Vesturland

Árgangur

Vesturland - 05.05.1951, Blaðsíða 4

Vesturland - 05.05.1951, Blaðsíða 4
w VJ sjsn® n/esvFwzouRH saúGFsaræ&jsmxjm XXVIII. árgangur. TBB 5. maí 1951. 6. tölublað. Piltur og Stúlka. Keppa 5 ísfirðingar a Olympíuleikunum næsta vetur? Haukur ó. Sigurðsson og Jón Karl Sigurðsson. Skíðasamband íslands hefir nú mælt með því við íslenzku olymp- íunefndina, að þrír Isfirðingar keppi í göngu á vetrarolympíuleik- unum á Holmenkollen næsta vetur. Eru það þeir Ebenezer Þórarins- son, Gunnar Pétursson og Oddur Pétursson. Einnig hefir hún lagt til, að Þingeyingarnir Jón Krist- jánson, ívar Stefánsson og Matth- ías Kristjánsson taki þátt í göngu- keppninni. Norski skíðakennarinn Johannes Tenmann hefir lagt til, að ísfirðingarnir þrír keppi í 18 km_ göngu og einnig að þeir verði í boðgöngusveit íslendinga, ásamt Þingeyingnum, Ivari Stefánssyni. Bræðumir Jón Karl og Haukur Ó. Sigurðssynir hafa undanfarið verið við æfingar hjá sænska svigkennaranum Hans Hanson. Jón Karl er nú á förum til árs- dvalar í Svíþjóð. Eru líkur til að þeir bræðurnir muni keppa í svigi og bruni á Vetrar-olympíuleikjun- um næsta vetur. En ennþá hefir ekki verið fullráðið, hvaða íslend- ingar taka þátt í svig- og brun- keppninni. Frú Elín Þorbjarnardóttir. Framhald af 2. síðu. þessum tímamótum frú Elínar mun hugur barna hennar, sem og annara ástvina og vina, færa hlýju í bæ. — Frá mér og mínum bið ég þig Elín að taka á móti hugheilum óskum um gott leiði, áfram út í það ókomna. J. G. GÓLFDtJKUR nýkominn. Verzlun Elíasar J. Pálssonar, Isafirði. MALIÐ MEIRA. Hefi málningarvörur og vegg- fóður. — Sanngjarnt verð á vinnu og efni. Finnbjörn málari. Leikfélag Isafjarðar hafði sýn- ingar á sjónleiknum „Piltur og stúlka“, eftir Emil Thoroddsen, 12.—17, apríl s.l. Sjónleikurinn er saminn upp úr samnefndri sögu, eftir Jón Thoroddsen. Marga van- kanta er á leikritinu að finna, samanborið við söguna. Aðal- persónumar Indriði og Sigríður verða einskonar leikbrúður, sem stjómað er af aukapersónum í leikritinu, en sérstaklega er endir- inn þó snubbóttur. Indriði var leikinn af Sigurði Jónssyni. Gerði hann hlutverki sínu ágæt skil. Naut söngur hans sýn vel, lögin falleg og meðferðin góð. Sigríður er leikin af Selmu Samúelsdóttur. Gerði hún hlut- verki sínu einnig allgóð skil, en hefði þó mátt vera öllu innilegri og blíðari. Gróu á Leiti lék frú Álf- heiður Guðjónsdóttir, og gerði hún hlutverki sínu sérstaklega góð skil og sýndi okkur vel í gerfi Gróu hina sígildu kjaftakerlingu. Aðrir leikendur voru :Haukur Ingason, Steinþór Kristjánsson, Marías Þ. Guðmundsson, Martha Ár'nadóttir, Þórleifur Bjarnason, Rósa Þórarinsdóttir, Jón Jónsson, Þann 10. apríl s.l. bárust okkur þau sviplegu tíðindi, að Jón Val- geir Magnússon hefði látizt af slysfömm, er togarinn Isborg var á leið til lands af veiðum. Helfregn hans kom sem reiðarslag. — Veiði- ferðinni var lokið, og skipið komið á leið til lands, en þá bar dauðann að fyrirvaralaust. Á einu augna- bliki urðu þrjú lítil böm, sem biðu þess óþreyjufull, að faðir þeirra kæmi heim, föðurlaus. Á skjótan og óvæntan hátt voru þau svipt föðurlegri ástúð og umhyggju. Vonir þeirra brugðust óvænt. Svo hrapalega slær maðurinn með ljá- inn. Jón Valgeir Guðmundur Magn- ússon var fæddur á Dvergasteini í Álftafirði 14. maí 1905. Sonur hjónanna Sigríðar Friðriksdóttur og Magnúsar Guðmundssonar. Jón Valgeir ólst upp í foreldrahúsum til fermingaraldurs, en þá fluttist hann hingað til ísafjarðar. 1 októ- ber 1938 kvæntist hann eftirlifandi konu sinni, Sveinfríði Hannibals- dóttur frá Kotum í Önundarfirði, og eignuðust þau 3 börn, sem öll eru á lífi. Um fermingaraldur fór Jón Val- geir að stunda sjóinn, og var hann Kristín ólafsdóttir, Jakobína Pálmadóttir, Björn Guðmundsson, Geirþrúður Charlesdóttir, Lára Magnúsdóttir, Hólmfríður Jóns- dóttir, Albert K. Sanders, Guðm. Bárðarson, Theódór Jónsson og Sig. Th. Ingvarsson. Leiðbeinandi var Þórleifur Bjarnason. Undirleik annaðist Elísabet Kristjánsdóttir. Lögin í leiknum eru eftir Emil Thorodds- sen, nema „Ó fögur er vor fóstur- jörð“. Sigurður Guðjónsson sá um leiktjöld. Það hefur nú komið í ljós, að við eigum allgóðum leik- kröftum á að skipa og væri því at- hugandi fyrir Leikfélagið, hvort ekki mætti koma á svið a.m.k. tveim leikritum á næsta ári. Lúðrasveit ísafjarðar lék á milli þátta. Sveitin er skipuð piltum, sem stundað hafa nám hjá Tón- listarskólanum í vetur og er undravert hvaða árangri hún hef- ur náð á ekki lengri tíma. Á kenn- ari hennar og stjórnandi, Harry Herlufsen, ásamt Tónlistarskólan- um, þakkir skilið og er vonandi að piltarnir haldi áfram að æfa og veiti okkur ísfirðingum marga gleðistund í framtíðinni. sjómaður ávallt síðan eða sam- fleytt í rúm 32 ár. Lengst af þeim tíma var hann á mótorbátum, en frá því um haustið 1948 var hann háseti á togaranum ísborg. Ég kynntist honum fyrst, þegar hann kom á ísborg, og er það eitt víst, að þá kynntist ég góðum dreng. Jón Valgeir var vinur vina sinna, grandvar til orðs og æðis. Hann var ákveðinn og einbeittur í skoð- unum og fastur fyrir, en jafn- framt falslaus og sérstaklega ein- lægur. Hann var stéttvís maður og lét sig hagsmunamál stéttar sinn- ar mikið varða. Hélt hann óhikað fram skoðunum sínum, þótt þær brytu í bága við skoðanir forystu- mannanna, ef hann taldi það henta hagsmunum sjómannastéttarinnar. Jón Valgeir var að eðlisfari létt- ur í lund og kunni vel að skemmta sér. Við, samstarfsmenn þínir, hörmum fráfall þitt og geymum minninguna um góðan og skemmti legan drerig. Við vottum konu þinni og bömum og ástvinum öllum innilega samúð og hluttekningu. Guð blessi þeim minningu þína. J P.H. Vann „Svigbikar kvenna.“ Karólína Guðmundsdóttir S.l sunnndag fór fram svig- keppni um Svigbikar kvenna og Grænagarðsbikarinn. Keppnin var skemmtileg og hörð. Karólína Guðmundsdóttir vann nú í þriðja sinn í röð Svigbikar kvenna og þar með til eignar. Bikar þessi var gef- inn af Smjörlíkisgerð Isafjarðar. Grænagarðsbikarinn vann Jóhann R. Símonarson eftir harða keppni við Einar Val Kristjánsson. Úrslit í svigi kvenna: ' sek. 1. Karólína Guðmundsd. H. 68,8 2. Martha B. Guðmundsd. H. 69,1 3. Jakobína Jakobsdóttir H. 82,1 4. María Gunnarsdóttir H. 132,7 úrslit í svigi karla: 1. Jóhann R. Símonars. H. 120,7 2. Einar V. Kristjánsson H. 121,4 3. Guðm. Helgason S. 124,0 4. Ebenezer Þórarinsson Á 124,3 5. Oddur Pétursson Á. 129,3 6. Halldór Sveinbjarnars. S. 134,8 7. Guðm. Finnbogason Á_ 139,8 8. Margeir Ásgeirsson Þ. 140,3 9. Jón K. Sigurðsson H. 140,3 10. Hallgr. P. Njarðvík H. 141,1 -------O-------- Btv. lsborg landaði 30. apríl s.l. 280 tonnum af fiski. Um helming- ur aflans var karfi, en hitt þorsk- ur. Fór aflinn að mestu leyti í salt og hraðfrystingu hér á ísa- firði. Nokkuð af aflanum fór í Hnífsdal og Súðavík. Hefur Isborg landað nær 600 tonnum í s.l. mán- uði hér á ísafirði, auk þess landaði hún um 85 tonnum í Reykjavík. Leiðrétting. — I síðasta tölublaði Vesturlands misritaðist „Guðm. F. Kristjánsson", en átti auðvitað að vera Guðm. G. Kristjánsson. Frú Ásthildur Magnúsdóttir, Vinaminni, ísafirði, átti fimmtugs- afmæli 2. maí s.l. Jón Valgeir Magnússon MINNINGARORÐ.

x

Vesturland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturland
https://timarit.is/publication/633

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.