem ógnaði velferð lands og þjóðar. Forsætisráðheiraxm taldi sér lxei’a skyldu til að vinna að lausn þessarar deilu. Þess vegna neitaði hann boðinu á Lundúnar fundinn og fór hvei’gi. Nokkru siðar leystist deilan. — Svona ólíkir eru þeir Stefán Jóhann og Chiefley —. Þessi samanburður sýnir, að þótt jafnaðarmannaflokkar á Norðurlöndum og í Ástralíu hafi dugandi forustumönnum á að skipa, þá fer því fjarri, að hinir værukæru og dáðlausu lxitlinga- broddar kratanna hér á landi geti gert sér vonir um ti-aust og fylgi íslenzku þjóðarinnar. Flótti Stefáns Jóhanns frá þeim vandamálum, sem hér að ofan var getið, er í raun réttri tákn- rænn fyrir úrræðaleysi Alþýðuflokksins í öllum vandamálum þessarar þjóðar. Þetta er þjóðinni xiú ljósara en nokki’U sinni fyrr, eftir rúmlega 2ja ára stjói’narforustu Stefáns Jóhanns og Alþýðuflokksins. Það, pem mestu máli skiptir nú fyrir íslendinga er, að fá sterka og stefnufasta stjórnarforystu. Eini flokkurinn, sem möguleika hefur til að fá hreinan meii’ihluta á Alþingi er Sjálf- stæðisflokkurinn. Eina leiðin til betra og heilbi’igðara stjórnai’- fars, afnáms hafta og hverskonar ófrelsis, er að skapa Sjálfstæð- isflokknum þessa aðstöðu. Og þá aðstöðu mun þjóðin veita hon- unx fyrr en varir. Opinbert eftirlit. Framh. af 1. síðu. sanngjarnar athugunar, þarf enginn að furða sig á þótt greiðsluvandræði geri vart við sig engu siður hér á Isafirði, en annars staðar, en þau stafa engan vegin af óstjórn eða ó- reiðu i fjármálum bæjai’ins, eins og ki-atai’nir vilja vera láta, heldur hlátt áfram af gjörbreyttum aðstæðum í sjálfu þjóðlífinu. Þessar breyttu aðstæður bitna að sjálfsögðu harðast á smærri bæjum, sem yfir litlu fjármagni hafa að ráða. Iiér standa ekki einungis bæir eins og Isafjörður, Siglufjöi’ður, Vestmannaeyjar o.fl. franxnxi fyrir alvarlegunx vanda, seixx knýr á aðkallandi lausn, held- ur öll þjóðin, og sá vandi vei'ð- ur ekki leystur nxeð neinu op- inberu eftirliti. Hvei’nig tekst að ráða franx úr þeinx mörgu vandamálunx, senx að lífsafkonxu þjóðarinn- ar steðja, er eingöngu komið undir ]>ví, að þjóðin beri gæfu til að velja sér forustunxenn, sem vandaixum eru vaxnir. Að skapa kvíða ög ugg. Og eitt er víst, þjóðin mun með fyrirlitningu fjai’lægja þá menn frá öllunx opinberum afskiptum, sem með fólslegum hótuixuixx nota vald sitt til þess að læða inn kvíða og ugg hjá ibúum bæj a út á landi, senx nú berjast hax’ðvítugi’i baráttu en nokkru simxi fyri’, ekki ein- göngu fyrir tilverurétti síns eigiix bæjai’félags, heldur og fyrir tilverurétti þjóðarinnar í heild. Það á að hjálpa. Stefán Jóhann verður að gera sér það Ijóst, að hlutverk hans senx félagsmálai’áðherra, er að hjálpa bæj arfélögunum til þess að yfirstíga þá fjár- hagsörðugleika, senx að steðja, hvort sem pólitískir samherjar hans fara þar með völd eða ekki. Fái hann ekki skilið þetta, er hann með öllu óhæfur til þess að fara með vald fé- lagsnxálaráðherra. Það verður munað. Isfirðingar munu ekki gleynxa þessum síðustu hótununx fé- lagsmálaráðuneytisins. En þeir munu hvorki láta hótanir þess, né villandi og heimskuleg blaðaskrif kratanna um fjár- málastjórn núverandi meiri- liluta villa sér sýn, heldur fylkja sér fastar en nokkru sinni áður unx Sj álfstæðisflokk inn í þeirri öruggu vissu, að hann einn er fær um að leysa vandamál þessa bæjarfélags. Arnór Kristjánsson fyrverandi kaupmaður. lézt hér í bænunx 8. f.m. Arnór var gamall og gegn borg- ari þessa bæjar langa hrið; trúr og tryggur í orðum og at- höfnum. Arnór var fæddur 1. des. 1872 að Rekavík bak Látur, en þar bjuggu þá foreldrar hans Kristín Sigurðardóttir og Krist- ján Jónsson, en þau fluttu síð- ar að Miðvík í Aðalvík, og bjuggu þar nxestan hluta æfi sinnar. Arnór byrjaði ungur að sjá fyrir sér, og stundaði mest sjó- mennsku. Fyrst á þilskipum héðan frá Isafirði og siðar á vélbátum. Hann varð fyrstur í Sléttuhreppi til þess að kaupa vélbát, og var um hrið fornxað- ur á vélbátunx. Um síðastliðin aldamót, flutt- ist Arnór hingað til Isafjai’ðar og keypti litlu síðar húseignina Tangagata 16, er hann átti til 1911, en það ár keypti hann hálfa húseignina Silfurgata 11, og rak þar verzlun unx skeið. Árið 1927 keypti Arnór eignir Guðm. Sigurðssonai’, fyrver- andi kaupnx., á Látrum í Aðal- vík. Hann fluttist þá norður þangað og rak verzlun og bú- skap lengst af. Árið 1947 flutt- ist Arnór aftur hingað til Isa- f j arðar. Arnór var atorkumaður og kunni vel með fé að fara. Hann var hinn áreiðanlegasti til orða og verka, og hjálpsanxur sveit- ungunx sínunx. Fáskiptinn um einkamál annara og eins í op- inberum niáluni, en þó ákveð- inn í skoðunum og fylgdi fast því, er liann taldi rétt vei-a. Hýr í geði og trölltryggur vin- unx sínunx. Má í fánx orðum segj a, að Arnór var vel metinn maður, senx nxeð trúnaði og staðfestu hafði af eigin ranx- leik rutt sér braut, svo að til fyi’irmyndar var. Tveir bræður Arnórs, þeir Albert og Jón,. ti’ésmíðameist- arar eru búscttir hér í bæ, en þriðji bróðurinn, Sigurður, er búsettur í Bandarikjunum. Arnór kvæntist ekki og átti ekki börn. Hann var mjög sam- rínxdur bræðrunx sínunx og kveðja þeir hann nxeð söknuði hinztu kveðju. Jarðarför Arnórs fór franx hér á Isafirði 14. f. nx. Vinur. MUNIÐ Björgunarskútusjóð Vest- fjarða. öllum f j árstuðningi veitt móttaka hjá Iiristjáni Kristjánssyni, Sólgötu 2. Isafirði.

x

Vesturland

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vesturland
https://timarit.is/publication/633

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.