Vesturland

Árgangur

Vesturland - 31.10.1951, Blaðsíða 5

Vesturland - 31.10.1951, Blaðsíða 5
VESTURLAND 5 t Mislukkað uppeldi. Svo bar til, þá er kratar höfðu stjómað bænum í fulla tvo ára- tugi, að þeim barst til eyma að í nálægu þorpi væri piltur er ný- lokið hefði menntaskólaprófi með sæmilegum árangri. Sveinn þessi var af góðu bergi brotinn, utan þess hafði hann feng- ið það uppeldi er góðu lofaði, ef mannkostir færu eftir. Voru þá ráð hinna spökustu krata saman tekin, og ákveðið að bjóða sveininum fóstur. Skyldi í öllu vel til fóstursins vanda og sveinninn alinn upp í sönnum kratadyggðum og að því stefnt að hann yrði hæfur til forustu í flokk þeirra, er fram liðu stundir. Sjálf- ur bæjarstjóri skylddi hafa dag- legt eftirlit með uppeldi sveinsins en aðrir leggja þar hönd að verki eftir hæfileikum þeirra og kunn- áttu. Að þessu ákveðnu var hraðboði sendur og sveinninn sóttur. Gafst nú bæjarbúum kostur á að líta pilt einn vel úr grasi vaxinn fyrir innan afgreiðsluborðið í höf- uðbækistöð krata, sjálfri bæjar- skrifstofunni. Varð mönnum í fyrstu allstar- sýnt á þennan nýliða og þótti and- litssvipur hans hvorki spá góðu né illu. Stóð svó nokkra hríð. En brátt fór svo, að eðli sveinsins sagði til sín. Tók hann að gerast afundinn og stirfinn við viðskipta- menn skrifstofunnar, og ágerðust þessir vankantar sveinsins er á leið. Héldu menn í fyrstu, að þetta væri feimni og mistök ein, sem lagfærast mundi undir góðri hand- leiðslu eftirlitsmannsins. En hér fór á annan veg. Þrátt fyrir sam- vizkusamlegt eftirlit, föðurlegar leiðbeiningar og óaðfinnanlega fyrirmynd, tókst fóstranum ekki að breyta í neinu náttúru sveins- ins. Stirfin og ódæl lund hans reyndist ósveigjanleg til móts við prúðmannlega framkomu við- skiptamanna skrifstofunnar, en þungar áhyggjur steðjuðu að bæj- arstjóra, sem af meðfæddri sam- vizkusemi vildi rækja uppeldis- starfið svo sem lagt hafði verið fyrir hann. Leið nú óðum að nýjum kosning- um og urðu viðsjár miklar með mönnum og flokkadættir. Eigi þótti sveinninn hafa tekið meiri framförum í fóstrinu en svo, að óráð þótti að fela honum vanda- samari störf en að flytja gamal- menni af elliheimili á kjörstað. Gekk það vandkvæðalaust að mestu. Dómur fólksins varð sá, að krat- ar fengu lausn frá störfum, en ný- ir menn voru kvaddir á vettvang. Bæjarstjórinn, fóstri sveinsins, hvarf hljótt og hæversklega úr sínu embætti, en sveinninn og ann- að starfsfólk á skrifstofu bæjar- ins varð kyrt eins og áður. Sem eftirlitsmaðurinn hafði sleppt hendi af sveinunum, kom brátt í ljós hvers virði umsjá hans hafði verið. Gerðist sveinninn nú enn ódælli og viðskotaverri en nokkru sinni fyr, svo til ama var samstarfsfólki hans, en viðskipta- mönnum skrifstofunnar til angurs og leiðinda. Gekk þessi framkoma sveinsins svo úr hófi fram, að ekki þótti einleikið, og héldu sumir að hann væri magnaður af foringjum krata í hefndarskyni fyrir kosn- ingaósigurinn. Iiinir nýju stjórnendur sáu að við svo búið varð ekki unað og leystu sveininn frá starfi, en við tók ungur og liðlegur maður, sem brátt vann sér almenningshylli. Þegar kratar heyrðu þessi af- drif fóstursonar síns mæltu þeir klökkum rómi — „sárt ertu leikinn Sámur fóstri“ og bárust lítt af. En brátt sáu þeir að ekki þýddi að vola heldur yrði að leita nýrra ráða. Kom þeim öllum saman um að Uppeldi sveinsins hefði hrapa- lega mistekist og yrði að fá hon- um nýjan eftirlitsmann. Var þá leitað til kaupfélagsstjórans og hann beðinn að taka sveininn. Kaupfélagsstjórinn svaraði seint þeii’ri málaleitan og mælti: — Nauðugur geng ég til þessa verks, því eigi þykir mér sveins- rengla sú til forustu vaxin. Líst mér svipur hans tvíræður mjög og innræti hans er mér með öllu ó- kunnugt. En illt þykir mér að hjálpa ekki vinum í neyð og fáið mér sveininn. — Skömmu síðar sást sveinninn á skrifstofu kaupfélagsins. Húkti hann þar yfir litlum snjáðum peningakassa, er hann skyldi varð- veita í þá peninga er inn komu dag hvern og telja að kvöldi frammi fyrir húsbónda sínum. En brátt sótti í sama horfið og áður með hegðan sveinsins. Dapur i bragði saug hinn hvít- hærði og virðulegi kaupfélags- stjóri upp í nef sér, gekk á fund krataforingjanna og mælti: — Hirðið þið svein ykkar aftur, aldrei verður maður sá liklegur til mannaforráða, ræður þar ódæl lund og fleira er ekki hirði ég um að ræða. Vil ég manneskju þessa ekki stundu lengur í mínum hús- um hafa. , Að svo mæltu gekk kaupfélags- stjórinn snúðugt brott, en kratar sátu eftir hnípnir og ráðþrota. Að lokum tók einn af foringjum þeirra, forstjóri samvinnufélags í bænum, til máls og mælti: — Mikla armæðu höfum vér hlotið af uppeldi sveins þessa, en nú sé ég úrræði er breyta mun amstri voru oss til gleði og flokkn- um til framdráttar. Vér höfum nú fengið blað til umráða og þurfum því á manni að halda sem snuðrað getur eftir slúðursögum um and- st'æðinga vora, fært þær í hæfan búning og birt þær í blaðinu. Er sveinninn vel til þessa starfa hæf- ur að eðli og innræti og skal hon- um falið það tafarlaust, þar eð oss má hann að öðrum kosti að engu gagni verða. Á móti kemur svo það, að frjálst er sveininum að læða inn í blaðið hrósi um sjálf- an sig, eftir því sem skap hans stendur til, og gefa sér þær nafn- bætur er hugur hans girnist. Laun skal hann fá á skrifstofu minni og þar skal honum búið sæti sér til hvíldar eftir snuðurferðir sínar. — Bödd samvizku flokksins: — Þetta er ljótt starf. — Forstjórinn: — Ekkert er Ijótt, ef það má verða til þess að vér vinnum aftur meirihlutann. — Samvizkan: — Er þetta nauðsynlegt? Forstjórinn: — Pólitízk nauðsyn. Samvizkan: — Sveinninn hlýtur andstyggð og fyrirlitningu allra góðra manna ef hann tekur að sér þetta starf.— Forst jórinn: — Sjái hann sjálfur fyrir því, og hvað segir ekki pabbi: — Góður flokksmaður fórnar öllu fyrir flokkinn, — og hví skyldi þá ekki þessi manneskja gera það. — Þegar orðið pabbi heyrðist þagn- aði rödd samvizkunnar. Var nú ráð forstjórans tekið og sveinninn settur í hið nýja starf. Eftir þetta varð sveinsins víðar vart en áður hafði verið, sást hann ýmist á götum úti, í prentsmiðj- unni, þar sem blað krata var prentað,. eða honum brá fyrir á skrifstofu forstjórans. Jafnhliða voru birtar í blaðinu setningar eins og þessi: — Núverandi meirihluti sagði starfhæfasta manni bæjarskrif- stofunnar upp starfi — og nafn sveinsins birtist þar með virðuleg- um titli. Síðan hefur sveinninn innt af höndudm þetta nýja hlutverk og sé hann ekki hættur gerir hann það ennþá, en verk hans mun hver og einn dæma eftir skapi sínu og velsæmiskennd. Kunnum vér svo ekki þessa sögu lengri. Öðru vísi mér áður brá. Þessi grein, „Mislukað uppeldi“, birtist í blaðinu Baldur, 2. tbl. 1948 og vakti töluverða athygli í bænum. Almennt var talið að í grein þessari væri átt við Eyjólf nokkurn Jónsson. í greininni seg- iir að sveinninn hafi orðið „við- skiptamönnum skrifstofunnar til angurs og leiðinda“. Nú er Eyjólfur þessi á ný kom- inn á bæjarskrifstofuna og er hærra settur en fyrr, því nú er hann skrifstofustjóri. Að þessari ráðningu hans standa kratarn- ir ekki einir, heldur einnig Harald- ur Steinþórsson og flokkurinn sem á sínum tíma krafðist, að hann væri rekinn, þar sem hann væri viðskiptamönnum skrifstofunnar til angurs og leiðinda og réði Har- ald Steinþórsson í starfið. Hvernig er það kommatetur, hefur skap Eyjólfs og framkoma breytzt svona stórkostlega í fóstr- inu hjá Bigga, að hann er nú ráð- inn á ný á bæjarskrifstofuna og það í skrifstofustjórastarf? Eða svínbeygja kratarnir aum- ingja Harald litla svo í flatsæng- inni, að hann verður að játa í auð- mýkt, hverri kröfu þeirra? Eruð þið ekki hrifnir af foringj- anum ykkar? Jú, sannarlega meg- ið þið vera það, kratamir gerðu hann að bæjarstjóra tvívegis í sumar í fjarveru Jóns. 1 annað skiptið fór Jón til Reykjavíkur í nokkra daga og í hitt skiptið, sem Haraldur varð bæjarstjóri, var það á laugardag frá kl. 9—12, en þá fór Jón til Súgandafjarðar. Har- aldur var mjög hrifinn í embætt- inu, og kratarnir hnipptu hver í annan og kímdu. En kímir nokkur kommi af slíkri uphefð nema Haraldur? --------O-------- Reknetabátarnir. Reknetabátamir eru nú allir hætt- ir veiðum og komnif vestur nema Ásbjörn og Gunnbjöi’n. Tíð hefur verið mjög stirð við Suðurland i haust og afli tregur, þegar gefið hefir. Gyllir frá Súgandafirði er eini báturinn, sem byrjaður er róðra hér vestra. Hefir afli verið mjög tregur, um og undir 2 tonn í róðri. Búizt er við, að Bolungai’víkurbát- ar og Hnífsdalsbátar byrji róðra á næstunni, en allt er í óvissu um útgerð ísafjarðarbáta í haust. Fisksjá í Einar Hálfdáns. Undanfarið hefir verið unnið að því að setja niður fisksjá í m.b. Einar Hálfdáns frá Bolungarvík. Er hann fyrsti báturinn hér fyrir vestan, sem fær fisksjá, en ætlun- in er að setja einnig fisksjá í Bangsa frá Bolungarvík.

x

Vesturland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturland
https://timarit.is/publication/633

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.