Vesturland

Árgangur

Vesturland - 08.10.1949, Blaðsíða 3

Vesturland - 08.10.1949, Blaðsíða 3
VESTURLAND 3 Ávarp Sj álfstæðisflokksins Framhald af 1. siðu. hafa samráð við fulltrúa stétt- anna. Hallalaus búskapur ríkis- sjóðs og honum sainræmd starfsemi lánastofnana lands- manna eru grundvallaratriði þeirra aðgerða, sem fram- kvæma verður. Verðlag framleiðslunnar i landinu verður að samræmast markaðsverði útflutningsaf- urðanna í viðskiptalöndunum. S j álf stæðisflokkurinn telur gengisbreytiugu í því skyni al- gert neyðarúrræði, en vekur atliygli á, að skráning á gengi gj aldeyrisins hlýtur að miðast við, að hún greiði fyrir starf- rækslu atvinnuveganna, fullri atvinnu og lífvænlegum kjör- um almennings. Þetta er mark- miðið, sem allar ráðstafanir ber að miða við. Frjáls verzlun. MIKILVÆGUR þáttur í því að koma á jafnvægi í þjóðar- búskapnum, er að gera verzl- unina frjálsa, og verður að gera það sem fyrst, þótt það geti ekki orðið til fulls fyrr en fullkomið jafnvægi er fengið, enda mun svartur njarkaður og margskonar óheilhrigði i verzlunarháttum ekki hverfa fyrr en þessu marki er náð. Meðan svo er ekki, leggur flokkurinn áherzlu á, að meirá réttlæti og jöfnuður ríki í inn- flutningi og dreifingu vara til landsins og einstakra lands- hluta en nú er. Auka verður hið bráðasta innflutning nauð- synlegustu neyzluvara, sem í senn mundu bæta hag almenn- ings og draga úr verðbólgunni, enda er þá hægt að afnema með öllu skömmtun á slíkum neyzluvörum. Lækkun skatta og tolla. AÐALÁSTÆÐURNAR til þess að ríkissjóður hefur, þrátt fyrir sívaxandi skatta, safnað skuldum að undanförnu, eru hinir beinu og óbeinu styrkir, sem veittir hafa verið til að halda uppi starfrækslu at- vinnuveganna. Jafnskjótt og atvinnuvegunum verður gert fært að starfa styrkjalaust með öllu og jafnvægi er komið á, verður hægt að létta af skött- um og tollum. Enda, mundu minnkandi ríkisafskipti hafa í för með sér að minnka mætti ríkisbáknið og þar með draga úr reksturskostnaði ríkisins, svo sem nauðsynlegt er. Jafnframt verður að auka völd f j ármálaráðherra ylir greiðslum úr ríkissjóði frá því, sem nú er. Slíkt er forsenda góðrar fjármálastjórnar a.m.k. meðan samsteypustjóra helzt. Þvi að reynslan hefur sýnt, að fjármálaráðherra skortir mjög völd í þessum efnum gegn öðr- um flokkum, sem miklu minni áhuga hal'a en Sjálfstæðis- flokkurinn fyrir hóflegri með- ferð ríkisfjár. Sjálfstæðisflokkurinn hefur, fyrr og síðar, sýnt það í verki, að fjármálastjóm hefur farið honum vel úr hendi, þegar og þar sem liann hefur einn ráðið. Nægir þar að benda á fjár- málastjórn höfuðborgarinnar, þar sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur einn markað stefnu og borið ábyrgð. Afnám haftanna, aukið at- hafnafrelsi einstaklinganna og létting skattabyrðarinnar mundi auka afrakstur þjóðar- búsins og skapa skilyrði fyrir bættum lífskjörum almenn- ings. Hagsæld atvinnuveganna. ALLAR FRAMANGREINDAR ráðstafanir mundu leiða til þess, að sj ávarútvegurinn losn- aði út úr þeim örðugleikum, sem nú steðja að honum, tryggja rekstur hans og skapa meiri likur cn nú eru til þess, að nýsköpunartækin, sem hon- um hafa verið fengin, verði * notuð til fulls. Undirstaða iðnaðarins yrði einnig mun öruggari en áður, enda hljóta hinar miklu raf- magnsvirkjanir, sem nú eru í undirbúningi og Sjálfstæðis- flokkurinn mun styðja öflug- leg, skapa grundvöll fyrir enn meiri iðnaði en áður hér á landi. Um landbúnaðinn er það svo, að þjóðmenning Islend- inga á nú meira í húfi en nokkru sinni fyrr, að jafnvægi skapist milli sveita og sjávar- byggða, svo að hinn ískyggi- legi fólksstraumur úr sveitun- um stöðvist. Mætti þá takast um langa framtíð að viðhalda þeim hollustuháttum í þjóð- lífinu, sem bezt dafna í skjóli öruggs landbúnaðar, og tryggja, að lífsafkoma lands- manna standi fastari fótum. Þessu marki verður ekki náð, nema bændum verði gert kleyft, með aukinni tækni og hverjum þeim ráðum, sem til- tækileg eru, að verða sam- keppnisfærir við aðrar land- búnaðarþjóðir í framleiðslu afurða sinna. Þessvegna vill S j álfstæðis- flokkurinn, að þjóðin samein- ist til mikilla átaka um fram- faramál sveitanna, svo um- bætur í ræktun, húsakosti og hverskonar aðbúð sveitafólks- ins verði á næstu árum stór- stigari en nokkru sinni fyrr. Slíkar framkvæmdir, ásamt jafnvægi í atvinnulifi lands- manna yfirleitt, eru og undir- staða þess, að leysa megi hin miklu húsnæðisvandræði, sem nú eru víða i kauptúnum og kaupstöðum vegna hins mikla fólksfjölda, er þangað flykk- ist. En Sj álfstæðisflpkkurinn telur höfuðnauðsyn, að úr vandræðum þessum verði bætt sem fyrst. Ályktanir landsfundar. LANDSFUNDUR Sjálfstæðis- flokksins, sem haldinn var á Akureyri í júnímánuði 1948, setti flokknum itarlega stefnu- skrá. Þar var mörkuð stefna í sj ávarútvegsmálum, landbún- aðarmálum, iðnaðarmálum, verzlunarmálum, um dýrtið og niðurgreiðslur, um ríkisútgjöld og skatta, um samgöngubætur, atvinnuöryggi, félagsmál, upp- eldis- og menntamál, utanríkis- mál, endurskoðun stjórnar- skrárinnar og frjálsræði í at- vinnurekstri, auk stjórnmála- ályktunar. Vill flokkurinn vísa til þessara samjiykkta um stefnu flokksins í einstökum málum. Veitið Sjálfstæðisflokknum meirihluta. FRAMKVÆMD ALLRA þessara mála er að sjálfsögðu mjög undir þvi komin, hvert kjörfylgi flokkurinn fær. Þing- mönnum hans hefur stundum verið legið á hálsi fyrir að þeir hafi ekki getað komið fram svo miklu af stefnumálum flokksins sem skyldi. En þvi miður hefur flokkurinn ekki haft meirihluta á Alþingi und- anfarandi ár, og meðan svo er, þá er jafnframt undir aðra að sækja um það, hvað af stefnu- málum flokksins nær fram að ganga. STEFNA Sjálfstæðis- flokksins byggistásögu, eðli og hugsunarhætti þjóðarinn ar. Sjálfstæðisstefnan ein er í fullu samræmi við hug- sjónir íslendinga frá önd- verðu, um frelsi í stað fjötra, um samheldni í stað sundrungar. Sjálfstæðis- flokkurinn hlýtur því, í sam ræmi við grundvallarstefnu sína, að standa jafnan vörð um lýðræði og mannréttindi gegn hinum alþjóðlega kommúnisma, sem gengur í berhögg við þessar hugsjón- ir. Sjálfstæðisflokkurinn beinir þeirri eindregnu á- skorun til íslenzkra kjós- enda, að þeir fylki sér um frambjóðendur flokksins og skapi á Alþingi þann meiri- hluta Sjálfstæðismanna, er einn megnar að mynda þá festu og öryggi í stjórn landsins, sem þjóðinni er nú brýn þörf á. ------o------- Héraðsmóf S j álf stæöismanna. Bolungarvík: Sj álfstæðisfélögin í Bolung- arvík héldu héraðsmót sitt s. 1. laugardag. Þar fluttu ræður, Axel V. Tulinius, lögreglu- stjóri og jiingmaður kjördæm- isins. Til skemmtunar var ein- söngur Gunnar Kristinsson við undirleik Ragnar H. Ragnar, Nína. Sveinsdóttir söng gaman- vísur, Jóhann Sigurjónsson sýndi kvikmyndir, síðan var dansað. Hníf sdalur: Þórður Sigurðsson, bóndi á Bakka setti mótið og stjórnaði því. Sigurður Bjarnason frá Vigur flutti snjalla ræðu. Til- högun skemmtiatriðanna var sú sama og í Bolungarvik. Haustmótið á Isafirði: S. 1. jiriðjudagskvöld héldu Sjálfstæðisfélögin á Isafirði haustmót sitt. Jón P. Halldórs- son, form. Fylkis, félags ungra Sjálfstæðismanna, setti mótið. Kjartan J. Jóliannsson hélt ræðu og Ásberg Sigurðsson, Matthías Bjarnason og Sigurð- ur Bjarnason fluttu stutt á- vörp. Skemmtikraftar voru jieir sömu og á hinum mótun- um. Ágæt aðsókn var að öllum mótunum og þeim vel fagnað. Prentstofan Isrún h.f.

x

Vesturland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturland
https://timarit.is/publication/633

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.