Vesturland

Árgangur

Vesturland - 31.10.1951, Blaðsíða 6

Vesturland - 31.10.1951, Blaðsíða 6
Úr bæ og byggð. Andlát. Ekkjan Sigurfljóð Sigurðardótt- ir andaðist þann 27. sept. s.l. Jóna Björnsdóttir lézt á Elli- heimilinu á ísafirði þann 4. þ.m., 72 ára að aldri. Frú Anna Syre, ekkja Ole G. Syre, lézt að heimili sínu þann 4. þ.m. Frú Anna var 70 ára, þegar hún lézt. Halldór Jónsson, bóndi í Tungu, lézt á Sjúkrahúsi ísafjarðar þann 6. þ.m. Halldór í Tungu var tæp- lega 76 ára, er hann lézt. Frú Fríða Torfadóttir, ekkja Ólafs Kárasonar, kaupmanns, lézt að heimili sínu þann 8. okt. s.l., 63 ára að aldri. Sigfús Magnússon lézt að heim- ili tengdasonar síns, Kristjáns H. Jónssonar, hafnsögumanns, þann 19. okt. s.l. Sigfús heitinn Magn- ússon var rúml. 77 ára, er hann lézt. Frú Helga Tómasdódttir, kona Magnúsar Ólafssonar, fyrrv. prent- smiðjustjóra, lézt að heimili sínu 22. okt. s.l., 78 ára að aldri. Séra Magnús R. Jónsson lézt á Sjúkrahúsi ísafjarðar 29. þ.m. 87 ára að aldri. ölafía Sveinsdóttir hlýtur heiðursverðlaun. Hjúkrunarkvennafélag íslands hefir nýlega veitt ungfrú Ólafíu Sveinsdóttur frá Arnardal 500 kr. verðlaun af því tilefni, að hún er fyrsta stúlkan, sem lýkur prófi bæði í hjúkrunar- og ljósmóður- fræðum. ólafía lauk prófi frá ljós- mæðraskólanum nú fyrir skömmu. Áður hafði hún lokið námi við Hjúkrunarkvennaskólann. Þorbergur Kristjánsson settur prestur á Skútustöðum. S.l. sunnudag vígði biskupinn, séra Sigurgeir Sigurðsson, Þor- berg Kristjánsson frá Geirastöð- um prest að Skútustöðum í Suð- ur-Þingeyjarprófastdæmi. Nýr bankastjóri. Einar B. Ingvarsson, hefir ný- lega verið skipaður bankastjóri útibús Landsbanka íslands á ísa- firði. Hjúskapur. Þann 14. þ.m. voru gefin saman af sóknarprestinum á ísafirði, séra Sigurði Kristjánssyni, ungfrú Kristín S. Agnarsdóttir og Garðar Pétursson, rafvirki. Trúlofun. Nýlega hafa opinberað trúlofun sína frk. Guðrún ólafsdóttir, Jak- obssonar, og Magnús Jóhannesson frá Álftafirði. F.u.s. Fylkir. Vetrarstarf Fylkir, félags ungra sjálfstæðismanna, er nú hafið fyr- ir nokkru, og hefir Fylkir þegar haldið tvö spilakvöld, sem hafa verið mjög fjölsótt. nm <sgrs) a/essrFwzx&n saúGFsaræsHsmoŒfi XXVni. árgangur. 31. október 1951. 14.—15. tölublað. STAKSTEINAR Bólegir dagar hjá bæjarráði. Enginn bæjarráðsfundur hefur nú verið haldinn frá því 8. okt. s.l., eða í 20 daga. Það hefur verið venja, að bæjarráð haldi 1—2 fundi í viku, en nýir siðir koma með nýjum herrum. Ekki er þó svo vel að ekkert liggi fyrir bæj- arráði. Tillaga Sjálfstæðismanna um að fjölga í bæjarvinnunni um 20—30 menn var vísað til bæjar- ráðs á fundi bæjarstjórnar 11. sept. s.l. 1 einn og hálfan mánuð hefur hún legið þar í salti og ekki fengist rædd. Formaður Verka- lýðsfélagsins Baldur, Guðm. G. Kristjánsson er þó jafnframt bæj- arráðsmaður Alþýðuflokksins. Þannig er áhugi krata og komma til að bæta úr atvinnuleysinu í bænum. Tillögur um úrbætur eru ekki teknar fyrir í bæjarráði, bæj- arstjórn bregst beinni lagaskyldu að láta fram fara atvinnuleysis- skráningu í byrjun október. Verkalýðsfélagið Baldur varð 10. þ.m. að samþykkja áskorun á for- mann sinn og bæjarráðsmanninn Guðmund G. Kristjánsson um að landslög um þetta efni væru ekki algerlega sniðgengin, af meiri- hlutaflokkunum, krötum og komm- únistum. Nú lætur Guðm. G. Kristjáns- son verkalýðsfélagið ekki samþ. neinar kröfur um atvinnuúrbætur. Nú mega verkamenn ganga at- vinnulausir dögum og vikum sam- an, því nú ráða verkalýðsvinimir Fulltrúar Fylkis á Landsfundi Sjálfstæðisflokksins, sem hefst í Reykjavík í dag verða Guð- finnur Magnússon, stud. med, Veigar Guðmundsson, stud. med. og Sverrir Hermannsson, stud.jur. Togaramir. ísborg landaði hér 8. þ.m. um 125 tonnum af fiski, sem fór til vinnslu í frystihúsunum í bænum. Isborg fór strax aftur á veiðar og kom inn þann 22. þ.m. með full- fermi og fór samdægurs áleiðis til Þýzkalands með aflann og seldi í Hamborg á mánudaginn fyrir 103.500 mörk, sem jafngildir kr. 400.545 íslenzkum. Sólborg kom til Reykjavíkur, af Grænlandsmiðum , á sunnudags- kvöldið og tók þar olíu og vistir, en lagði síðan af stað áleiðis til Esbjerg með aflann, en þar mun hún selja saltfiskinn og fiskimjöl- ið. Sólborg var með 20 tonn af lýsi, sem landað var í Reykjavík og 548 poka af fiskimjöli. bæjarmálunum. Nú þegar bæjar- sjóður hefur fengið miljóna lán og hálfrar þó betur, þannig að hundr- uðir þúsunda hafa komið inn til reksturs þessa árs, á ekkert að gera, bókstaflega ekkert að gera til að bæta úr sárasta atvinnuleys- inu. Einustu atvinnubæturnar. Einu atvinnubætumar, sem vitað er til, að núverandi meiri- hluti hafi átt hlut að, er að hafa þrjá bæjarstjóra á fullum launum og Hannibal Valdimarsson sem „sendiherra“ ásamt og samtímis bæjarstjóranum í Reykjavík og greiða honum fyrir kr. 230,00 — tvö hundruð og þrjátíu krónur — á dag, jafnt virka daga sem helga. Það er rausnarlegt hjá bæjarsjóði ísafjarðar, að greiða skólastjóran- um og alþingismanninum Hanni- bal Valdimarssyni þannig um sjö þúsund krónur ofan á 60—70 þús. kr. fastar árstekjur, sem hann hafði fyrir. Þetta er nú jafn- aðarmennskan hans Hannibals í framkvæmd. Þetta er óeigingim- in og fómfýsin hans. Nýtt íslandsmet. Það þótti tíðindum sæta, og flaug um land allt, er Helgi Hann- esson, bæjarstjóri, krækti sér í 6.000,00 króna launauppbót á ári í formi húsaleigustyrks hjá hin- um ríka bæjarsjóði Hafnarfjarð- ar með fullu samþykki flokks- bræðra sinni í bæjarstjóminni. Fé- græðgi Helga var að nokkm kunn áður, en nú varð hún þjóðfræg. En einn kemur öðrum meiri. Á aðeins tveim mánuðnm tókst Hannibal að krækja sér i 6.800,00 kr. án allrar heimildar frá bæjarstjórn ísafjarð- ar. Islandsmeti Helga Hannesson- ar hefur verið hnekkt glæsilega. Fégráðugasti maður landsins býr nú ekki lengur í Hafnarfirði, eins og talið hefur verið. Hann á lög- heimili hér á ísafirði, þó að löng- um dvelji hann í Reykjavík. VINNA VIÐ VATNS- VEITUNA HAFIN. Vinna við vatnsveituna hófst á mánudaginn og vinna nú um 20 verkamenn við skurðgröft í Hafn- arstræti fyrir neðan Austurveg. Var það vel til fallið hjá meiri- eftir annað skorað á meirihlutann hlutanum, að byrja veturinn með þessu, en þó hefði mörgum sýnzt ráðlegra að byrja fyrr í haust, eins og Sjálfstæðismenn hafa hvað að gera. >' ■ ' ............... " ■« Bæjarstjórinn hafði með sér aðstoðarmann í Rvík í 30 daga, sem kostaði bæjarsjóð nálega 7 þús- und krónur! Aðstoðarmaðurinn heitir Hannibal Valdimarsson. 1 bókum bæjarsjóðs gefur að líta velsamda ferðareikninga frá Hannibal Valdimarssyni á s.l. sumri til Reykjavíkur. Reikningar þessir sundurlið- ast þannig: Ferðir 27. júní til 6. júlí og 14. júlí til 25. júlí. Hótelberbergi á 45 kr. í 20 daga kr. 900,00 | Fæði í 20 daga á kr. 30,00 pr. dag — 600,00 Símtöl — 78,00 Dagpeningar kr. 95,00 í 20 daga — 1900,00 Ferðakostn. 250x4 — 1000,00 Samtals kr. 4.479,20 Ferð 9/8—18/8: Hótelherbergi á 45 kr. á dag í 10 daga kr. 450,00 Dagpen. 95 kr. á d. — 950,00 Símkostnaður — 85,00 Fæöispen. 30 kr. á d. — 300,00 Þjónustugjald — 72,90 Ferðakostnaður — 500,00 Samtals kr. 2.358,50 Þessar Reykjavíkurferðir skólastjórans á tæpum tveim mánuðum nema samtals kr. 6.836,70. Þetta hefur bæjarsjóð- ur greitt fyrir nokkru síðan svo ekki stendur á» að greiða þess- um gæðingi krátanna stóra peninga. Við þessu væri ekki mikið að segja, ef manntetur þetta hefði farið í erindum bæjarstjórnar eða sendur af bæjarstjóra, en þegar litið er á það, að bæjar- stjórinn, Jón Guðjónsson, er allan þennan tíma í Reykjavík á kostnað bæjarsjóðs, þá er ó- skiljanlegt það bruðl á fé, að senda þennan aukadáta til þess að tala við lánsstofnanir með Jóni Guðjónssyni og fleygja í hann. tæpum 7. þús. kr. fyrir. Ef Jón Guðjónsson var ekki fær um að tala máli bæjarfél- agsins, þá ætti hann að vera heima. Það var alveg nóg fyrir bæjarsjóð að kosta einn „sendi- herra“. Það stóð ekki lengi á Hanni- bal, þegar hann komst að bæj- arkassanum að nýju, að seilast í hann eftir sjö þúsund krónum í ferðakostnað. Þessi maður hefur hæst gal- að um að aðrir væru frekir á fé bæjarbúa sér til handa, enda er það háttur slíkra manna, að ætla öðrum allt það illa, sem þeir sjálfir eiga í ríkum mæli. ■- • Félagsmerkin eru komin og fást í verzl. • Matthíasar Sveinssonar og hjá formanni. Prentstofan Isrún h.f., Isafirði.

x

Vesturland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturland
https://timarit.is/publication/633

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.