Vesturland

Årgang

Vesturland - 13.02.1951, Side 1

Vesturland - 13.02.1951, Side 1
Olíkar tillögur til úrbóta í atvinnumálum. „Áhugi“ Finns Jónssonar fyrir málum ísfirðinga uppvís. Kratarnir senda írá sér nýtt klögumál. Kratavæl um skýrslugerð. Samvinnufélagsdrengurinn er að væla i síðasta Skutli yfir því, að skýrsla bæjarstjórnarinnar til fé- lagsmálaróðuneytisins um atvinnu- ástand og ntvinnuliorfur í lsafjarð- arkaupstað sé villandi. Þessi skýrsla er samin af bæjarstjórn og sam- þykkt af bæjarráði. Þegar félagsmálaráðuneytið ósk- aði eftir þessari skýrslu, lagði bæj- arráð til að bæjarstjóra yrði falið að semja umrædda skýrslu og leggja fyrir bæjarráð til fullnaðar afgreiðslu. Þessa tillögu samþykkti bæjarstjórn og gaf þar með bæjar- ráði fullt umboð, til að senda skýrsluna í nafni bæjarstjórnar. Kratarnir vildu hafa aukafund um málið í bæjarstjórn, en fulltrúi sósíalista lagði frain þó tillögu, að ef ekki yrði samkomulag í bæjar- ráði um skýrsluna, þá skyldi lialda bæjarstjórnarfund. Þrír bæjarfull- trúar Sjálfstæðismanna samþykktu þá tillögu, en kratarnir felldu liana og opinberuðu þá afstöðu sína, að þeir ætluðu sér að stofna til illinda og óánægju i málinu. Að þeim upp- lýsingum fengnum felldu Sjálfstæð- ismenn að halda aukafund í bæjar- stjórn, en samþykkt var tillaga bæj- arráðs, um að það gengi frá skýrsl- unni, sem það og gerði, og undir- rituðu allir bæjarráðsmenn skýrsl- una og Guðm. G. Kristjánsson líka, en bætti við undirskrift sína, að hatiri væri samþykkur i öllum aðal- atriðum. Bæjarráðsmaður kratanna verður sér til skammar. Skýrslan er svo send, en nokkr- um dögum síðar er haldinn bæjar- stjórnarfundur. Á þeim fundi upp- hefur bæjarráðsmaður kratanna furðulegt spangól, þrætir fyrst fyrir nafn sitt undir skýrsluna, með- gengur síðan að hafa skrifað undir hluta af skýrslunni. Fyrri hluta skýrslunnar hvað hann sig aldrei hafa lesið, en síðar í ræðunni sagði hann frá, að liann hefði' flutt breyt- ingartillögu um þann hluta skýrsl- unnar. Var málflutningur vesalings mannsins mjög aumingjalegur í alla staði. Héldu liinir kratarnir uppi töluverðu kjaftæði, en Birgir og Jón H. gátu þó ekki dulið, að þeir skömmuðust sin augsýnilega fyrir Guðmund og Grímur var eitt ónægjubros yfir óförum þessa „elskulega flokksbróður síns“. Matthías Bjarnason gaf Guðmundi eftirminnilega ráðningu fyrir slíka framkomu og livað það eins dæmi, að bæjarráðsmaður hefði þrætt fyr- ir undirskrift sína, og væri slíkt at- liæfi annaðhvort gert af bersýni- legri heimsku mannsins eða af framúrskarandi óskammféilni, þó einnig mætti lialda, að hvorutveggja sé að verki. Áhugasamur þingmaður. Forseti bæjarstjórnar og 2. vara- forseti eru staddir í Reykjavík um þessar mundir og fóru í félagsmála- ráðuneytið og spurðust fyrir um það, liverra aðgerða væri að vænta í þessum málum. Var þeim sagt það, af skrifstofustjóra ráðuneytisins, að skýrslan liefði verið send þing- manni ísafjarðar, Finni Jónssyni, og hefði þess verið óskað við hann, að hann gerði tillögur til úrbóta, en svar hans væri ókoinið ennþá. Tveim döguin síðar komu sömu menn í ráðuneytið, til þess að sjá tillögur þessa ötula og ósérlilífna þingmanns. Var skýrsla bæjar- stjórnar þó komin, en engin tillaga frá þingmanninum önnur en sú, að minnihíuti bæjarstjórnar hefði sent til ráðuneytisins sitt álit og sínar tillögur, og gerði þingmaðurinn þær tillögur að sínum. Burt með atvinnuleysið. Tillögur hinna þrautreyndu verkalýðsleiðtoga, Jóns H. Guð- mundssonar, Guðm. G. Kristjáns- sonar, Gríins rakara og Birgis Finnssonar, til úrbóta í atvinnu- málum ísfirðinga voru þessar orð- réttar: 1. Vinnufærir menn úr bænum séu flokkaðir eftir starfsgrein- um, samkvæmt manntali og tek- in upp tala þeirra, sem þeir hafa á framfæri sínu. 2. Síðan séu athugaðar tekjur í hverri starfsgrein fyrir sig, samkvæmt skattaframtali. 3. Gerð sé nákvæm skrá yfir at- vinnufyrirtæki bæjarins, manna hald þeirra og afköst og ástand og aldur framleiðslutækjanna. Þetta er það, sem þingmaðurinn og flokksbendi hans leggja til at- vinnumála. Það er skýrslusöfnun, sem menn eiga að lifa á. Ætli mönn- um þyki ekki einhver munur á þeirra tillögum og tillögum bæjar- ráðs til atvinnumála, sem eru þess- ar: „Bæjarráð leggur á það ríka á- herzlu, að hraðað verði ráðstöfun- uin til þess að tryggja öruggan starfsgrundvöll fyrir vélbátaútgerð- ina, verði það ekki gert má búast við því að hver einasti bátur stöðv- ist hér á næstunni. Þá vill bæjarráð og fara fram á við ríkisstjórnina, að liún hlutist til um að bræðsluskipið Hæringur verði staðsettur hér á ísafirði og veiti viðtöku karfa af togurum jafnskjótt og karfaveiðar byrja und- ir vorið. Til framtíðarlausnar'1 í atvinnu- málum teljum við að liér þurfi að byggja fiskverkunarstöðvar og gera togurunum, sem veiðar stunda hér úti fyrir Vestfjörðum kleift að landa hér afla sínum, fá liann verk- aðan og fá hér alla aðra fyrir- greiðslu. Á það viljum við og benda að Isafjörður liggur 5—7 klst. sigl- ingu fró auðugustu fiskimiðum landsins, Halanum, og hér eru mestir möguleikar fyrir afgreiðslu togara. Hér er nóg vinnuafl, góð hafnarmannvirki og ein öruggasta höfn landsins. Kaupstaðurinn get- ur annast öll viðskipti til slíkra skipa, verzlun, skipaviðgerðir, véla- viðgerðir, en dráttarbraut vantar. Á meðan núverandi ástand í út- gerðar- og atvinnmálum ríkir hér í bænum, telur bæjarráð að brýna nauðsyn beri til, að hafin verði sem allra fyrst almenn atvinnubóta- vinna fyrir atvinnulítið og atvinnu- laust verkafólk og telur nauðsyn- legt að ríkið aðstoði bæjarfélagið i því skyni. Atvinnubótavinnu þess- ari verði hagað eftir því livernig at- vinnuástandið kann að verða það sem eftir er vetrarins. 1 hvert skipti, þegar bæjarstjórn- inni ber að vera samtaka, svikja kratarnir. Þetta nýjasta klögubréf þeirra til félagsmálaráðuneytisins er aðeins sent, til þess að spilla fyrir aðgerðum til úrbóta. Þar njóta þeir ágætra starfskrafta Finns Jóns- sonar, sem vinnur gegn hverju máli, sem miðar að því, að byggja upp hér á ísafirði. Frá þessum manni er ekki að búast við neinu, nema illu einu, og verða allir sann- ir Isfirðingar að vera á verði fyrir verkum hans, en livað sem þessu öllu líður, þá er vonandi, að þess- um óhappamönnum takist ekki að spilla fyrir togarakaupamálinu. --------0--------- Brezka stjórnin heldur enn velli. Vantrauststillaga íhaldsmanna á brezku stjórnina, vegna áætlunar hennar um áframlialdandi þjóðnýt- ingu stáliðnaðarins var felld með 308: 298 atkvæðum.

x

Vesturland

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vesturland
https://timarit.is/publication/633

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.