Vesturland

Árgangur

Vesturland - 05.08.1949, Blaðsíða 3

Vesturland - 05.08.1949, Blaðsíða 3
VESTURLAND 3 Samfagnaðarstef til frú Bjargar Björnsdóttur og Bjarna Sigurðssonar í Vigur, á sextugsafmæli þeirra 7/7. og 24/7. 1949. Ég býð ykkur, sextugum, brúðarsálm og blessa ykkur, kæru vinir — Þótt verði það einstakt fum og fálm, — þeir „foragta“ að „hnoða“ — hinir — Það er nú svo með vorn sýslufund, þeir segja, að mér tilheyri „fagið“, og senda þvi oftast hann „sinn Jónmund1 i sálgæzluferðalagið. Með sálgæzlustarfinu í sextiu ár þið signduð hér eyjar-lifs blóma, hér spegluðu barna ykkar brosgeisla tár blá-Djúpsins sldnandi ljóma. Hér faðmaði viðsýnið vökula nótt og verkhyggnin blessaði daginn. Lánið varð fylgispakt, lífið svo rótt, en landi’ og þjóð búið í haginn. Hún flögrar að mér hin forna tið: Fjárbóndinn, Amman, hjörðin, afhenti Drottinn ungum lýð eyjarnai', landið, fjörðinn, vetrarhörkur og vannahlíð, Vigur og Gönguskörðin. Hér gei’ðist ein af sæmdar sögum sigui’ætta á feðragrund: af Heiða-flákum, fjalladrögum fram um nes og eyjasund sungin af — á sólarbrögum, sigur-kvittað starfsins pund. I Kirkju og Alþing liggja leiðir landnámsfólk um höf og jörð, sæmd og gleði og gróður breiðir gifta þess um kalinn svörð. Markvist starf, þá hækkar heiðir himinljóma um Gönguskörð —. Sextug æska, Björg og Bjarni bjuggu Vigur glæstan hjúp, hlýja gleði að heitum ai*ni hverjum, sem á leið um Djúp. Á sextug hjón í sæmdar-ljóma, sæl og glöð og barnafjöld, sagan leggur sína dóma — á sólardag og starfslífs kvöld —. En félagann í fundarstarfi — frækinn, merkan, vitran hal — með fullan sjóð af ættar-arfi ætíð sýslan muna skal. Hún þrjátíu ára þakkar störfin, þrek og glaðværð, dirfsku og rausn, og ávallt, þegar að kvað þörfin, ótal vandamála lausn. VÉR FÖGNUM ÞVl — 1 FRJÓRRI VIGUR — FRÆGÐARDAGSINS HEILLASTUND, FAGURT STARF OG FRlÐUR SIGUR FAÐMAR BJ,ARTA ÓÐALSGRUND. MEÐ BJÖRG OG NIÐJUM BÝR HER GLAÐUR — ÞÓTT BREGÐIST MÖRG EIN ÞJÓÐAR VON — IIUGARGLÆSTUR HEIÐURSMAÐUR, HETJAN BJARNI SIGURÐSSON. Jónm. Halldórsson. Síldveiðarnar. Til þessa hefur síldveiðin gengið mjög illa. Þann 30. júlí var bræðslusíldaraflinn orðinn 46,645 þús. hektólitrar, en var 139.307 hektól. á sama tíma í fyrra. Af 192 skipum, sem þátt taka í veiðunum, höfðu aðeins 30 skip fengið yfir 500 mál og tunnur. Engin tilkynning xmi afla hafði borizt frá 39 skipum. Aflahæsta skipið er Helga frá Reykjavík með 1220 mál. Héð- an frá Djúpi eru 16 skip á síld. Aðéins tvö þeirra, Arnames og Einar Hálfdáns, höfðu fengið yfir 500 mál um síðustu helgi. Þessi skip eru á síld frá Djúpi: Bangsi, Einar Hálf- dáns, Flosi, Hugrún og Víking- ur frá Bolungarvík, Jón Val- geir og Sæfai’i frá Súðavík, Ai’narnes, Freydís, Ásbjöm, Finnbjörn, Gunnbjörn, Isbjöm Sæbjöi’n, Auðbjörn og Vébjörn frá Isafirði. Veggfóður nýkomið. Kristján Friðbjörnsson málari. MESSAÐ i Isafj arðarkirkj u sunnud. 8. þ. m. kl. 2 e. h. Héraðsmót S j álf stæðismanna á ísafirði og í Reykjanesi verða haldin laugardaginn 6. ágúst og sunnudaginn 7. ágúst. DAGSKRA: 1. Ræður, Gunnar Thoroddsen og Sig. Bjarnason 2. Brynjólfur Jóhannesson, leikari, skemmtir. 3. Kjartan ö. Bjarnason sýnir nýjar kvikmyndir 4. Dans. Héraðsmótið á Isafirði hefst að Uppsölum kl. 8,30 e. h. laugardaginn 6. ágúst. Aðgöngumiðar seldir í Bókabúð Matth. Bjarnasonar f. h. á laugárdag. Héraðsmótið í Reykjanesi hefst kl. 2 e. h. sunnudaginn 7. ágúst. Fagranes og m. b. Valur flytja fólk til mótsins. Félag ungra Sjálfstæðismanna við Isafjarðardjúp. Stjórnir Sjálfstæðisfélaganna á Isafirði. Ilnnilegar þakkir fyrir auðsýnda vináttu, kveðjur, i gjafir og heimsóknir á sextugsafmæli mínu 7. júlí s. I. Björn Björnsson, Aðalstræti 12. | F j arðar strætis íbúðirnar. Þeir bæjarbúar, sem hafa hug á að sækja um að fá á leigu íbúðir í bæjai’byggingunum við Fjax'ðarstræti, geta vitjað ixm- sóknarevðublaða á skrifstofu mína næstu daga. Umsóknir um ibúðirnar, sem borist hafa áður en þessi auglýs- ing hefur verið birt, verða ekki teknar til greina nema þær verði endumýj aðar. Húsaleiga í hinum nýju íbúðum mun sennilega verða um kr. 450,00—500,00 á mánuði fýrir hverja íbiið, þó verður eigi unt að ákveða leigu þeirra með fúilri vissu, fyrr en íbúðunum er að fullu lokið. Umsóknir skulu hafa hoi’ist mér í hendur eigi síðar en 20. ágúst næst komandi. Isafirði 3. ágúst 1949. BÆJARSTJÓRI.

x

Vesturland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturland
https://timarit.is/publication/633

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.