Vesturland

Árgangur

Vesturland - 09.06.1951, Blaðsíða 4

Vesturland - 09.06.1951, Blaðsíða 4
XXVIII.árgangur. 9. júní 1951. 7. tölublað. Aukakosningar í Mýrasýslu. Er Framsókn að klofna? Glæsilegt próf. Þorbergur Kristjánsson Þann 29. maí s.l. lauk Þorbergur Kristjánsson frá Geirastöðum í Norður-lsafjarðarsýslu embættis- prófi í guðfræði við Háskóla ís- lands og hlaut 205% stig. Þetta mun vera hæsta einkunn, sem tek in hefir verið í guðfræðideild Há- skólans síðan núverandi reglugerð kom í gildi. Það er mikill heiður fyrir Norð- ur-ísfirðinga, að það er sýslungi þeirra, sem náð hefir þessu glæsi- lega prófi, og blaðið vill nota tæki- færið og óska þessum gáfaða og efnilega guðfræðingi til hamingju með þetta afrek hans og óskar honum allra heilla í framtíðinni. 0 S j ómannadagur inn 1951. Hátíðahöldin hér hófust á laug- ardagskvöld með keppni í róðri landmanna og kvenna. Sveit Neista h.f. sigraði hjá landmönnum, og sveit frá Ishúsfélagi ísfirðinga hjá kvenfólkinu. Á sunnudagsmorgun- inn kl. 9. f.h. var safnast saman við Alþýðuhúsið, Lúðrasveit ísafjarðar lék og síðan var gengið í skrúð- göngu til kirkju og hlýtt á messu hjá sóknarprestinum séra Sigurði Kristjánssyni. Kl. 14 hófust svo hátíðahöld við bátahöfnina: Lúðrasveitin lék, Jón H. Guðmundsson formaður sjó- mannadagsráðs flutti ávarp, sex sveitir kepptu í róðri, þeirra á meðal sveit gamalla sjómanna, (allir yfir sextugt). Sigurvegarar urðu sveit „Pólstjörnunnar“. 1 sundi kepptu sex piltar. Úrslit urðu þau að fyrstur varð Steindór Arason, annar Þorlákur Guðjóns- son og þriðji Baldur Sigurðsson. í reiptogi kepptu tvær sveitir, og sigraði sveit „Norðurtangans h.f.“ Kl.16 hófust hátíðahöldin á í- þróttavellinum með naglaboð- hlaupi bílstjóra og sjómanna og sigruðu bílstjórar. Hnífsdælingar og ísfirzkir sjómenn kepptu í knattspyrnu og unnu Hnífsdæling- ar með einu marki gegn engu. Á meðan knattspyrnan fór fram Þann 8. júlí n.k. munu fara fram aukakosningar til Alþingis í Mýra- sýslu. Bjami Ásgeirsson, sem verið hefur þingmaður þeirra Mýra- manna um nokkurt skeið, hefir nú látið af þingmennsku, þar eð hann hefir verið skipaður sendiherra ís- lands í ósló, í stað Gísla Sveins- sonar, sem veitt hefir verið lausn frá því embætti. Framboðsfrestur er nú útrunn- inn, og hafa þessir menn boðið sig fram: Pétur Gunnarsson tilraunastjóri af hálfu Sjálfstæðisflokksins. Andrés Eyjólfsson Síðumúla, sem alllengi hefir verið skjalavörð- ur við Alþingi, fyrir Framsóknar- flokkinn. Aðalsteinn Halldórsson tollþjónn fyrir Alþýðuflokkinn — Og loks Bergur Sigurbjörnsson viðskiptafræðingur. Hann hefir ætíð verið einn af fylgismönnum Framsóknar, en jafnframt einn af fremstu mönnum í Þjóðvarnar- klíkunni. Mun það vera ætlun hans að ná fylgi óánægðra framsóknar- manna í kjördæminu, en einnig var „kötturinn sleginn úr sekkn- um“ og var að því góð skemmtun. Kl. 20 hófst kvöldskemmtun í Alþýðuhúsinu. Þar voru verðlaun veitt, ræður fluttar, sungnar gam- anvísur og sýnd kvikmynd. Að lokum var svo stiginn dans í þrem skemmtihúsum í bænum. Fjöldi manna tók þátt í hátíða- höldunum, enda var veður ein muna gott, sólskin og logn allan daginn. Fánar blöktu við hún í bænum og öll skip í höfninni voru fánum skreytt. ------0------- Píanóhljómleikar. Rögnvaldur Sigurjónsson píanó- snillingur hélt hér hljómleika s. 1. fimmtudagskvöld á vegum Tónlist- arfélags Isafjarðar. Á efnisskránni voru verk eftir Bach, Beethoven, Chopin og Liszt. Áheyrendur voru allmargir, en hefðu gjarnan mátt vera fleiri. Vakti hin nákvæma leikni lista- mannsins og næm túlkun hans á verkum hinna miklu meistara mjög mikla hrifningu meðal áheyrenda, og varð hann að lokum að leika tvö aukalög. Tónlistarfélagið á þakkir skilið fyrir að hafa fengið Rögnvald hingað, því að vart mun nú nokk- munu kommúnistar kjósa hann, því að í Þjóðviljanum, sem kom út s.l. fimmtudag var því lýst yfir að þeir myndu styðja Berg ein- dregið vegna hinnar „skeleggu baráttu hans í þágu friðarins og fyrir sjálfstæði íslands". Eftir því sem Þjóðviljinn segir býður Bergur sig fram eftir áskorun f jölda fram- sóknarmanna í Mýrasýslu, enda styður miðstjórn Framsóknar Berg ekki. Það var vitað að fram- sóknarmenn voru ekki á eitt sáttir um, hver valinn skyldi frambjóð- andi, og er kunnugt að þar komu til greina auk Andrésar í Síðu- múla, Haukur Jörundsson kennari á Hvanneyri, Daníel á Hreðavatni og fleiri. Vigfús Guðmundsson mun einnig hafa haft áhuga á að kom- ast í framboð, og þar sem hann varð ekki fyrir valinu, hefir hann nú sagt sig úr miðstjórn Fram- sóknar og öðrum trúnaðarstöðum flokksins. Lítur því út fyrir að klofningur sé komin upp í Fram- sókn, en þó er ekki hægt að svo stöddu að segja um hve víðtækur hann er. ur Islendingur standa honum fram- ar í list sinni. fsfirðingar ljúka embættispróíi. Fyrir skömmu hafa eftirtaldir ísfirðingar lokið embættisprófi við Háskólann: Jón Finnsson í lög- fræði og hlaut 213% stig, í við- skiptafræði Hörður G. Adólfsson, sem fékk 303% stig og Tryggvi Þorsteinsson í læknisfræði með 175 stig. Á öðrum stað í blaðinu er getið um hið glæsilega próf Þor- bergs Kristjánssonar frá Geira- stöðum. Leiðarþing í N.-Isaf jarðarsýslu. Sigurður Bjarnason þingmaður Norður-ísfirðinga hefir undanfarið haldið leiðarþing í Bolungarvík, Hnífsdal og Súðavík. Verður nánar skýrt frá þeim síðar. Handavinnusýning. Húsmæðraskólinn hér er nú að ljúka störfum, og í gær frá kl. 2 til 10 e.h. var opin sýning fyrir almenning á handavinnu náms- meyjanna. Þessi sýning verður einnig opin í dag á sama tíma, frá kl. 2—10 e.h. Húsmæðraskólanum mun verða sagt upp núna á þriðjudaginn kl. 2 e.h. Stefnir er tímarit allra Sjálfstæðismanna. Útbreiðið Stefni. Fyrir stuttu síðan er komið út 1. hefti 2. árg. af Stefni, tímariti Sjálfstæðismanna. Efni þessa heft- is er mjög fjölbreytt og skemmti- legt. Auk tveggja stuttra greina um innlend stjórnmál eftir rit- stjórana, þá Sigurð Bjarnason al- þingismann frá Vigur og Magnús Jónsson frá Mel, má nefna fróð- lega grein eftir Baldur Johnsen lækni, er hann nefnir: „Getum við höndlað heilbrigðina?" og grein- ina „Karfi og karfaveiðar" eftir Davíð ólafsson fiskimálastjóra. 1 þessu hefti er einnig grein um Jón á Reynistað eftir Sigurð Bjarnason og önnur grein um Winston Churchill, Þá eru þar og greinar um Neskaupstað eftir Tómas Zoega og um Akranes eftir Guð- laug Einarsson, og ennfremur margar þýddar greinar. Margt fleira er enn í þessu hefti til skemmtunar og fróðleiks. T. d. tvær þýddar smásögur, önnur eftir A. J. Cronin en hin eftir I. Silone, skákþáttur og margt fleira. Tíma- ritið er skreytt mörgum myndum og prentað á hinn vandaðasta pappír og frágangur allur hinn bezti. Eins og sjá má af þessu, er þetta tímarit Sjálfstæðismanna allt hið glæsilegasta, enda allt kapp lagt á að gera það sem bezt úr garði. 1 fyrra komu út fjögur hefti, hvert um 80 síður lesmáls eða alls um 320 blaðsíður, en þrátt fyrir það var verð árgangsins aðeins kr. 25.00. Nú í ár er ætlunin að einnig komi út fjögur hefti svipuð að stærð, og þrátt fyrir geysilega hækkun á öllum útgáfukostnaði, hefir verið ákveðið, að verð þessa árgangs skuli vera það sania, að- eins kr. 25.00. Það er því heitið á alla Sjálf- stæðismenn, bæði unga og gamla, að hefja nú þegar sókn til aukinn- ar útbreiðslu Stefnis. Takmarkið er, að Stefnir sé tímarit allra Sjálf- stæðismanna. Jafnframt er því treyst, að allir þeir, sem nú þegar hafa gerzt áskrifendur að ritinu, bregðist fljótt og vel við og leysi út póstkröfurnar fyrir árgjaldinu 1951, sem sendar verða með öðru hefti þessa árgangs. Vestfirzkir Sjálfstæðismenn — hef jist handa þegar í stað og safn- ið áskrifendum að Stefni. Utaná- skriftin er: Tímaritið Stefnir Sjálfstæðishúsinu Reykjavík. Athugið að nýir áskrifendur geta fengið fyrsta árgang Stefnis fyrir aðeins kr. 10.00 meðan upp- lagið endist. Á Isafirði geta menn gerst á- skrifendur í Bókaverzlun Matthí- asar Bjarnasonar, þar mun liggja frammi áskrifendalisti.

x

Vesturland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturland
https://timarit.is/publication/633

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.