Vesturland

Ukioqatigiit

Vesturland - 15.11.1949, Qupperneq 1

Vesturland - 15.11.1949, Qupperneq 1
w mm m§> afesvFmzxm sam íli'Jlj 3FS3m>)SMmtm XXVI. árgangur Isafjörður, 15. nóvember 1949. j 36. tölublað. Fjóiðungssamband Yestfirðinga. Stofnþing Fjórðungssambands Vestfirðinga var haldið hér á Isafirði dagana 8.—10. nóv. s.l. Tilgangur sambands- ins er, að sameina sýslu- og bæjarfélög Vestfjarða um menningar- og hagsbótamálefni þeirra, og stuðla að því, 'að félögin komi fram sem ein heid út á við, bæði þegar um sameiginleg framfaramál er að ræða og einnig til stuðnings velferðarmálum einstakra sýslu- og bæjar- félaga. Sérstaka áherzlu vill sambandið leggja á að vernda og efla hagsmuni fjórðungsins á sviði menningar,- fjárhags,- viðskipta- og atvinnumála. Einnig vill sambandið vinna að varðveizlu sögulegra minja innan fjórðungsins og annara þeirra tengsla milli fortíðar og nútíðar, sem hverri menningarþjóð eru nauðsynleg. I fjórðungsráð voru kosnir: Jóhann Gunnar Ölafsson, Jón H. Fjalldal og Jóhann Salherg Guðmundsson. Ákveðið var að næsta þing yrði á Hólmavík. Að loknum fundarstörfum bauð bæjarstjórn Isafjarðar þing- fulltrúum til kvöldverðar í Húsmæðraskólanum. Tildrög. Á sýslufundi N.-lsafjarðar- sýslu 1948 vakti Sigurður Bjarnason, alþingismaður, og fleiri forvígismenn hér vestra athygli á því, að tímabært væri að V estf irðingaf j órðungur myndaði f j órðungssamband svipaðs eðlis og fjórðungssam- ljand Norður- og Austurlands. Á fundinum var kosin 3ja manna undirbúningsnefnd er vinna skyldi að stofnun fjórð- ungssambands fyrir sýslu og bæjarfélög í Vestfirðingafjórð- ungi. I nefndinni voru kosnir: Einar Guðfinnsson, Bolungar- vík, Jón H. Fjalldal, Melgras- eyri, Jóh. Gunnar Ólafsson og Sigurður Bjarnason, forseti bæj arstj órnar Isafj arðar. Dagana 8.—10. þ.m. komu 12 fulltrúar frá sýslu og bæjarfé- lögum á Vestfjörðum saman á Isafirði, til þess að undirbúa stofnun Fjórðungssambands Vestfirðinga. Þessir fulltrúar voru mættir á fundinum: Fra sýlsúnefnd Strandasýslu: Alfred Halldórsson, hrepp- st j óri, Stóra-F j arðarhorni, Sæmundur Guðjónsson, hrepp- 'stjóri, Borðeyri. Frá sýslunefnd Norður-lsa- fjarðarsýslu: Jóhann Gunnar Ólafsson, sýslumaður, Einar Guðfinnsson, Bolungarvík, Jón H. Fjalldal, Melgraseyri. Frá bæjarstjórn Isafjarðar: Sigurður Halldórsson, bæjar- stjóri, Halldór Ólafsson, rit- stjóri og Hannibal Valdimars- son, skólastjóri. Frá sýslunefnd Vestur-lsa- fjarðarsýslu: Hjörtur Hjálm- arsson, kennari, Flateyri, Jó- hannes Davíðsson, sjrslunefnd- armaðiu-, Hjarðardal og Sturla Jónsson, hreppstjóri, Suður- eyri. tír Barðastrandarsýslu: Sæ- mundur Ólafsson, fortjóri, Bildudal. Þessar tillögur og ályktanir voru samþykktar: Verzlunar- og' viðskiptamál. Fyrsta þing fjórðungsambands Vestfirðinga gerir svohljóðandi á- lyktanir um viðskiptamál: 1. Þingið lýsir óánægju sinni yfir því fyrirkomulagi að megin- þorri þeirra nauðynjavara, sem til landsins eru fluttar skuli vera um- skipað í Reykjavik, þar eð slíkt veldur. verðhækkun á vörum til allra þeirra, sem utan Reykjavíkur búa. Skorar þingið á stjórnarvöld landsins, að hlutast til um með lagasetningu eða á annan liátt að úr þessu verði bætt. ‘2. Þingið felur fjórðungsráði að leita samninga við Eimskipafélag Islands og Samb. ísl. Samminnufé- laga um að þessir aðilar hagi fcrð- um skipa sinna á vestfirzkar liafn- ir á þann veg að komizt verði hjá •uppskipun í Reylcjavík. 1 annan stað leiti fjörðungsráð samstarfs við vestfirzka kaupsýslu- menn og kaupsýslufyrirtæki um hváð þeir telji vænlegt til úrbóta í viðskiptamálum þessa landshluta. 3. Þingið telur allt of mikið fjár magn og vinnuafl bundið í inn- flutningsverzlun landsmanna og teldi eðlilegt og æskilegt að ein- staklingar og framleiðendur um land alll mynduðu með sér inn- kaupasamband er nyti sömu að- stöðu og hefði sama hlutverki að gegna fyrir þá, eins og Samb. ísl. Samvinnufélaga fyrir kaupfélögin, enda verði innflutningi til landsins réttlátlega skipt milli þeirra aðila, er annast innflutningsverzlun á hverjum tíma. 4. Þingið bendir á þá stað- reynd, að enginn landshluti leggur eins miklar gjaldeyristekjur i þjóð- arbúið, miðað við íbúatölu, og Vest- firðir. Af þeim sökum gerir þingið þá kröfu til gjaldeyrisyfirvaldanna að Vestfirðingar séu ekki afskiptir við úthlutun gjaldeyrisleyfa, eins og reyjisla undanfarinna ára hefur sýnl. Landhelgismál. Ársþing fjórðungssambands Vest- firðinga skorar á Alþingi og ríkis- stjórn að beita sér af alefli fyrir stórfelldri stækkun landhelginnar svo fljótt, sem kostur er á. Ennfremur telur þingið að land- lielgisgæzla við Vestfirði hafi und- anfarin ár ekki verið svo góð, sem skyldi. og telur nauðsynlegt, að hún sé aúkin að miklum mun, einkum að vor- og haustlagi. Símamál. Ársþing fjórðungssambands Vest- firðinga skorar á póst- og síma- inálastjórnina að láta þegar á næsta ári fara fram gagngera endurbót á langlínum um Vestfirði, svo sem með því að leggja jarðstrengi yfir heiðar og fjölga langlínum. Telur þingið það ástand, sem verið hef- ur i símamálum Vestfjarða algjör- lega óviðunandi. Raforkumái. Ársþing fjórðungssambands Vest- firðinga skorar á raforkumála- stjórn ríkisins að liún láti þegar á næsta ári rannsaka til hlítar mögu- leika fyrir vatnsvirkjunum á Vest- fjörðum, og bendir jafnframt á að rafmagnsþörfin á þessu svæði fer stöðugt vaxandi og er því brýn þörf skjótra aðgerða í þessum málum. Ársþingið lítur svo á að bygging sameiginlegra raforkuvera fyrir Vestfirði sé eitt hið mesta stórmál, sem nú kallar að um framkvæmdir á sambandssvæðinu. Ársþingið vill í sambandi við þessi mál láta það álit sitt í ljósi, að það telur mjög æskilegt, að tek- in yrði upp verðjöfnun á rafmagns gjöldum um land allt, og telur það eitt af frumskilyrðum fyrir afkomu möguleikum hinna ýmsu lands- hluta. Ársþingið treystir því, að al- þingismenn Vestfjarða liefji nú þegar sameiginlega baráttu fyrir hagkvæmri og skjótri lausn þess- ara mála. Yegamál. Ársþing fjórðungssambands Vest- firðinga_ skorar á Alþingi og vega- málastjórn að leggja aukna áherzlu á að koma byggðarlögum á Vest- fjörðuin, sem enn skorlir vegi í bifvegasamband bæði innbyrðis og við aðalþjóðvegakerfi landsins, svo og að bæta stórum um þá vegi, sem þegar liafa verið lagðir, þar sem þess er mest þörf. Menntamál. I. Tillaga um sjómannafræðslu. Fyrsta þing fjórðungssambands Vestfirðinga skorar á alla þing- menn Vestfirðinga að beita sér nú þegar fyrir lagasetningu um stofn- un sjómannaskóla Vestfirðinga á Isafirði. II. Tillaga um menntaskóla. Fjórðungsþingið lýsir yfir fylgi sinu við þá stefnu í skólamálum að menntaskólar verði reistir í öllum landsfjórðunugm til þess að jöfnuð verði, sem bezt má verða aðstaða ungs fólks til langs skólanáms. Læt- ur þingið það álit sitt í ljós, að sízt af öllu megi efnahagur, ætterni né fæðingarstaður ráða því hverjir gerist embættismenn þjóðarinnar eða eigi þess kost að njóta æðri skólamenntunar. St j órnarskr ár mál. Ársþing fjórðungssambands Vest- firðinga telur það til vanseradar þingi og þjóð, að ekki hefur enn verið samin fullkomin stjórnarskrá íslenzka lýðveldisins. Þingið samþykkir að fela milli- þingsnefnd þeirri, er samþykkt hef ur verið að kjósa, að móta tillögur til grundvallar nýrra stjórnskipu- unarlaga, er síðan verði lagðar fyr- ir næsta fjórðungsþing til af- greiðslu.

x

Vesturland

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vesturland
https://timarit.is/publication/633

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.