Vesturland

Árgangur

Vesturland - 30.04.1951, Blaðsíða 2

Vesturland - 30.04.1951, Blaðsíða 2
2 VESTURLAND Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Sigurður Bjamason frá Vigur Skrifstofa Uppsölum, sími 193 Afgreiðsla og auglýsingar: Engilbert Ingvarsson, Hafnar- stræti 12 (Uppsalir). — Verð árgangsins krónur 20,00. -------------------------—-—.—.——_____—--------> ingu þessara ábyrgu aðila gagn- vart meirihlutasamþykktum bæj- arstjórnar og ábyrgðarleysi þess- ara manna, að knýja bæjarstjórn þannig til að taka á sig ábyrgð á skuldbindingum vegna togara þess, sem hún hefur verið svipt umráðum yfir. 3. Ákafinn að hraða þessari af- greiðslu togaramálsins var slíkur, að fulltrúa sósíalista í stjórn tog- arafélagsins var synjað um frest, sem þó var tilskilinn samkvæmt málefnasamningi flokkanna. 3. Valdi framkvæmdastjóra bæjarins, sem var í hendi Sjálf- stæðisflokksins, en kosinn var af báðum flokkum, hefur verið beitt gegn ákvörðun samstarfsflokks- ins og meirihluta bæjarstjórnar í máli þar sem það réði úrslitum. Þetta tilkynnist yður hér með. F.h. Sósíalistafélags Isafjarðar, (Undirskriftir). S j álf stæðisf lokkurinn, c/o Matthías Bjarnason, ísafirði." Þessu bréfi svöruðu bæjarfull- trúar Sjálfstæðisflokksins sam- dægurs með eftirfarandi bréfi: Isafjörður, 24, apríl 1951. „Við höfum móttekið bréf yðar dagsett í dag, þar sem þér tilkynn- ið fyrirvaralaust slit á samningi um samstarf það, sem verið hefur milli flokkanna um stjórn bæjar- málefna í Isafjarðarkaupstað og gert var til fjögra ára. Ástæðan fyrir þessari ákvörðun flokks yðar kemur okkur algerlega á óvart, því að fulltrúi flokks yð- ar í togaranefndinni og bæjarfull- trúi yðar vissu gerla hvert atriði í því máli, og lýstu þeir sig því samþykka í hvívetna. Þeim var fyrir löngu kunnugt um skilyrði ríkisstjómarinnar um kaupin og tjáðu sig að þeim fengnum sam- þykka um kaup Isfirðings h.f. á togaranum. Bæjarfulltrúi flokks yðar fékk strax að vita um skeyti það, er forsætisráðherra sendi forseta bæjarstjómar, og var bæjarfull- trúi yðar samþykkur að forstjóri Isfirðings h.f. færi samdægurs til Reykjavíkur til samningsgerðar um kaupin. Um annað atriði bréfs yðar, að fulltrúa yðar í stjórn togarafélags- ins hafi verið synjað um frest, sem þó var tilskilinn í málefnasamn- ingi flokkanna. Út af því viljum við taka fram, að þetta atriði er ekki til í málefnasamningi þeim, er flokkarnir hafa gert, en hins- vegar er í samningnum það atriði „komi mál fyrir bæjarstjóm, sem annar hvor flokkurinn óskar nán- ari athugunar á, skuldbindur hinn flokkurinn sig til að samþykkja frestun á málinu eða vísa því til nefndar“. Þess vegna er þessari á- stæðu yðar vísað á bug. Um þriðja atriði bréfs yðar höf- um við áður upplýst, að fram- kvæmdastjóri bæjarins hefur fyllsta rétt til að greiða atkvæði 1 rafveitunefnd eftir sannfæringu sinni, enda greiddi bæjarstjóri við endanlega afgreiðslu stöðvarstjóra málsins atkvæði, eins og honum, sem embættismanni sæmdi, án til- lits til þeirrar leiðinlegu fram- komu, sem fulltrúi flokks yðar hefur látið sér sæma að viðhafa í því máli. Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokks ins lýsa undrun sinni yfir þessari ákvörðun yðar, þar sem engin kvörtun hafði borizt um brot á málefnasamningi. Þessi framkoma yðar sýnir, að þér hafið virt að vettugi skriflega samninga, sem þér hafið með und- irskrift skuldbundið yður til að halda til fjögra ára. Með þessu bréfi höfum við tek- ið fram, að ástæður yðar fyrir samningsslitum eru algerar tilli- ástæður. Því hlýtur hér að vera um duldar ástæður að ræða, sem þér teljið yður bezt henta, að ekki komi fram fyrir almenningssjónir. Þetta tilkynnist yður hér með“. F. h. SjálfstæðisfIokksins, Matthías Bjarnason, Ásberg Sigurðsson. Til Sósíalistafélags ísafjarðar. c/o Haraldur Steinþórsson. Þetta var það eina sem á milli flokkanna fór fyrir samstarfsslit- in. Hér eru einkennileg vinnubrögð viðhöfð af sósíalistum. Aðeins 10 dögum fyrir fund Sósíalistafélags- ins eða 13. apríl, stóð fulltrúi sós- íalista, Haraldur Steinþórsson, að samþykkt fjárhagsáætlunar fyrir yfirstandandi ár með Sjálfstæðis- mönnum, án þess að til nokkurs á- greinings kæmi. Nú er hinsvegar upplýst, að nokkru áður var hafið samninga- makk milli kommúnista og krata um stjórn bæjarins, strax að af- greiðslu fjárhagsáætlunar lokinni. Þannig voru vinnubrögð þessa flokks, sem gert hafði málefna- samning til 4ra ára við Sjálfstæð- isflokkinn, um stjórn bæjarmála, og þeir heitið með undirskrift sinni að halda í hvívetna. Þann samning hafa Sjálfstæðis- menn haldið í einu og öllu, enda hafa sósíalistar ekki treyst sér til að halda fram hinu gagnstæða. Skriflegur samningur virðist í augum sósíalista ekkert gildi hafa, hvað má þá halda um munnleg loforð þeirra. Sovét-samsteypan í bæjarstjóm- inni óskaði eftir bæjarstjórnar- fundi s.l. fimmtudag og ætlaði að halda fundinn á skrifstofu bæjar- stjóra. Þrjú mál voru á dagskrá: 1. Uppsögn bæjarstjóra. 2. Kosning nýs bæjarstjóra. 3. Ákvörðun tekin um tillögur Sjálfstæðismanna um leigu kúabú- anna, sem frestað var ákvörðun um í bæjarstjórn 13. apríl s.l. Forseti bæjarstjórnar krafðist þess, að opinn fundur yrði um þessi mikilvægu mál og var fund- urinn haldinn í Alþýðuhúsinu. Bæjarstjóri, Steinn Leós, hafði sent uppsögn á bæjarstjórastarf- inu með sex mánaða uppsagnar- fresti og er uppsögnin komin fram vegna þess að fulltrúar Sovét- samsteypunnar höfðu tilkynnt honum að þeir myndu kjósa annan bæjarstjóra. í sambandi við uppsögn Steins lögðu Sjálfstæðismenn fram svo- hljóðandi tillögu: „Bæjarstjórn samþykkir, að Steinn Leós gegni bæjarstjóra- starfinu út sinn 6 mánaða upp- sagnartíma. Jafnframt samþykkir bæjar- stjórn að auglýsa bæjarstjóra- starfið laust til umsóknar með umsóknarfresti til 31. júlí og veit- ist starfið frá 25. okt. n.k. Ásberg Sigurðsson, Matthías Bjarnason, M. Bernharðsson, Kristján Tryggvason". Þessi tillaga var felld af Sovét- samsteypunni, en þess í stað sam- þykkt að veita Steini lausn nú þegar, en auðvitað hefur hann sinn sex mánaða uppsagnarfrest. Faðir samsteypunnar, Stefán skósmiður, níundi maður kratalistans, var mættur á fundinum og lýsti því yfir að þetta mál kæmi Sjálfstæð- ismönnum ekki við, því að þeir (kratarnir) réðu hér. Forseti og Ásberg Sigurðsson svöruðu því til, að Sjálfstæðismenn hefðu bæði til- lögurétt og málfrelsi og myndu því ekki taka tillit til fyrirskipana frá Stefáni skósmið. Sósíalistum þótti ekki taka því að gera tilraun til, að ræða við Sjálf- stæðismenn um þau ágreiningsmál, sem þeir telja að hafi verið ástæð- an fyrir samningsrofi þeirra. Þeim þótti víst drengilegra og heiðar- legra að hefja samningamakk við andstæðingana og samþykkja sam- starfsslit fyrirvaralaust, án þess að samstarfsflokkur þeirra hefði hugmynd um hvað til stæði. Slíkum mönnum er aldrei hægt að treysta. Sjálfstæðismenn fagna því að vera lausir við óheilindi þeirra og ódrengsskap. Þá kom til umræðu kosning nýs bæjarstjóra og kom það þá í ljós, að fæðing hins nýja bæjarstjóra' væri ekki um garð gengin, og lögðu hinir nýju lagsbræður, Birg- ir og Haraldur litli, til að Páli rukkara væri falið að gegna bæjar- stjórastarfinu fyrst um sinn og var sú tillaga samþykkt með 5:4 atkv. Sjálfstæðismanna, sem töldu Pál a.m.k. ekki klára meira en sitt rukkarastarf. Létu Sjálfstæðis- ) menn bóka eftirfarandi mótmæli: „Bæjarfulltrúar Sjálfstæðis- flokksins mótmæla harðlega, að nýr bæjarstjóri sé tekin á laun hjá bæjarsjóði, sem bakar bæjarsjóði að óþörfu 26. þús. króna útgjöld, þar sem Steinn Leós, bæjarstjóri, hefur 6 mánaðar laun samkvæmt tilskildum uppsagnarfresti. Þá komu búmálin til umræðu. Fulltrúar Alþýðufokksins fluttu tillögu um að leita tilboða í leigu á bújörðum bæjarins Kirkjubóli og Seljalandi, báðum saman eða hvorri í sinu lagi, og verði vænt- anlegum leigjendum gefin kostur á, að kaupa gripi og áhöld búanna. Tilboð sendist bæjarstjóra fyrir 15. maí n.k. Þessi tillaga var svo samþykkt með 9 samhljóða atkvæðum, en tillaga Sjálfstæðismanna, um leigu beggja búanna og 80 þús. kr. lækkun útsvarsupphæðarinnar kemur ekki til atkvæða fyrr en að loknum tilboðsfresti. Forseti bæjarstjórnar, Matthías Bjarnason, fagnaði því, að Alþýðu- flokknum hefði nú loks skilizt nauðsyn þess, að fyrra bæinn hallarekstri af búunum, eins og Sjálfstæðismenn hefðu ávallt haldið fram að gera ætti. Rakti hann allítarlega rekstur búanna og sýndi fram á með rökum, að hall- inn á Seljalandsbúinu hefði aldrei verið hærri en síðasta árið sem kratarnir stjórnuðu bænum árið 1945. Sýndi hann fram á með sterkum rökum, að þrátt fyrir góða bústjórn yrði stórhalli á bú- skap hins opinbera á sama tíma, Framhald á 4. síðu. Vandræðalegur meirihluti

x

Vesturland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturland
https://timarit.is/publication/633

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.